Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 Afmæli Veturliði Gunnarsson Veturliði Gunnarsson listmálari, 2. götu 11, við Rauðavatn við Suður- landsbraut, er sjötugur i dag. Starfsferill Veturliði fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Handíðaskólann í Reykjavík, við kvöldskóla KFUM, stundaði nám í tungumálum við HÍ 1942-45, nám við Det kongelige kun- stakademi í Kaupmannahöfn 1945-48, við Statens museum for kunst 1947-48, við Ecole des Beaux- Arts í París 1953 og við Grafisk Skole við Kunstakademiet í Kaup- mannahöfn 1954. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið og einkatíma í tungumálanámi. Veturliði var myndlistarkennari við Myndlistarskólann í Vest- mannaeyjum 1961, við Myndlistar- skólann við Freyjugötu og við Kvennaskólann í Reykjavík 1965, á Norðfirði 1965-66 og kenndi dönsku og frönsku 1949-51. Veturliði er í hópi þekktustu list- málara þjóðarinnar en hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga hér á landi og erlendis og tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Fjölskylda Eiginkona Veturliða var Unnur Aðalheiður Baldvinsdóttir, f. 15.12. 1912, d. 1.7. 1977, sauma- kona. Hún var dóttir Baldvins Kristjánssonar sjómanns og Guðbjargar Ingvarsdóttm- húsmóður. Börn Veturliða eru Valgarður Stefánsson, f. 14.2. 1946, myndlistarmaður og innkaupafull- trúi Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, kvæntur Guðfinnu Guð- varðsdóttur; Guðmundur Þorsteinn Veturliðason, f. 8.11.1949, prentari í Hafnarfirði, kvæntur Gunnhildi Gunnarsdóttur; Ingunn Susie, f. 15.7. 1964, húsmóðir í Bandaríkjun- um, gift Hannesi Sigurðssyni lækni. Alsystkini Veturliða eru Halldór, f. 1921, húsvörður í Reykjavík; Jó- hanna, f. 1922, húsmóðir í Kópavogi; Elí, f. 1923, málarameistari og list- málari í Reykjavík; Steinþór Mar- inó, f. 1925, málarameist- ari og listmálari í Reykja- vík; Guðbjartur, f. 1928, kennari og myndhönnuð- ur í Reykjavík; Benedikt, f. 1929, listmálari í Kópa- vogi; Gunnar Kristinn, f. 1933, bankastarfsmaður, fyrrv. forseti Skáksam- bands íslands, fyrrv. ís- lands- og Reykjavíkur- meistari í skák og lands- liðsmaður í knattspymu. Þá á Veturliði fjögur hálf- systkini og eru þrjú þeirra látin. Hálfsystkini Benedikts eru Anna Vetúrliðadóttir, f. 1911, húsmóðir á ísafirði og í Reykjavík, en hún er látin; Helga Veturliða- dóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliða- son, f. 1914, matreiðslumeistari í Reykjavík, og Helga Jóhannesdóttir, f. 1915, húsmóðir í Reykjavík, en hún er látin. Foreldrar Veturliða vom Gunnar Halldórsson, f. 10.10. 1898, d. 11.4. 1964, verkamaður, og k.h., Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 28.10. 1891, d. 4.2. 1982, húsmóðir. Ætt Hálfbróðir Gunnars, samfeðra, var Páll, skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík, faðir Níelsar Dungals læknaprófessors. Gunnar var sonur Halldórs, útvegsb. að Seljalandi í Skutulsfirði, Halldórs- sonar, b. að Meira-Hrauni í Skála- vík, Guðmundssonar, húsmanns að Seljalandi, Jónssonar. Móðir Gunn- ars var Guðrún Jónasdóttir. Sigrún var dóttir Benedikts Gabríels, sjómanns í Bolungarvík, Jónssonar, Jónssonar, húsmanns að Ósi, Sumarliðasonar. Systir Jóns yngra var Margrét, langamma Þor- varðar, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélags íslands, og Valdimars menntaskólakennara Örnólfssona. Móðir Benedikts var Sigríður Frið- riksdóttir, b. á Látrum, Halldórsson- ar, Eiríkssonar, Pálssonar. Móðir Sigrúnar var Valgerður Þórarins- dóttir, b. á Látrum í Mjóafirði, Þór- arinssonar, b. þar, Sigurðssonar, b. þar, Narfasonar. Af heilsufarsástæðum verður Vet- urliði ekki með gestamóttöku að sinni. Sonja ísafold Sonja ísafold, pelsa- hönnuður og listamaður, Strandgötu 17, Patreks- firði, varð sextug á sunnudaginn var. Starfsferill Sonja fæddist í Árósum í Danmörku og ólst upp í Danmörku til tólf ára ald- urs en flutti þá með for- eldrum sínum til íslands. Hún stundaði hefðbundið skyldunám en hefur auk þess sótt námskeið í handverki, loð- dýrarækt, stundað nám í Grikk- landi í feldsaumi og í skinnaverkun í Skotlandi. Sonja var bóndi í Laxárholti í Hraunhreppi í þrjátiu og tvö ár, m.a. loðdýrabóndi, en hefur auk þess unnið á tveimur öðrum loð- dýrabúum. Þá hefur hún hannað úr loðskinnum og stundað feldsaum og starfrækir nú eigið fyrirtæki í því skini. Eftir að Sonja flutti frá Laxárholti var hún bú- sett á Vatnsleysuströnd, í Keflavík og í Njarðvík í nokkur ár en er nú bú- sett á Patreksfírði. Sonja var einn stofhenda Kvenfélags Hraunhrepps, starfaði í ungmennafélag- inu Birni Hítdælakappa og tók virkan þátt í leik- starfsemi félagsins, var einn af stofnendum handverkshópsins Bjargar í Keflavík og starfaði ötul- lega á hans vegum og starfar nú með handverkshópi á Patreksfirði. Sonja hefur verið þátttakandi í fjölda list- og handverkssýninga og hefur haldið mörg föndurnámskeið. Fjölskylda Sonja giftist 24.3. 1955 Jóhanni Kristjáni Lárussyni, f. 29.9. 1929, bónda í Laxárholti. Sonja og Jóhann skildu 1987. Sambýlismaður Sonju sl. sex ár er Páll Hauksson, f. 20.2.1948, gröfu- stjóri. Böm Sónju og Jóhanns em Jón- ína Jóhannsdóttir, f. 5.7.1950, starfs- maður við leikskóla, búsett í Hafn- arfirði, en hennar maður er Loftur Eyjólfsson og eiga þau tvö böm; Anna Kristjana Jóhannsdóttir, f. 9.9. 1955, leirkerasmiður í Dan- mörku, en hennar maður er Mikael Jensen og eiga þau þrjá syni; Jó- hann Valur Jóhannsson, f. 30.9. 1957, vélvirki á Patreksfirði, en kona hans er Harpa Páls og á hann einn son og eina uppeldisdóttur; Sólveig Ásta Jóhannsdóttir, f. 4.10. 1963, húsmóðir á Patreksfirði, en maður hennar er Helgi Páll Pálma- son og eiga þau fjögur börn; Unn- steinn Smári Jóhannsson, f. 29.8. 1961, bóndi í Laxárholti, en kona hans er Þuríður Gísladóttir; Silja Björg Jóhannsdóttir, húsfreyja á Barðaströnd, en maður hennar er Þórður Sveinsson og eiga þau einn son. Systkini Sonju era Hans Óli Hansson, f. 28.3. 1946, búsettur í Keflavík; Anna Kristín Hansdóttir, f. 24.11. 1948, ökukennari á Akur- eyri. Foreldrar Sonju: Hans Christian Larsen Eliason, f. 25.1.1910, d. 18.11. 1987, vélvirki, af dönskum ættum, og Björg Kristmundsdóttir, f. 23.6. 1915, saumakona, af vestfirskum ættum. Sonja hélt upp á afmælið í Vogi í Hraunhreppi 5. og 6.10. sl. Sonja ísafold. Arnheiður Halldórsdóttir Arnheiður Halldórsdóttir hús- móðir, Strandgötu 97, Eskifírði, er sjötug í dag. Starfsferill Arnheiður fæddist á Eskifírði og ólst þar upp. Hún var nitján ára er hún missti móður sína og kom það þá m.a: í hennar blut að sinna yngri systkinum sínum. Frá því á ung- lingsárunum stundaði hún ýmis störf, var m.a. í fískvinnslu, starfaði á Hótel Borg um skeið og við hótel Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðar- firði. Fjölskylda Amheiöur giftist 6.4. 1957 Agli Karlssyni, f. 22.6. 1920, d. 25.3. 1994, forstjóra Sporðs hf. Hann er sonur Karls Jónassonar, útgerðarmanns á Eskifirði, og k.h., Augustu Jónasson húsmóður sem var af norskum ætt- um. Dóttir Amheiðar frá því áður er Sólveig Kristmannsdóttir, f. 20.6. 1949, búsett á Eskifirði, gift Áma Helgasyni og eiga þau þrjú börn. Börn Amheiðar og Egils eru Ágústa, f. 3.10. 1956, búsett á Eski- firði, gift Hauki Bjömssyni og eiga þau fjögur börn; Atli Börkur, f. 15.8. 1960, búsettur á Eskifirði, kvæntur Beu Meyer og eiga þau tvö börn; Kolbrún Brynja, f. 2.11. 1962, búsett á Egilsstöð- um, gift Bernhard Boga- syni og eiga þau tvö böm; Karl Ingvars, f. 15.10.1963, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Krist- insdóttur og eiga þau tvo syni; Guðbjörg María, f. 1.5. 1968, búsett í Reykja- vík, og á hún eina dóttur. Systkini Amheiðar eru Áslaug Halldórssdóttir, f. 27.8. 1923, búsett í Noregi; Rósa G. Halldórsdóttir, f. 14.10. 1928, búsett í Reykjavík; Guð- ný Halldórsdóttir, f. 1.9.1930, d. 11.3. 1944; Árni Halldórsson, f. 3.10. 1933, búsettur á Eskifirði; Ragnar Halldórsson, f. 1.3. 1935, búsettur í Reykjavík; Guðrún Aðal- björg Halldórsdóttir, f. 6.4. 1938, búsett á Eski- firði; Georg Vilberg Hall- dórsson, f. 31.5. 1941, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar Arnheiðar vom Halldór Árnason, f. á Högnastöðum 11.4. 1887, d. 16.3. 1953, útgerð- armaður á Hlíðarenda á Eskifirði, og k.h., Sólveig Þorleifsdóttir frá Svínhólum í Lóni, f. 13.11. 1901, d. 8.3. 1945, húsfreyja. staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafslóttur og stighœkkandi birtingarafslðttur olt mil/f hirm^ V. % Smáauglýsingar 550 5000 I>V Tll hamingju með afmælið 15. október 90 ára Jón Bjarnason, Auðsholti I, Hranamanna- hreppi. 85 ára Gunnar Stefánsson, Svalbakka, Hofshreppi. Jóhann Jóhannson, Bálkastöðum, Ytri-Torfústaða hreppi. Elín Guðmundsdóttir, Hringbraut 108, Reykjavík. 75 ára Kristín Skúladóttir, Frostafold 135, Reykjavík. 70 ára Þórdís Sigurðardóttir, Eiðistorgi 15, Seltjamamesi. Guðný Jósefsdóttir, Mánagötu 3, Keflavík. Hún sendir kveðjur til vina og vandamanna. 60 ára Jóhann G. Sigfússon, StaUaseli 6, Reykjavík. Sigurður Ingi Sveinsson, Tjamarflöt 6, Garðabæ. Páll Helgi J. Buch, Einarsstöðum, Reykjahreppi. Ingólfur Ingólfsson, Sævargörðum 10, Seltjamarnesi. Lára Bogey Fixmbogadóttir, Aðalgötu 13, Blönduósi. 50 ára Sigríður Sigurðardóttir, Ásgarði 77, Reykjavík. Lýður Rögnvaldsson, Brekkubyggð 32, Blönduósi. Maria Helga Þorláksdóttir, Álfhólsvegi 114, Kópavogi. Halldór R. Halldórsson, Þverási 27, Reykjavík. 40 ára Eydís Guðrún Sigurðar- dóttir, Dalsbyggð 12, Garðabæ. Eiríkur Kristinn Jóhanns son, Stórholti 9, ísafirði. Kristín Valdimarsdóttir, Tjamargötu 10, Reykjavík. Páll Rúnar Pálsson, Háaleitisbraut 44, Reykjavik. Eyþór Brynjólfsson, Flétturima 15, Reykjavík. Matthildur H. Valgeirs- dóttir, Hátúni 10 B, Reykjavík. Gunnar Þór Sigm-ðsson, Bröttuhlíð 7, Hveragerði. Hjördis Sigurgísladóttir, Njálsgötu 33 A, Reykjavík. Lána Lý, Rofabæ 27, Reykjavík. Kristín Margrét Jónas- dóttir, Brattholti 6 C, MosfeUsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.