Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 36
Tvðfaldur
I. vinningur
N G A
Vinningstölur
14.10/96
LfTTi
Oð vinno
KIN
> cn cZD FRÉTTASKOTIÐ
CC J L-LJ * SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
'ZD S LTD <c Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
oo 3
1— LTD 550 5555
Frjalst.ohað dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996
Jarðskjálfti á
Suðurlandi
- 3,9 á Richter
Snarpur jarðskjálfti varð á sunn-
anverðu landinu og allt vestur í Búð-
ardal um klukkan 21 i gærkvöld.
Að sögn sérfræðinga Veðurstof-
unnar eru upptök skjálftans talin
vera miðja vegu milli Ingólfsfjalls og
Úlfljótsvatns. Að sögn sérfræðinga
gæti skjálftinn tengst jarðhræring-
um í Vatnajökli. Jarðskjálftamælar
Veðurstofunnar sýndu að skjálftinn
var 3,9 á Richterskvarða.
Tilkynningar bárust víða að frá
fólki í gærkvöld, úr Biskupstungum,
af Seltjarnarnesi og allt vestur í Búð-
ardal. Margir voru á því að þetta
væri mesti skjálfti sem þeir hefðu
fundið í langan tíma. -RR
Stúlka kærir
nauðgun
Stúlka hefur kært nauðgun sem á
að hafa átt sér stað í samkvæmi í
iðnaðarhúsnæði á Ártúnshöfða á
sunnudagsmorgun.
Stúlkan var flutt á neyðarmót-
töku slysadeildar. Rannsóknarlög-
regla ríkisins rannsakar málið.
Barnshafandi
kona slasaðist
Harður árekstur tveggja bíla varð
á gatnamótum Súðarvogar og Sæ-
brautar í gærkvöldi. Barnshafandi
kona, sem komin var 8 mánuði á
leið, hlaut höfuðhögg og meiddist
auk þess á hné. Hún var flutt á fæð-
ingardeild í skoðun en ekki fengust
upplýsingar um líðan hennar þar.
Þá var farþegi úr sama bíl fhrttur
á slysadeild með eymsli í hálsi og
herðum. Aðrir sluppu ómeiddir úr
árekstrinum. Báðir bílarnir eru
mikið skemmdir ef ekki ónýtir.
-RR
Jón Kjartansson:
Fékk á sig ólag
með fullfermi
Loðnuskipið Jón Kjartansson fékk
á sig ólag með fullfermi af loðnu
norður af Horntanga í fyrrinótt.
Töluverðar skemmdir urðu á búnaði
framan á skipinu, þ. á m. spili, en
þær hamla ekki siglingu skipsins.
„Skipið hætti við að fara norður
fyrir landið og sneri við suður í stað-
inn. Þessar skemmdir hafa ekki nein
stór áhrif á siglingu skipsins. Ég á
von á að þeir komi inn til löndunar
á þriðjudagskvöld og þá verður gert
viö skipið hér á Eskifirði," sagði
Emil Thorarensen, útgerðarstjóri
skipsins, við DV í gærkvöld. -RR
L O K I
Tveir menn á tæpasta vaði í vatnsveðrinu í nótt:
Vegfyllingin hrundi
rétt eftir að
jeppinn fór yfir
„Við tókum töluverða áhættu
en vorum staðráðnir í að fara
þarna yfir og komast heim til Eg-
ilsstaða. Þegar við komum á
Berufjarðarbrú var vegurinn hálf-
grafinn í sundur en við svifum
einhvern veginn yfir. Handriðið á
brúnni hafði brotnað og það hefði
getað orðið þama stórslys en sem
betur fer sluppum við,“ segir Ein-
ar Haraldsson sem keyrði ásamt
félaga sínum á Suzuki-jeppa í
gegnum gífurlegt vatnsveður sem
gekk yfir Austurland í gær og í
nótt.
Grímsá og Skriðuvatn hækk-
uðu mjög og flæddi vatn þaðan
yfir bakka. Mikið vatn flæddi yfir
veginn viö Skriðdal við Skriðu-
vatn og var þar allt á floti langt
fram eftir nóttu. Skriða féll í
Þvottárskriðum á milli Djúpavogs
og Hornafjarðar. Að sögn lögreglu
á Austurlandi hefur ekki verið til-
kynnt um neinn stórvægilegan
skaða af völdum veðursins.
„Þegar við komum að Breið-
dalsheiöinni var Þjóðvegur 1 aft-
ur farinn í sundur og var á kafi í
vatni. Það var meira en metra-
djúpt vatn á veginum. Þetta var
heljarferðalag í veðrinu sem var
svakalegt. Það tók 14 klukkutíma
að komast frá Reykjavík til Egils-
staða. Ég hef aldrei séð svona
mikið vatn flæða á þessum slóð-
um,“ segir Einar.
Eini bíllinn sem komst
„Það mátti ekki tæpara standa
með þennan Suzuki-jeppa, segja
menn sem voru að vinna þama í
nótt. Vegfyllingin við Berufjarðar-
brúna hrundi rétt eftir að þeir
fóru yfir. Þetta virðist hafa verið
eini bíUin sem komst ferða sinna
í veðrinu i nótt, tveir stórir jepp-
ar, sem vom á ferð rétt á eftir
þeim, urðu að bíða við brúna því
þeir komust ekki yfir. Við gerðum
við vegfyllinguna í nótt og í morg-
un og keyrðum þá grófu efni í
skurðinn sem myndaðist við end-
ann á brúnni. Við förum aftur
yfir það í dag og keyrum þá grjóti
i endann til að þetta endurtaki sig
ekki,“ segir Snorri Jónsson hjá
Vegagerðinni á Höfn 1 Homafiröi
við DV en þar höfðu menn í nógu
að snúast i nótt og í morgun við
að lagfæra vegi eftir vatnsveðrið.
-RR
Mikil veiöi hefur veriö síöustu daga á loönumiöunum út af Vestfjöröum. Loönan hefur veiöst á daginn en virðist nú
vera aö breyta til og næturveiöi að taka viö. Nokkur loðnuskipanna hafa fengiö mjög stór köst og á myndinni er ver-
iö aö háfa loðnu frá Jóni Sigurðssyni GK yfir í Háberg GK en skipin eru frá sama útgeröarfélagi í Grindavík.
DV-mynd Þorsteinn Kristjánsson.
Veðrið á morgun:
Rigning
og skúrir
Á morgun verður austan- og
norðaustanátt og víðast stinn-
ingskaldi eða allhvasst. Rign-
ing verður á Austurlandi en
skúrir í öðrum landshlutum.
Hiti verður á bilinu 5 til 9 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
Bíll ók á Ijósastaur á Bústaöavegi
síðdegis í gær. Ökumaður var fluttur
á slysadeild en meiösl hans eru tal-
in minni háttar. Bíllinn er mjög illa
farinn ef ekki ónýtur.
DV-mynd S
Stöð 2:
Páll tekur við
af Elínu Hirst
Samkvæmt ömggum heimildum
DV mun Páll Magnússon, sem nú
stjórnar Sýn, taka við starfi frétta-
stjóra Stöðvar 2 innan skamms. Elín
Hirst er að hætta störfum en Sig-
mundur Ernir Rúnarsson aðstoð-
arfréttastjóri mun gegna sínu starfi
áfram .
Páll Magnússon hóf feril sinn hjá
Stöð 2 á sínum tíma sem fréttastjóri.
Síðan tók Ingvi Hrafn við starfinu,
þá Sigurveig Jónsdóttir og á eftir
henni kom Elín Hirst og nú er
hringnum lokað þegar Páll tekur aft-
ur við fréttastjórastarfinu. -S.dór
Unnur vill
skipta um
þjóðsöng
Á dagskrá Alþingis í dag er at-
kvæðagreiðsla, eftir fyrri umræðu,
um þingsályktunartillögu frá Unni
Stefánsdóttur varaþingmanni, sem
nefnist Þjóðsöngurinn. Þarna er um
að ræða tillögu þess efnis að skipt
verði um þjóðsöng.
Unnur rökstyður mál sitt með því
að þjóðsöngur okkar sé svo erfiður í
flutningi að það sé ekki fyrir nema
lært söngfólk að syngja hann.
Engar tillögur hafa komið fram
um hvaða ljóð og lag eigi að taka upp
í staðinn en ísland ögrum skorið, Ég
vil elska mitt land og Land míns fóð-
urs hafa verið nefnd. -S.dór
Hvorki gos
né hlaup
Eldgosið í Vatnajökli virðist búið
og allt var með kyrrum kjörum í
nótt, að sögn Páls Einarssonar, jarð-
eðlisfræðings á Raunvísindastofn-
un. Þá voru engin sérstök merki í
morgun um það að hlaup væri að
hefjast.
Vatnshæð Grímsvatna er komin
fram úr því sem hún er þegar hleyp-
ur við venjulegar aðstæður. -SÁ
Kvöld- og
helgarþjónusta
Merkivél
m/ísiensku letri
Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443