Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Síða 20
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 T>V 20 *0ðtal ic -A Verst að vera ekki viss „Þetta er ekki þaö erfiðasta sem ég hef gert á sviði,“ heldur Ingvar áfram. „Erflðast er að leika það sem maður er ekki viss Ingvar fer í splitt undir stjórn Rimasar Tuminasar í Don Juan. Ekkert tragískara en að hugsa sér að svanur breytist í mann Ingvar E. Sigurðsson hefur fengið mörg spennandi tækifæri á leikferli sínum, enda er hann meðal eftirtektarverðustu imgu leikara landsins. Um þessar mundir leikur hann kröfuhart hlutverk í Svaninum eftir Elizabeth Egloff á vegum Annars sviðs í Borgarleikhúsinu og hefur fengið lofsamlega dóma fyr- ir. í umsögn Auðar Eydal í DV sagði meðal annars: „Ég kem ekki í fljótu bragði auga á nokkurn annan sem hefði getað gert þetta. Svei mér ef hann flaug ekki líka!“ Svanurinn segir frá ungri hjúkrunarkonu sem verður fyrir Ingvar E. Sigurðsson - sinnir listinni í botn. þeirri einkennilegu reynslu að svanur flýgur á gluggann henn- ar og steinrotast. Hún hlynnir að honum af natni uns hann rís einn daginn upp úr kassanum - í mannsliki. Það er þó ekki endir á ævintýrinu heldur upphaf. Ég spurði Ingvar fyrst hvernig hann túlkaði þessa skiýtnu sögu. ötin - að elska „Mér flnnst það vera um ástríka stúlku sem þráir að vera elskuð en fær ekki ástarþrá sína uppfyllta. Ég skil verkið sem draum, mjög raunverulegan draum. Það kemur eitthvað inn í líf hennar sem er ekki til: Maður sem hefur dýrslegar hvatir en þó það einkenni mannsins að geta elskað. Og hann þráir ekkert heitara en elska þessa konu. Elizabeth Egloff er að gera hugaróra eða drauma einnar manneskju að veriúeika. Ég vann þetta hlutverk mjög svipað og önnur hlutverk. Las leikritið og hugsaði síðan náttúrlega mikið um svani; las bæk- ur um svani og horfði lengur á þá en ella niðri á Tjörn. En það væri fáránlegt að reyna að líkja eftir svani, búa til svan á svið- inu, það er ekki hægt. Ég hugsaði mér hann sem einhvers kon- ar manndýr, hugsaði um hvemig það væri að vera svanur - hvernig líf svana væri. Ég hugsaði um svanapabba og svana- mömmu og náttúruhljóðin kringum svani. Höfundurinn segir að þaö tragíska við þetta leikrit, það sárasta af öllu, sé að svanur skuli breytast í mann. Og því leng- ur sem ég hugsaði um svani því betur fann ég að ekkert er eins hræðilegt og að svanur, sem getur flogið, breytist í mann. Með þessu varð auðveldara að finna dramatíkina bak við verkið, sársaukann. í leikskránni talar Guðbergur Bergsson um tákngildi svans- ins í fornum menningarsamfélögum. Konungar hafa notað þá á skjaldarmerkjum og það er ekki óeðlilegt að menn sjái sjáífa sig sem svani. Svanurinn er stór og hvítur, hefur þessq tignar- legu stöðu; hann er trúr maka sínum - velur sér einn lífsföru- naut og fær sér jafnvel ekki annan þótt makinn deyi. Svanur- inn er falleg ímynd; það er margt við svani sem menn vilja tengja sig viö.“ um, ekki öruggur um, ef sýningin er ekki nógu góð, ef eitthvert óöryggi er í hópnum eða ef maður nær ekki nógu góðum tök- um á hlutverkinu, ég tala nú ekki um ef maður fær enga nær- ingu frá áhorfendum eða mótleikara, þá verður maður að næra sjálfan sig í örvæntingu á sviðinu til að fá viðbrögð. - Það er erfiðast. Ekkert er eins ögrandi og lærdómsríkt fyrir leikara og að hafa lítið efni í höndunum og gera það að einhverju sem eng- inn átti von á. En það er líka hættulegt. Svo í önnur skipti ertu með eitthvað sem þig langar ekki til að leika. Þig langar ekki til að segja þessa sögu. Hún er svo ljót að þig langar ekki að leika svona mann- eskju. En maður er kannski búinn að skrifa undir samn- ing og verður að gefa sig all- an í verkefnið, hvort sem manni líkar betur eða verr.“ Hliðstætt Stund gaupunnar - Er það á einhvem hátt sér- stök tilfinning að leika svan? „Já, þetta hlutverk er ólíkt flestu sem ég hef gert en ég finn samsvörun með þessu verki og Stund gaupunnar eftir Per Olov Enquist þar sem ég lék geðsjúkan dreng. Á leiðinni inn í hlutverk Svansins fannst mér stund- um ég vera kominn inn í drenginn og ég gerði mitt besta til að aðskilja þá. Mað- ur er nú því miður svo tak- markaður sem leikari að maður hefur ekkert annað en sjálfan sig, þennan eina lík- ama. Þess vegna flnnst mér svo skrýtið að heyra fólk segja um leikara: Ég hef nú séð hann gera þetta áður! í útlöndum sér maður fólk gera sömu hlutina aftur og aftur og áhorfendur sætta sig ekki við annað en þeir séu alltaf eins. Tökum til dæmis John Gielgud, einn virtasta DV-mynd Brynjar Gauti leikara í heimi, hann er alltaf að gera það sama en vissulega gerir hann það alltaf jafnvel." - Sem samningsbundinn leikari þarf maður að gera Qeira en gott þykir, segirðu. Þú ert lausráðinn þessi misserin. „Já, það er samkomulag milli mín og Stefáns Baldurssonar um það að ég sé í fríi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna því sem mig langar að gera utan hússins." - Finnst þér óþægilegt að vera bundinn einu húsi? „Ég segi nú ekki að ég haQ aldrei tollað í vinnu en ég á voða- lega erQtt með að vera á sama stað lengi í einu. Ég hef aldrei unnið á vinnustað lengur en eitt ár í senn og ég var í fjórum skólum eftir grunnskólann! En mér Qnnst gott að vera í Þjcð- leikhúsinu og vil alls ekki slíta böndin við það. Þó Qnnst mér líka að leikarar eigi að vera óhræddir við að slíta sig úr einu umhverQ og fara í annað en þetta er einstaklingsbundið. Sum- Svanurinn reynir í örvæntingu aö fljúga aftur út um gluggann. DV-mynd Pjetur um finnst gott að vinna alltaf meö sama fólkinu, það blómstr- ar í öryggi. Ég er hlynntur því að sami hópurinn vinni saman í tvö eða þrjú ár að nokkrum verkefnum, það getur orðið svo magískt samband og gott leikhús úr því.“ - En hættir þróunin í hópnum eftir þann tíma? „Það eru engar reglur til um hvað gerir leikhús gott. Þú get- ur fengið besta leikstjóra í heimi og alla bestu leikarana, samt geturðu ekki verið viss um að út úr þvi komi góð sýning. Þeg- ar veðjað er á aðsókn verður sýning kannski Qopp en það sem haldið var að gengi í 20 skipti gengur í 100 skipti!" - Var til dæmis reiknað með að Kæra Jelena yrði eins vin- sæl og hún varð? „Nei. Þó var ljóst alveg frá fyrsta samlestri að hópurinn var kraftmikill saman og öllum fannst þetta frábært leikrit." Farsæll ferill Núna er Ingvar að æfa í Listaverkinu í Þjóðleikhúsinu ásamt Baltasar Kormáki og Hilmi Snæ Guðnasyni. En hvað er annars framundan? „Listaverkið verður ekki frumsýnt fyrr en í mars þó að það sé foræft núna og ég æQa að fara eftir áramót til Norðurland- anna og skoða mig um í leikhúsum. Athuga hvað nágrannam- ir eru að gera. Ég fékk einhvem tíma styrk til þess og æQa að nota hann núna.“ - Með hvaða leikstjóra hefur þér þótt mest gaman að vinna? „Ég á erfitt með að negla það. Ég hef átt farsælan feril hing- að til og er ánægður bæði með það sem mér hefur þótt ganga miður og vel. Mér hefur líkað vel að vinna með nýjum og nýj- um leikstjórum en ekki síður að vinna með leikstjórum sem ég hef unnið með áður því það er alltaf gott - og eiginlega betra að fá að kynnast leikstjóra betur. Ég hef urrnið mest með Guð- jóni Pedersen og Þórhalli Sigurðssyni og það er þægilegt að ganga inn i verk með þeim. Svo er líka gaman að kynnast er- lendum leiksljómm, til dæmis Rimasi Tuminasi sem leikstýrði mér í Don Juan. Ég vona að hann komi aftur og ég fái að vinna með honum aftur.“ - Þú ert varkár í orðum og það kemur eiginlega á óvart - því það er svo mikill sprengikrafiur i þér á sviðinu! „Á sviðinu er ég bæði að sinna starfinu og listinni og ég verð að gera það í botn. Ég hef ekki þörf fyrir að sprengja mig í hversdagsltílnu. En ef ég væri ekki leikari þá hefði ég kannski meiri þörf fyrir að springa út hversdags!“ -SA DV-mynd PÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.