Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 37 Nemar á síöasta ári í Leiklistar- skóia íslands sýna Komdu Ijúfi leiði í Lindarbæ. Komdu ljúfi leiði Nemendaleikhúsið sýnir í kvöld í Lindarbæ Komdu ljúfi leiði eftir Georg Búchner í þýð- ingu Þorsteins Þorsteinssonar. Er sýningin byggð á verkunum Vojtsek og Leonce og Lena. Leikstjóri er Hávar Sigurjóns- son. Leikritin tvö eiga það sam- merkt að túlka á mjög bein- skeyttan hátt þjóðfélagssýn Búchners. í harmleiknum um Vojtsek og unnustu hans, Mar- íu, lýsir hann hlutskipti litil- magnans sem samfélagið hefur að leiksoppi. í Leonce og Lenu hefur Búchner annað sjónar- horn, hann beitir háðinu óspart þegar hann dregur upp mynd af smákóngaaðlinum, tOgangsleysi Leikhús tilveru þessara persóna, upp- blásnum hugmyndum þeirra um eigið mikOvægi og síðast en ekki síst bendir Búchner á að það sé einungis hin ofdekraða forréttindastétt sem hafi tíma og efni á að velta sér upp úr tilfinn- ingasemi og rómantískum dagdraumum. Með hlutverk i Komdu ljúfi leiði fara Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, HaUdór Gylfa- son, Inga María Valdimarsdótt- ir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Fyrirlestur um Brecht Dr. Ingo Seidler, prófessor i þýskum bókmenntum, flytur fyrir- lestur um þýska ljóðskáldið og leik- ritaskáldið Bertholt Brecht í dag kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn ber yfirskriftina Brecht - A Writer with a Past but No Fut- ure? Skyggnst yfir um Inga Magnúsdóttir miðUI og Heiðar Jónsson snyrtir skyggnast yfir um á léttu nótunum í kvöld kl. 20.30 á Gullöldinni, Hverafold 1-5. Tvímenningur BridgedeUd Fél. eldri borgara í Kópavogi efnir tU tvímennings í kvöld kl. 19.00 i Gjábakka, Fann- borg 8. Samkomur Afmælisfundur Safnaðarfélag Áskirkju heldur fund í tilefhi 20 ára afmæli félags- ins í kvöld kl. 20.30. Fjölbreytt dag- skrá. Gaukur á Stöng Hljómsveitin Dúndurfréttir skemmtir í kvöld. Bókmenntakynning og dansæfing Bókmenntakynning verður kl. 15.00 í dag í Risinu, danskennsla, kúrekadans kl. 18.30 og dansæfing kl. 20.00. Kaffi Reykjavík Grétar -Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir skemmta í kvöld. Gospeltónleikar í Bústaðakirkju: Kirkjuleg sveifla Gospeltónleikar undir yfirskrift- inni KirkjiUeg sveifla verða haldn- ir í Bústaðakirkju í kvöld og ann- að kvöld. Slíkir tónleikar eru ár- legir í kirkjunni. Það er danska söngkonan Bebiane Böje ásamt hljómsveit sinni, gospelsöngvur- umnn Claes Wegener og kór Bú- staðakirkju sem skemmta. Skemmtanir Gospelsöngkonan Bebiane Böje er vel þekkt í heimalandi sínu og hefur víða haldið tónleika. Hljóm- sveit hennar skipa Morten Rams- böl bassaleikari, Morten Eriksen trommuleikari og Peter Sörensen hljómborðsleikari. Þetta er i fimmta sinn sem gospeltónleikar eru haldnir í Bú- staðakirkju undir yfirskriftinni Kirkjuleg sveifla. Áður hafa komið Hálka á heiðum Færð á vegum er yfirleitt góð. Ekki er eins mikil hálka og var í síðustu viku, en þó er hálka á heið- um fyrir vestan, má þar nefna Stein- grímsfjarðarheiði og Eyrarfjall. Snjór er á Hrafnseyrarheiði en von- ast er til að hún opnist fyrir hádegi, Færð á vegum það sama á við um Lágheiði á Norð- urlandi. Á Austurlandi á Hellisheiði eystri að opnast fyrir hádegi og á Mjóafjarðarheiöi er aðeins jeppa- slóð. Nú eru flestir hálendisvegir að lokast vegna snjóa og þeir sem ætla á hálendið ættu að leita sér upplýs- inga áður en lagt er af stað. Bebiane Böje ásamt hljómsveit sinni og kór Bústaöakirkju. fram íslenskir og erlendir tónlist- í kvöld verða tvennir tónleikar armenn og skemmst er að minnast kl. 20.00 og 22.00 og á miðvikudags- bandarísku söngkonunnar Ettu kvöldið hefjast tónleikarnir kl. Cameron. 20.00. Bróðir Oddnýjar Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem hlotið hefur nafnið Bragi, fædd- ist á fæðingardeild Land- spítalans 5. október, kl. Barn dagsins 6.07. Hann var við fæð- ingu 4114 grömm að þyngd og mældist 54 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Brynhild- ur Bragadóttir og Ingólfur Kiústjánsson. Bragi á eina systur, Oddnýju, sem er þriggja ára. dagsÍfife Eddie Murphy leikur mörg hlutverk, hér er hann í hlutverki afans. Klikkaði pró- fessorinn Háskólabíó hóf sýningar fyrir helgi á gamanmyndinni Klikkaði prófessorinn (The Nutty Profess- or). Fjallar hún um prófessor sem er 160 kíló að þyngd og hefur hingað til ekki haft miklar áhyggjur af þyngdinni, en það breytist þegar hann verður ást- fanginn. Hann reynir allar megr- unaraðferðir, en ekkert gengur. Prófessorinn ákveður því að reyna formúlu sem hann hefur sjálfur fundið upp. Þessi formúla virkar heldur betur því allt í einu er Klmnp orðinn að íturvöxnum Casanova sem kann sér ekki læti, en einn galli er á gjöf Njarðar, for- múlan getur hætt að virka hvenær sem er. Kvikmyndir Eddie Murphy leikur prófessor- inn og auk þess leikur hann alla ættingja hans og fleiri hlutverk. Leikstjóri er Tom Shadyac sem á að baki eina mynd, Ace Ventura, Pet Detective, sem gerði Jim Car- rey að kvikmyndastjömu. Nýjar myndir: Háskólabíó: Klikkaöi prófessorinn Laugarásbíó: Flóttinn frá L.A. Saga-bíó: Það þarf tvo til Bíóhöllin: Gulleyja Prúðuleikar- anna Bíóborgin: Dauðasök Regnboginn: Girl 6 Stjörnubíó: Djöflaeyjan Krossgátan rr T~ W- r 1rr i ? 9 j 3 f i Lárétt: 1 spark, 8 orsökuðu, 9 skelf- ing, 10 blóm, 12 kroppi, 13 manns- nafn, 15 hreyfing, 16 kaup, 17 þrengsli, 19 erfiður, 21 skrölt. Lóðrétt: 1 óhreinindi, 2 jarð- vinnslutæki, 3 hlýju, 4 röðin, 5 ílát, 6 deilunni, 7 lögun, 11 pretta, 14 hræddu, 16 reglur, 18 æxlunar- frama, 20 varðandi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hefst, 6 læ, 8 ella, 9 rok, 10 gjálífi, 11 nam, 13 utan, 15 dó, 17 árla, 19 inna, 21 amt, 22 áni, 23 frið. Lóðrétt: 1 hegndi, 2 elja, 3 flá, 4 sal- ur, 5 trítlar, 6 lofa, 7 æki, 12 máni, 14 not, 16 ónn, 18 ami, 20 af. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 226 15.10.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,980 67,320 67,450 . Pund 106,010 106,550 105,360 Kan. dollar 49,480 49,780 49,540 Dönsk kr. 11,4050 11,4660 11,4980 Norsk kr 10,3020 10,3590 10,3620 Sænsk kr. 10,1610 10,2170 10,1740 Fi. mark 14,6410 14,7270 14,7510 Fra. franki 12,9120 12,9860 13,0480 Belg. franki 2,1213 2,1341 2,1449 Sviss. franki 53,2400 53,5400 53,6400 Holl. gyllini 38,9600 39,1900 39,3600 Þýskt mark 43,7300 43,9500 44,1300 it. lira 0,04392 0,04420 0,04417 Aust. sch. 6,2120 6,2510 6,2770 Port. escudo 0,4323 0,4349 0,4342 Spá. peseti 0,5195 0,5227 0,5250 Jap. yen 0,59780 0,60130 0,60540 írskt pund 107,750 108,420 107,910 SDR 96,03000 96,61000 97,11000 ECU 83,8800 84,3900 84,2400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.