Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Page 37
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 45 DV Guöný Guömundsdóttir leikur ásamt Delenu Thomas í Borgarneskirkju í kvöld. Fiðla og píanó Guöný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, leikur á tónleikum í Borgameskirkju í kvöld, kl. 20.00. Með henni leikur Delana Thomas á píanó. Á fyrri hluta tónleikanna flytja þær stöllur konsert eftir Benjamin Britten en þennan sama fiðlukonsert mun hún leika sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit- inni síðar í vetur. Á síðari hluta efnisskrárinnar munu þær Guðný og Delana gefa áheyrendum kost á að velja sér lög af dagskrá sem þær hafa tekið saman. Guðný Guðmundsdóttir er landsþekkt og hefur auk starfa sinna með Sinfóníunni leikiö heima og erlendis og er hún ný- komin frá Hong Kong. Delana Thomas er búsett í New Tork og hefúr komið víða fram. Þetta er í þriðja sinn sem hún kemur til ís- lands. Tónleikar Tónleikar í Gerðarsafni I Gerðarsafiii verða tónleikar í kvöld kl. 20.30. Ejöldi tónlistar- manna mun koma fram á þessum tónleikum og gefa þeir allir vinnu sína. Er þetta gert í tilefiii af því að hafinn er undirbúningur að bygg- ingu menningarmiðstöðvar í Kópa- vogi. Aðgangur er ókeypis. Fræðikonan Bertha Philpotts Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands held- ur félagsftmd í kvöld kl. 20.00 í stofú 101 í Odda. Dr. Terry Gunnell mun tala um bresku fræðikonuna Berthu Philpotts, náin tengsl hennar við ís- land og leit hennar að fomskandin- avískri leiklist í eddukvæðum. Hann fiallar einmg um bók sína The Origins of Drama in Scandinavia. Þá verða Hábarðsljóð leiklesin und- ir stjóm Sveins Einarssonar. Stuðnings- og sjálfs- hjálparhópur háls- hnykkssjúklinga Aðalfundur verður í kvöld kl. 20.00 í ÍSÍ-hótelinu, Laugardal. Stjómarkjör. Eftir fúndinn heldur Gunnar Gunnarsson sálfræðingur fyrirlestur. Samkomur Kvenfélag Seljakirkju Fundur verður í Kirkjumiðstöð- inni annað kvöld, þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 20.00. Japönsk kynn- ing á myndlist, austurlenskur mat- ur. Þátttaka tilkynnist í sima 5575715 og 557802. Bjarmi Bjarmi, félag um sorg og sorgar- ferli á Suðumesjum, verður með fúnd í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20.00. Kvenfélag Árbæjar- sóknar Fundur verður í kvöld kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu. Konur úr Kven- félagi Langholtskirkju koma í heim- sókn. Gestur fundarins er Árni Norðfjörð. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridge í Risinu i dag kl. 13.00. Framhald Minningarmóts Jóns Her- mannssonar. Bubbi Morthens í Borgarieikhúsinu: Allar áttir Bubbi Morthens hefur verið á ferð um landið að undanfömu og skemmt á hinum ýmsu stöðum. Nú er hann á fullu að kynna nýju plötuna sína, Allar áttir, og verða útgáfutónleikar í Borgarleikhús- inu í kvöld. Þessi plata selst vel Skemmtanir eins og flestai plötur sem Bubbi hefur komið nálægt og trónir í efstu sætum sölulista DV. Dómar um hana hafa einnig verið á mjög jákvæðum nótum og margir telja hana með betri plötum kappans. Bubbi mun flytja lög af plötunni og verður hann einn á sviðinu með munnhörpuna og kassagítar- inn og sjálfsagt fylgja eldri lög. Tónleikarnir í kvöld eru einnig liður í tónleikaröð Stöðvar 2 sem tekur upp tónleikana og sýnir þá fljótlega. Á næstunni er væntanleg frá Bubba hljóðbók og þar koma fram með honum margir af okkar fremstu tónlistarmönnum. Á tón- leikunum mun Bubbi einnig flytja eitthvað sem tilheyrir þessari út- gáfu. Tónleikamir hefjast kl. 21.00 Bubbi Morthens verður í Borgar- leikhúsinu í kvöld, einn á sviðinu með gitarinn og munnhörpuna. Kevin Costner í hlutverki at- vinnukyifingsins í Tin Cup ásamt aðstoðarmanni sínum sem Cheech Marin leikur. Golf og aftur golf í Tin Cup, sem Sam-bíóin hófu sýningar á fyrir helgi, leikur Kevin Costner Roy McAvoy, at- vinnumann í golfi. Þegar mynd- in byrjar er hann með allt niður um sig, er golfkennari í litlum sveitaklúbbi, í stað þess að vera að keppa úti um allar trissur, hefur tapað atvinnurekstri, sem hann átti, til fyrrverandi unn- ustu og verður að þola þá niður- lægingu að taka atvinnutilboöi frá fyrrum félaga og keppinauti sínum í golfi um að vera aðstoð- armaður hans. Ekki batnar ástandið þegar til hans kemur í kennslustund hin fagra dr. Molly Griswold, hann fellur kylliflatur fyrir stúlkunni og bregður ekki lítið þegar það kemur í ljós að hún er kærasta félaga hans sem hann er orðinn aðstoðarmaður hjá. Kvikmyndir Roy McAvoy nær loksins átt- um og sér aðeins einn leik á borðinu. Hann verður að vinna Opna bandaríska meistaramótið til þess að endurheimta fyrri virðingu Nýjar myndir: Háskólabíó: Klikkaöi prófessor- inn Laugarásbíó: Á eyju dr. Moreau Saga-bíó: Ríkarður III. Bíóhöllin: Tin Cup Bíóborgin: Fortölur og fullvissa Regnboginn: Emma Stjörnubíó: Djöflaeyjan Krossgátan Leikhúskjallarinn: Spaugstofan leikles Hrólf í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld verður hið tvö hundruð ára gamla leikrit, Hrólfur, leiklesið, en það er fyrsta íslenska leikritið sem leikið var á íslandi. Það eru engir viðvaningar sem leiklesa verkið því Spaugstofan sér um þá hlið málsins, en þeir eru Sigurður Sig- urjónsson, Öm Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson. Lesa þeir all- ar persónur leikritsins, konur og karla, rétt eins og skólapiltar gerðu forðum. Leikhús Það voru skólapiltar í Reykja- víkurskóla (Hólavallaskóla) sem frumsýndu Hrólf 5. desember 1796. Þeir höfðu fengið Sigurð Pétursson til að skrifa fyrir sig leikritið og í frumhandriti Sigurðar má fylgjast með því hvernig leikritið verður til, þátt fyrir þátt. Leikritið var oft leikið á siðustu öld en hefur lítið verið flutt á þessari öld. Ekki er talið að Sigurður hafa haft neitt er- Hinir þekktu Spaugstofumenn, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason, á æfingu. lent leikrit sem fyrirmynd og jafii- Ríkisútvarpið mun taka upp vel ætlað að enda verkið mun fyrr flutninginn en leiklesturinn hefst en raun varð á. kl. 21.00. Fimmta barn Halldóru og Reynis Myndarlega telpan á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 31. október kl. 19.46. Þeg- ar hún var vigtuð reynd- ist hún vera 3895 grömm Barn dagsins að þyngd og mældist 50 sentimetra löng. Foreldr- ar hennar eru Halldóra Jónsdóttir og Reynir Traustason og er hún fimmta bam þeirra. Fyrir eiga þau Róbert, sem er 22 ára, Hrefnu, 19 ára, Jón Trausta, 16 ára, og Símon Öm, 8 ára. Lárétt: 1 endanlega, 5 fisk, 8 lokar, 9 fuglana, 10 fátækir, 12 til, 13 leit, 15 skera, 16 vanræki, 18 tina, 19 ang- ur. Lóðrétt: 1 batna, 2 hærra, 3 orðlaus, 4 áköf, 5 spil, 6 mýkti, 7 flýtti, 11 hækkar, 14 púki, 17 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: ljiending, 7 æra, 8 rjól, 10 káma, 12 óla, 13 ilmur, 15 óð, 16 laugar, 19 línur, 21 ör, 22 Æsir, 23 kró. Lóðrétt: 1 hækill, 2 er, 3 nam, 4 draugur, 5 nóló, 6 glaður, 9 jór, 11 ála, 14 muni, 17 ark, 18 rör, 20 ís. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 252 01.11.1996 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollgenqi Dollar 66,310 66,650 67,450 Pund 108,580 109,130 105,360 Kan. dollar 49,540 49,850 49,540 Dönsk kr. 11,3680 11,4290 11,4980 Norsk kr 10,3690 10,4260 10,3620 Sænsk kr. 10,0640 10,1190 10,1740 Fi. mark 14,5720 14,6580 14,7510 Fra. franki 12,9220 12,9960 13,0480 Belg. franki 2,1174 2,1302 2,1449 Sviss. franki 52,1400 52,4300 53,6400 Holl. gyllini 38,9000 39,1300 39,3600 Þýskt mark 43,6400 43,8600 44,1300 ít. lira 0,04360 0,04388 0,04417 Aust. sch. 6,1990 6,2370 6,2770 Port. escudo 0,4312 0,4338 0,4342 Spá. peseti 0,5181 0,5213 0,5250 Jap. yen 0,58380 0,58740 0,60540 írskt pund 108,110 108,790 107,910 SDR 95,39000 95,96000 97,11000 ECU 83,8000 84,3100 84,2400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.