Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 15 Kertaljós Margir af viðmælendum Til- verunnar siðustu viku sögðu kertaljós alira meina bót í skammdeginu. Sumir sögðust ailtaf hafa kveikt á kerti þegar þeir væru heima, kertaljósið Íværi svo hlýlegt, notalegt og ró- andi og það væri á við margra klukkustunda hvíld að setjast niður með te eða kaffi við Ikertaljós í smástund. Til upp- lýsingar fyrir þá sem nota mik- ið af kertum er ágætt að geyma þau í kæli, jafnvel frysti, því þá brenna þau hægar. Ekki liggjandi Fyrst talið hefur borist að andlegri heilsu manna má geta þess að síðan Sigmund Freud lagði grunninn að sálvísindun- um á síðustu öld hefur samtals- meðferð farið þannig fram að sjúklingurinn liggur á bekk. Sagt er að Freud hafi viljað Ihafa þetta svona til að sjúkling- ar horfðu ekki á hann. Hann taldi að með því að láta þá liggja gætu þeir slakað betur á. Nú eru tímamir eitthvað að breytast því nú er sagt að sál- fræðingar og geðlæknar vilji leysa vandamálin í samvinnu við sjúklingana, horfast í augu við þá og leita leiða til aö láta þá takast á við tilfinningamar Iog lífið. Aldur og útlit Eitt af því sem fólk veltir sér hvað mest upp úr er útlit og þá má reyndar einu gilda hvaða árstími er. Fegrunaraðgerðir em lausnir fyrir einhverja og rannsóknir sýna að ásókn kvenna í slíkar aðgerðir er al- gerlega aldursbundin. Þær sem em undir tvítugu vilja láta laga á sér nefið, frá tvítugu og fram á fertugsaldur eru brjósta- stækkanir vinsælar, síðan fltu- sog og eftir fimmtugt fara augn- pokamir að angra þær. -sv Hjálpaðu öðrum að sigrast á þunglyndi I læknabókinni Heilsugæslu heimilanna fjallar dr. Robert Jaffe fjölskylduráðgjafi um það hvemig best sé að hjálpa öðr- um að sigrast á þunglyndi. Besta ráðið segir hann vera að hlusta: „Það sem vinur þinn þarf á í að halda, meira en nokkru öðru, er að hlustað sé á hann.“ Ef einhver. sem þér þykir vænt um virðist þunglyndur og hefur ekki sagt neitt um það skaltu ekki hika við að spyrja hvort hann sé þunglyndur, seg- ir dr. Jaffe. Haltu síðan áfram með því að spyrja spuminga sem kalla á svör, eins og t.d: Hvenær byrjaði þér fyrst að líða svona? Jaffe segir þetta góða spumingu til þess að reyna að komast að rót vand- ans. Hann mælir með eftirfar- andi ábendingum. Eftir því sem vinur þinn opn- ast meira og byrjar að tala um þunglyndi sitt skalt þú leggja þitt af mörkum til að honum líði vel. Ekki gera lítið úr mál- inu með því að segja honum t.d. að hætta þessu þvaðri, hann hafi enga ástæðu til að vera þunglyndur. Ekki stinga upp á einfóldum lausnum en láttu viðkomandi þess í stað finna sína eigin lausn með því að nota þig sem eins konar viðtakanda hug- mynda. Reyndu að fá þann þung- lynda til þess að taka þátt í lík- amlegum átökum, íþróttaæfing- um og öðru slíku. Reyndu að viðhalda áhuga viðkomandi á að finna lausnir: „Því má ekki gleyma," segir dr. Jaffe, „að þunglyndi má skil- greina sem missi á áhuga á hverju sem er.“ -sv w *- I —J —J 1 JJJ" Um 10 prósent geðkvilla talin orsakast af skammdeginu: Styttri dagur og kuldinn spila saman - segir Eiríkir Örn Arnarson sálfræðingur Eftir að hausta tók, kólna og dimma fór Tilveran að velta fyrir sér hvemig fólk tæki þessum árs- tíðaskiptum. Sumir segja þetta eng- in áhrif hafa á sig, aðrir segja skammdegið gríðarlega erfiðan tíma. Eiríkur Öm Pálsson sálfræð- ingur svarar því hvemig þetta sé í raun hér á landi. „Það er vel þekkt að menn velti því fyrir sér hvort hækkandi sól hafi áhrif á lundarfarið og enn frem- ur skemmri dagur. Vissulega virð- ist það vera tilfellið og það sem kall- að hefur verið skammdegisþung- lyndi er talið endurspegla breytingu á birtustigi. Þess ber þó að geta að þetta em aðeins um 10 þrósent þeirra kvilla sem falla undir breyt- ingar á geðslagi, þ.e. þunglyndi, óyndi og fleiri skyldir kvillar," seg- ir Eiríkur Öm. Ekki útsetnari hér Eiríkur segir að i seinni tíð hafi athygli manna beinst sérstaklega að þessum tegimdum kvilla og að talið hafi verið að við sem búum hér á þessum norðlægari slóðum værum útsetnari fyrir því að þjást af skammdegisþunglyndi. Rannsóknir hafi þó sýnt fram á annað. „Rannsókn Jóns G. Stefánssonar o.fl. fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að íslendingar sem búa hér á landi væm að því er virtist minna útsetn- ir fyrir þessu heldur en ættingjar þeirra í fjórða lið sem búa í Kanada. Málið er að við erum enn frekar Það er vel þekkt að menn velti fyrir sér hvort hækkandi sól eða skemmri dagur hafi áhrif á geðslag fólks. Eiríkur Örn Pálsson sálfræðingur segir að um 10 prósent tilfella geðkvilla megi rekja til skammdegisins. Það skal ekki fullyrt að hægt sé að kenna birtunni um gleöi eða skapstyggð forseta Bandaríkjanna en Ijóst er aö það er hugsanlegt. skammt á veg komin með að út- skýra áhrif sólarbirtu á geðslagið.“ Til sólarlanda Aðspurður hvort kuldinn hafi áhrif á geðslag manna segir Eirikur það vel hugsanlegt, slikum kenning- um hafi verið varpað fram en of fáar rannsóknir þó gerðar til þess að hægt væri að fullyrða neitt. „Þetta er nokkuð bundið við það þegar dagur er skemmstur og allir þekkja að íslendingar gera ýmislegt til þess að létta sér lundina í skammdeginu. Margir fara til sólar- landa á miðjum vetri og það hefur mjög góð áhrif. Þá hjálpar Ijósadýrð- in yfir jólin og allt annað sem fólk tekur sér fyrir hendur til skemmt- unar á þessum erfiða tíma,“ segir Eiríkur Öm Amarson. -sv Birna María Antonsdóttir: Veðráttan fer í skapið á mér Birna María Antonsdóttir. Ragnar Sigurgeirsson. Þröstur Valdimarsson. DV-myndir BG Fólk verður að minnsta kosti allt öðruvísi í skapinu þegar fer að hausta og dimma og ég finn sér- staklega mun á öðrum. Ég finn kannski ekki eins mikið fyrir þessu varðandi sjálfa mig, nema hvað ég veit að veðráttan hefur sitt að segja. Ég verð fúl þegar alltaf er rigning og rok,“ segir Birna María „Mér finnst skammdegið engin sérstök áhrif hafa á mig og ég verð ekki var við að skapið breytist þótt eitthvaö fari að kólna á haustin. Fólk er alltaf í því sama, flestir vinna a.m.k. fimm daga vikunnar þannig að þetta er eiginlega bara gamla góða rútínan, vinna, borða, sofa. Lifsmynstrið breytist litið Finn „Ég verð alltaf heldur þyngri þeg- ar fer að hausta og dimma, verð ekki eins kraftmikill og finn reynd- ar alltaf einhvem mun á geðheils- unni. Það er reyndar ekkert til að hafa áhyggjur af en jú, ég finn mun á mér,“ segir Þröstur Valdimarsson aðspurður hvaða áhrif skammdegið hafi á hann. Þröstur segist reyna að gera ýmsa hluti í skammdeginu sem hann geri ekki annars, leyfi sér meira í inn- Antonsdóttir. Birna María segir leiðinlegu veðráttuna fylgja haustinu og því sé samasemmerki þarna á milli og kannski erfitt að átta sig á því hverju rétt sé að kenna um. Hún segist nota svartasta tímann til þess að lyfta sér meira upp með vinum og kunningjum og reynir að milli mánaða,“ segir Ragnar Sigur- geirsson sem segist annars lítiö hafa leitt hugann að þvi hvort skammdegið hafi einhver sérstök áhrif á hann. „Það er vel hugsanlegt að annað fólk finni einhverjar breytingar í fari mínu en mér finnst það þó frekar ótrúlegt. Ég efast hins vegar kaupum og lyfti sér frekar upp. „Þetta er svo persónubundið og hver og einn verður að finna það sem hentar honum í þessu sam- bandi. Sumum nægir að leggjast undir teppi upp í sófa og láta fara vel um sig fyrir framan sjónvarpið. Maður má a.m.k. ekki láta þennan tíma íþyngja sér á neinn hátt.“ Þröstur segir að það sé margt fleira en veðrið og kuldinn sem hafi áhrif á lundarfarið á þessum tíma nýta sér eitthvað af því fjölbreytta afþreyingarefni sem fólki stendur til boða á þessum árstíma. „Jólin skipta rosalega miklu máli í þessu og það lifnar yfir fólki með jólaljósunum. Síðan verða all- ir voðalega þungir í janúar þegar jólaskrautið er farið. Janúar er tví- mælalaust leiðinlegasti mánuður ekkert um að sumir finni breyting- ar, bæði milli daga og ekki síður árstíða. Veðrið hefur alltaf áhrif þegar það er leiðinlegt til lengdar, t.d. eins og þegar rignir vikum saman eins og var í síðasta mán- uði. Þótt ég þreytist á þvi læt ég það ekki þjaka mig alvarlega," seg- ir Ragnar Sigurgeirsson. -sv því fólk hugsi miklu meira um lífið og tilveruna þegar það fari að hafa meiri tíma. Þá sé farið að hugsa um fjárhagsstöðuna og leggja á ráðin fram í tímann. „Ég held að þegar fólk fer að gera upp stöðuna eftir sumarfríið þá sé það ekki síður ástæða þess að sum- ir verða eitthvað niðurdregnari í skammdeginu," segir Þröstur Valdi- marsson. -sv Ragnar Sigurgeirsson: Lífsmynstrið breytist lítið Þröstur Valdimarsson: mun á geðheilsunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.