Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Side 11
33 "V LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
11
Ég hef aldrei verið í karla-
klúbbi og þekki því lítt hefðir
þeirra og venjur. Þessir klúbb-
ar blómstra um allt land,
hvort sem þeir heita Lions,
Kiwanis, Rotary eða eitthvað
allt annað. Mér er sagt að kon-
ur séu hliðtengdar þessum fé-
lögum og jafnvel með kvenna-
klúbba í sömu mynd. Ég dreg
ekki.í efa að skemmtilegt get-
ur verið i slíku félagsmálavaf-
stri og félagsskapurinn góður.
Þá sinna þessir ágætu klúbbar
líknarstarfi svo sómi er að,
gefa tæki og búnað og styrkja
þá sem eiga um sárt að binda.
Villibráðardagur
Vandi minn er aðeins sá að
mér finnst aðalfúttið vanta ef
karlar eru einir með sjálfum
sér. Þótt karlkynið sé ágætt
sem slíkt vantar alla fyllingu
séu konur ekki með. Því hef ég
ekki gengið í karlaklúbb og
komist fimlega hjá boðum þar
um. Af þessum ástæðum og
með fyrrgreindum rökum tók
ég mér umhugsunarfrest á
dögunum þegar vinur minn
bauð mér á svokallaðan villi-
bráðardag ákveðins karla-
klúbbs í nálægu sveitarfélagi.
Vinur minn lætur vel af vist-
inni í klúbbnum. Hann segir
menn hittast reglulega, eta
saman og drekka pínulítið.
Málstaðurinn sé góður og fé-
lagarnir toppmenn.
Hann var alls ekki að reyna
að fá mig til þess að ganga í
klúbbinn. Það var aðeins villi-
bráðin sem hann notaði sem
beitu. Hátíðin átti að standa
frá hádegi og fram undir
kvöldmat, meira og minna át á
fiðurfénaði og öðrum dýrum.
Hann nefndi til sögunnar rjúp-
ur, gæsir, hreindýr, geitur, lax
hver klessuverk og þurfa sið-
an að verja það heima hjá sér
að hafa keypt dýrum dómum
verkið „Vor í lofti“ eða „Hald-
ið til hafs á ný“ eftir lítt
ar og fyrir góðan málstað var
klúbbfélögum og gestum
þeirra boðið upp á nektardans
í lok hátíðarinnar. Þarna
kæmu þær ljóslifandi meyj-
beið okkar við innganginn.
Þegar ég kom inn sá ég að sal-
urinn var þéttsetinn. Margir
voru komnir til þess að
styrkja gott málefni. Klúbbfé-
mannanna getið. Uppboðið
gekk hratt fyrir sig. Mörg boð
komu í verkin og þau fyrstu
fóru á tugþúsundir króna. Þeg-
ar á leið hækkuðu boðin. Að
minnsta kosti tvö, ef ekki
fleiri, náðu þriggja stafa tölu.
Menn gerðust nokkuð djarfir 1
boðum og töluðu um mikla
list. Tuttugu þúsund, fimmtíu
þúsund, hundráð þúsund. Allt
fyrir málstaðinn. Maður, sem
sat við borð okkar félaganna,
keypti teikningu á 32 þúsund.
Annar sessunautur okkar
bauð 80 þúsund í málverk. Ég
gat ekki betur heyrt en honum
létti þegar annar maður bauð
81 þúsund. Hann hafði kynnst
andartaki spennunnar og at-
hyglinnar. Líklegt er nefnilega
að menn verði að beita öllum
sínum sannfæringarkrafti
komi þeir heim með nokkurra
fermetra verk undir hand-
leggnum. Það er ekki gefið að
eiginkonan hafi þann næma
listræna skilning sem menn
þeirra höfðu á uppboðinu.
Það stefndi í hámark upp-
boðsins þegar ákafur klúbbfé-
lagi tók niður af vegg hótelsal-
arins áberandi fallegasta og
stærsta málverkið. Naumlega
tókst að koma í veg fyrir topp-
sölu þegar menn áttuðu sig á
því að hótelið átti verkið.
Eftirrátturinn
Að þessum afrekum lokn-
um voru menn tilbúnir til
þess að njóta eftirréttarins.
Kanadísku konurnar voru
kynntar með fornöfnum að
góðum íslenskum sið. Önnur
hét Júlía en því miður kem ég
nafni hinnar ekki fyrir mig.
Það var þó ekki síður fallegt.
Meðan á stuttum stans þeirra
stóð í hótelsalnum náði ég því
Desert með rjóma
og jafnvel hval. Ekki veit ég
hvar þeir ætluðu sér að ná i
hvalinn. Það er víst bannað að
veiða hvali en því verður ekki
á móti mælt að hvalur er villi-
bráð.
Hvalur og geit
Ég neita því ekki að margar
þeirra fæðutegunda sem vinur
minn nefndi eru girnilegar.
Einkum freistaði mín rjúpan
og hreindýrið. Geitur hafði ég
ekki lagt mér til munns og gat
því ekki tjáð mig um þær og
alveg var mér sama um hval-
inn. Þegar veiða mátti hval
fannst mér hann frekar vond-
ur. Það var yfirleitt verið að
reyna að fela hvalkjötsbragðið
með sterku kryddi, lauk og
ýmsu gumsi. Ég býst ekki við
að bragðið af þeim risaskepn-
um hafi skánað þótt það sé
bannað að skjóta þær.
Málverk á uppboði
Vinur minn fann að ég var
að linast, einkum vegna rjúp-
vrnnar og hreindýrsins. Hann
ýtti því á mig og sagði mig
ekki geta sleppt þessu ein-
staka tækifæri. Það væri gott
að borða, góðir skemmtikraft-
ar og málverkauppboð. Ég dró
það í efa að það flokkaðist
undir skemmtun að sjá menn í
misjöfnu ástandi bjóða í ein-
þekkta menn. Ég var fullviss-
aður um að listaverkin væru
eftir þekkta og viðurkennda
listmálara og kaupverð lista-
verkanna færu í styrktarsjóð
fyrir verðug málefni.
Tvær konur kanadískar
Þar kom í málflutningi vin-
ar mins að hann skaut fram
stærsta trompinu. „Það verða
konur líka, tvær kanadiskar,“
sagði hann. Þar sem ég er
sveitamaður að upplagi sagði
ég honum að það teldist ekki
mikið, tvær konur með öllum
þessum karlaskara og það út-
lendar konur. Varla hefðu þær
mikið til málanna að leggja
um þjóðarhag, villibráð og
liknarmálin. Það væri að vísu
betra en ekki neitt að tvær
konur ætluðu að heiðra sam-
komuna með nærveru sinni.
Því næst innti ég félaga minn
að því hvort þessar konur ætl-
uðu sér að lýsa klúbbastarfi í
heimalandi sínu eða kynna
hannyrðir frá heimaslóð.
„Þú ert algerlega úti að
aka,“ sagði vinur minn í
klúbbnum. „Skilurðu ekki að
konurnar ætla að dansa fyrir
okkur. Það má líta á þetta sem
eins konar desert eða eftirrétt
með villibráðinni.“ Þá var
eins og skepnan skildi, líkt og
segir í ljóðinu. Það rann upp
fyrir mér ljós. í nafni mannúð-
arnar sem stiplast hafa að
undanfornu á veitingastöðum
víða um borgina. Ég fann það
Jónas Haraldsson
fréttastjórí
innra með mér að undan því
yrði ekki vikist að styðja góð-
an málstað. Ég tilkynnti vinin-
um komu mína á villibráðar-
daginn.
Tilhlökkun í loftinu
Staup og rjúpa í tartalettu
laga þekkti ég fáa en þó voru
innan um kunnir menn, sum-
ir þjóðkjörnir, aðrir í sveitar-
stjórn síns bæjarfélags og
prestlærða menn sá ég, meðal
annarra, komna á vettvang.
Ég taldi mig því í góðum fé-
lagsskap. Menn voru hressir
og kátir og tilhlökkun í loft-
inu. Virtist mér aðalrétturinn
freista manna en ekki síður
eftirrétturinn.
Rjúpan brást ekki og því síð-
ur hreindýrið. Geitin var ekki
svo ólík sauðkindinni en hval-
inn lét ég liggja milli hluta.
Sama var með súluna. Þann
fallega fugl smakkaði ég einu
sinni og finnst hann fara betur
í fiðrinu en í sósupotti. Þjónn-
inn mælti með einhverju
fjallarauðvíni sem hentaði
villibráð sérlega vel. Hann
fékk að ráða því enda viður-
kenni ég vankunnáttu á þessu
sviði, hvort heldur vínið á að
passa með geit-, súlu eða hval.
Næmur listrænn
skilningur
Menn tóku ræðum, gaman-
málum og söng vel en komust
fyrst í stuð þegar dró að mál-
verkauppboðinu. Listaverkin
héngu um alla veggi en voru
síðan tekin niður eitt af öðru
og boðin upp. Ég kannaðist
við að hafa heyrt tveggja lista-
ekki hvor var Júlía og hvor
var hin.
Konurnar gengu fumlaust
til starfa sinna, líkt og þær
væru í búningsklefa kvenna í
sundlaugunum. Þokkalegur
rómur var gerður að gjörn-
ingnum. Hótelsalurinn er ekki
sérhannaður sem búnings-
klefi. Þannig voru ekki snagar
fyrir konurnar að hengja föt
sín á. Þess í stað voru þau í
hálfgerðri hrúgu á gólfinu, líkt
og í herbergi hjá unglingi.
Konurnar stripluðust þarna í
gólfinu um stund og verður að
segja það eins og er að við fé-
lagamir sáum þær illa. Af sið-
semisástæðum kunnum við
ekki við að standa upp til þess
að sjá betur. Borðfélagi okkar,
sem aðeins hafði vökvað lífs-
blómið meðan á málverkaupp-
boðinu stóð, var ekki eins
teprulegur. Hann gekk til
kvennanna og sprautaði rjóma
á bringu annarrar, sennilega
Júlíu. Því næst gekk hann til
sætis.
Líknarstörfum klúbbfélaga
og gesta þeirra lauk um leið og
berrössuðu konumar, Júlía og
hin, fóra. Villibráðin stóð fyr-
ir sínu og eftirrétturinn var
með rjóma.
Leigubílar biðu utan hótels-
ins að vanda en til viðbótar
var þar röð sendibíla. Sum
málverkin voru tveggja
manna tak.