Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 Útlönd Stuttar fréttir i>v Barnaníöingsmáliö í Belgíu: Brottvikning domara vekur reiði almennings Mikil reiði hefur gripið um sig í Belgíu í kjölfar þeirrar ákvörðunar hæstaréttar í gær að rannsókn- ardómarinn Jean-Marc Connerotte léti af störfum við rannsókn á máli barnaníðingsins Marcs Dutroux. Ástæðan fyrir ákvörðun hæstarétt- ar er sú að Connerotte mætti í pastaveislu sem haldin var til að fagna frelsi tveggja stúlkna sem bjargað var úr klóm Dutroux. Sagði í úrskurði hæstaréttar að hægt væri að efast um óhlutdrægni Conneretti og því skyldi hann hætta við rann- sókn málsins. Sjö hundruð manns mótmæltu fyrir utan dómhúsiö í Brussel í gær. „Mér falla tár af hvörmum og ég skammast mín fyrir að vera Belgíu- maður,“ sagði einn mótmælend- anna. í Antwerpen mótmæltu um þrjú hundruð manns. Dómsmálaráðherra Belgíu, Stefa- an De Clerck, sagði í sjónvarpsvið- tali í gærkvöldi að úrskurður hæstaréttar myndi engu hreyta um tilraunir til að leysa þetta hræðilega mál. Hann sagði að rannsókn yrði haldið áfram af fullum krafti og bætti því við að möguleiki væri á að bæta við rannsóknardómara til að efla liðiö. Forsætisráðherrann, Jean-Luc Dehaene, bað landsmenn í útvarpsá- varpi í gær að virða ákvörðun hæstaréttar því hún væri tekin á grundvelli laga og aðskilnaðar dóms- og löggjafarvalds. Faðir eins fórnarlambsins sem fannst látið í garði Dutroux sagði í kjölfar ákvörðunarinnar að þetta væri upphafið á endalokunum, rétt- lætið hefði lotið í lægra haldi. Reuter. Múslímskar konur frá þorpinu Tihovici skammt norður af Sarajevo fylgjast með er Bosníumenn opna fjöldagröf með jarðneskum leifum tólf þorpsbúa. Talið er aö Bosníu-Serbar hafi myrt þorpsbúana við upphaf stríðsins 1992. Tihovici var undir yfirráöum Serba þar til í mars á þessu ári. Símamynd Reuter Segir ferð for- setans vera áróðursbragð Andófsmaðurinn Jose Ramos- Horta, sem hlýtiu- friðarverð- laun Nóbels í ár, sagði ferð Suharto Indónesíuforseta til Austur-Tímor farna i áróðurs- skyni. Suharto hélt í morgun til Austur-Tímor þar sem hann mun skoða 27 metra háa styttu af Jesú Kristi sem reist var rétt utan við höf- uðborgina Dili. Ramos- Horta sagði landa sína hafa verið kaþólikka í aldaraðir og ekki þurfa 27 metra háa styttu með 27 þrepum upp að til aö sýna að þeir væru góðir kaþólikkar. Indónesar réðust inn í Austur- Tímor i desember 1975 eftir að nýlenduherrarnir Portúgalar höfðu yfirgefið eyjuna. Horta, sem deilir friðarverö- laununum meö Carlos Belo bisk- upi, flúði frá Austur-Tímor þremur dögum fyrir innrásina. Hann er nú kennari viö háskól- ann í Sydney í Ástralíu. Reuter Hart deilt um tillögur Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins, ESB, deildu hart á fundi í Lúxemburg í gær um tillög- ur Emmu Bonino, sjávarútvegs- stjóra ESB, þess efnis að sókn í nytjafiskstofnana yrði minnkuð um 40% á næstu sex árum. Gagnrýndu sjávarútvegsráðherrarnir tillögurn- ar harðlega á fundinum og sögðu nauðsynlegt að finna aðrar leiðir til að vernda fiskstofnana og tryggja þar með framtíð fiskiðnaðarins í Evrópu. Líklegt þykir að fallist verði á málamiðlun og samþykkt að skera niður um 15% á næstu sex árum, eöa um 2-3% á ári. Ráðherramir drógu margir í efa þá vísindalegu útreikninga sem lagðir voru fram þess efnis að marg- ir fiskstofnar væru í hættu, þ. á m. ýsa og þorskur. Þeir Loyola de Palacio, sjávarút- vegsráðherra Spánar, og Tony Baldry, sjávarútvegsráðherra Breta, deildu hart á fundinum í gær. Baldry gerði harða atlögu að kvóta- hoppi Spánverja. Spænski ráðherr- ann hélt uppi vörnum og minnti á að Spánverjar hefðu minnkað flota Bonino Emma Bonino, sjávarútvegsstjóra ESB. sinn, þann stærsta í ESB, um 200 tonn á tiu árum. Það ætti að hafa í huga þegar ákvörðun yrði tekin um væntanlegan niðurskurð. Hann sagði að helsta vandamálið væri of mikil sókn í ákveðnar fisktegundir. Jórdaníukon- ungur til Vest- urbakkans Hussein Jórdaníukonungur heldur til Vesturbakkans í dag til viðræðna við Yasser Arafat, forseta Palestínu. Er það fyrsta heimsókn Jórdaniukonungs til svæðisins í 29 ár. Hann hefur ekki heimsótt Vesturbakkann síðan ísrael- ar tóku svæð- ið af Jórdön- um í stríðinu 1967. Arafat hitti Hussein í Jórdaníu í gær til að greina hon- um frá gangi viðræðna ísraela og Palestínumanna um brottflutning ísraelskra her- manna frá Hebron. Viðræðum- ar áttu að hefjast að nýju í Eg- yptalandi í gær eftir nokkurra daga hlé en var frestað til að hægt yrði að ræða málin betur óformlega. Aðstoðarmaður Arafats sagði hann hafa sagt sínum mönnum að halda til fundarstaðarins en óljóst var í morgun hvort ísraelsku samn- ingamennirnir kæmu einnig strax. Reuter Öflugur jarðskjálfti Öflugur jarðskjálfti, allt að 7 á Richter, reið yfir Salomonseyjar í Kyrrahafi í morgun. - Stjórnarflokkur leiðir Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn, flokkur Hashimotos, for- sætisráðherra Japans, gæti hlot- ið meirihluta i kosningunum á sunnudag, að því er nýjustu skoðanakannanir sýna. Rússland skipstjóralaust Leiðtogi kommúnista, Gennady Zjúganov, lýsti í gær Rússlandi sem skip- stjóralausu skipi. Sagði hann Boris Jeltsín forseta ekki lengur fær- an um að gegna skyldum sín- um sem ríkisleiðtogi. Zjúganov hefur lengi farið fram á að hlut- laus nefhd meti heilsu forset- ans. Viðurkenna hryðjuverk Serbneskir fjölmiðlar, sem eru í nánum tengslum við stjómina í Belgrad, viður- kenndu í fyrsta sinn í gær að serbneskir hermenn hefðu framið ódæðisverk eftir fall Vukovars í Króatíu 1991. Mótmæla morði á Kýpur Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna, SÞ, mótmæltu í gær við tyrkneska hermenn morð- inu á óbreyttum grískum borg- ara sem hafði farið yfir til tyrk- neska hluta Kýpur. Svíar neikvæðastir Svíar era neikvæðastir Evr- ópusambandsþjóða í garð aðild- ar að sambandinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðana- könnunar. 124 undirrita Alls hafa 124 ríki undirritað bann við tilraunum með kjam- orkuvopn undanfamar þrjár vikur. Aðalsamningamaöur Borís Jeltsín Rúss- landsforseti útnefndi Al- exander Lebed örygg- ismálastjóra sem yfirmann rússnesku nefndarinnar sem stendur fyrir samningavið- ræðum við aðskilnaöarsinna Tsjetsjena. Dirk Bogarde fékk slag Dirk Bogarde, einn af fremstu kvikmyndaleikumm Breta, hef- ur fengið slag, að því er frændi hans greindi frá í gær en lækn- ar telja hann ná sér að fullu. Blaðamenn í verkfall Franskir blaðamenn hófu í morgun sólarhringsverkfall tfl að mótmæla skertum skattfríð- indum. Heilsan góð Bill Clinton Bandaríkja- forseti sagði í fyrsta viðtali sínu um heilsufar sitt að hann væri i góðu formi og hefði aldrei tekið inn gleöipillu né leitað tfl sálfræðings. Forset- inn sagði að það sem helst am- aði að væri hæsi, ofhæmi og yf- irvigt en það færi ekki úr böndunum. Herðir landamæraeftirlit Danska lögreglan herðir landamæraeftirlit tO að koma í veg fyrir að vélhjólagengi fái liðsafla erlendis frá. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.