Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996
13
Var engin ástæða
til
að raupa?
Kjallarinn
Arni Ibsen
rithöfundur
Sjónvarpið
þetta eina íslenska
og sanna - hélt
upp á 30 ára af-
mæli sitt nýverið.
Ótrúlegt hvað tím-
inn líður! Þetta
fyrirbæri sem við
höfum vanist að
skoða með eins
konar umburðar-
lyndi foreldris
gagnvart fákunn-
andi barni er búið
að vera með okkur
í þrjá áratugi. Það
er því að sjálf-
sögðu orðið tíma-
bært að gera kröf-
ur til þess eins og
það væri fulltíða.
Gleymda kvöldið
í einhverju dagblaðinu var rifi-
uð upp dagskrá fyrsta sjónvarps-
kvöldsins. Það varð til þess að
þetta löngu gleymda kvöld varð
ljóslifandi í huga mínu. Heima í
Ási á Akranesi var verið að bisa
við að koma loftnetsgreiðunni
miklu fyrir á skorsteini hússins.
Þegar auglýst dagskrá hófst hafði
ekki enn tekist að fá viðunandi
mynd í gamla Lúxor tekktækið í
betri stofunni. Hvað þá að hljóðið
væri boðlegt næmum eyrum sem
höfðu skerpst við settlegt máifar
Ríkisútvarpsisn, muldrið í mótor-
bátnum og kliðinn í móum og
mýrum á íslensku sumri.
Nú stóð Óli frændi uppi á þaki á
nöpru og dimmu haustkvöldi og
beindi greiðunni í allar hugsanleg-
ar áttir en ég á svölunum og miðl-
aði honum skilaboðum frá fjöl-
skyldunni í stofunni um mynd- og
hljóðgæði. Hvert sem litið varð
mátti sjá menn munda sjónvarps-
greiður á húsþökum. Eftirvænt-
ingin var mikil. Allt samfélagið
átti eitthvað mikið í vændum.
Þetta var ekki síðra en aðventan.
Ekki tókst að ljúka verkinu
áður en dagskráin hófst og Vil-
hjálmur Þ. varð eins og hvít,
murrandi muska á skjánum. Þeg-
ar Bjarni Benediktsson flutti sitt
ávarp var myndin orðin skárri,
röddin orðin uml í fjarska en bæði
„snjór“ og „draugur" -
eins og ákveðin tækni-
vandamál hétu í þá daga
- gerðu það að verkum
að ávarp hans fór fyrir
ofan garð og neðan ef
það kafnaði ekki ger-
samlega í þrumum
úr tækinu.
Þegar Savannatríóið
kom með sinn kurt-
eislega skemmtiþátt
voru bæði mynd og
hljóð orðin viðun-
andi en þá átti eftir
að festa greiðuna.
Það var ekki fyrr en
kom að fyrsta þætt-
inum um „dýrling-
inn“ Simon Templ-
ar, hörkutólið stima-
mjúka, að allt var komið i rétt horf
á heimUinu að því er móttöku
sjónvarpsefnis varðaði.
Afmælisdagskráin
Ef til vill var þetta allt saman
afar táknrænt. Eftir á að hyggja.
Væntingamar annars vegar en
hins vegar það sem raunverulega
komst til skila. Það efiii sem hefur
náð til áhorfenda og skilið eitthvað
eftir hefúr verið erlent. íslensk
framleiðsla hefur verið fyrirferðar-
minni og farið halloka í saman-
burði við aðkeypt efni. Eða hvað?
Vill Sjónvarpið að við trúum því?
Var ekki ástæða til að rifja sögu
„Islensk framleiðsla hefur verið
fyrirferðarminni og farið halloka
í samanburði við aðkeypt efni.
Eða hvað? Vill Sjónvarpið að við
trúum því?“
innlendrar framleiðslu upp á af-
mælinu? Hvaða hlutverki hafði
Sjónvarpið gegnt í samfélaginu
þessi 30 ár? Hverju hafði það miðl-
að okkur um íslenskan veruleika?
í afmælisdagskrá Ómars Ragn-
arssonar var eins og Sjónvarpið
hefði engu áorkað. Það hefði ekk-
ert framleitt nama vont léttmeti.
Án þess að ég sé að lasta léttmeti
almennt. Mig rekur minni til að
sitthvað annað hafi nú birst okkur
á þessum þrítuga vettvangi. Efni
af öllu hugsanlegu tagi. Var engin
ástæða til að stæra sig af því? Eða
hefur Sjónvarpið raunverulega
brugðist öllum væntingum? Eru
það skilaboð þess til þjóðarinnar á
afmælinu?
Mér er enn í minni
hvemig sænska sjón-
varpið hélt upp á sitt
25 ára afmæli. Það var
gert með þvílíkum
bravúr að fjölbreytt
afmælisdagskráin var
sýnd í fjölmörgum
öðrum löndum. Líka
hér. Þar fór saman há-
menning og lágmenn-
ing með stil.
Skilaboð sænska sjónvarpsins
með dagskránni voru einfaldlega:
„Við emm stolt af tilvist okkar!
Ekkert er okkur óviðkomandi! Við
höfum verið órjúfanlegur hluti
þessa samfélags í aldarfjórðung og
ætlum okkar að vera það áfram!“
Var raunverulega engin ástæða til
að raupa á 30 ára afmæli íslenska
sjónvarpsins?
Árni Ibsen
Hefur Sjónvarpið brugðist öllum væntingum? Eru það skilaboð þess til þjóðarinnar á afmælinu? - Úr síðasta
áramótaskaupi Sjónvarpsins.
Frjálshyggjan dansar stríðsdans
Eftir síðustu alþingiskosningar
urðu íslendingar fyrir því slysi að
Framsóknarflokkurinn lét nokkra
frjálshyggjudrengi ásamt ráðherra-
sjúkum þingmönnum flokksins
ráða ferðinni varðandi myndun
ríkisstjómar. Allt þetta var gert af
meira kappi en forsjá, eins og síðar
hefur glögglega komið í ljós. Kosn-
ingaloforðum framsóknarmanna
hefur nánast öllum verið sópað
undir teppið og í framhaldi af því
hefur hér verið sú mesta frjáls-
hyggjuveisla sem þjóðin man eftir.
Unnið hefur verið að þvi skipu-
lega að gera þá ríku ríkari og þá
fátæku fátækari.
Kaldar kveöjur
Framsóknarflokks
Skuldir heimilanna hafa senni-
lega aldrei hækkað eins mikið á
jafnstuttum tíma (málaflokkur
sem Framsóknarflokkurinn ætlaði
þó að leggja sérstaka áherslu á).
Atvinnuleysi hefur verið með
mesta móti þrátt fyrir nokkum út-
flutning þar á og ekkert hefur ver-
ið gert alf hálfu stjómvalda til að
bæta þar úr nema á suðvestur-
horni landsins - landsbyggðin
virðist afskipt og gleymd.
Stærsta ógæfa núverandi ríkis-
stjórnar er þó
tvímælalaust yf-
irgangur, hroki
og lítilsvirðing
sem félagsmönn-
um stéttarfélag-
anna í landinu
var sýnd á sl.
vetri undir for-
ustu Framsókn-
arflokksins.
Ég verð að játa
að mörgum okk-
ar, sem þá vom enn í Framsóknar-
flokknum, þóttu kveðjumar nokk-
uð kaldar sem félagsmálaráðherra
var látinn bera okkur frá ríkis-
stjóminni. Við trúðum því varla
að flokkur, sem taldi sig mesta fé-
lagshyggjuflokk landsins, væri
þama að verki og að sami flokkur
skyldi gera það að sinni aðalaf-
mælisgjöf til ASÍ á 80
ára afmælinu að
berja skerðingarfr-
umvarp ríkisstjórn-
arinnar í gegnum al-
þingi. Það eru minn-
ingar sem seint
munu gleymast.
Leit ég enda svo á
að ef flokkurinn
stæði að þessari laga-
setningu hefði hann
endanlega sagt skilið
við félagshyggju og
tekið frjálshyggjuna
sem aðallifsmunstur.
Ég sá ekki þá og sé
ekki enn að við sem
höfum verið að starfa
í verkalýðshreyfing-
unni ættum lengur
samleið með Fram-
sóknarfLokknum. í
það minnsta yrðum
við að velja á milli
áframhaldandi starfa
í þágu verkalýðs-
hreyfingarinnar og vem i Fram-
sóknarflokknum.
Gefum Margréti tækifæri
Ég var einn af mörgum sem
valdi verkcdýðshreyfinguna og
sagði skilið við Framsóknarflokk-
inn, enda tel ég að
hann hafi komið fram
undir fölsku flaggi í
kosningabaráttunni
miðað við verk hans
eftir kosningar.
Ég vil hins vegar
enda þessar línur með
því að skora á allt
launafólk í landinu að
fylgjast vel með til-
tölulega nýkjörnum
formanni Alþýðu-
bandalagsins, Mar-
gréti Frímannsdóttur,
og vita hvort þar sé
ekki kominn stjórn-
málaforingi sem
verkalýðshreyfingin
getur treyst á næstu
árin. Framkoma
hennar og málflutn-
ingur hefur verið
þannig og var þannig
við afgreiðslu skerð-
ingarlaganna að ég
tel að við eigum að
gefa henni tækifæri. Hvar svo sem
við höfum áöur verið í pólitík
þurfum við á sterkum verkalýðs-
flokki að halda.
Valdimar Guðmannsson
„Ég sá ekki þá og sé ekki enn að
við sem höfum verið að starfa í
verkalýðshreyfingunni ættum
lengur samleið með Framsóknar-
flokknum.“
Kjallarinn
Valdimar
Guðmannsson
form. Verkalýösfélags A-
Húnvetninga og Alþýöu-
sambands Norðurlands
- á sæti í miöstjórn ASI
Með og
á móti
Sjávarútvegsstefna Sjálf-
stæðisflokksins sem sam-
þykkt var á landsfundinum
Tryggir
hagkvæmni
„Ég tel, eins
og þorri lands-
fundarfulltrúa,
að skipulag
framseljan-
legra varan-
legra veiði-
heimilda sé
best til þess
fallið að
tryggja hag-
kvæmni í fisk-
veiðum. Veiðiheimildimar geta
flust til þeirra sem best kunna
að hagnýta þær, útgerðarfyrir-
tæki fá ráðrúm til að hagræða,
arður fer að skapast. Það sem
kallaö er kvótabrask er í raun-
inni ekkert annað en tilraun til
þess, með fijálsum viðskiptum,
að hagræða og flytja veiöiheim-
ildimar þangað sem þær eru
best nýttar. Ég held síðan að arð-
urinn sé best ávaxtaður af út-
gerðarmönnum en ekki af stjóm-
málamönnum og þeirra fylgifisk-
um. Þau lagafyrirmæli um að
fiskistofnamir séu í sameign ís-
lensku þjóðarinnar merkja að
ávaxta á og nýta fískistofnana
með hámarkshag íslensku þjóð-
arinnar fyrir augum og það er
best gert með núverandi fyrir-
komulagi. Jafnframt held ég að
hugmyndir Vestfirðinga um
sóknarstýringu séu óraunhæfar
vegna þess að þá fæst ekki hag-
kvæmni. Þá reyna útgerðar-
menn að veiða sem mest á sem
skemmstum tíma i stað þess að
veiða sem mest fyrir sem fæstar
krónur. Það er aðalatriði máls-
ins.“
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson dós-
ent.
Guöjón A. Krist-
jánsson, forseti
Farmanna- og fiski-
mannasambands
Stuðlar að
sóun
„Öll þjóðin
veit að þetta
kerfi eyðir
fiski sem
aldrei kemur
að landi og
þjóðin veit
líka að það
viðgengst bull-
andi kvóta-
brask og það
er ekkert snið-
ugt fyrir stóra
stjórnmála-
flokka að leggja blessun sína
yfir slíkt með litlum athuga-
semdum. Hins vegar eru þeir
margir sem vilja viðhalda kvóta-
kerfinu með allri versluninni,
enda eru þeir að verða fleiri og
fleiri upp á síðkastið sem tala
um að kvótakerfið hafi í raun og
veru ekkert með fiskveiðar að
gera, það sé bara hagfræði- og
verslunarkerfi og ég man ekki
betur en Einar Svansson á
Húsavík hafi nefnt þetta í erindi
á dögunum. Eins og kvótakerfið
horfir við mönnum sem stunda
veiðar og fólkinu sem lifir af
þeim beint hefur það litið á
þetta sem stýrikerfi fiskveiða.
En það fólk sem hefur framfæri
sitt af fiskveiðum og vinnslu sér
alla annmarkana. Það sér at-
vinnu sína minnka, það sér só-
unina. I endanlegri útfærslu
landsfundarins eru leiðir sókn-
ar- og flotastýringar útilokaðar
og spurning hvort viðbótarsetn-
ingin um að kerfi fiskveiði-
stjórnunar þurfi að sæta
stöðugri endurskoðun þýði það
að menn ætli eitthvað að taka á
þeim vandræðum sem kerfið
skapar. En þetta er lýðræðisleg
ákvörðun flokksins og það verða
alltaf einhverjir i minnihluta
með sinar skoðanir.“ -SÁ