Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 35
JjV LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 %ókarkafíi Mál og menning gefur út Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar: Ómenntaður dónaskríll lamdi þjóðskáldið í klessu Familien pá fuld fart Þegar kom fram á fjórða tug ald- arinnar mátti Múlafólkinu verða ljóst að því var ekki ætlað að halda kyrru fyrir á einum stað of lengi, heldur halda áfram að fara eitthvað og kom sér nú vel hve ferðatækni fleygði fram. Þá er að kunna skil á henni og taka hana í sína þjónustu og ekki stóð á okkur. Lengi vel lét- um við þó öðrum eftir að stjórna skipum, bílum og flugvélum svo fremi farartækin fluttu okkur að settu marki. Einstaka sinnum þurfti maður þó að hlita ströngum reglum ríkisstjórnarinnar eins og til dæmis þegar við Jónas vorum sendir frá Seyðisfirði til Vopnafjarðar í sveit eins og það var kallað. Þá urðum við bræður að sætta okkur við far- kost frambjóðenda i yfirvofandi al- þingiskosningum. Þeir höfðu valið varðskipið Þór í kosningaleiðangur- inn á Austfjörðum og hvað var þá eðlilegra en synir íhaldsins fengju að fljóta með enda ástæðulaust að láta þá bíða eftir Súðinni eins og hverja aðra kjóséndur af almúga- stétt. Og ekki voru flottheitin minni þegar okkur var valin sumarsveit á Grænavatni hjá frændfólkinu þar á bænum. Þá hafði Ægir, nýjasta varðskip íslenska ríkisflotans, orðið fyrir valinu og fórum við Jónas í skrúðgöngu um borð á Seyðisfirði og lærðum að umgangast þjóðhöfð- ingja á leiðinni til Húsavíkur og þóttumst ekki minni menn er þang- að kom. Dugði okkur sú virðing vel í bíltúrnum upp i Mývatnssveit og langt fram eftir sumri. götu, spurðum við, - af hverju ekki heim til okkar á Sólvallagötu 33? -Af því að við eigum ekki lengur heima á Sólvallagötu 33. -Af hverju ekki? -Af því að við gátum ekki haldið íbúðinni og neyddumst til að selja hana eftir alþingishátiðina miklu sumarið 1930. Það sem húsmóðirin visaði hér til var framhald eða réttara sagt annar þáttur alþingis- hátíðarinnar á Þingvöll- Brátt fengust þessi válegu tíðindi staðfest og riðluðust þá allnokkuð fylkingar stúdentanna. Margir þeirra spymtu við fótum og sögðu: Hingað en ekki lengra, nú taka allir sæmilegir menn til sinna ráða. Og ráð- ið var að- eins um, flutt- sumri með kvöldvökum og samfelld- um dagskrám í strákaherberginu á litla kvistinum. Obbosí, obbosí Ekki fóru hátíða- höldin á annarri hæð alveg framhjá öðrum Sólvellingum og minnisstæður sunnudagurinn er nýjasti Nash- inn á Litlabíl ók í hlað drekk- hlaðinn hátíð- argestum sem höfðu bragðið sér í ökutúr í góða veðrinu. Fyrstur rudd- ist út Taldi síst eftir ser snunmgana Enginn skyldi ætla að ritstjóri Austfirðings léti bjóða sér far á ryð- kláfum og flutningadöllum þegar hann sigldi suður að sinna skyldum landskjörins þingmanns á Alþingi, nei, Ámi frá Múla kunni miklu bet- ur við sig í mahónífóðruðum reyk- sölum á fyrsta farrými millilanda- skipa og taldi síst eftir sér svoleiðis snúninga í þágu kjósenda og alþjóð- ar. Þá sat Ranka í Brennu ein eftir með tvíburana því Vala systir var löngu farin til sumardvalar í Reykjavík. Svo þurfti alþingis- mannsfrúin allt í einu að skutlast pompi og pragt á Sól- vallagötu 33, annarri hæð. Fyrsti þáttur var fluttur í tjald- búðunum sem reistar voru á völlunum þegar þjóðin öll reið á Þingvöll á þúsund ára afmæli Alþing- is. Láðist að bjóða þjóðskáldinu Við bjuggum þar í okkar eigin tjaldi í heila viku í þokkalegustu rólegheitum, á yfirborðinu að minnsta kosti. Fáir vissu þá af dramatíkinni sem hélt innreið sína á hátíðarsvæðið þegar i upphafi fyrsta atriðis og varð þess valdandi að húsbóndinn átti síðan engan tíma aflögu að sinna fjölskyldu sinni en lét nægja strjálar kveðjur og árnaðaróskir og gleðilega hátíð sem sendiboðar báru í tjaldið. Þótti okkur síðan friður þaðan af meiri. Þegar dró að því að alþingishátið- in skyldi sett við konunglega athöfn Um þessar mundir sendir Mál og menning frá sér Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar, en svo nefnir höf- undur endurminningar sínar. Hér birtist kafli úr bók- inni, minningar frá alþingishátíðarsumrinu 1930. Fyrirsagnir eru blaðsins suður á Lagarfossi til að styðja við bakið á manni sínum í erfiðri lífsb- aráttu í æðstu stjómarstofnun ríkis- ins og víðar og þá hljóp Friðrika frænka í skarðið, elsta systir alþing- ismannsins, og tók við stjórninni á Raddi og Gurrí. Og nú var runnin upp enn ein kveðjustundin og hin mikilfenglegasta, familien pá fuld fart fluttist burt úr Seyðisfirði í heilu lagi á einu og sama skipinu og náði að landa öllum farangri sínum í Reykjavík og setjast að á Hverfis- götu 30 áður en vetur gekk í garð. -Af hverju hingað upp á Hverfis- á Lögbergi, hafði þjóðin skipað sér í þétta fylkingu um Vellina og Al- mannagjárbarminn og hvarvetna þar sem drepið varð niður fæti í brekkum og hraunborgum að fagna skrúðgöngu stúdenta sem komu prúðbúnir með veifur og flögg niður í Almannagjá og Kristján konungur X í broddi fylkingar í allri sinni lengd. Um það bil er fylkingin nálg- aðist áfangastað fór að kvisast um hana orðrómur þess efnis að alþing- ishátíðarnefndinni hefði láðst að bjóða þjóðskáldinu Einari Bene- diktssyni til þúsund ára afmælisins. eitt - að stofna sérstaka alþingishátíðarnefnd til heiðurs þjóðskáldinu. Ein- ar Benediktsson var síðan sótt- ur til Reykjavíkur og fluttur í gljásvartri drossíu austur á Þingvöll og settur þar á heið urspláss í heiðursbústað með fagnaðarlátum, húrrahróp- um, hátíðarræðum og skál. En þar sem mörgum þótti sem enn væri eigi nóg skálað þegar opinberum hátíðarhöldum linnti um síðir, ákváðu æðstu menn þjóðskáldshátíð- arnefndarinnar að halda áfram að minn- ast þúsund ára af- mælis löggjafar- þingsins enn um sinn. Ákafasti að- dáandi þjóðskálds- ins og utanað- kvæðaþulur, Árni frá Múla, bauð síðan Ein- ari og hirð hans að ganga til veislu á heimili sínu að Sólvalla- götu 33. Var boðið þeg- ið með fógrum ræðum og tára- flóði og hófst síð- an annar þáttur alþingishá- tíðarinnar heima hjá okkur. Hús- freyja og böm hennar hörfuðu skipulega upp á þurrkloftið og dvöldust þar í allskonar skemmti- legheitum og flatsæng fram eftir ur- sætinu Sím- on á Hól, sneri sér á öðrum fæti og vaggaði sama og ekki neitt er hann beygði sig inn í bílinn og dró út næsta far- þega, Einar Benediktsson heiðurs- gest hátíðarinnar. Einar var þungur í taumi og átti bágt með að fóta sig en hófst á loft þegar Árai frá Múla ýtti á eftir af öllum kröftum og mælti: - Obbosí, obbosí. Símon á Hól tók vin Seint ætluðu þó fagnaðarlætin að hefjast þegar tríóið stóð að lokum upprétt við bílinn en þjóðskáldið þögult milli söngvaranna. Þótti públíkúmi ekki sérstök ástæða til aðdáunar en miklu fremur von- brigða. Ekki var sjón að sjá skáldið, hel- blátt glóðarauga hægra megin, sprungin vör og hrufluð kinn, en dökkir taumar niður á skyrtubrjóst eftir miklar blóðnasir. Ranka í Brennu var komin út á stétt, rak áhorfendur burt og skipaði hátíðar- gestum að snauta inn. Bílstjórinn á Nashinum vildi fá borgaðan túrinn. Frúin var sítúasjónens herre og sagðist skyldu sjá um það og innti frétta. Að því er bílstjórinn vissi best höfðu vinimir setið að sumbli í veitingasölum Geitháls fyrir innan bæ og þar komið aðvifandi í sömu erindum togarajaxlar með smyglað viskí úr sölutúr til Grimsby. Þjóö- skáldið hafði með töluverðum derr- ingi viljað gera kaup við sjóarana en þeir sagt honum að éta skít. Hann hafði þá sagt þeim meiningu sína með nokkrum vel völdum orð- um en svoleiðis uppeldi í siðfágun ekki vel þegið á Geithálsi þá stund- ina og ómenntaður dónaskrill ekki nennt að hlusta á heilræðin og lamið skáldið i klessu áður en menntaðir menn komu nokkrum vörnum við. Og nú voru höfðingj- arnir komnir aftur heim og gátu haldið áfram að skemmta sér eins og ekkert hefði í skorist. Ranka í Brennu vildi sem minnst um þessi hátíðahöld tala þegar árin liðu þótt við krakkamir minntumst lengi sumarsælunnar í flatsænginni á þurrkloftinu. En einu sinni löngu síðar sagði hún: - Af öllu því skálda- og gáfnaljósakraðaki sem pabbi ykkar hrúgaði í kringum sig á 33 mátti hann Einar eiga það að aldrei nokkurn tíma fór hann með svo mikið sem vísubrot eftir sjálfan sig og hótaði smeðjufíflum sinum öllu illu ef nokkur leyfði sér að lesa upp eða hafa yfir kveðskap hans. Hon- um var nefnilega ekki alls varnað karlgrey- inu þótt sinn a orðinu og sungu þeir síðan Obbosídúettinn úr alþingishátíðarkantötu aldrei fyrir- gefið honum að pissa í krist- alsskálina sem ég fékk í brúð- argjöf frá pabba og mömmu. Jón Múli á sín- um gömlu slóð- um. sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.