Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 27 Hringiðan Gott hjarta er gulli betra er slagorð Hjartaverndar. Hans Tómas Björnsson var í Krlnglunnl á laugardag- Inn á vegum Hjarta- verndar og mældi blóö- þrýsting vegfarenda af stakri snilld. Nemendaleikhús Leik- listarskóla íslands frumsýndi leikritið „Komdu Ijúfi leiði“ í Lind- arbæ á laugardagskvöld- ið. Bjarni Ragnarsson og Aðalheiður Alfreðsdóttir voru á sýningunni. LefKrmu Dimngur emr vunaire var irunibym i riurririrbird leikhúsinu Hermóði og Háðvör á föstudagskvöldið. Sirrý Oddsdóttir, Magnús Gunnarsson og Elísabet Karlsdóttir skemmtu sér konunglega á leiksýningunni. Á dögunum var opnuð ný félagsmiðstöð í Kópavogi. Félagsmiðstöðin hlaut nafnið Igló og er til húsa í Snælandsskóla. Reynir Guðsteinsson, skólastjóri skólans, afhenti Söru Hlín Sigurðardóttur, formanni nem- endaráðs, lykilinn að félagsmið- stöðinni við hátíðlega athöfn. DV-mynd Hildur Björg Á laugardaginn opnaði Þorgerður Sigurðardóttir sýningu á verkum sínum í Gallerí Horninu. Sýningin ber yfirskriftina „Bænir og brauð“ en verkin eru tréristur sem bæði er þrykkt á pappír og brauð sem gestirnir fengu að gæða sér á við opnunina. Þorgerður stillti sér upp fyrir Ijósmyndarann ásamt foreldrum sínum, séra Sigurði Guðmundssyni vígslubiskupi og Aðalbjörgu Halldórsdóttur, og eiginmanni sínum, Ólafi H. Torfasyni. DV-myndir Teitur Það var heilmikið um að vera í Kringlunni um helgina. Amerískir dagar voru í fullum gangi og brydd- að upp á ýmsu vegfarendum til skemmtunar. Meðal annars var haldin tískusýning þar sem föt úr versluninni Smash voru sýnd. Það var fjör hjá sjálfstæðismönnum á laugardagskvöldið. Þá var tekin pása frá fundarhöldum og amstri landsfundarins og haldið landsfund- arhóf á Hótel ísiandi. Ásdís Halla Bragadóttir og Hannes Hólmsteinn tóku þátt í gleðinni. DV-mynd Hari Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins fór fram um helg- ina. Á laugardagskvöldíð var haldið heljarinnar landsfundarhóf á Hótel ís- landi með kvöldverði og öllu tilheyrandi. Söngsyst- urnar knáu úr Heimdalli, Sólveig Sigurbjörnsdóttir og Margrét Einarsdóttir, létu sig ekki vanta í gleö- skapinn. DV-mynd Hari Það var mikið um dýrð- ir í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ á laugar- dagskvöldiö. Þar var hald- ið þrefait þrítugsafmæli og allt haft í mexíkóskum stíl. Félagarnir Oddur Friðriksson og Auðunn Árnason munduðu byssurnar eins og sannir Mex- íkanar. DV-mynd Hari Halla Margrét Árnadóttir sópran- söngkona hélt sína fyrstu opinberu einsöngstónleika í íslensku óper- unni á laugardaginn. Borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og eiginmaöur hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, hlýddu á tónleikana og gæddu sér á kampa- víni í hléi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.