Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Page 26
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1996 - unglingar "k - MH-ingar fjölmenntu í blysför frá MH upp í Nauthólsvík vegna 30 ára afmælis skólans: Tókum á móti nemendunum með blöðrum og brjóstsykri -og dönsuðum hóký póký, segir Alexandra Gunnlaugsdóttir, 18 ára „Það var ótrúlega mikið að gerast hjá okkur og þetta var mjög vel heppnað. Skólinn tók á sig allt ann- an brag. Fyrsta daginn tókum við á móti öllum með blöðrum og brjóst- sykri. Móttökunefndin var búin að setja á sig slaufur og svo voru úti- kerti fyrir utan skólann. Við vorum með setningarathöfn þar sem ég flutti barátturæðu og sagði að afmælið miðaðist við þátttöku allra. Svo dönsuðum við hóký póký,“ seg- ir Alexandra Gunnlaugsdóttir, 18 ára nemi á náttúrufræðibraut í MH. Menntaskólinn við Hamrahlíð átti 30 ára afmæli nýlega og í tilefni þess fengu nemendur skólans útrás fyrir sköpunargleðina og skipu- lögðu og stóðu sjálfir fyrir uppá- komum í nokkra daga. Þeir stofn- uðu meðal annars trommusveit og fengu afrókennarann Orville til að kenna afródans í frimínútum, héldu tónleika, voru með myndasýningar á göngum skólans og margt fleira. Punkturinn yfir i-ið var svo blysför upp í Nauthólsvík þar sem mann- skapurinn skemmti sér við risastór- an „varðeld" langt fram eftir kvöldi. „Brennan miðaðist rosalega mik- ið að þvi að gera svona dúndur sam- an. Við höfúm haft lagningardaga. Þá er skólanum umbreytt og ein- hverjir utanaðkomandi fengnir í „performance“ í þrjá daga. Núna sýndi það sig dálítið vel að þegar Glatt á hjalla í Nauthólsvíkinni eftir blysförina úr MH. in hliðin "fí' Anna Halldórsdóttir söngkona Alexandra var í skemmtinefnd MH og sá um blysförina og afródansinn. Hún segir að ánægja sé í skólanum með það hversu vel hafi tekist til með hátíð- arhöldin. DV-mynd GVA Vill skoða, skilja, leita og vonandi líka finna Anna Halldórsdóttir söngkona er um þessar mund- ir að gefa út sína fyrstu plötu, Villtir Morgnar, og hef- ur hún vakið mikla athygli. Anna sýnir hér á sér hina hliðina. Fullt nafn: Axma Halldórsdóttir. Fæðingardagur og ár: 21. apríl 1970. Sambýlismaður: Sigurður M. Harðarson. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Tónlistarkona og þjónn. Laun: Ekki ýkja mikið. Áhugamál: Mitt líf og yndi er tónlistin en ég hef einnig mikinn áhuga á öðrum listgrein- um. Hefur þú unnið í happ- drætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að eiga stund með vin- um. Hvað finnst þér leið- inlegast að gera? Að ferðast um hjóli mínu í roki og rign ingu. Uppá- halds- matur: Þessi er erfið. Það er svo margt gott tiL Jólasteikin er alltaf ljúffeng en núna um daginn smakkaði ég grillsteiktan steinbít í rjómapiparsósu og var hann afar ljúffengur. Uppáhaldsdrykkur: Ég er sólgin í gott rauðvín, vín frá Chianti&Piemonte á Ítalíu, einnig finnst mér nokkrar tegundir frá Chile kjamsandi góðar. Hvaða íþróttamaður stendtu* fremstur í dag? Þaö er erfitt aö pikka einhvem einn út, Vala Flosa- dóttir hefur jú staðið sig vel. Uppáhaldstlmarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasti maður sem þú hefur séð fyrir utan maka? Til dæmis Jón Sigurðsson forseti. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Þessari spumingu get ég ekki svarað á svona eindreg- inn hátt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Þær eru margar, til dæmis Ara Fróða Þorgilsson. Uppáhaldsleikari: Troisi (II Postino) og Sigurður Sigurjónsson. Uppáhaldsleikkona: Emma Thompson. Uppáhaldssöngvari: Paolo Conte. Uppáhalds- stjómmálamað- ur: Jón Sigurðs- son forseti og sjr Joseph Banks. Uppá- haldsteikni- myndapersóna: Ástríkur og Lukku Láki. Uppáhaldssjón- varpsefni: Náttúru- lífsmyndir og frétt- ir. Uppáhaldsmatsölu- staður/veitingahús: Þrír Frakkar. Hjá Úlf- ari. Hvaða bók langar þig nest að lesa? Þær em nokkuð margar, tU dæmis Gunnar Dal: Að lifa er að elska. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hef gaman af Þráni Bertelssyni en Jón Múli stóð alltaf fyrir sinu. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Horfi nú orðið lítið á sjónvarp. Þegar það ger- ist þá horfi ég á Ríkissjónvarpið af gömlum vana. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Maurizio Constanzo. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Enginn sérstak- ur. Hótel Borg er góður staöur en feUur þó kannski ekki í þennan flokk. Uppáhaldsfélag í fþróttum: ÍA. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Víkka sjóndeUdarhringinn. Skoða, skilja, leita og von- andi finna. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég vann í aUt sum- ar sem þjónn en tók mér þó í það heUa þrjár vikur tU aö vinna að sólóplötu minni. -GHS Anna tók sér frí í heilar þrjár viku f sumar til að vinna að sóló- plötu sinni. DV-mynd GVA Afrókennarinn Orvilfe var fenginn til að kenna afródans í frímínútum í MH o'g var þátttakan góð eins og sjá má. nemendur sjálfir standa fyrir þessu þá upplifa aUir stemmninguna bet- ur og þetta verður miklu skemmti- legra,“ segir hún. AJls tóku 300-400 nemendur þátt í blysförinni frá MH upp í Nauthóls- vík og skemmtiatriðunum þar. Nokkrir nemendur spúðu eldi við mikinn fögnuð og aðdáun við- staddra og svo sameinuðust áUir í dansi við undirleik trommusveitar- innar. Það er afmælisnefnd nemenda sem stóð að skipulagningu hátíðar- haldanna en nefndarmenn skiptu niiUi sín verkum og sá Alexandra um blysförina og afródansinn. Hún segir að almenn ánægja sé í skólan- um með það hversu vel hafi tekist tU. -GHS Nemendur tóku sig til og spúðu eldi. Hér er það Björn Thors sem leikur listir sínar. Málin rædd yfir blysi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.