Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 trimm 41 Einn á ferð á ónýtum skóm á ystu ströndu - árleg heimsókn á Hornstrandir endurnýjar lífskraftinn Hann sagðist heimsækja óbyggðir íslands til að njóta náttúrunnar og „endurhlaða orkustöðvar líkamans" eftir pappírsstörfin í Brussel í Belg- íu. Jos Rogiers heitir maðurinn og hefur heimsótt landið ellefu sinnum á siðustu fimmtán árum. Þar af hef- ur hann fimm sinnum dvalist og farið um Homstrandir. Þar rákumst við á hann við eitt af skýlum Slysa- vamafélags íslands fyrir nokkm. Jos var þar einn á ferð og sá er ferðamáti hans yfirleitt um óbyggð- ir íslands. Þegar félagar í Trimm- klúbbi Seltjarnarness ræddu við hann kom í ljós að sólinn undan öðrum skónum hafði gefið sig og svo alvarlega að hann hafði í hyggju að taka Fagranesið þegar það ætti næst áætlun. Hann taldi sig raunar hafa gert þær ráðstafanir að skipið tæki hann þar sem hann beið. Eftir að hafa rætt nokkuð við Belgíu- manninn kvöddu ferðalangar af Nesinu og héldu áfram. Þeir höfðu orð á því sín á milli að ekki væri búnaður hins erlenda manns rík- mannlegur og ekki þótti neinum skrítið að skómir gæfu sig enda greinilega komnir til ára sinna og vel nýttir. Segir nú ekki frekar af Belgíu- manninum Jos Rogiers fyrr en áðurnefndur hópur var að ganga á Tunguheiði morguninn eftir að við hittum hann þar sem hann beið komu Fagraness með annan göngu- skóinn sólalausan í hendinni. Þegar áð var efst á Tunguheiði, dáðst að útsýninu og dokað við eftir hinum síðustu í hópnum þá birtist sá belg- iski og fór hratt yfir enda komiim í báða skóna. Annar að vísu vafinn plástri. í ljós kemur að hann hafði farið á mis við Fagranesið og í kjöl- far þess ákveðið að ganga yfir að Þarna bendir Styrmir Geirs einn úr TKS-hópnum á samplástraðann skó Jos Rogiess. DV-mynd ÓG. Látrum við Aðalvík og ná í skips- ferð þaðan. Jos taldi sér ekkert að vanbúnaði, þáði þó nýjan plásturs- svafning um bilaða skóinn og auk þess aukaplástur. Hann gekk síðan hratt á braut enda telur þessi hægláti aðdáandi íslenskra óbyggða ekki þörf á að íþyngja sér með tjaldi eða viðamikl- um búnaði. Vel mátti af baksvipn- um ráða þar sem hann hvarf okkur eftir heiðartroðningunum að fimmta heimsóknin á Homstrandir mundi duga honum vel á komandi mánuðum við fréttamat og kynn- ingarrannsóknir fyrir Evrópu- bandalagið og stórfýrirtæki en við það starfar Jos Rogiers í Brussel. Afsláttarflug vegna Reykjavíkur maraþons: Vaxandi þátttaka af landsbyggðinni „Það var einmitt kona að hringja í okkur frá Kópaskeri og tilkynna þátttöku sína í hálfu maraþoni," sagði Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur maraþons, þegar við ræddum við hann fyrr í vikunni. Þátttaka hlaupara og skokkara af lands- byggðinni hefur að sögn hans stöðugt farið vaxandi frá ári til árs og hefur það verið eitt af því sem fest hefur Reykjavíkur mara- þonið í sessi. Akumesingar, Akureyringar og hlauparar af Suðumesjum hafa ávallt verið fjölmennir og þátttaka ísfirðinga, Sel- fyssinga, Homfirðinga og Mýrdælinga hef- ur aukist. Minni hefð hefur hins vegar skapast á Austurlandi og víðar fyrir því að skokka um götur höfuðborgarinnar einu sinni á ári. Ágúst Þorsteinsson sagðist þó vita að áhugi á hlaupum og annarri hreyfingu væri ekki síðri fyrir austan en annars staðar á landinu. Samningar hafa tekist við Flugleiðir um sérstök afsláttarfargjöld fyrir þátttakendur í Reykjavíkur maraþoni. Gilda þau 16.-19. ágúst nk. og fást með framvísun þátttökutil- kynningar á afgreiðslu Flugleiða á Akur- eyri, Egilsstöðum, Hornafirði, Húsavík, Sauðárkróki, ísafirði, Patreksfirði, Þingeyri og Vestmannaeyjum. Krían er hugrakkur fugl og lætur ekki hlut sinn fyrir nein- um, eins og þeir vita sem of nærri varpstöðum hennar hafa komið. Þá er „of nærri“ sam- kvæmt áliti kríunnar en ekki viðkomandi gests á svæðinu. En þessi fimi fugl er einnig þekktur fyrir að vera góður granni og þær munu vera ófáar byggðir æðarfugls og annarra andategunda sem hann ver af er líka gáfuð og raunsæ. Sam- vistir við golfara á Suðuraesi og aðra þá sem þar stunda úti- vist hefur kennt henni að nokk- ur vörn er þar af mannfólkinu og öryggi. Forustumenn Golf- klúbbs Ness hafa alla tíð lagt áherslu á friðsamlega sambúð við kríuna. Enda beggja hagur að valda sem minnstri röskun á umhverfinu. Kríunni fer fjölgandi á Suðurnesi, að sögn kunnugra. Eftir að brautir vora lagðar um- hverfis eitt mikilli elju grimmd. Mikið kríuvarp er á Suðurnesi, yst á Seltjarn- amesinu, og hefur verið svo lengi sem elstu menn muna. Ein- hverjir hafa borið ugg í brjósti um að umgengni félaga í Golfklúbbi Ness, sem þama hafa aðstöðu, mundi spilla fyrir fuglalífi á svæðinu. Gildir það bæði um kríuvarpið og þær endur sem kosið hafa sér þar hreiðurstað í skjóli hennar. Reynslan hefur orðið, að sögn staðkunnugra, að krían er ekki aðeins hugrökk og ákveð- in, þegar að henni er sótt. Hún hennar helsta varpsvæði hefur líf þar aukist yfir varp- tímann að sögn. Menn hafa veitt því at- hygli að krían er fljót að átta sig þegar tilfærslur verða á brautum sem leikið er á. Ekki tekur heilu flokkana nema skamma stund að færa sig um set eftir því hvar golfaramir fara um. Allt byggist þetta þó á því að mannfólkið virði varp- svæðin sjálf. Ef það er ekki gert eirir krían engu og allur friður fyrir bí. Reykjavíkur maraþon 18. ágúst Hvíld og kolvetnisríkur matur Nú styttist óðum í Reykjavíkur maraþon. Við skulum hvíla okkur vel þessa vikuna og borða kolvetnisríkt fæði. Menn skyldu forðast skyndibita- mat og reyna að sofa minnst 8 klst á sólarhring, sérstaklega þeir sem ætla í lengri vegalengdimar. Þetta gerum við Eillt til þess að vera vel undirbúin og endumærð fyrir átökin 18. ágúst. Svefninn aðfaranótt laugardags er mikilvægastur og menn skyldu ekki verða stressaðir þótt þeim kynni að verða svefnvant nóttina fyrir mara- þonið. Það er mjög algengt og skiptir í sjálfu sér ekki máli fólk hefur náð að hvíla sig vel að öðru leyti í vikunni. Jakob Bragi Hannesson. 9. vika. 11/8-17/8 10 km 21 km 42 km Sunnudagur 5 km ról. 8 km ról. 12 km ról. Mónudogur Hvíld Hvild Hvild Þriðjudagur 3-5 km (frísklega) 12 km (frisklega) 12 km (frísklega) Miðvikudagur Hvíld Hvild Hvild Fimmtudogur 3 km ról. 4 km ról. 4 km ról. Föstudagur Hvíld Hvíld Hvild Laugardagur 2-4 km ról. 2-4 km ról. 2-4 km ról. Sam!.: 13-17 km ■ 17-21 km 21-25 km jbh Sunnudagur: Fjallahjólreiðar í Öskjuhlíð íslandsmeistarakeppni í fjalla- hjólreiðum fer fram á morgun, sunnudag, i Öskjuhlíðinni. Segja má að fjallahjólreiðar (e. Cross Country) séu samsvarandi við víðavangshlaup hlaupara. Um Öskjuhlíðina verður farið eftir ómalbikuðum troðningum og sannast sagna ekki öllum greið- færum fyrir hjólreiðar. Keppnin á sunnudag hefst klukkan 14.00 og verður ræst við hlíðarrætur upp af Hótel Loftleið- um og farinn tæplega 3 km hring- ur um svæðið. Fjórir aldursflokk- ar verða: 9 til 12 ára, 13-15 ára, 16-18 ára og 19 ára og eldri. Hinir síðastnefndu skiptast í B-flokk og meistaraflokk. Yngsti flokkurinn hjólar einn hring, hinir fleiri og þeir elstu eina 30 hringi. Hjólreiðar eru vaxandi íþrótta- grein bæði meðal keppnisfólks og almennings. íslandsmeistara- keppnin í Öskjuhlíð verður vafa- laust skemmtileg á að horfa eins og raun varð á í fyrra þegar hún var við Rauðavatn fyrir ofan Reykjavík. Keppnin á morgun er á vegum Hjólreiðafélags Reykja- víkur og að sögn Steingríms Ólafssonar, stjómarmanns þar, er hún haldin í nánu samstarfi við lögreglu og borgaryfirvöld. Umsjón Ólafur Geirsson Lagaskylda að hafa bjöllu á reiðhjólum - og einnig að nota hana Skokkari hafði aftur sam- band vegna bréfs sem hann kom á framfæri um nauðsyn þess að hjólreiðamenn notuðu bjöllur til að gera vart við sig þegar þeir færu fram úr gang- andi og hlaupandi vegfarend- um. Á síðustu Trimmsíðu kom fram sú skoðun Geirs hjólreiða- manns að bjöllur gerðu ekkert gagn og best væri að skjótast liðlega fram hjá göngufólki á sem hljóðlegastan hátt. Skokkari fullyrti að sam- kvæmt umferðalögum væri skylt að hafa bjöllur á reiðhjól- um og að nota þær til að vekja athygli á ferðum sínum. Við snerum okkur til Um- ferðarráös og mikið rétt, bjall- an er lagaskylda. í bæklingi fyr- ir hjólreiðamenn, sem Umferð- arráð hefur nýverið gefið út, segir meðal annars: Þegar hjólað er eftir gangstígum og stígum verður að sýna tillitssemi, víkja fyrir gangandi vegfarendum og gefa merki meö bjöllu í tæka tíð. Eiirnig segir í bæklingnum: Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega þó tveir hjóla samhliða ef það er unnt án hættu eða óþæginda fyrir aðra umferð. Auk þess er sagt: Ætið skal fara eftir reglum og umferðarmerkjum. Reiðhjól, sem notuð eru í umferð, verða að vera með löglegan búnað. Reykjavíkur maraþon: Enn vantar sjálfboðaliða Miklir íþróttaviðburðir fara hvergi fram og geta ekki orðið nema með þátttöku og aðstoð áhugasamra og fómfúsra sjálf- boðaliða. Gildir þá einu hvort um er að ræða Ólympíuleika í Atlanta í Georgíu eða Reykja- víkur marþon. Hornsteinninn er ávallt vinna sjálfboðaliða. Enn vantar nokkuð á að næg- ur fjöldi hafi haft samband við skrifstofú Reykjavíkur mara- þons. Þeir sem leggja hönd á plóginn fá til minningar sér- merktan æfmgabol og auk þess boð í pastaveisluna daginn fyr- ir hlaupið. Sími skrifstofúnnar er 588 3399 og hún er í Laugar- dal. er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins /xnwa ^Skandia jjjjj EIMSKIP VOLVO 6(j(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.