Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996
Fréttir
Óánægja starfsfólks, sjúklinga og ættingja þeirra með niðurskurð í Arnarholti:
Þessir sjúklingar virðast
ekki eiga neinn rétt
- segir ættingi eins vistmanns í Arnarholti
„Það hefur verið unnið mjög gott
starf fyrir sjúklingana á geðdeild-
inni í Amcirholti. Með þessum niö-
urskurði er hætta á að erfiðara
verði að vinna þetta góða starf. Mér
finnst mjög slæmt að sjúklingamir
séu skildir eftir einir á deild 35. Ég
hef heyrt á starfsfólki aö það sé und-
irmannað og því hafi það minni
tíma til að fylgjast með sjúklingum
á deild 35. Þetta er mjög slæmt mál
því þetta eru sjúklingar sem virðast
ekki eiga neinn rétt,“ segir ættingi
eins sjúklings á deildinni við DV í
gær sem ekki vildi láta nafns sins
getið. Nokkrir ættingjar vistmanna
geðdeilda í Amarholti höfðu sam-
band við DV í gær og lýstu yfir
áhyggjum með ástand mála þar í
kjölfar niðurskurðar.
„Það er slæmt að þurfa að skera
niður þama því þetta fólk, sem er
vistað þarna, er mjög veikt og þarfn-
ast góðrar hjálpar. Fólkið hafa feng-
ið hana hingað til í Amarholti en ég
er smeykur um að nú verði erfiðara
að sinna því. Sjúklingamir finna
fyrir þessu og eru smeykir um
ástandið.
Ég get ekki séð að neitt sparist
með þessu. Það hafa tveir sjúkling-
ar verið fluttir af deild 35 í Ama-
holti yfir á deild 2 A á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Það er miklu dýrara
að hafa þá á deild 2 A og við vitum
að það kostar um 40 þúsund á sjúk-
ling á viku meðan í Amarholti kost-
ar það 5-6 þúsund krónur á sjúk-
ling,“ segir fyrrgreindur ættingi.
-RR
Geödeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Arnarholti:
Sjúklingar verða
í umsjá
starfsmanna
- segir Guðný Anna Arnþórsdóttir, forstöðukona Arnarholts
Geödeild Sjúkrahúss Reykjavikur í Arnarholti. Nokkrir ættingjar vistmanna
þar hafa áhyggjur af stöðu mála eftir aö skoriö var niöur á deildinni.
DV-mynd S
„Það var gengiö þannig frá mál-
um að nokkrir sjúklingamir sem
voru á deild 35 haífa verið færðir á
deildir 33 og 34 í Amarholti og einn-
ig á deild A 2 á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur. Þeir sjúklingar sem eftir era
í húsinu munu verða í umsjá starfs-
manns bæði nótt og dag. Það var
mjög sérstakt ástand sem skapaðist
um helgina vegna veikinda og við
verðum að lúta yfirvinnubanni eins
og aðrar deildir spítalans," segir
Guðný Anna Amþórsdóttir, for-
stöðukona geðdeildarinnar í Amar-
holti, við DV, vegna stöðu mála á
geðdeildinni.
Eins og fram kom í DV í gær var
meirihluti starfsfólks og sjúklinga
mjög óánægður með stöðu mála á
deildinni vegna niöurskurðar þar.
Þegar DV heimsótti Arnarholt á
sunnudag voru sjúklingar einir á
deild 35 og þar var ekkert starfsfólk
til að fylgjast með þeim. Starfsfólk
sagðist ekki sátt við að þurfa að
skilja sjúklingana eftir umhirðu-
lausa í sér húsnæði. Hins vegar
sagðist starfsfólk fara yfir á deild
eins oft og mögulegt væri en það
væri erfitt þar sem margir aðrir
sjúklingar væru fyrir sem þyrfti að
fylgjast með.
„Við megum ekki kalla út fólk
nema í ýtrustu neyð og það var ekk-
ert neyðarástand í gangi. Starfsfólk
á hinum deildunum hefiu- litið eftir
sjúklingum á deild 35. Ég get ekki
tjáð mig um hvort ég er ánægð eða
óánægð með ástandið á Arnarholti.
Ég tel að við séum búin að gera eins
vel og við getum í stöðunni því það
stóð til fyrst að loka deildinni alfar-
ið. Við fengum það samþykkt hjá
framkvæmdastjórn að deildin yrði
opin að hluta til og rekin sem
áfangadeild. Við myndum aldrei
taka þátt í neinu sem gæti skaðað
sjúklinga okkar,“ segir Guðný
Anna.
-RR
Dagfari
Stærsti sigurinn
Davíð fékk rússneska kosningu í
formannskjöri á landsfundinum.
Einnig Friðrik varaformaður og
svo fengu nokkrar ungar og sætar
stelpur dúndrandi kosningu í mið-
stjóm og jafhréttinu var fullnægt á
fundinum og miklir sigrar voru
unnir. Samt vom þetta litlir og
fremur ómerkilegir sigrar í saman-
burði við þann sigur sem Þor-
steinn Pálsson vann á landsfundin-
um, þegar hann flutti breytingartil-
lögu gegn Vestfirðingunum og
þeim sem vildu afnám kvótans.
Sigur Þorsteins var jafnvel svo
mikill að enginn þorði einu sinni
að gera tillögu um veiðileyfagjald
eftir að sú hugmynd hafði verið
kollfelld í nefnd. Einstaklingsfrels-
ið lætur ekki aö sér hæða á lands-
fundum Sjálfstæðisflokksins. Þar
klappa menn í kór.
Já, miklir garpar erum við Jón
minn.
Allt þetta í rauninni Davíð for-
manni að þakka. Hann gaf línuna í
setningarræðunni og hafði skoðun.
Það hefur ekki verið á hverjum
degi sem Davíð hefur haft skoðun í
seinni tíð og Sjálfstæðisflokkurinn
hefur mátt þola það skoðanaleysi
formannsins um nokkra hríð og
engst sundur og saman í angist og
örvinglan, því menn hafa ekki get-
að haft skoðun meðan formaðurinn
hefur ekki haft skoðun. Flokkur
verður að hafa skoðun og flokks-
menn verða að hafa skoðun og þeg-
ar enginn fær línuna og flokkurinn
hefur enga skoðun, eru flokks-
mennimir skoðanalausir og allt í
hers höndum. Eða til hvers eru
menn í flokki ef þeir mega ekki
hafa skoðun og flokkurinn sem
þeir em í hefur ekki skoðun og for-
maðurinn heldur að sér höndum
og hefur ekki skoðun? Að visu eru
menn áfram í flokknum og styðja
flokkinn af því að þetta er flokkur-
inn þeirra, en auðvitaö þykir
mönnum oftast nær betur að vita
hvers vegna þeir eru í flokknum og
hvaða skoðun flokkurinn hefur til
að þeir geti haft skoðanir sjálfir.
Þetta rann upp fyrir formannin-
um og hann tók af skarið með karl-
mannlegum og djörfum hætti í
setningarræðu á landsfundinum og
hafði skoðun. Hann var á móti því
að leggja kvótann af. Hann var á
móti veiðileyfagjaldi. Hann vill
óbreytt ástand. Og þegar formaður-
inn mannaði sig upp í að hafa
þessa skoðun, til að flokkurinn
hefði einhverja skoðun, ætlaði
fagnaðarlátum flokksmanna aldrei
að linna. Enda vom menn komnir
til að leita að skoðunum sínum á
landsfundi og ef frá eru taldir
nokkrir sérviskupúkar að vestan,
sem telja sig hafa vit á sjávarút-
vegsmálum, má segja að landsfund-
arfulltrúar allir með tölu hafi tekið
gleði sína á nýjan leik. Hvort for-
maðurinn og flokkurinn höfðu
rétta skoðun eða ranga er aukaat-
riði í þessu samhengi.
Aðalatriðið er að hann hafi skoð-
un og þeir hafi skoðun og flokkur-
inn móti sér skoðun á sjávarút-
vegsmálum og það var þá sem Þor-
steinn Pálsson fylgdi þessari skoð-
un formannsins eftir með því að
gera hana að skoðun flokksins og
flutti prívat og persónulega breyt-
ingartillögu um óbreytt ástand og
undir þessa tillögu var tekið með
samtaka lófaklappi og húrrahróp-
um landsfundarfulltrúa sem gripu
skoðun sína feginsanilega á lofti.
Og Sjálfstæðisflokkurinn kemur
samhentur og skoðanafastur út úr
þessum landsfundi og sigur vannst
af því að Þorsteinn hafði sigur af
því Davíð hafði skoðun. Betra get-
ur þetta ekki verið fyrir flokk sem
leggur ekki svo ýkja mikið upp úr
því hvaöa skoðanir flokkurinn hef-
ur, svo framarlega sem hann hefur
skoðun. Það er stærsti sigurinn.
Það er ótrúlegt þor, ekki síst þegar
skoðunin felst í því að allt verði
eins og það hefur verið. Dagfari