Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 Fréttir Sýslumaður á Hvolsvelli gefur eftir virðisaukaskatt af réttarböllum: Hundraða þúsunda tekju- missir fyrir ríkissjóð - óheimilt samkvæmt lögum, segir Jón Steingrímsson hjá ríkisskattstjóra Félagsheimiliö í Njálsbúö. „Menn eru undrandi á skipan þessara mála hér í sveit og spyrja sig hvemig þeim yrði tekið ef þeir gengju á fund sýslumanns til þess að fara fram á að virðisaukaskatt- ur verði felldur niður. Okkur finnst furðulegt að þetta sé gert með þessum hætti og mér sýnist ljóst að hér verður ríkið af umtals- verðum tekjum,“ segir ósáttur skattgreiðandi i samtali við DV vegna þess að sýslumaðurinn á Hvolsvelli, Friðjón Guðröðarson, hefur fellt niður virðisaukaskatt af réttarböllum í Rangárvallasýslu. „Við höfum litið svo á að þama sé um að ræða árshátíðir ung- mennafélaganna og lögin heimila þeim að halda eina slíka skemmt- un á ári, án þess að þau þurfi að borga af henni skatt. Þetta em yfir- leitt heimaböll og hér er aðeins verið að reyna að sjá til þess að hægt sé að halda þessar skemmtan- ir og sleppa réttiun megin við núllið,“ segir Friðjón Guðröðarson sýslumaður við DV vegna málsins. Um liðna helgi var haldinn dans- leikur með hljómsveitinni Greifun- um í Njálsbúð, reyndar af ung- mennafélagi, og var sá dansleikur undanþeginn virðisaukaskatti. Þar vora saman komnir um 400 gestir og var aðgangseyrir tvö þúsund krónur. Ljóst er því að virðisauka- skattur af þeim dansleik einum nemur um 200 þúsund krónum. Gert er ráð fyrir fjórum réttarböll- um i ár og því má sjá að hér er ver- ið að tala um hundruð þúsunda tekjumissi fyrir ríkissjóð. Þegar Friðjón var spurður hvort dansleikur í Njálsbúð flokkaðist sem heimadansleikur sagðist hann hafa litið svo á að sanngjamt væri að þar sætu menn við sama borð og aðrir í sambandi við þessar árs- hátíðir. Hann sagði að þorrablótin væm einnig undanþegin skattin- um. DV hafði samband við sýslu- mannsembætti annars staðar á landinu þar sem álíka háttar til og í Rangarárvallasýslu og kvaðst enginn hafa heimild til aö gefa vaskinn eftir með þessum hætti. „Innheimtumaður hefur enga heimild í lögum til þess að undan- skilja einhveija ákveðna skemmt- un virðisaukaskatti, nema hún sé tvímælalaust undanþegin honum og þess sé getið sérstaklega í virð- isaukaskattslögunum. í mínum huga skiptir ekki máli hvort þetta kallast árshátíð eða hvað,“ segir Jón Steingrímsson, forstöðumaður virðisaukaskattsskrifstofú ríkis- skattstjóra. Jón segir að þá sé aðeins átt við aðgangseyri af leiksýningum og tónleikum t.d. en alls ekki hefð- bundnu balli. „Síðan er að vísu hugsanlegt að sá sem heldur ball af þessu tagi hafi svo litlar virðisaukaskatts- skyldar tekjur að hann þurfi hrein- lega ekki að gefa þær upp. Þar emm við að tala um eitthvað á þriðja hundrað þúsund krónur sem heimilt er að hafa að hámarki á ári,“ segir Jón Steingrímsson. -sv Þriggja manna er enn saknaö af eikarbátnum Jonnu frá Höfn í Hornafiröi sem talinn er hafa farist austan viö Skarösfjöruvita í fyrrakvöld. Brak úr bátn- um hefur fundist á fjörum en þar hefur allt liö björgunarsveita veriö viö leit. Leit var haldiö áfram klukkan 8 í morgun. Á myndinni sést formaöur Björg- unarsveitarinnar Vfkverja, Grétar Einarsson, viö bíl sveitarinnar meö flotgall- ana sem fundust 3-500 metra frá Skarösfjöruvita. DV-mynd Njöröur Þú getur svaraö þessari spurningu með því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei 2 Hafa konur nægileg völd í Sjálfstæðisflokknum? Frestun sakamáls Halims AI: Halim getur ekki firrt sig refsingu til lengdar - segir Ólafur Egilsson sendiherra „Það er ljóst að sakbomingar geta ekki til lengdar Furt sig refsingu með því að mæta ekki fyrir dómara í sakamálum. Við munum að sjáif- sögðu skoða það sem fram kom í réttarhaldinu í dag (í gær),“ sagði Ólafur Egilsson sendiherra í utan- ríkisráðuneytinu í samtali við DV aðspurður um ákvörðun sakadóms í Istanbúl um að fresta sakamáli gegn Halim A1 til 20. nóvember þar sem sakbomingurinn mætti ekki. Ólafur segir að þrátt fyrir allt sé sakamálinu á hendur Halim nú sinnt af meiri festu en áðm- í kjölfar aðgerða utanríkisráðuneytisins fyrr á árinu. „Kæra á hendur ísak Halim A1 var borin fram samkvæmt ábend- ingu utanríkisráðuneytisins í sum- ar til þess að dómstólar gætu með eðilegum hætti fjallað um umgengn- isrétt gagnvart Sophiu og dætrun- um hennar,“ sagði Ólafur. „Lög- fræðingur Sophiu, Hasip Kaplan, lagði fram kæm sem tekin var fýrir hjá saksóknara í Istanbúl sem síðan yfirheyrði Halim og gaf svo út ákæm. Það hafði ekkert gerst í þessum málum frá ársbyrjun - að láta ísak Halim A1 gjalda þeirrar vanvirðu sem hann hefur sjmt tyrkneskum dómstólum og úrskurði dómarara um rétt mæðgnanna til að hittast." Aðspurður um aðgerðir utanrík- isráðuneytisins nú sagði Ólafur: „Stjómvöldum er ekki heimilt sam- kvæmt stjómarskrá Tyrklands að hafa afskipti af störfum dómstóla." Enginn fulltrúi á vegum ráðu- neytisins er nú staddur í Tyrklandi. Ólafur sagði að málareksturinn vær í höndum þess lögmanns sem Sophia hefur valið sér og veitt um- boð til þess að fylgja þeim málum eftir fyrir dómstólum. -Ótt Kjarasamningamálin: Kröfugerðin ekki tilbúin fyrr en í nóvember „Sú vinna sem nú er í gangi hjá verkalýðsfélögunum snýst fyrst og fremst um gerð viðræðuáætlana. Þær eiga að vera tilbúnar fyrir 22. október næstkomandi. Það er ekki fyrr en þær liggja fyrir sem farið verður í að ganga frá kröfugerð- inni,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavík- ur og fiskvinnsludeilar VMSÍ, í sam- tali við DV. Enn er ekki búið að ákveða hvem- ig kjarasamningagerðinni verður háttað, hvort um verður að ræða samflot eöa að hvert samband, jafn- vel einstök félög, semji fyrir sig. Þeir sem DV hefur rætt viö telja líklegt að Verkamannasambandið fái umboö frá félögunum til að ganga frá aðal- kjarasamningi en síðan semji félögin hvert fyrir sig um sérkröfumar. Þó er vitaö að Dagsbrún og Framsókn í Reykjavík ætla að semja sér. Líklegt þykir að iðnaðarmannasamböndin semji hvert fyrir sig. Hin ýmsu félög og sambönd iðn- aðarmanna hafa verið að ræða um 3 til 5 prósent kaupmáttaraukningu á ári og gera ráð fyrir samningi til aldamóta. Vitað er að mörgum verkalýðsfélögunum þykir það lítið. Haft hefur veriö á orði að reikna út 5 prósent hækkun á taxta iðnaðar- manna og gera kröfu um þá krónu- tölu til handa verkalýðsfélögunum. Þá vilja mörg verkalýðsfélögin gera samninga til styttri tíma en iðnaðarmannafélögin tala um. Verkalýðsfélögin mörg hver tala um tveggja ára samning með rauðum strikum og uppsagnarákvæðum breytist forsendur samningsins. Samningar eru lausir um áramót og það verður ekki fyrr en í nóv- ember sem allar línur liggja skýrar fyrir. -S.dór Stuttar fréttir Orlof til dómara Rikissjóði ber að greiða héraðs- og hæstaréttardómurum orlof af yfirvinnu rúmlega 3 ár aftur í tímann. Þetta var niðurstaða Fé- lagsdóms í gær. Undanþága veitt Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur veitti Ármannsfelli í gær undan- þágu til bygginga við Kirkjusand. Meirihluti nefndarinnar var ein- huga að þessu sinni en klofnaði í sama máli fyrir tiu dögum. HP til Vikublaðsins Ritstjóm Vikublaðsins hefur keypt Helgarpóstinn af Odda. Samkvæmt Mbl. ætla nýir eigend- ur að leggja áherslu á skemmtifregnir og upplýsandi þjóðfélagsumræðu. Tvísköttun Meinatæknar verða að greiða skatta af láni sem þeir fengu úr kjaradeilusjóði þar sem lánið var óverðtryggt og vaxtalaust. Sam- kvæmt RÚV segja meinatæknar sér mismunað, ríkissjóður hafi sjálfur gefið fordæmi fýrir slikum lánum. Bílakærur til RLR Nokkur tollalagabrot í tengsl- um við innflutning á notuðum bíl- um hafa verið kærð tO Rannsókn- arlögreglu ríkisins, RLR. Sam- kvæmt Mbl. hafa sumir innflytj- endur notaðra bila lagt fram ranga kaupverðsreikninga til að lækka vöragjöld. Tækniskóli til HÍ Tækniskóla íslands hefur veriö boðið að flytja á lóð Háskólans til að samstarf skólanna geti aukist. Samkvæmt RÚV er áformað að sameina Verkfræðistofnun og Líf- fræðistofnun. Gróði af hugbúnaði Tekjur af útflutningi íslensks hugbúnaðar hafa vaxið úr 50 milljónum árið 1991 i tæpan millj- arð í fyrra. Samkvæmt Degi-Tím- anum er hugbúnaðariðnaður ís- lenskari en lopapeysan. Afsakið, Björk Einn helsti blaðamaður Daily Mail í Bretlandi, sem dvaldi ný- lega á íslandi, biður söngkonuna Björk afsökunar á því hvað hon- um þótti landið hennar ömurlegt. Þetta kom fram á Stöð 2. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.