Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 Spurrúngin Spáir þú aö þessi vetur veröi haröur? Arnar Arnarsson, nýkominn úr námi: Nei, af hverju ætti hann að verða það? Guðrún Skúladóttir nemi: Já, frekar kaldur, held ég, þó að ég voni ekki. María Ósk Friðbertsdóttir nemi: Ég er ekki viss en held það þó. Ásmundur Þorvaldsson, starfs- maður Heklu: Ég býst við því, alla vega verður hann kaldur. Pétur Einarsson járnsmiður: Frekar harður. Sigurjón Þórðarson, starfsmaður Ispan: Nei, það held ég ekki. Lesendur Vestfirskir vegir og forseti íslands Margir vegarspottar vestra eru til skammar og ummæli forsetans því tíma- bær, segir m.a. í bréfi Konráðs. Konráð Friðfinnsson skrifar: Herra Ólafur Ragnar Grimsson, forseti lýðveldisins, hefur nú í tvígang sótt vestfirskar byggðir heim. Hvar sem þau hjón komu var þeim vel tekið af heimamönnum. Það er hvort eð er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur maður birt- ist i bæjum og þorpum landsins. Og er því sjálfsagt mál að fólkið sýni honum þá virðingu að mæta á stað- inn og þiggja léttar veitingar. Forsetinn lét þess getið að gera þyrfti þjóðarátak til að koma vest- firskum vegum í ásættanlegt ásig- komulag. Þessi ummæli forsetans og önnur, er hann lét sér um munn fara í umræddri ferð, hafa farið fyr- ir brjóstið á ýmsum sem telja að með þeim hafi hann farið út fyrir sitt eiginlega verksvið. En mér er spurn: Hvernig getur forsetinn farið út fyrir sinn ramma þegar hann segir sannleikann og bendir á með kurteislegum hætti að það sem hann sér með eigin augum mætti betur fara? - Er það ekki skylda sérhvers manns að gera slíkt? Og eru ekki orð til alls fyrst? Megi forsetinn hins vegar ekki nefna staðreyndir sem við honum blasa á ferðum sínum, án þess að það kalli á neikvæð viðbrögð, þá eru íslendingar lika komnir í vond mál. Einnig er það rangt sem haldið hefur verið fram að forsetinn hafi lofað þessu fólki úrbótum. Það er nefhilega ekki sami hluturinn að lofa einhverju og ljá máls á ein- hverju. Fólk talaði um að með þessu hefði forsetinn reynt að kaupa sér hylli. Heyr á endemi! - Ekkert er fjær sanni. Ég var sjálfur þess heiðurs aðnjótandi að sitja samsæti er for- setanum var haídið á Flateyri í sumar, ásamt fleirum af starfs- mönnum Kambs hf. Þar voru alla vega engin gylliboð í gangi af hálfu forsetans. Enda engin þörf á slíku. Ég fullyrði að allir sem þar voru saman komnir komu til að heiðra sinn þjóðhöfðingja og eiga með hon- um litla, notalega stund. Sannleikurinn er að vestfirskir vegir hafa á undangengnum árum verið hornrekur í íslenskum vega- málum, þótt vissulega gildi þetta ekki alls staðar á þessu svæði. Það breytir þó ekki því að margir vegar- spottar vestra eru til skammar. Um- mæli forsetans voru því í tíma töl- uð. en ekki deydd í móðurkviði Börnin lifi - Lárus E. Bjarnason skrifar: Er það í lagi að tvö til þrjú börn í móðurkviði skuli tekin af lífi hvern einasta dag ársins að jafnaði - um 800 aftökur á ári? Aö annar til þriðji hver íslendingur skuli láta lifið af mannavöldum? Nú er hneykslast á forfeðrunum að þeir skyldu bera höm sín út, en hvað er gert í dag? Getur það talist eðlilegt að sjúkrahús sé líka aftöku- staður? Er það eðlilegt að menn séu dæmdir fyrir morð af gáleysi meðan annar fær greitt fyrir að taka vam- arlaus börn af lífi? Undarleg lög sem heimila aftöku sakleysingja án rétt- arhalda, en dæma menn síðan fyrir annað smávægilegt? Ekki getur talist nokkur vafi á að kristnum mönnum er þetta bannað og má þar nefna eitt af boðorðunum tíu, - þú skalt ekki mann deyða. Ætti hin kristna kirkja ekki að standa sig í að verja börnin gegn þessu gegndarlausa ofbeldi yfir- valda? Og prestar þjóðkirkjunnar að hætta að biðja þeim blessunar á hverjum sunnudegi, sem heimiluðu þessi voðaverk? Menn hafa velt upp ýmsum ástæð- um til að réttlæta fóstureyðingar. Má þar nefna peningaleysi, ótíma- bæran getnað, heimilisaðstæður o.fl. En til hvers hafa menn sameiginlega sjóði, ef ekki til að aðstoða fólk í vandræðum? Nauðganir? - Sé ein- hver sekur þar er það oftast faðirinn. Fósturgallar? Er það vani að taka annað fólk af lífi fyrir það eitt að vera með einhvern galla; andlegan eða líkamlegan, áskapaðan eða með- fæddan? - Gefum þessu öllu gaum. Stöðumælasjóður og viðskiptasiðferðið TÍMI írmUNNINN KL. sr 255 12:23 11/89/% kr.58 DAQSETNNO DmuEO REYKJAVÍKURBORQ DÍLASTÆ CASJÖÐUR «.S(1ZW0 KVfTTUN STÖÐUM/ELAGJALOS 255 12:23 11/89/96 kr.58 DAQSETMNO REYKJAVtKURBORQ BlLASTÆÐASJÖÐUR ».W12I80 Ktnnuis YtdtAkBnoa TXT 501170 “0119 StoMun Mt> 1150 ,26 RcMknrv vOukWKM 51 Bu*jt»Á*JíÁÁui Reykjavíkur, m BkúiMúni 2, skni 80 2380, |B| 105 Reykjevik Gíróseðili þessí fellur úr gildi 14 dögum eftir útgáfudag. CkWöanct EiflAndl/unvBðamaó^nbifnRÓ^rinrw Teflund bifr. .. v/m - 7 ws Dags IA. ö5»9 - /n? GjRÓ-SEÐILIi.p owitAn&ÍSI&wi* 500.- 850.- SfaD«v6r6mUt|11 r —• — KerwttU orwósnd* — — «1 I I SkyrKtg gnnðcki HMwiMitnl. IRHhiHf »WH« togMW MWNMIK ðtawmt. y toM•* ¥*» x*wrtftmiKB Mn M Oaqa *r» MtgAiMtogi. V*rð. BukB»tððu»M>tð BkW |M t|«r atafcttn bnui StWuvöröurnK. .23 etti miðann í gluggann, en sektarmiði var skrifaður áður en tíminn var út inninn. - Leiöréttinau hafnaö. Þorsteinn Baldursson skrifar: Hinn 11. sept. sl. keypti ég af Reykavíkurborg, á bílastæðinu við Tollstöðvarhúsið, miða sem heimil- aði stöðu bifreiðar á ákveðnu stæði til kl. 12.23 (sjá meðfylgjandi afrit af viðkomandi stöðumælakvittun). Setti ég miðann I gluggann eins og gert er ráð fyrir. Þegar ég sótti bíl- inn, nokkru áður en tíminn rann út, kom í ljós að starfsmaður Reykja- víkurborgar hafði skrifað sektarseð- il þótt timinn væri ekki útrunninn. Ég kom að máli við starfsmenn Reykjavíkurhorgar hjá Stöðumæla- sjóði (bæði munnlega og skriflega). Þeir sögðu þetta algengt, en höfnuðu engu að síður leiðréttingu á málinu - þvi menn gætu verið að svindla! Mér finnst þetta satt að segja lýsa miöur góðu viðskiptasiðferði hjá Reykjavíkurborg. Þurfa ekki þessir aðilar eins og aðrir sem selja þjón- ustu að inna hana af hendi? Fróð- legt væri að heyra frá ábyrgum að- ilum innan borgarkerfisins um þetta efni. Þetta minnir annars á annað ljótt dæmi um óheiðarleika opinberra aðila. Á ég þá við minnisstæöar yfirlýsingar ráðherra og fleiri á sín- um tíma, þegar systumar í Landa- koti gáfu ríkinu spítalann sem yrði rekinn áfram í sama formi og áður. Nú kemur í Ijós að þetta veröur svikið. - Og svo eru menn að furða sig á hverju atvikinu eftir annaö þessu líku. En eftir höfðinu dansa limirnir. DV Dýravinir Kristinn Snæland skrifar: Sú ágæta kona Sigríður Lárus- dóttir býður mér í DV að heim- sækja hunda í Reykjavík og full- yrðir að þá muni ég hitta hunda- vini. Það er hennar skoðun. Mitt álit er samt þetta: Sá er sannur hundavinur sem ekki býr hundi fangelsi í horg, en nýtur þess að umgangast hunda sem frjálsir ganga í sveitum. Fjöldi gælu- dýrabúða segir ekkert um hvort hundar njóta lífsins i borgum. Viðurkennt skal að hugsanlega mýkir hundur skap illa haldinna borgara, en það réttlætir ekki að vilji mikils meirihluta borgar- búa sé sniðgenginn. Burt með hunda úr borginni og reynumst þeim þannig sannir vinir. Djöflaeyjan Rebekka hringdi: Myndin er góð að flestu leyti. í leikritinu var Edda Heiðrún í hlutverki Dollýjar og fór á kost- um í því hlutverki. í myndinni leikur Halldóra Dollý. Hún pass- ar ekki í hlutverkið að mínu mati. Sýndi ekki nægilega góð tilþrif. Ég vil hins vegar hrósa henni fyrir frábæra frammi- stöðu í hlutverki Öldu köldu í leikritinu Ef ég væri gullfiskur. Persónusköpun í Djöflaeyjunni nær þó ekki þeirri dýpt sem ég hetði vænst, en það er ekki við leikstjórann að sakast, heldur höfund bókarinnar. Þegar á allt er litið finnst mér Friðriki Þór hafa tekist að endurlífga þessa tima eftirstríðsáranna og bregða upp sannferðugri lýsingu frá þessum tímum - ekki síst braggabúanna. Drengirnir og björgunarsveitin Ingibjörg skrifar: Ég botna ekkert í máli Björg- unarsveitarinnar Ingólfs. í frétt- um af málinu áður kom fram að læknir hefði gefið út vottorð um fjölmarga áverka á a.m.k. öðrum drengjanna og staðfest hefur ver- ið aö björgunarsveitin greiddi drengjunum bætur vegna fatnað- ar. í DV 10. þ.m. segir forsvars- maður sveitarinnar svo að þar sem lögreglurannsókn hafi hreinsað meðlimi sveitarinar hljóti upptaka áburðarins að vera að leita á heimili drengj- anna. Okkur er sem sé ætlað að trúa því að 10 og 12 ára drengir hafi veitt sjálfum sér áverka og skemmt fatnað sinn til að koma höggi á fólk sem hvorki þeir né foreldrar þeirra áttu neitt sökótt við. Eitthvað er augljóslega bog- ið við þá skýringu. Við bíðum eftir raunhæfari mynd af því sem gerðist. Hringbraut óökufær Birgir hringdi: Mér er alltaf efst í huga eftir að aka Hringbrautina í vinnu mína, vestan úr bæ, hve illmögu- legt er orðið að aka þessa götu vegna fjölda umferðaljósa, bæði fyrir akandi og gangandi. Ég held ég megi segja að ljósin frá JL-húsi að Miklatorgi nálgist tuginn. Þetta er óþolandi ástand á einni aðalumferðaræð borgar- innar. Skuldugir dómarar? Gunnar Sigurjónsson skrifar: Mér finnst ekki við hæfi að dómarar, hvar sem þeir annars starfa séu mjög skuldugir. Starf- ið er þess eðlis að aðstæöur þeirra verða að vera nokkum veginn óþvingaðar, ekki sist fjár- hagslega. Ég tala nú ekki um dómara við Hæstarétt. Þar má ekki nokkur airða vera eða fyrir- staða svo að traust almennings rjúki ekki út í veður og vind.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.