Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 íþróttir Keila: Gunnar og Annel best Gunnar Annelsson og Annel Þorsteinsson sigruðu í tvíkeilu á móti sem Keilufélag Suðumesja hélt um helgina. Þeir fengu 1141 stig. í öðru sæti urðu Ingiber Óskarsson og Steinþór Jóhannsson með 1128 stig og í þriðja sæti urðu Sigur- vin Ægir Sigurvinsson og Ævar Olsen með 1070 stig. Danmörk: Öll efstu liðin töpuðu Öll efstu liðin töpuðu leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í knattspymu um helgina. Brönd- by tapaði fyrir Odense, 1-2. Álaborg beið lægri hlut fyrir Herfölge, 4-2 og AGF tapaði fyr- ir Lyngby, 3-1. Önnur úrslit urðu þau aö Silkeborg og AB gerðu 3-3 jafntefli, Velje lagði Kaupmannahöfn, 3-0, og Viborg og Hvidovre gerðu jafntefli, 1-1. Bröndby er efst eftir 12 umferðir með 26 stig, Álaborg 25, AGF 19 og Herfölge 19. Enski boltinn: Bosnich ákærður? Svo getur farið að Mark Bosn- ich, Ástralíumaðurinn sem leik- ur í marki Aston Villa, verði kærður fyrir ósæmilega hegðun á leikvelli. Bosnich var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum á laugardag en honum er gefið að sök að hafa heilsað stuðningsmönnum Tottenham með nasistakveðju. Þetta mál er litið alvarlegum augum bæði af enska knatt- spyrnusambandinu og lögreglu- yfírvöidum. Carbone til Wednesday Sheffield Wednesday gekk í gær frá kaupum á ítalanum Benito Carbone frá Inter Milan fyrir 300 milljónir króna. Carbo- ne er fjórði italski knattspyrnu- maðurinn sem gengur til liðs við ensk félagslið á þessu keppnis- tímabili en hinir era Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo hjá Chelsea og Fabrizio Ravanelli hjá Middlesbrough. Umdeildur dómari Enska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að sekta Bryan Robson, framkvæmda- stjóra Middlesboro, um upphæð sem nemur 150 þúsundum króna vegna ummæla sem hann við- hafði í návist dómara eftir leik Boro og Nottingham Forest á dögunum. Dómarinn, sem heitir Michael Railey, hefur verið umdeildur. Graham Souness, framkvæmda- stjóri Southampton, lenti einnig í nefndum Railey og var sektað- ur um 70 þúsund krónur eftir orðaskak í gær af enska knatt- spyrnusambandinu. -SK lan Wright fyrir rétt Ian Wright, Arsenal, hefur verið kærður af enska knatt- spymusambandinu vegna þess að hann kallaði David Pleat, stjóra Sheff Wed, öfugugga á dög- unum. -SK Cardaklija í mark Leiftursmanna? Miklar líkur eru á að Hajrudin Cardaklija standi I marki Leifturs í 1. deildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Cardaklija myndi þá leysa Þor- vald Jónsson af hólmi en hann ákvað að leggja hanskana á hill- una eftir íslandsmótið í haust. Cardaklija hefur undanfarin ár leikið með Breiðabliki úr Kópa- vogi en eftir að félagið féll í 2. deild vildi hann komast burt frá félaginu. Hann yrði Leiftursmönnum mikill liðsstyrkur enda er þarna snjall markvörður á ferð sem fræg- ur er fyrir að verja vítaspymur. Þorsteinn Þorvaldsson, formað- ur knattspymudeildar Leifturs, staðfesti í samtali við DV í gær að Cardaklija væri inni í myndinni og það væri ekki síst fyrir vilja hans sjálfs en hann vill koma til Leifturs. Þá hefur Hörður Már Magnús- son verið orðaður við Leiftur en hann hefur undanfarin ár leikiö með Val. Ólafsfirðingar hafa ekki form- lega gengið frá ráðningu á þjálfara í stað Óskars Ingimundarsonar en öraggt er að Kristinn Björnsson tekur við liðinu. Kristinn hætti á dögunum sem þjálfari kvennalandsliðsins en hann hefúr á þjálfaraferli sínum þjálfað meðal annars lið Stjöm- unnar, Vals og Dalvíkur og þá var hann eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Leiftri. -GH Helgi og félagar að missa flugið Austurríska liðið Lustenau, sem Helgi Kolviðarson leikur með, virðist vera að missa flugið eftir að hafa verið lengstum í efsta sæti deildarinnar. Um miðja síðustu viku gerði liðið jafntefli við Mölding, 0-0, og um helgina beið liðið ósigur fyrir Gerarsdorf, 2-1. Helgi hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína fram að þessu, en veiktist og var tæpur fyrir leikinn um helgina. Lustenau er nú komið niður í þriðja sætið í 2. deild -JKS Greg Norman enn á toppnum Ástralski kylfingurinn Greg Norman gefur ekki toppsætið á styrkleikalistanum svo auðveld- lega eftir. Hann situr á toppnum sem fyrr og sjá menn fyrir sér að hann verði það út þetta árið úr þessu. Nýr listi var gefinn út í gær og kemur þar fram að Skot- inn Colin Montgomerie er í öðru sæti og Nick Faldo er í þriðja sæti en hann hefur ekki leikið vel að undanfömu. Els frá S-Afr- íku og Couples og Lehman, báð- ir frá Bandaríkjunum, koma í næstu sætum. -JKS Annar Portúgali í raðir West Ham Enska úrvalsdeildarliðið West Ham gerir það ekki endasleppt þeg- ar um er að ræða kaup á nýjum leikmönnum. Um helgina gekk liðið frá kaupum á portúgalska landsliðs- manninum Hugo Porfirio frá Sport- ing i Lissabon. Það var fyrst ætlun félagsins að leigja umræddan leikmenn i tvo mánuði en frammistaða hans með West Ham á laugardaginn var gegn Everton gerði gæfumuninn. Harry Redknapp, framkvæmda- stjóri liðsins, lagði það til eftir leik- inn við stjómina að kaupa leik- manninn þegar í stað. Redknapp fékk ósk sína uppfyllta og var gengið frá kaupunum á sunndeginum og greiddi West Ham um 220 milljónir fyrir Porfirio sem þykir með efnilegustu leikmönnum sem fram hafa komið í Portúgal. Upphaflega kom Porfirio til West Ham fyrir tilstilli Portúgalans Paulo Futre sem gaf unga stráknum bestu meðmæli. -JKS Þýski handboltinn: Sigurður stendur sig vel Sigurður Bjarnason og félagar hans hjá Minden eru í 4.-5. sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik eftir tvo góða sigra að undan- fömu. Um miðja síðustu viku vann Minden sigur á Hameln á útivelli, 23-24, og skoraði Sigurður eitt mark í leiknum. Á laugardaginn vann Minden öruggan sigur á Dormagen, 26-20. Sigurður skoraði 2 mörk. Sigurður hefur staðið sig vel með liði Minden í vetur í stöðu leik- stjómanda. Hann hefur ekki skorað mikið en þess í stað einbeitt sér að því að leika félaga sína uppi. Anna kvöld mætir Minden liði Nettelstedt í þýsku bikarkeppninni og um helgina leikur liðið gegn Reinhausen. -GH Eric Cantona: Knattspyrna Arnar lék vel með Sochaux Arnar Gunnlaugsson lék í 70 mínútur með varaliði Sochaux um helgina og stóð sig vel í leiknum. Hann virðist því vera búinn að ná sér af meiðslunum sem háö hafa honum í nokkrar vikur. Hann vonast eftir að geta farið að æfa með aðalliði félags- ins í vikunni og vera kominn í toppform um áramótin. -JKS 1. DEILD KARLA Höttur byrjar vel Höttur hefur byrjað mjög vel í 1. deild karla í körfuknattleik og er með fullt hús eftir þrjá leiki. Höttur vann Þór frá Þorláks- höfn, 90-78, í framlengdum leik á Egilsstöðum á laugardaginn en þar tókst gestunum aðeins að skora eitt stig í framlenging- unni. Valsmenn hafa unnið báða sína leiki en þeir fóru létt með Reyni frá Sandgerði, 109-84. Nýliðarnir úr Stafholtstung- um fengu sín fyrstu stig á laug- ardaginn þegar þeir sigruðu ÍS í Borgamesi, 83-78. Snæfell sótti Selfyssinga heim og náði þar í sín fyrstu stig með sigri, 72-84. Leiknir úr Reykjavík lagði Stjömuna, 91-76, í lokaleik um- ferðarinnar á sunnudagskvöldið. Staðan: Höttur 3 3 0 258-222 6 Valur 2 2 0 206-150 4 Leiknir R. 1 1 0 91-76 2 SnæfeU 2 1 1 157-147 2 í>ór Þ. 2 1 1 172-167 2 Selfoss 2 1 1 135-144 2 Stafholtst. 2 1 1 149-175 2 fs 2 0 2 138-146 0 Stjaman 1 0 1 76-91 0 Reynir S. 2 0 2 161-203 0 -VS Lélegasti leikur minn með Manchester United „Þetta er öragglega lélegasti leik- ur minn með Manchester United frá upphafi og ég hreinlega var búinn að gleyma því að ég gæti leikið svona illa,” sagði Eric Cantona, fyr- irliði Manchester United, eftir sigur liðsins á Liverpool í ensku úrvals- deildinni í knattspymu um helgina. „Þrátt fyrir sigurinn er ég mjög óánægður og fólk hefur alveg rétt fyrir sér ef það segir að ég hafi ver- ið að leika illa. Ég er mjög vonsvik- inn. Ég einfaldlega komst ekki í takt viö leikinn,” sagði „kóngurinn” við fréttamenn á Old Trafford eftir leik- inn. Það var fátt sem heppnaðist hjá Cantona i leiknum. Sendingar hans voru flestar mislukkaðar og lang- tímum saman var hann ekki með í leiknum, ólikt því sem hann hefur verið að gera með United þar sem hann hefur verið potturinn og pannan í öllum aðgerðum liðsins. Erfið vika fram undan Manchester United á erfiða viku fram undan. Annað kvöld leikur lið- ið gegn Fenerbache í Evrópukeppni meistaraliða og á sunndaginn mæt- ir það Newcastle í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Það skiptir sköpum fyrir lið United að Cantona nái sér á strik í þessum leikjum og sjálfur segist hann verða að leika miklu betur en hann hefur verið að gera að undanförnu. -GH 15 leikir í UEFA-keppninni í kvöld Það verður nóg um að vera í knattspyrnunni í kvöld víðs vegar um Evrópu en þá fara fram fyrri leikirnir í 2. umferð UEFA-keppninnar. Meðal leikja er viðureign spænska liðsins Espanyol og Feyenoord frá Hollandi. Á myndinni má sjá þá Henrik Larson og Ronald Koeman á æfingu í Barcelona í gær. Efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar, Newcastle, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar það mætir ungverska liðinu Fer- encvaros í Búdapest. Reuter-mynd Knattspyrna: Formaðurinn gaf íslendingunum toppeinkunn íslenskir dómarar gera það oft gott á erlendum vettvangi í störfum sínum. Gylfi Orrason dæmdi á dögunum viður- eign Finna og Svisslendinga í und- ankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fór í Helsinki. Aðstoðardómarar á leiknum vora þeir Pjetur Sigurðsson og Gísli Björgvinsson. Sviss fór með sigur af hólmi í markaleik, 2-3. Eftirlitsdómari á leiknum var enginn annar en Möltubúinn Joseph Mifsud, sem er formaður dómaranefndar UEFA. Sá var greinilega himinlifandi með frammistöðu íslendinganna og gaf þeim öllum niu í einkunn af tíu mögulegum, sannarlega glæsilegt hjá þeim félögum. Frammistaða af þessu tagi hlýtur að ýta undir það að íslenskir dómarar fái aukin verkefni á alþjóðavettvangi. Guömundur dæmir í Lúxemborg Guðmundur Stefán Maríasson hefur verið tilnefndur til að dæma leik Lúxem- borgara og Rússa í Evrópukeppni 21 árs landsliða á næstunhi. -JKS Þrjár bestu konurnar í rallíkrossinu með verðlaunagripi sína. Hörð og jöfn keppni kvenna í krónuflokki Sigríður Kristinsdóttir vann mjög nauman sigur í rallíkrosskeppni sem fram fór um síðustu helgi. Bílanaust var bakhjarl keppninnar. Sigríður keppti á MMC Lancer GS og fékk tímann 4,56 mínútur. í öðru sæti varð Sigríöur Ottósdóttir á 4,57 mínútum en Sigríður ók á Ford Mustang. Þriðja sætið hreppti Sigrún Þorbjömsdóttir á 4,58 mínútum en hún ók Mazda bifreið. Á tímunum sést hve kepnin var hörð en hún var liður í keppni til íslandsmeistaratitils. -SK .4 23 Iþróttir Baldur til Lyngby - boðinn reynslusamningur og fer væntanlega til Danmerkur í næstu viku Baldur Bragason, knattspyrnu- maður úr Leiftri, kom til landsins seint í gærkvöld eftir vikudvöl hjá danska úrvalsdeildarliðinu Lyng- by. Honum hefur verið boðinn reynslusamningur til nóvember- loka og fer aftur til Danmerkur eft- ir viku, svo framarlega sem Lyng- by og Leiftur komast að samkomu- lagi um félagaskiptin. „Mér gekk mjög vel á æfingum hjá Lyngby, meiddist reyndar á fjórða degi, en þjálfarinn sagðist vera mjög ánægður með mig. Ég mun væntanlega leika sem kantmaður eða bak- vörður vinstra megin. Svo þarf ég bara að standa mig á þessum reynslutíma svo að mér verði boðinn lengri samningur. Aðstæður hjá Lyngby eru mjög góð- ar, þetta er hreint atvinnu lið og hefur verið við toppinn í Danmörku Baldur undanfarin ár, þannig að fyrir mig er þetta mjög spennandi," sagði Baldur við DV í gærkvöld. Baldur meiddist á læri hjá Lyngby en læknir félagsins taldi að hann yrði búinn að ná sér al- veg eftir tíu daga. Lyngby, sem hefur bæki- stöövar sínar í útjaðri Kaupmannahafnar, Bragason. hefur ekki byrjað tímabilið vel og er í sjötta sæti en vann góðan sigur á AGF um helg- ina. Liðið seldi þrjá leikmenn til meginlands Evrópu í sumar og sá fjórði er á fórum til Spánar. Ef svo fer sem horfir hefur Leift- ur þurft að sjá á bak tveimur lykil- manna sinna frá síðasta sumri því Gunnar Oddsson er sem kunnugt er farinn til Keflavíkur sem þjálf- ari og leikmaður. -VS „Tapiö styrkir okkur bara í baráttunni" Heil umferð verður í meistara- deild Evrópu í knattspymu ann- að kvöld. Núverandi meistarar í Juventus mæta Rapid Vin á úti- velli. Lið Juventus kom til Vínar í gærkvöld og sagði Marcello Lippi, þjálfari liðsins, að tapið gegn Vicenza um helgina styrkti liðið bara í baráttunni. „Við vit- um vel að okkar bíður erfiður leikur og við megum ekki sofa á verðinum," sagði Lippi. Manchester United kom til Ist- anbúl í gærkvöld en enska liðið leikur gegn Fenerbache og er uppselt á leikinn fyrir mörgum vikum. -JKS Fabrizio Ravanelli hefur veriö iö- inn viö kolann hjá Middles- borough og í gærkvöld skoraöi hann sitt 11. mark á tímabilinu. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Bovain hjá Blikum stigahæstur til þessa - Williams hjá Þór tekið flest fráköst Þegar þremur umferðum er lokið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefur Andre Boavin hjá Breiðabliki verið iðnastur í stigaskoruninni. Boavin hefur skorað 104 stig. Fred Williams hjá Þór hefur tekið flest fráköst, alls 55 í þremur leikjum. Eiríkur Sverrir Önundarson, ÍR, hefur oftast náð boltanum, alls 18 sinnum. Flestar stoðsendingar á Jón Kr. Gíslason á flestar stoðsendingar fram að þessu, alls 27. Fimm efstu leikmenn í stigaskori, fráköstum, stolnum boltum og flestum stoðsendingum era eftirtaldir: Stigahæstir: 1. Andre Boavin, UBK...........104 2. Fred WilUams, Þór ...........98 3. Damon Johnson, Keflavik .....81 4. Euan Roberts, KFÍ........... . 79 5. Tito Bakr, ÍR..................77 Flest fráköst: 1. Fred Williams, Þór .............55 2. Euan Roberts, KFÍ...............44 3. Damon Johnson, Keflavík ........41 4. Andre Bovain, Breiðablik .......39 5. Alexander Ermolinski, ÍA .......34 Bolta náð: 1. Eiríkur Önundarson, ÍR..........18 2. Óskar Kristjánsson, KR..........13 3. Andre Bovain, ÍR................13 4. Tómas A. Tómasson, Skallagr. ... 13 5. Yorick Parke, UMFT..............13 Flestar stoðsendingar: 1. Jón Kr. Gíslason, UMFG .........27 2. Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN . 21 3. Ómar Sigmarsson, UMFT ..........20 4. Tómas A. Tómasson, Skallagr. ... 20 5. Champ Wrencher, KR .............19 -JKS Enska úrvalsdeildin: Sunderland tókst að jafna einum færri Sunderland og Middlesborough skildu jöfn, 2-2, í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gærkvöld. Við- ureign liðanna fór fram á Roker Park í Sunderland. Heimamönnum tókst af miklu harðfylgi að jafna metin en skömmu áður hafði Ric- hard Ord verið vikið af leikvelli eft- ir stimpingar við Nick Barmby. Ord er þriðji leikmaðurinn úr röðum Sunderland sem fær að líta rauða spjaldið á skömmum tíma. Þeim Scott og Stuart var vikið af leikvelli fyrir skömmu gegn Arsenal. Peter Reid, framkvæmdastjóri Sunderland, hélt sér á mottunni í gærkvöld en lét þó hafa eftir að sér að rauða spjaldið í gærkvöld hefði verið strangur dómur. Þrumufleygur hjá Emerson Alex Rae og Craig Russell skor- uðu mörk Sunderland og Emerson og Fabrizio Ravanelli mörk Midd- lesborough. Markið sem Emerson skoraði var þrumufleygur af 20 metra færi. Þetta var fyrsta markið sem RavaneUi skorar á útiveUi í vetur en aUs eru mörkin hans orðin 11 talsins. Middlesborough er 8. sæti með 12 en Sunderland í 13. sæti með 10 stig. -JKS Körfuknattleikur: Grindvíkingar kæra leikinn gegn Haukum DV, Suðurnesjum: Grindvíkingar hafa kært leik- inn við Haúka úr 1. umferð úrvals- deffdar í körfuknattleik. Grindvík- ingar telja að Haukamir hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir Bandaríkjamanninn Shawn Smith áður en leikurinn hófst. „Að okkar mati voru Haukarnir ekki með umrædd leyfi í höndun- um fyrir þennan leikmann. Leyfið kom síðar um kvöldið eftir leik- inn. Menn verða einfaldlega að fara eftir reglunum og á það verð- ur reynt í þessu dæmi. Að vel at- huguðu máli ákváðum við að kæra leikinn tff íþróttabandalags Hafnarfjarðar og sækja það alla leið ef meö þarf,“ sagði Margeir Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeUdar Grindavík- ur, í samtali við DV í gærkvöld. -ÆMK Staðan hjá Orgryte ekki góð Rúnar Kristinsson og félagar í sænska liðinu Örgryte máttu sætta sig við markalaust jafntefli gegn Norrköping í úrvalsdeUdinni í gærkvöld. Örgryte er í 10. sæti í deUdinni, tvö neöstu falla beint en liðin í 11.-12 . sæti fara í sérstaka úrslitakeppni um áframhaldandi vera í úrvalsdeUd- inni. Oddevold er þegar faUið og þegar tveimur umferðum er ólokiö er spennandi keppni fram undan í botnbaráttunni. JKS Evrópukeppnin í handbolta: Valur leikur báða leikina í Bochum Valsmenn mæta um næstu helgi Donesk frá Úkraínu í Evrópukeppni meistaraliða í handknattieik. Stjóm handknattieiksdeildar Vals ákvað að vel athuguðu máli aö leika báða leikina erlendis. „Á endanum samþykkti Donesk að leika báða leikina í Þýskalandi. Það var einnig mjög kostnaðarsamt fyrir þá að koma heim tU íslands svo þetta Vcir hagkvæm lending fyr- ir báða aðUa. Niðurstaðan var sú að fyrri leikurinn verður á fóstudag og sá síðari á sunnudag í Bochum. Það verður eflaust á brattann að sækja fyrir okkur í þessum leikjum enda Donesk mjög sterkt lið,“ sagði Jó- hann Birgisson, liðstjóri Vals- manna, í samtali við DV. Valsmenn höfðu sama hátt á í keppninni í fyrra þegar þeir mættu CSKA frá Moskvu. Báðir leikimir voru háðir í Þýskalandi og komst Valur áfram með eftirminnUegum hætti. Hætt er við að róðurinn verði Valsmönnum erfiðari nú. Donesk varð Evrópumeistari í fyrra og eins hafa miklar breytingar orðið á leik- mannahópi Valsmanna. Magnús þjálfar Leikni Magnús Pálsson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Leiknis úr Breiðholti fyrir næstu leiktíð og tekur hann viö starfi Péturs Arnþórssonar. Magnús hefur áöur þjálfað lið Ægis úr Þorlákshöfn og Fylkismenn. Leiknir leikur í 3. deilc næsta sumar en liðið féU úr 2. deildinni í haust. Þjálfari Knattspyrnufélagiö Ægir, Eyrabakka og Þorlákshöfn óskar eftir aö ráöa þjálfara fyrir meistaraflokk næsta keppnistímabil. Upplýsingar í síma 483-1402 -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.