Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 29
JjV LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 29 Rúnar Júlíusson tónlistarmaður er að ná heilsunni aftur: Verður að hætta að spila fótbolta DV, Suðumesjum:___________________ „Heilsan er öll að koma til og ég er mjög hamingjusamur í dag. Ég er búinn að lifa góðu lífi í hálfa öld og bróðurpartinn af því mjög jákvæðu og ánægjulegu. Ég hef ekki mátt spila eins mikið og ég gerði áður en ég fór í aðgerðina. En í veikindun- um gafst mér tími til að semja lög og er núna að gefa út heila hljómplötu sem heit- ir Stuð í hjarta. Þetta er ágætisnafn. Ég lenti í hremmingum með hjart- að og þurfti þrjú stuð til að koma þvi í gang aft- er maður orðinn háður því að fara i göngutúra. Á lyfi út ævina Það er margt sem ég má ekki gera í Reykjavík, á Reykjalundi og heima í Keflavík eftir aðgerðina náði hann að semja heila hljómplötu sem er að koma út um þessar mundir. Rúnar Júlíusson er að byrja að spila á fullum krafti og segist vera í betra út- haldi en áður en hann fór í hjartaaðgerðina. Eiginkona Rúnars, María Bald- ursdóttir, var ekki heima þegar myndin var tekin en Rúnar, sem er hug- myndaríkur, var fljótur að grípa mynd af konu sinni af vegg í upp- tökustúdíói fjölskyldunnar svo hún gæti verði með á myndinni. María var kosin fegurðardrotting íslands árið 1969. DV-mynd ÆMK - ur eftir skurðaðgerðina," segir Kefl- víkingurinn Rúnar Júliusson, hinn 51 árs landsþekkti tónlistarmaður. Það er ekki annað að sjá á Rúnari en hann sé eldhress í finu formi og mjög jákvæður á framtíðina. Rúnar lagðist inn á hjartadeild Borgarspít- alans í Reykjavík í hyrjun maí vegna fæðingargalla sem kom ekki í ljós fyrr en vikuna áður. í ljós kom að ein hjartalokan var gölluð. í júní fór hann í hjartauppskurð þar sem skipt var um hjartalokuna. Eftir að- gerðina var hann á Reykjalundi í fimm vikur. „Mér finnst aðgerðin hafa tekist mjög vel. Ég hef betra úthald í dag en áður en ég fór á skurðarborðið. Það var mjög erfitt að vera með vökva í lunga og öllum vefjum. Ég er í miklu betra ásigkomulagi í dag en ég var áður þannig að likaminn er orðinn nýr. Það er mælt með því að ég gangi og ég geng daglega 5-10 kílómetra til að ná upp þreki og svo í dag en gat gert áður en áfallið kom. Ég hef alltaf spilað knatt- spyrnu með félögunum innanhúss einu sinni til tvisvar í viku en lækn- arnir mæla ekki með því að ég spili knattspymu og ég hugsa að ég eigi ekki eftir að gera það framar. Ég er á blóðþynningarlyfi og þarf að vera á því út ævina. Læknarnir mæla frekar með sporti þar sem ekki eru miklar líkur á hnjaski eins og í knattspymu," segir Rúnar. Honum þykir sorglegt að hætta allt í einu að sparka í bolta sem „ég hef gert frá unga aldri. Nú verður maður bara að snúa sér aö allt öðm, til dæmis badminton eða skák. Þá má ég helst ekki drekka og reykja. Ég hef aldrei reykt þannig að það truflar mig alls ekki neitt. Enég má ekki drekka einn bjór vegna þess að alkóhólið raskar blóðþynningunni," bætir Rúnar við. Meðan Rúnar var á sjúkrahúsinu 13 lög á nýrri plötu „Á svona stofnunum hefur maður svo mik- inn tíma með sjálfum sér og þar fær maður hugmyndirnar. Ég fékk tíma til þess að gefa út nýja hljóm- plötu sem er byggð upp öðruvísi en allar aðrar hljómplötur sem ég hef gert. Ég er með 13 lög á plötunni og sem hana með jafnmörgum höfund- um og má nefha eitt lag með Bubba Morthens, KK, Gunnari Þórðarsyni, Þóri Baldurssyni, Sverrir Storm- sker og Magnúsi Kjartanssyni ásamt fleirum. Svo eru það ég, Tryggvi Húbner, Matthías Hem- stock og Þórir Baldursson sem flytj- um lögin,“ sagði Rúnar. HljómplötuútgáfufyrirtækiðGeim- steinn, sem er í eigu fjölskyldu Rún- ars, gefur út fleiri plötur fyrir jólin. Má nefna 20 bestu lög Gylfa Ægis- sonar, Barnaævintýri og endurút- gáfu Trúbrot mandala sem hefur ekki komið á geisladiski, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá er Rúnar einn af flytjendum stórsýningarinnar Kefla- víkurnætur II sem spannar tímabil- ið frá 1955 til dagsins í dag. -ÆMK SIGLUFJÖRÐUR V////////////A/AAAA, Nýr umboðsmaður EYRÚN PÉTURSDÓTTIR Eyrargötu 7 - Símar 467-1555 og 467-1488 Fjarstýröur ræsibúnaður/samlæsingar Þú sest inn í heitan og notalegan bílinn, þegar þú hefur lokið við morgunkaffið, og þarft ekki að skafa rúðurnar. Verð 23.000 kr. með ísetningu. H. Hafsteinsson Sími 896-4601 á^mwkmm 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. * ; Þú þarft aðeins eitt símtal i í Lottósíma DV til að fá nýjustu i tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó i og Kínó t Sl JHTAB88 jBHf fflr SmWi ÍVSI/if# 9 0 4 - 5 0 0 0 Steinullarbíllinn auglýsir Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull frá Sauðárkróki. Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða ofan á loftplötur. Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að. Ókeypis skoðun - Gerum tilboð JÓN ÞÓRÐARSON Sfmi 587-9194, bilas. 853-3892, fax 587-9164

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.