Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Side 27
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
viðtal
27
Heimir Karlsson, íþróttafráttamaður og sjónvarpsstjóri, orðinn kaupsýslumaður í Bretlandi:
Hef alltaf litið á sjónvarp sem
hálfgerða sölumennsku
sýnir og geymir
símanúmer þess sem
hringir hvort sem þú
ert heima eða að
heiman.
Geymir allt að
120 númer með
dagsetningu og
klukku.
Verð kr. 4.490 stgr.
ktei
m
X
flytjandi getur snúið sér að svo
fáum fyrirtækjum," segir Heimir.
Til marks um stærð markaðarins
í Bretlandi benti Heimir á að þar
væru til dæmis átta til tíu
geysistórar matvörukeðjur. Ein
þeirra, Kvik Save, lokaði 109 búðum
af 970 þar sem þær höfðu ekki geng-
ið nægilega vel.
-em
Steinullarbíllinn auglýsir
Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull
frá Sauðárkróki.
Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er
í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða
ofan á ioftplötur.
Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að.
Ókeypis skoðun - Gerum tilboð
JÓN ÞÓRÐARSON
Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
Þorp ór Agöthu Christie
Heimir er kvæntur Rúnu Guð-
mundsdóttur sem starfaði sem
sminka á Stöð 2. Hún skrifar nú
greinar fyrir Morgunblaðið. Þau
eiga saman dætumar Thelmu Rún,
fjögurra ára, og Alexöndru Aldísi,
tveggja ára. Fjölskyldan býr í Aust-
ur-Yorkshire í litlu þorpi rétt fyrir
utan Hull sem nefnist Swanland eða
Svanalandið.
„Þetta er mjög fallegt þorp með
lítilli tjörn í miðjunni og lítilli
kirkju. Það er eins og klippt og
skorið úr enskri skáldsögu. Við
kunnum mjög vel við okkur hérna,“
segir Heimir.
Síöumúla 37, 108 Reykjavík
Sími 588 2800 - Fax 568 7447
íslendinganýlenda
Mjög margir tslendingar búa á
svæðinu í kringum Hull og má
segja að það sé hálfgerð íslend-
inganýlenda en þar eru aðalstöðvar
íslenskra sjávarafurða, SH, Eim-
skips og Samskipa en einnig nokkur
fyrirtæki í eigu annarra íslendinga.
„Það var mjög ákjósanlegt að fara
hingað því hér fékk ég aðgang að
góðri aðstöðu. Ég reyni að halda
eins lítinn lager og ég get og panta
Heimir Karlsson ásamt Rúnu Guðmundsdóttur og dætrunum Thelmu Rún,
fjögurra ára, og Alexöndru Aldísi, tveggja ára.
SÍMVAKINN
„Ég fór með viðskiptasambönd til
Bretlands í fyrra og ákvað að prófa
að reka þar innflutnings- og dreif-
ingarfyrirtæki. Fjöl-
skyldan lét slag standa
því okkur langaði til
þess að prófa eitthvað
nýtt,“ segir Heimir
Karlsson, fyrrum
íþróttafréttamaður og
sjónvarpsstjóri Stöðvar
3, sem horfið hefur af
sjónvarpsskjánum í bili
og fluttist til Bretlands í
jillí í fyrra og rekur þar
fyrirtæki.
„Það kom mjög
skyndilega til að ég færi
út í þennan rekstur.
Ákvörðunin var tekin á
innan við mánuði en
það hafði blundað lengi
í mér að flytja aftur til
útlanda. Maður hefur
gott af því að flytja í
aðra menningu til þess
að auka viðsýni sitt,“
segir Heimir.
Á þessu ári sem
Heimir bjó í Bretlandi
starfaði hann fyrir Stöð
3 að einhverju leyti.
Hann var síðan ráðinn
sjónvarpsstjóri stöðvar-
innar en staldraði að-
eins við i einn og hálfan
mánuð í september og
október. Hann gat ekki
tekið ákvörðun um að
flytja alla fjölskylduna
heim fyrr en ákveðið
væri hvað yrði úr sjón-
varpsstjórastarfinu og
rekstur Stöðvar þrjú
væri kominn á öruggt skrið.
„Það tókst ekki á þessum tíma-
punkti og því flutti ég aldrei heim.
Ég gat ekki beðið í þessari óvissu
lengur," segir Heimir.
Fyrirtækið sem Heimir rekur
ásamt öðrum flytur inn og dreifir
vörum aðallega frá Bandarikjunum.
Fyrirtækið er þegar farið að vaxa og
hefur Heimir þurft að ráða sér einn
starfsmann. Að sögn hans er bolt-
inn farinn að rúlla og fyrirtækið
farið að dreifa vörum í 10-15 versl-
unarkeðjur, pöntunarlista og
heimasölusjónvarp í Bretlandi.
nánast allar vörur fyrir almennan
markað. Þó svo ég hafi aðallega flutt
inn vörur frá Bandaríkjunum hafa
íslensk fyrirtæki og hug-
vitsmenn sett sig í sam-
band við mig og beðið
mig um aðstoð við mark-
aðssetningu á vörum sín-
um í Bretlandi og annars
staðar sem er meira en
sjálfsagt," segir Heimir.
Annar heimur
Sölumennskan er að
hluta til eins og annar
heimur fyrir mig sem er
vanur sjónvarpi. Þó hef
ég alltaf litið á sjónvarp
sem hálfgerða sölu-
mennsku. Maður er að
selja sjálfan sig og það
sem maður er að segja.
Með þessum nýju vörum
koma yfirleitt myndbönd
og þá er gott að hafa inn-
sýn í það sem gerist í
sjónvarpi því stundum
getur maður haft áhrif á
hvemig myndbandið er
búið til. Einnig seljum
við talsvert inn á heima-
sölusjónvarp en það er á
beinni uppleið um ger-
valla Evrópu,“ segir
Heimir.
Hann segir það merkilegt
að í heimasölusjónvarpi
er oft boðið upp á vörur
sem fást ekki í búðum og
fólk leitar ekki sérstak-
lega eftir en þegar hún er
kynnt fær fólk áhuga og
tekur skyndiákvörðun.
„Það er áreiðanlega mjög ólikt að
reka fyrirtæki á Islandi og í Bret-
landi. Á íslandi er markaðurinn svo
afskaplega lítill. Heildsali og inn-
helst ekki nema ég sé búinn að selja
fyrirfram," segir Heimir.
„Fyrirtækið einbeitir sér að nýj-
Heimir Karlsson er orðinn kaupsýslumaður í Bretlandi og
býr í Svanalandi sem er lítill bær í Austur-Yorkshire.
um vörutegundum og hugmyndum
sem em að koma á markaðinn. Um
er að ræða vörur fyrir eldhús, heim-
ili, bíla, svo eitthvað sé nefht, og
Starfslaun handa listamönnum
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið
1997, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úr
fjórum sjóðum þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda,
2. Launasjóði myndlistarmanna,
3. Tónskáldasjóði,
4. Listasjóði.
Umsóknir skulu hafa borist stjórn listamannalauna, menntamála-
ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til geröum eyðublöðum
fyrir kl. 16.00 miövikudaginn 15. janúar 1997.
Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann
sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyöublöð fást hjá mennta-
málaráöuneytinu.
Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því
aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað stjórn listamannalauna
skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun
nr. 35/1991.
Umsækjendur um starfslaun listamanna árið 1996, sem hafa ekki sótt
fylgigögn með umsóknum, eru beðnir að sækja þau fyrir 1. desember nk.
Reykjavík 15. nóvember 1996
Stjórn listamannalauna