Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 16
16 Frábær árangur með aðstoð lasergeisla: ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 Tekur burtu háræðaslit í andliti með lasergeisla - æðaslitin hverfa en koma þó stundum aftur, sjúklingurinn yfirleitt ódeyfður í aðgerðinni „Háræðaslit eru algengust i andliti en geta myndast hvar sem er á likamanum. Oft- ast eru þau í kringum nef og augu eða á kinnum viðkomandi. Það geta allir fengið þetta, jaöit börn sem fullorðnir, en líkurnar aukast þó eftir því sem fólk eldist," sagði Bárður Sigurgeirsson húðsjúk- dóma- fræðing- ur í sam- tali við Tilver- una. Bárður tekur að sér að fjarlægja háræða- slit í and- liti með ný- stárlegri að- ferð, þ.e. lasergeisla. Sú aðferð er ekki krabba- meinsvaldandi þar sem geislinn er bara ljós á ákveðinni bylgjulengd. Geislanum er beint að miðæð- inni i æðaslitinu og brennt fyrir hana til að hindra frekara blóðflæði. Viðkom andi finnur hárfín- an sting sem svíður svolítið undan og svo kemur eins konar brunalykt. í flest- um tilvikum dugir þetta til að fjar- lægja slitið en í sumum tilvikum þarf einnig að brenna fyrir finu æð- arnar sem kvíslast út úr miðæðinni í æðaslitinu. Bárður segir einfald- ara að eiga við vel afmörkuð æða- slit. „Æðaslitið á þó til að koma aftur ef t.d. önnur æð tekur að sér hlut- verk hinnar. Þá þarf að brenna fyr- ir hana líka. Þessi aðferð, þ.e. að nota lasergeisla, er þó einna ná- kvæmust af þeim öllum því bara er tekiö burtu það sem á að fara. Það verða t.d. engar skemmdir á svæð- inu í kring,“ sagði Bárður. Hann sagði flesta húð- og lýtaskurðlækna geta læknað mein sem þessi en aðr- ar aðferðir, s.s. að brenna með raf- magni, eru einnig viðurkenndar. stundum graftarbólur," sagði Bárð- ur. Hann sagði æðaslitin geta verið mjög áberandi en að í langflestum tilvikum væru þau algjörlega hættulaus. „í undantekningartilvik- um, þ.e. ef þau eru mjög útbreidd utan andlits, getur það þó bent til sjúkdóma í lifur.“ Verra að deyfa Aðspurður sagði Bárður ekki borga sig að deyfa sjúklinginn þegar brennt væri fyrir æðarnar því þá féllu þær saman sem gerði meðferðina erfiðari. „Stundum er reynt að deyfa með kremi ef sjúklingurinn treystir sér ekki til að vera ódeyfður en það gerir þetta alltaf erfiðara. Ef viðkomandi er með mjög útbreitt æða- slit reyni ég frekar að gera þetta í áföng- um og leyfa sjúklingnum að jafha sig á milli. Það tek- ur u.þ.b. viku til tíu daga að jafna sig,“ sagði Bárður. Aðspurður sagði hann fólk þó ekki þurfa að vera frá vinnu þann tíma. „Það hleypur bara örlítið upp og roðnar í framan. Einnig er fólk með pínulítil sár á andlit- inu í smátima á eftir.“ Allt önn- ur Ella Bárður seg- ir æðaslit á lærum vera allt annað mál en þau eru t.d. algeng hjá konum í kjölfar meðgöngu. „Þá er um bláæð- ar að ræða og slík æðaslit er erfitt að meðhöndla. Æðaskurðlæknar hafa reynt að sprauta inn efnum til að draga æðarnar saman en sú tækni sem ég nota á háræðaslitin dugar ekki á þetta heldur þarf aðra tegund lasertækni til. Hún hefur gefið mjög góðan árangur en er þó ekki enn komin til íslands,“ sagði Bárður. -ingo Bárður sýnir okkur hvernig unnt er að nota lasergeisla til að fjarlægja æðaslit í andliti. Alma María Rögn- valdsdóttir hjúkrunarfræðingur tók þátt í sýnikennsiunni. DV-myndir ÞÖK Hita- breytingar oft orsökin Bárður segir háræðaslit hrjá karla jafnt sem konur en þó komi fleiri konur til sin, þær séu e.t.v. viðkvæmari fyrir þessu. „Háræða- slit eru af ýmsum toga. Sum koma fram við hitabreytingar, ef fólk er t.d. mikið á skíðum eða í gufubaði, og sterkur matur, áfengisneysla og krydd ýta oft undir það að fólk fái æðaslit. Ef æðarnar dragast mikið saman og vikka út á víxl er meiri hætta á að þær springi. Eftir það geta þær ekki dregist saman á ný. Svo er fólk bara mismunandi næmt fyrir þessu, oft er þetta t.d. í ættinni og ákveðinn sjúkdómur, Rosacea, er ekki óalgengur en eitt einkenni hans er æðaslit. Honum fylgir oft lika roði og bólgur í andliti og Geislanum er beint að miðæðinni í æðaslitinu og brennt fyrir hana til aö hindra frekara blóðflæði. Þeir sem eru með mjög útbreidd æðaslit þurfa e.t.v. að koma í nokkur skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.