Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 50
58 \40fikmyndir LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 ‘ Mulholland Falls í Laugarásbíói: Fjórar löggur með hatta Laugarásbíó hóf sýn- ingar um síðustu helgi á nýrri bandarískri saka- málamynd, Mulholland Falls, sem gerist á fímmta áratugmun. Segir þar af fjórum löggum sem vinna saman, hörkutólum, sem eru flott klæddir og eru auðþekkjanlegir þar sem þeir fara saman, enda all- ir með hatta. Þetta eru löggumar sem glæpa- mennirnir hræðast, enda hafa þeir sett sínar eigin reglur sem ekki eru alltaf samkvæmt bókinni og nafn myndarinnar er til- komið vegna þess að ef þeir þurfa að tuska glæpamennina til þá fara þeir með þá á stað sem heitir Mulholland Falls. Þegar þeir lenda í að rannsaka morð sem teng- ist tilraunum á kjarna- orkusprengjum finnst sumum að þeir fari út fyrir verksvið sitt og ekki hjálpar það þeim að einn þeirra tengist stúlkunni sem hefur verið myrt. Glæsilegur hópur þekktra leikara leikur í myndinni. Nick Nolte leikur aðal- persónuna, Max Hoover, sem fer fyrir hópnum, félagar hans þrír eru leiknir af Chazz Palminteri, Mich- ael Madsen og Chris Penn, Melanie Grifith leikur eiginkonu Hoovers, Treat Williams og John Malkovich bandaríska herforingja, Jennifer Connelly gulifallegt fómarlamb, lögreglumenn á fimmta áratugnum sem voru þekktir undir nafninu Hattadeildin. Hópurinn þótti vasklegur í fram- göngu og var sagt að glæpamenn óttuðust enga fremur. Það var tekið fram í grein þessari að þeir hefðu allir verið mjög há- vaxnir og alltaf vel klædd- ir. Þegar Zanuck las nöfn þeirra kannaðist hann strax við foringja hópsins, Max Herman. Hann hafði hitt hann mörgum árum áður, þá var Herman hætt- ur í lögreglunni, var orð- inn lögfræðingur og varð fljótlega eftir það dómari. Zanuck segir að það hafi ábyggilega verið sú stað- reynd að hann hafði hitt foringja hópsins sem gerði það aö verkum að greinin var ofarlega í huga hans og fannst honum kjörið tæki- færi að gera kvikmynd þar sem undirstaðan yrði þess- ir fjórir lögreglumenn. Þegar Zanuck hafði ráð- fært sig við handritshöf- undinn Peter Dexter varð niðurstaðan að hafa sög- una skáldskap og ekki byggja á neinu máli sem fjórmenningarnir höföu fengist við á sínum tíma og einnig eru allar persónur tilbúning- ur og töffaramir fjórir eiga lítið sameiginlegt með þeim fjórum lög- reglumönnum sem voru hugmyndin að myndinni. -HK Max Hoover (Nick Nolte) leikur lögreglutöffara sem rannsak- ar tvöfalt morö. Andrew McCarthy, annað fómar- lamd, Bmce Dern leikur yfirmann í lögreglunni og Daniel Baldwin leik- ur fulltrúa frá FBI. Það var framleiðandinn, Richard D. Zanuck, sem átti hugmyndina að Mulholland Falls. Árið 1987 rakst hann á grein í Los Angeles Times. Fjallaði hún um fjóra rannsóknar- Hvað gerir þú þegar mWmwM Sally Field Ktefer Sutherland Ed Harris Regnboginn - Sannleikurinn um hunda og ketti: Ólíkar vinkonur Minnimáttarkennd gagnvart útliti sínu er algengt vandamál hjá ungum konum sem og ungum körlum. Það er Abby Barnes (Jane- anne Garofolo) ekki nóg að vera örugg um sjálfa sig fyrir framan mígrafóninn i upp- tökustúdíói útvarpsstöðvar og svara hlust- endum af öryggi og hárfmum húmor. Þegar Abby hefur svarað af snilld og bjargað ljós- myndaranum Brian (Ben Chaplin) úr klón- um á hundi sem ekki er hrifmn af myndatökum, fer hún i kerfi þegar hann býð- ur henni út og spyr svo hvemig útlits hún sé. í staðinn fyrir að segja að hún sé lítil, þybbin og svarthærð segist hún vera hávaxin, ljóshærð og glæsileg og er þar að lýsa nábúa sínum, sýningarstúlkunni Noelle Slusarsky (Uma Thurman). Þannig hefst skemmtileg atburðarás í Sannleikurinn um hunda og ketti (The Truth about Cats and Dogs). Það er lán í óláni að þegar Brian birtist óvænt á útvarpsstöðinni er Noelle í heimsókn hjá Abby og málunum er bjargað um stund. En nú er Abby orðin hrifln af Brian og vill halda leiknum áfram þar til hún finnur kjark hjá sér tO að segja honum sannleikann, en með hverri frest- un á sannleikanum verða'vandræðin meiri og mehi. Það er sniðug saga og leikur þehra Janeane Garofalo og Uma Thurman sem gerir Sannleikann um ketti og hunda að góðri skemmtun, samleikur þehra er með miklum ágætum, Garofalo er fædd gamanleikkona sem einnig hefur heill- andi framkomu á sinn venjulega hátt og Uma Thurman hefur ekki sýnt betri leik í langan tíma. Noelle, sem er alveg laus við þau vandamál sem þjá Abby er ekki síður heillandi, en á ólíkan hátt. Thurman hefur gott auga fyrir húmom- um í skapgerð persónunnar sem hún leikur og skilar honum vel tO áhorfenda. Breski leikarinn Ben Chaplin feOur einnig vel inn í hlutverks hins rómantíska ljósmyndara, er gott mótvægi við ærslafuOan leik Garofalo og Thurman en per- sónan er stöðluð týpa sem oft sést í rómantískum gamanmyndum. Sannleikurinn um ketti og hunda er í góðu jafnvægi aOan tímann og hand- ritið er vel skrifað skrifað en þegar til lengdar lætur verður vandamálið, sem hleður utan á sig, leiðigjamt en leikgleði Garofalo og Thurman sjá tO þess að myndin er jöfn og skemmtOeg. Leikstjóri: Michael Lehmann. Handrit: Audrey Wells. Kvikmyndataka: Robert Brinkmann. Tón- list: Howard Shore. Aóalleikarar: Uma Thurman, Janeane Garofalo og Ben Chaplin. Hilmar Karlsson Háskólabíó - Svarti sauðurinn: Hrakfallabálkur Chris Farley fetar dyggOega í spor Jims Carreys í fíflalátum og ofleik. Farley hefur alið manninn innan þeirrar vinsælu sjónvarpsseríu Saturday Night Live og þaðan kemur einnig mótleikari hans, David Spade, og saman mynda þeir nokkurs konar nútíma Abbott og CosteOo þar sem sá digri Farley gerir aOt vitlaust sem fyrir hann er lagt og Spade, í hlutverki þess sem hefur vitið, reynir að lagfæra eyðOegginguna sem Farley skOur eftir. Svarti sauðurinn (The Black Sheep) er önnur myndin sem þeir félagar leika í, sú fyrri var Tommy Boy. Þar var Chris Farley í hlutverki sonar verksmiðjueiganda, sem þótt hjálpsamur væri gerði meira Olt en gott sem yfírmaður í verksmiðjunni. Nú er hann bróðir frambjóðanda tO ríkisstjóra- embættis og hann hefur þau áhrif á kosningabaráttuna að bróðir hans sér þann kost vænstan að senda litla bróðir á braut undir eftirliti. En það þarf meira en einn eftirlitsmann tO að halda hinum velvOjaða bróður í fjarlægð. Það er lítiO heOdarsvipur yfir Svarta sauðnum, allt snýst í kringum Chris Farley. David Spade, sem sagður er ágætur gamanleikari er nánast eins og statisti. Eins og fleiri álíka myndir byggist gamanið á einstaka atriðum og það má myndin eiga að í henni fyrirfinnast fyndin atriði þó fá séu og það besta er þegar Farley fer á rokkkonsert þar sem bróðir hans á að halda ræðu. Farley hittir fyrir meðlimi hljómsveitar sem eingöngu er skipuð svörtum, verður fyrir áhrifum frá þeim og álpast upp á svið þar sem hann predikar yfir lýðnum í kostulegu atriði. Svarti sauðurinn er yfirgengOega vitlaus og þar á Chris Farley ekki lítinn þátt í vitleysunni. Fá atriði eru fyndin, það er oftar sem maður spyr sjálfan sig hversu heimskulegt gaman- ið getur eiginlega orðið. Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handrit: Fred Wolf. Kvikmyndataka: Daryn Okada. Tónllst: William Ross. Aðalleikarar: Chris Farley, David Spade, Tim Matheson, Christlne Ebersole og Gary Bus- ey. Hilmar Karísson Stjörnubíó - Nomaklíkan: Leikur að eldinum Það er dálítið einkennOegt að kvik- mynd, sem greimlega er gerð til þess að draga að ungt fólk, skuli vera bönnuð inn- an 16 ára og virðist það ákveðið dóm- greindarleysi handritshöfundar og leik- stjóra að koma í veg fyrir að þeir sem mestan áhuga hafa á myndinni skuli fá að sjá hana. Nornaklíkan (The Craft) er bönnuð vegna þess að í síðari hluta myndarinnar eru gróf ofbeldisatriði sem eru tæknilega vel gerð og vissulega ekki fyrir börn. Þessi grófleiki og ofbeldi gerir Nomaklíkuna einstaklega fráhindrandi. Myndin byrjar á góðu flugi út í hið ókannaða og það má tO sanns vegar færa að í raun verður ekki aftur snúið. Það sem byrjaði sem tviræð skemmtun með þungri rokktónlist endar sem gróft ofbeldi og hryllingur þar sem tæknimenn fara á kostum í að skelfa áhorfendur. Viss húmor, sem var til staðar í fyrri hluta myndarinnar, hverfur alveg i lokin. Aðalpersónurnar I Nornaklíkunni em fjórar ungar skólastúlkur sem fikta við gaidra. Ein þeirra, sem nýkomin er í hópinn, býr yfir hugarorku sem gerir það að verkum að þær geta leyst úr læðingi öfl. í fyrstu er allt gert tO gamans, en um leið og þær komast á bragðið með að nota þennan orkugjafa verða þær heimtufrekari og brátt ráða þær ekki við hin duldu öfl. Það er margt vel gert í myndinni, ungu leikkonurnar ná ágætum tökum á hlutverkum sínum og það er ekki annað hægt en dást að brellunum, en því miður, myndin er aldrei nein skemmtun, hvorki fyrir unga né gamla. Leikstjóri: Andrew Fleming. Handrit: Peter Fiiardi og Andrew Flemlng. Kvikmyndataka: Alexander Gruszynski. Tónlist: Graeme Revell. Aðallelkarar: Fairuza Balk, Robin Tunney, Neve Campbell, Rachel True og Skeet Ulrich. Hilmar Karlsson iy-f-f 't'r-r'? r-tf f’rrrrt • ’• ■.*« « V'- ’ f ••
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.