Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r Olögleg skömmtunarlög Samkvæmt nýjum hæstaréttardómi mátti Alþingi ekki framselja utanríkisráðuneytinu skömmtunarvald til að starfrækja svonefnda Aflamiðlun, sem hefur reynt með hagsmunaaðilum að takmarka framboð á íslenzkum ferskfiski á uppboðsmarkaði í erlendum höfnum. í dómsniðurstöðum segir, að Alþingi hafi framselt framkvæmdavaldinu of víðtækt vald í lögum frá 1988, sem Aflamiðlun starfar eftir. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum áður reynt í dómum sínum að hafa hemil á valdaafsali Alþingis og stýra því í þröngar skorður. Til þess að dómurinn hafi fordæmisgildi verður Al- þingi að taka mark á honum og fækka heimildarákvæð- um, sem tröllríða lögum. Ekkert bendir til, að Alþingi hafi séð að sér eftir fyrri dóma, svo að ekki er sjálfkrafa hægt að gera ráð fyrir, að það geri slíkt núna. Valdaafsalssinnar munu benda á og hafa raunar þegar gert, að meirihluti hafi verið naumur í þessum nýja dómi, þrír dómarar á móti tveimur. Ekki er því víst, að Hæstiréttur verði alltaf sjálfum sér samkvæmur. Hann kann síðar að dæma valdaafsali löggjafarvaldsins í vil. í leiðurum DV hefur oft verið gagnrýnt, að Alþingi framselur framkvæmdavaldinu vald sitt með því að hlaða í ný lög ákvæðum, sem heimila ráðherra að gera hitt og þetta, ef honum sýnist. Þetta hefur breytt þjóð- skipulaginu hér úr þingræði í eins konar ráðherralýð- ræði. Algengt er, að lög frá Alþingi smíði ramma, sem ráð- herrum er ætlað að fylla með reglugerðum. Samkvæmt hæstaréttardómum er þetta ekki beinlínis bannað, en þarf að vera í þröngum skorðum. Reglugerðimar mega ekki skerða réttindi, sem tryggð eru í stjómarskrá. Daglegu lífi og atvinnulífi er að umtalsverðu og hættu- legu leyti stjómað með reglugerðum, sem ráðherrar setja að eigin geðþótta. Þess vegna snýst þjóðin í kringum ráð- herrana, sem geta skammtað fólki og fyrirtækjum lífs- skilyrði nokkurn veginn alveg eftir eigin höfði. Þetta séríslenzka kerfi ráðherralýðræðis er í senn and- stætt stjómarskrá lýðveldisins og andstætt vinnubrögð- um í lýðræðisríkjum. Engin teikn hafa enn sézt á lofti um, að alþingismenn átti sig eða vilji átta sig á þessu. Ef til vill breytist það með nýja dóminum. Þar sem þau frumvörp til laga, sem afgreiðslu hljóta, eru nærri undantekningarlaust samin undir handarjaðri ráðherra í ráðuneytunum, þarf Alþingi að gera sérstakar og altækar ráðstafanir, ef það hyggst endurheimta vald- ið, sem því er ætlað í stjómarskrá lýðveldisins. Alþingi getur komið sér upp frumvarpsskoðunardeild, þar sem lögmenn hafa það hlutverk að leita að heimild- arákvæðum í frumvörpum úr ráðuneytum, ýmist til að fella þau niður eða takmarka svigrúm þeirra, svo að þau stríði ekki gegn stjórnarskrá og dómvenju. Raunar verður ekki séð annað en, að Alþingi þurfi að koma sér upp lagaþekkingu, svo að það þurfi ekki itrek- að að fyrirverða sig fyrir að hafa sett lög, sem Hæstirétt- ur síðan segir vera ólögleg. Það hlýtur að vera óþægilegt fyrir Alþingi að sæta sífelldum áminningum. Aflamiðun verður væntanlega lögð niður í framhaldi af dómi Hæstaréttar. Menn munu öðlast frelsi til að selja afla sinn eins og þeim þóknast. Þá mun það merkilega koma í ljós, að enginn mun sakna Aflamiðlunar og að líf- ið mun halda áfram sinn vanagang án hennar. Þannig mun einnig koma í ljós, ef á reynir, að daglegt líf mun blómstra, þótt felldar séu úr gildi ótal reglugerð- ir, sem ráðherrar hafa sér nú til dægrastyttingar. Jónas Kristjánsson Reynslan hefir sýnt að ólíkt auöveldara er að koma efnahags- málum þjóðar í kaldakol en að reisa þau úr rústum. íslendingar bjuggu við þrálátan óstöðugleika á því sviði allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar fram að tíma þjóð- arsáttarsamninga í byrjun þessa áratugar. Hérlendis hefir verðlag á um sjö áratugum þúsundfaldast gróft reiknað m.v. verðlag í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem þýöir að ís- lensk króna hefir rýmað um 99,9% að verðgildi samanborið við hinar Norðurlandakrónumar. Þessi lækkun íslensku krónunn- ar hefir átt sér stað án þess að henni hafi verið veitt veruleg at- hygli því samfara lækkuði gengi hennar hafa átt sér stað launa- hækkanir sem hafa fyrr eða síðar bætt upp áhrif gengisfellinga og verðhækkana í flestum tilvikum. Lögmál skorts og offram- boös Þar eð hin einfoldu lögmál skorts og offramboðs gilda jafnt um peninga sem vörur og þjón- ustu fellur verðmæti þeirra með auknu framboði. Á styrjaldartím- um og skeiði annarrar óáranar hafa ríkisstjómir ekki treyst sér til að skattleggja þegna sína sem skyldi til að standa straum af her- kostnaði eða öðrum útgjöldum. Afleiðingar hafa verið stórfelld- ur hallarekstur ríkissjóða samfara minnkuðu framboði neysluvara sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur styrjalda þar eð framleiðslutæki, fjármunir og mannafli eru flutt úr neysluvöruiðnaði í hergagnaiðn- að. GENGISSKRANING M RATES OFEXCHANGE R KAUP SALA SPANSKUR PESEH ESP 0.50930 0.53130 JAPANSKT YEN 109.8001/ (0.000 SERSTOK DRATTARRETT. XDR 196 (0 0 0 ECU EVROPUMW XEU Pll i30Í8HÍT30l;d H ' ; PVV MOH V»AB BUYING SELI.ING i BANDARÍKJADOLLAR ÚSD mmm m $0' STERLINGSPúND GBP mmu mi - \ - KANADADOLLAR CAD mm wam = |:s. DÖNSK KRÓNA DKK mm ml -•-1 '95 NORSK KRÓNA NOK mra mn) Ejppi SÆNSKKRÓNA SEK — ram) qfo* FINNSKT MARK FIM 'MSm lt%JÍWBÍ | fiö FRANSKUR FRANKI FRF q||i BELGÍSKUR FRANKI BEC .ÍÁS3MB Q Q; SVISSNESKUR FRANKI CHF $IS300 ssmrn 11§: HOLLENSKT GYLUNI NLG 38.S I00 90.3 100 ÞÝSKT MARK DEM 93.9800 95.1000 3®^ rröLSKLÍRA ITL 0.09309 0.09539 1 JgE AUSTURRÍSKUR SCH. ATS 6.09000 6.93000 I p PORTÚGALSKUR ESCUDO PTE 0.93/80 0.99580 „Lækkun ísiensku krónunnar hefur átt sér staö án þess aö henni hafi ver- iö veitt veruleg athygli_segir m.a. í grein Kristjóns. Uppskrift að óðaverðbólgu Eitt skýrasta dæmi síðara tíma er Serbía og Svartfjallaland. Þegar ástandið var sem verst þar hækk- aði verðlag hveija klukkustimd álíka mikið og þykir viðunandi takmark siðmenntaðra þjóða á heilu ári eða um tvo af hundraði. Þýskalandsdæmiö Þjóðverjar bjuggu við svipað ástand árið 1923 sem var rakið til þeirra miklu stríðsskaðabóta sem þeir, hinir sigruðu, urðu aö greiða sigurvegumm fyrri heimsstyrjald- ar. Stór hluti útflutningstekna þeirra þvarr vegna þessara greiðsina auk þess sem inna þurfti af hendi atvinnuleysisbætur til íbúa hernuminna héraða sem neituðu að starfa undir stjóm Frakka. Sá mikli hallarekstur, sem þessar greiðslur leiddu af sér, varð til þess að allt verð- lag margfaldaðist. Þannig hækkuðu fargjöld úr hálfu öðru marki í aprílmánuði árið 1922 I hundrað og fimm- tíu mörk í febrúar árið 1923 og í hund- rað og fimmtíu milljarða marka í nóvember sama ár. Ódýrara var að veggfóðra með seðlum en veggfóðri enda gengu seðlaprentsmiðjur nótt sem nýtan dag með meiri afköstum en nokkru sinni fyrr. Kæmu menn inn á krá og ætluðu sér að drekka tvær kollur af öli var hagstæðast að greiða fyrir þær báðar strax því innihald þeirrar síðari var líkleg til að hækka í verði á meðan þeirri fyrri var skolað niður. Ástand- ið leiddi til þess að þeir sem áttu inn- lendar f]ár- kröfur töpuðu þeim en skuldir þurrk- uðust út. Gæti gerst hér Stórfelldar launahækkan- ir til allra nú, ásamt fullri verð- tryggingu, tíðum verðbótum, geng- isfellingum vegna útflutningsat- vinnuvega og afnámi verðtrygg- ingar fjárskuldbindinga gætu leitt til sliks ástands hérlendis og þurrkað út spamað landsmanna á fáum mánuðum með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Kristjón Kolbeins „Hérlendis hefur verðlag á um sjö áratugum þúsundfaldast gróft reikn• að miðað við verðlag í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem þýðir að ís- lensk króna hefur rýrnað um 99,9% að verðgildi samanborið við hinar Norðurlandakrónurnar. “ Kjallarinn Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur Skoðanir annarra ESB þarf að ræða „Um þessar mundir standa yfir miklar umræður í öllum aðildarríkjum ESB um væntanlegan sameigin- legan gjaldmiðil, sem gengur í gildi eftir rúmlega tvö ár. . . . Hver verður staöa íslenzkra atvinnufyrir- tækja, sem eru í vaxandi samkeppni við erlend fyr- irtæki, ef flest aðildarríki Evrópusambandsins taka mjög fljótlega upp hinn sameiginlega gjaldmiðil? ... Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir stjórnmálaflokkar komast ekki hjá því að ræða þessa þróun og hvaða áhrif hún hefúr á okkar hagsmuni." Úr forystugreinum Mbl. 12. okt. Skattlagning á sjávarútveg „Með batnandi hag sjávarútvegs í heild eru menn síður tilbúnir til að veita honum sérstök fríðindi umfram annan atvinnurekstur. Skattlagning á sjáv- arútveg (vörugjald) og veiðileyfagjald er komið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar, jafnvel þótt forsætis- ráðherra vilji ekki viðurkenna það og hæðist á Landsfundi að mönnum sem vilja tala um þau mál. Forsendur umræðunnar eru að breytast og umræð- an breytist því óhjákvæmilega líka.“ Birgir Guðmundsson í Degi-Tímanum 12. okt. Ekki skyld sósíalisma „Barátta Morgunblaðsins fyrir veiðileyfagjaidi og greiðslu fyrir sjónvarpsrásir og önnur slík verðmæti er þvi grundvölluð á hugsjónum blaðsins um fram- tak einstaklingsins og frjálsa samkeppni og að hvers kyns úthlutun stjórnvalda á verðmætum án þess að eðlilegt gjald komi fyrir sé í ósamræmi við þau grundvallarsjónarmiö, sem fijálst samfélag byggist á. Sú barátta á því ekkert skylt við sósíalisma.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 13. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.