Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 25 Fréttir Sextfu tonna þorsk hal á Flákanum DV, Hellissandi: Dragnótabáturinn Steinunn SH 167 frá Ólafsvík hefur fiskað vel síðustu vikumar. í síðustu viku vænum þorski sem fékkst í þrem- ur köstum á Flákanum út af Breiðafirði. Meðalþyngd fiskanna var um sjö kíló og vom þeir seld- ir á fiskmarkað. Skipstjóri á son. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brynjar fiskar vel. Fyrir rúmum mánuði fékk hann 60 tonna hal sem náðist ekki inn. Þurfti að kom hann í land með 46 tonn af Steinunni er Brynjar Kristmunds- draga voðina á eftir bátnum upp undir landsteina til að geta háfað fiskinn upp. Átta manna áhöfn er á Stein- unni. Þar af sex bræður og er Brynjar einn þeirra. -ÆÞ Fækkar í þjóðkirkjunni: Hátt á annað þúsund farið Alls skráðu sig 1.848 einstak- 'lingar úr þjóökirkjunni á tíma- bilinu janúar-september en til samanburðar skráðu sig 755 úr þjóðkirkjunni allt árið 1995 og 528 allt árið 1994. Samanlagður fjöldi skráðra breytinga á trúfélagsaðild lands- manna voru 2.064 fyrstu níu mánuði ársins en það svarar til að 0,8% landsmanna hafi skipt um trúfélag. Langstærstur hluti þessara skráninga er úr þjóð- kirkjunni og í þann hóp sem stendur utan trúfélaga. -SÁ Sjónvarpsstööin Sýn: Akveðið að fara með stöðina á Eyjafjarðarsvæðið - segir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri DV, Akureyri: „Það hefur verið tekin ákvörðun um að fara með útsendingar Sýnar norður á Eyjafjarðarsvæðið, til Ak- ureyrar og nágrennis í fyrstu lotu,“ segir Páll Magnússon, sjónvarps- stjóri á Sýn. Páll segir að þessa dagana standi yfir viðræður við Póst og síma varð- andi það hvernig farið verði með efni stöðvarinnar norður og að því loknu líði einhver tími þar til út- sendingar geti hafist þar sem m.a. þarf að ákveða hvernig efninu verð- ur dreift fyrir norðan og fá senda er- lendis frá. „Ég get ekki sagt nákvæmlega til um það hvenær við hefjum útsend- ingar fyrir norðan, en það verður í fyrsta lagi eftir 6 vikur og í síðasta lagi eftir 18 vikur, allt eftir því hvaða leið verður ofan á. Fyrst um sinn verður einungis um Sýn að ræða, ekki gervihnattarásirnar. Að öllum líkindum fórum við með efn- ið um ljósleiðara til Akureyrar og það er svo dýrt að það borgar sig ekki að flytja fjölvarpsrásirnar þannig. Fjölvarpið kemur þó norður, það er bara spuming hvenær það verð- ur. Það sem við þurfum að gera fyr- ir norðan er að setja þar upp diska og taka efnið niður af gervihnöttun- um þar þannig að Reykjavík komi ekkert við sögu í því sambandi," sagði Páll. -gk Akureyri: Norræn upplýsingaskrifstofa opnuð DV, Akureyri: Norræn upplýsingaskrifstofa verður opnuð á Akureyri nk. sunnudag. Skrifstofan verður að Glerárgötu 26 en hún verður rekin með styrk frá Akureyrarbæ og öðr- um sveitarfélögum á Norðurlandi og með fjárframlagi frá Norrænu ráðherranefndinni og Sambandi norrænu félaganna í Ósló. Á skrifstofunni verða veittar upp- lýsingar um norrænt samstarf á vegum ríkisstjórna landanna, sveit- arfélaga á Norðurlöndum og um norrænar stofnanir. Skrifstofunni er einnig ætlað að kynna norrænt samstarf á þjónustusvæði sínu og styrkja samstarf skóla, menningar- stofnana og félaga á Norðurlöndum og að koma á nýjum tengslum milli norrænna stofnana og félaga. Þá mun skrifstofan bjóða einstakling- um og fyrirtækjum aðstoð sína við ýmiss konar verkefni og þjónustu er varða Norðurlönd. Valgerður Hrólfsdóttir hefur ver- ið ráðin forstöðumaður skrifstof- unnar sem verður opin virka daga kl. 9-12. -gk Iðja á Akureyri: Launataxtar stórhækki DV, Akureyri: Krafa almenns félagsfundar í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akur- eyri, er að tryggt verði í næstu samningum að lægstu launataxtar stórhækki ásamt auknum kaup- mætti þannig að lægstu laun verði sambærileg við niðurstöður Kjara- rannsóknarnefndar um greidd dag- vinnulaun. Þá skoraði fundurinn á rikisvaldið að taka aftur upp teng- ingu bóta almannatrygginga við laun. Fundurinn skoraði einnig á stjómvöld að stórauka flárframlög til starfsfræðslunámskeiða iðn- verkafólks. Einnig lýsti fundurinn furðu sinni á að verðbætur og vext- ir þurfi að hækka án nokkurra sjá- anlegra ástæðna. -gk Akureyri: Mjog goðar verðmerk- ingar DV, Akureyri: Vilhjálmur Ingi Ámason, for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, segir að verðmerk- ingar í útstillingargluggum versl- ana á Akureyri séu mjög góðar. í könnun samtakanna kom í ljós að í 99 tilfellum af þeim 100 verslunum sem kannaðar vora á Akureyri vora verðmerkingar í mjög góðu lagi og eigandi þeirrar verslunar sem skar sig úr hyggst bæta úr ástandinu hjá sér. Vilhjálmur Ingi segir að sams konar athuganir hafi verið gerðar á Sauðárkróki og Húsavík. Ástandið á þessum stöðum sé í samræmi við minna eftirlit og færri heimsóknir en standi von- andi tfl bóta þegar líði á veturinn. -gk Styrkur til handritarannsokna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváöu dönsk stjórnvöld aö veita íslensk- um fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt aö tólf mánaöa dvalar en miöast þó aö jafnaði viö styttri dvöl. Hann nemur nú um 16.900 dönskum krónum á mánuði, auk feröakostnaöar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat). Sjóöurinn Det Arnamagnæanske Legat hefur þaö verkefni aö veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eöa öörum söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir eru veittir námsmönnum og kandídötum sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á norrænni tungu, sögu eöa bókmenntum aö vænta megi aö þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum sem þyki skara fram úr. Til úthlutunar á næsta ári eru 30.000 danskar krónumr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 1997 er til 18. desember nk. en umsóknir ber aö stíla til Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Komission) í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í mennamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráöuneytiö 11. október 1996 A» Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátalara • íslenskt textavarp • Myndlampi Black Matrix 1 50 stöðva minni ' Allar aðgerðir á skjá ' Skart tengi • Fjarstýring • íslenskt textavarp BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring A» Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring Á öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umbobsmenn um allt land Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfirðimga, Stöðvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.