Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Side 13
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 (fienning Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi fyrir helgina leikrit- ið Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúð- víksson, sem var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1977. Þó að farið væri að hrikta í stoðum austantjalds á þessum tíma var stóra upp- gjörið og fall múrsins enn þá langt undan. Samkvæmt orðum höfund- arins á þeim tíma sem leik- ritið var frum- sýnt vildi hann sýna fram á þá þverstæðu að þeir sem vildu kalla sig sanna sósialista skyldu una við sambýlisform sem hefur því hlutverki að gegna að „við- halda ríkjandi skipulagi og gildismati og ala upp fólk, sem er hlýðið og undirgefið og ekki líklegt til að gera uppsteyt." Þórðmr er sósíalisti og hann hlúir að sannfæringu sinni með sama trú- arhita og hver annar ofsatrúarmað- ur. Það er ekkert pláss fyrir aðrar skoðanir á heimilinu. En smám saman koma brestir _______________ í rígskipulagðan valdastrúktúrinn á heimilinu og upp- komin börn hans sætta sig ekki lengur við að dansa eftir til- Leiklist skipunum ffá æðstaráðinu. Það var bara nokkuð gaman að rifla upp kynnin við þetta leikrit og þó að það sé að mörgu leyti barn síns tíma má segja að það hafi stað- ist tímans tönn betur en fyrir ffam hefði mátt ætla. Áfókin í fjölskyld- unni eru sígild, hvað sem segja má um pólitíska boðskapinn. Leikstjórinn, Hanna María Karls- dóttir, hefur greinilega hvergi viljað ofætla leikendum og það dempar öll átökin niður. Leikendur ráða líka misvel við hlutverkin og spenna á milli persónanna verður í lágmarki. Stalín er ekki hér - hefur staðist tímans tönn. Hallgrímur Hróðmarsson var mjög „mjúkur'* Þórður og af öðrum leik- endum má nefna Gunnar B. Guð- mundsson sem lék Kalla af öryggi og vann skemmtilega úr persón- unni. Hins vegar var augasteinn Þórðar, Hulda (Anna Ólafsdóttir), of litlaus og vantaði sannfæringu. _____________ Bára Jónsdóttir átti góða spretti í hlutverki hinnar _ þrautseigu Mundu, sem verður tákn hins smáðasta af öllum, -------------- en þessi persóna leggur engu að siður til vel þeginn gamansaman tón í verkið. Leiksvið og búningar hæfðu til- efninu ágætlega og textinn komst nokkuð vel til skila hjá flestum. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir í Bæj- arbíói: Stalín er ekki hér Höfundur: Vésteinn Lúðvíksson Leikstjóri: Hanna María Karlsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Leikmynd: Félagar úr hópnum og leikstjórinn Búningar: Jóhanna S. Ingadóttir og Hanna Friðjónsdóttir Auður Eydal Taktxir er 10 ára og í tilefniþ ess bjóðum við 10-40% afslátt af öllmn vörum, hljómtækjum og geisladiskum Fullkomnustu heimabíó landsins verða í gangi (. y Jiit n ' D-A, talarabúöin í bænum nnI DOtBY SURROUMP] (][!! DOLBY SURROUWdI | HX P H O • L O G I C AC-3 P R O • L O G I C KENWOOD /K ACOUSTIC RESEARCH Cerwin-Vega! OKRVER Powerful • Musical • Accurate þar sem gceðitt heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 Quelle VERSLUNARHUS -innkaupaávísun 50DD kr. i Quelle jpÚfUHÖ litÓHUh 66/lúú Þú kemur í verslun okkar og kaupir fatnað fyrir a.m.k. kr. 12500 og notar þessa ávísun sem greiðslu að upphæð kr. 5000. Gildir frá 4. nóv. til 9. nóv. DALVEGI2 • K0PAV0GI • S: 5642000 INGVAR VlKINGSSON / FÍT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.