Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 JD"V Heiðar Jónsson notar slaufur vegna þess að hann er lappastuttur og búklangur: Bindið er ekkert annað en ör sem vísar niður - segir Heiðar snyrtir sem leyfði DV að kíkja á slaufusafnið „Ég uppgötvaði mjög ungur að ég er svo lappastuttur og búklangur að það gerist ekkert þegar ég stend upp eða sest niður. Það er óþarfi að benda á það sem sjaldnast sést, neðar- lega á líkamanum. Bindið er ekkert annað en ör sem vís- ar niður,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir. Heiðar er sem kunnugt er einn þeirra karlmanna sem kjósa fremur að ganga með slaufu en bindi. Heiðar á stórt og mikið slaufusafn sem hann leyfði Helgarblaðinu að skyggnast í. Upp úr slaufupokanum dró hann slaufur af öll- um stærðum og gerð- um. Sumar þeirra eru úr bómull og aðr- ar úr ull en flestar þeirra eru vandaðar silkislaufur. Heiðar á nokkur bindi og hann geng- ur einungis með þau ef hann er í vesti. Þá segist hann taka örv- aroddinn af. Uppáhaldsslaufumar „Ég held mikið upp á eina slaufu sem gerð er úr steinbítsroði. Ástæð- an fyrir því að hún er í svo miklu uppáhaldi hjá mér er að áferðin lík- ist helst silki,“ segir Heiðar um upp- áhaldsslaufuna sína sem Júlíus í Skinngalleríi býr til. Einnig hefur Heiðar fengið sér slaufur frá Júlíusi úr hákarls-, hlýra, slöngu- og laxaroði í sínum litum. Hann heldur að auki afar mikið upp á tvær gamlar og slitnar Dior slaufur auk Hermes slaufu sem hann á og hefur notað mikið. Nýjasta slaufa Heiðars er úr hand- máduðu silki og er hún einnig í miklu uppáhaldi og hefur væntan- lega kostað skild- inginn. Slaufur fylgja gáfu- mönnum „Slaufur hafa fylgt gáfumönn- um í listum í gegnum tíðina en það er sú manntegund sem hefur borið slauf- una hvað mest. Herraslaufur koma Heiðar heldur mikiö upp á mikiö notaöar og slitnar Dior-slaufur ásamt einni Hermés-slaufu. Nýjasta slaufan er úr handmáiuöu silki og hefur væntanlega kostaö skilding- Heiöar Jónsson snyrtir meö eftirlætisslaufuna sína sem er gerö úr steinbítsroöi. Hann heldur einnig á slaufum sem geröar eru úr hákarlsroöi, laxa- og hlýraroöi og slöngu- skinni. DV-myndir BG og fara úr tísku en ég hef aldrei látið mig það neinu varða. Herraslaufur sjást nokkuö vel þessa dagana en ekki er hægt að segja að þær séu beinlínis í tísku,“ segir Heiðar. Að sögn Heiðars var tekið meira eftir mönnum sem báru slaufur áður fyrr. Það segir hann hafa breyst og fleiri gangi með slaufur nú en áður. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að ganga með mynstraðar slaufur við Hall- ærislegustu slaufurnar, þær röndóttu, eru frá útimarkaöi í Par- ís en hinar tvær eru keyptar í Bandaríkjun- um. mynstraðar skyrtur sem er óhefð- bundið og kannski utan algildra viðskiptareglna. Ég tel mig ekki vera viðskiptajöfur og hef gott vit á litum. Mér finnst mjög skemmti- legt að setja saman mismunandi mynstur í litum,“ segir Heiðar. Hallærislegustu slaufurnar Heiðar hefur enga tölu á slaufun- um sínum en hann á slaufur i öll- um þeim litum sem fara honum vel. Þær eru þó ekki allar jafnfal- legar en hann hefur líka gaman af því Heiöar hefur fengiö sér slaufur úr hákarls-, hlýra-, slöngu- og laxa- roöi í sínum litum. að eiga hallærisleg- ar slaufur. Hallæris- legustu slaufurnar hans eru röndóttar og þær keypti hann á útimarkaði í París. Einnig slysaðist hann til að kaupa sér afar hallærislegar slaufur í Bandaríkjunum. Heiðar hefur gaman af því að nota þessar skrautlegu slaufur við ýmis tæki- færi. -em inn. F1 A-liðið í Hollywood Auðveldasta leiðin til þess að sjá hverjir eru mest spennandi í Hollywood er að skoða gesta- lista á fjáröflunardansleik hjón- anna Barböru og Marvins Dav- is. Þrettán hundruð gestir sóttu dansleik sem þau héldu til fiár- öflunar fyrir böm með sykur- Travolta kom einn á dans- leikinn þar sem eiginkonan, Kelly Preston, var við upptökur á kvikmynd. Hann gaf aðdáendum sínum eiginhandaráritanir og kynnti hljómsveitina Bee Gees. sýki og haldinn var 25. október. Allar helstu stjörnur Holly- wood voru þarna saman komn- ar. Þar sást Geena Davis á tali við Whitney Houston og Angelu Basset. Kevin Costner kom einnig án fylgdar á balliö en hann var ekki lengi einn. Hann skemmti sér konunglega meö leikkonunni Penelope Ann Miller. „Þetta er langskemmtilegasta samkoma ársins. Þetta er eini fiáröflunardansleikurinn þar sem boðið er upp á sýningu," sagði Goldie Hawn. Lea Thomp- son var mjög glöð að sjá Rob Lowe og sagöist hafa hlutverk sem hentaði honum frábærlega. Brooke Shields kom í fylgd Judd Nelson þar sem Andre Agassi, kærasti hennar, var fiarverandi. Hann var staddur á Söngvarinn Rod Stewart kom sokkalaus á samkomuna ásamt eiginkonu sinni Rachel Hunter. Hann söng þar nokkur lög fyrir A-lið Hollywood. tennisvelli í Þýskalandi. Það er ömurlegt fyrir leikara að vera | ekki boðiö á þennan dansleik. Þeir ættu að fá sér annan um- t boðsmann yrði þeim ekki boðið |i næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.