Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 7 dv______________________________Fréttir Óánægja með nýja prestsembættið í Evrðpu: Miklu nær að senda prest í Smuguna - segir Valgeir Sigurösson, veitingamaður í Lúxemborg „Mér finnst þetta algert bruðl og mjög illa farið með fjánnuni al- mennings. Það á að eyða stórpening í að senda prest til okkar en það vantar miklu frekar kennara til að kenna þessum ungu íslendingum sem þar búa íslensku," segir Val- geir Sigurðsson, veitingamaður í Lúxemborg, við DV. Margir íslendingar sem búa í Lúx- emborg og Belgíu eru mjög óánægð- ir með hið nýja prestsembætti sem búið hefur verið til fyrir íslendinga sem búsettir eru í þessum löndum. „Það er verið að segja upp áhöfn- um togara og fullt af fólki að missa atvinnu út af kvótakerfinu þannig að mér finnst að ríkið ætti frekar að leggja þetta fé af mörkum til að bjarga fólki þar. Það hefði verið miklu nær að senda prest í Smug- una en þar voru 2 þúsund íslending- ar á skipum og allir skattgreiðend- ur. í Lúxemborg og Belgíu eru ekki nema um fimm hundruð manns og fáir sem borga skatta á íslandi," seg- ir Valgeir. Kom óvænt upp „Við höfum lítið um málið að segja annað en það að þetta nýja prestsembætti kom óvænt upp og við vorum ekki látin vita af því. Við höfum pantað sr. Jón Baldvinsson frá London til að sjá um aðventu- messu fyrir okkur og ég veit ekki annað en að hann muni sjá um þá messu,“ segir íris Guðjónsdóttir, rit- ari íslendingafélagsins í Lúxem- borg, við DV. -RR Akureyri: Tveir fyrirlestrar hjá Háskólanum DV, Akuœyri: Tveir fyrirlestrar verða hjá Há- skólanum á Akureyri nú í vikunni og verða þeir báðir haldnir í hús- næði skólans við Þingvallastræti. Fyrri fyrirlesturinn fer fram nk. fimmtudag kl. 17 en þá mun Ingi Rúnar Eðvarðsson halda opinn fyr- irlestur og fjalla um breytingar á vinnumarkaði hin síðari ár, s.s. vaxandi atvinnuleysi, aukna at- vinnuþátttöku kvenna, fjölgun þjón- ustustarfa, sveigjanleika fyrirtækja og menntun og framtíðarhorfur á vinnumarkaði. Ingi Rúnar Eðvarðs- son lauk fil. dr.-prófi í félagsfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð 1992. Nk. laugardag kl. 13 flytur Karen Langgárd opinn fyrirlestur sem ber heitið Ethnicity and Nationality in Greenlandic Literature og fjallar eins og nafnið bendir til um þjóð- emi og þjóðemistilfinningu í græn- lenskum bókmenntum. Karen Langgárd, sem í vetur er sendikennari við heimspekideild Háskóla íslands, er dósent í málvís- indum og grænlenskum fræðum við háskólann í Ilisimatusarfik á Græn- landi. -gk ] Arfur horfinnaf kynslóða Jurtasmyrsli Erlings grasalæknis fást nú í apótekum og heilsubúðum um land allt. * Græðismyrsl * Handáburöur * Gylliniæöaráburöur Framleiðandi: íslensk lyfjagrös ehf. Dreifing: Lyfjaverslun íslands hf. \ vtB 30 ára 15. október 1966 Af því tilefni bjóðum við næstu daga 10-30% afslátt af ýmsum hljóðfærum og hljóðfæramögnurum. Akureyri - sími 462 1415 Laugavegi 163 - sími 552 4515 $ ,----------------- 2 I beinu sambandi S allan sólarhringinn K —> 903 « 5670 *e |_____________________ Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Svarþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hnngir i sima 99-56-70 og velur eftirfarandl: l j tll þess að svara auglýslngu H 1! il tll t»u a& hluita á avar auglýsantlan. (ath.l ö eingóngu viö um atvinnuaugtýsingar) ef þú ert auglýsandl og vfft ná I svör e&a tala Inn A skilaboöahölflb þltt sýnishom af svarl til þess aö fara til baka, áfram - -i e&a hætta a&gerb Hausttilboð./a Okkar verð hafa alltaf verið hagstœð, en nú keyrir um þverbak, 3$ V/ ' ' - T Sv,-. Qf< Mótatimbur-Sperrur-Spóna og Loftapl.-Hilluefni-M.D.F. Plötur 95x95.Gagnv,-Grindalistar-Utanhússkl-Fjórhúsamottur o.fl, Verðdæmi! 2"x6" 3,6171 84 stk. í búnti Kr. 31,843- Spónapl.l 2mm 120x253 30 pl. eða fl.Kr. 800- Spónapl. 12mm 60x253 30 pl. eða fl.Kr.480- Hilluefni 56,5x250 og.fl.st.30 pl. Kr.960- Fjárhúsamoffur 92x183 10 stk Kr.27,000- Tilboðið gildir til 25/10 '96 ÖLL VERÐ ERU STAÐGRV. Visa/Euro 12/36 mánuðir Smiðsbúð Smiðsbúð 8 & 12, Garðabœ S.565 6300 F.565 6306,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.