Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 ’kvikmyndir * Saklaus fegurð í Regnboganum: Stúlka verður að konu Bernardo Bertolucci hefur ekki gert margar kvikmyndir á löngum ferli og það er ávallt viðburður þegar hann sendir frá sér nýja kvikmynd og er Saklaus fegurð (Stealing Beauty) engin undan- tekning. Hefur myndin alls staðar fengið mjög góðar viðtökur og eftir frammistöðu sína i myndinni er Liv Tyler sögð stjarna framtíðar- innar. Saklaus fegurð fjallar um nítján ára ameriska stúlku, Lucy Harm- on, sem ferðast til Ítalíu og er til- gangurinn tvíþættur; annars vegar að komast til botns í leyndarmáli sem fráskilin móðir hennar skildi eftir sig í ljóðum sínum og hins vegar að endurnýja kynnin við ungan og myndarlegan ítala sem hún deildi fýrsta kossi sínum með nokkrum árum áður. Lucy gistir hjá sérvitrum vinum móður sinn- ar heitinnar sem eiga búgarð í hinu fallega Toskanahéraði. í þess- um hópi er enskur rithöfundur með veiklulegt útlit en sjarmer- andi framkomu. Hann heillast af fegurð og sakleysi Lucy og gerir allt sem i hans valdi stendur til að tryggja hamingju hennar og verð- ur trúnaðarvinur hennar. Lucy upplifir margt og fær svar við spurningum sem leita á hana og þroski hennar er ör í þessu um- hverfi og mótar það hana og styrk- ir um leið. Auk Liv Tyler leika í myndinni Jeremy Irons, sem er í hlutverki rithöfundarins Sinead Cusack (sem er eiginkona Irons í raun- veruleikanum), Jean Mcirais, Carlo Cecchi, Stefania Sandrelli og Rachel Weisz. Liv Tyler varð átján ára meðan á kvikmyndatöku stóð en þrátt fyr- ir ungan aldur er Stealing Beauty flórða kvikmyndin sem hún leikur Stjörnum stráður ferill Roberts De Niro: Vildi helst leika sér við bréfpoka Leikarinn Robert De Niro leikur að- alhlutverkið í kvikmyndinni The Fan sem frumsýnd var í gær í Sambíóun- um, í Keflavík og á Akureyri. Hann er flestum kunnur en leikarinn fæddist í New York þann 17. ágúst 1943. Hann gekk í tónlistarháskóla en hætti áður en hann útskrifaðist. De Niro er frá- skilinn en hann var kvæntur Diahnne Abbott og eiga þau saman soninn Rap- hael. Einnig á De Niro tvíbura með Toukie Smith. Robert De Niro í hlutverki aðdáand- ans í The Fan. „Ertu að tala við mig? Ertu að tala við mig?“ Þessa setningu muna flestir frá kvikmyndinni Taxi Driver þar sem De Niro leikur Travis Bickle og reynir að vera harður nagli. Robert De Niro hefúr orð á sér fyrir það að breytast að fúllu og öllu í þá persónu sem hann leikur hveiju sinni og hefur það skapað honum orð sem einn besti leikari sinnar kynslóðar. ítalinn Bobby Milk Robert De Niro yngri fæddist í listamannafjölskyldu en móðir hans, Virginia Admiral, var málari og faðir hans Robert var málari, höggmynda- smiður og ljóðskáld. Æska De Niros var alveg einstaklega frjálsleg en að sama skapi frekar einmanaleg. Hann var þekktur í hverfinu sem litli feimni ítaladrengurinn Bobby Milk. Hann var svo feiminn að hann vildi frekar leika sér með bréfþoka heldur en leikfélaga. De Niro þurfti þó að vinna bug á feimninni þegar hann lék ljónið í Galdramanninum í Oz, tíu ára gamall. Hann varði meirihluta ung- lingsáranna á götunum ásamt litlu gengi. Leiklistin dró hann þó alltaf til sín og fyrsta launaávísunin kom þeg- ar hann var sextán ára og lék í The Bear á farandsýningu. Eftir það eyddi hann fimmtán árum á Broadway og Off Broadway á ýmsum sýningum. Óskarsverðlaun í tvígang Ferill Roberts De Niro einkennist af ótal verðlaunum. Árið 1973 hafði De Niro unnið tvenn verðlaun gagn- rýnenda í New York fyrir bestu per- sónu i aukahlutverki. Hann hlaut einnig óskarsverðlaunin fyrir auka- hlutverk í kvikmyndinni The God- father Part II. Árið 1980 vann hann sín önnur óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Raging Bull. Hann hefur verið til- nefiidur fjórum sinnum til óskarsverð- launa; fyrir hlutverk sitt í Taxi Dri- ver, The Deer Hunter, Awakenings og Cape Fear. Robert De Niro hefur gert margar persónur ógleymanlegar, eins og í Taxi Driver, Deer Hunter, Cape Fear, The Last Tycoon, New York, New York. Hann hefúr leikið í ótal mynd- um, eins og Raging Bull, True Con- fessions, The King of Comedy, Once Upon a Time in America, Falling in Love, BrazO, The Mission, Angel He- art, The Untouchables, Jacknife, We’re no Angels, Awakenings, Guilty by Suspicion, Backdraft og fleiri. Hann hefur ekki látið þar við sitja heldur stofhaði hann sitt eigið kvik- myndafyrirtæki, Tribeca Productions, og Tribeca Film Center sem hann stofnaði ásamt Jane Rosenthal árið 1988. Fyrirtækið framleiddi kvik- myndimar A Bronx Tale, Thunderhe- art, Cape Fear, Mistress og fleiri. -em Liv Tyler hefur fengið mikið hrós fyrir leik sinn t Stealing Beauty. Á innfelldu mynd- inni er Tyler meö leikstjóranum Bernardo Bertolucci. í. „Lucy er fýrsta persónan, sem ég leik, sem mér líkar við og hún er alls ekki svo ólík mér. Við hríf- umst af sömu tónlist og báðar erum við að alast upp og læra að þekkja fólk,“ segir þessi unga leik- kona, sem hefur verið í sviðsljós- inu allt sitt líf, því faðir hennar er aðalsprautan í þunkarokkssveit- inni Aerosmith. Þær þrjár kvik- myndir sem hún hefur leikið í fyr- ir utan Stealing Beauty eru Silent Fall, þar sem hún lék á móti Ric- hard Dreyfuss, Heavy, þar sem meðleikarar hennar voru Shelley Winters og Deborah Harry, og kvikmynd Toms Hanks, That Thing You Do, en hún verður bráðlega sýnd í Regnboganum. Ný- lega hefur hún lokið við að leika í Inventing the Abbots sem leik- stýrð er af Pat O’Connor (Circle of Friends). Stealing Beuty er fyrsta kvik- mynd Bemardos Bertolucci á ítal- íu í fimmtán ár en síðustu þrjár myndir hans, The Last Emperor, The Sheltering Sky og Little Buddha, voru allar gerðar í Aust- urlöndum nær og fjær. Upp úr 1960 hefur Bertolucci fer- il sinn í kvikmyndum með því að vera aðstoðarmaður Pier Paolo Passolinis við gerð Accattone. í kjölfarið hóf hann að gera eigin kvikmyndir og var aðeins 21 árs þegar hann leikstýrði fyrstu kvik- mynd sinni, La Commare Secca. Ári síðar gerði hann Prima della Rivoluzione, sem þekkt varð á Vesturlönd- um undir nafninu Before the Revolution, og þar með komst Ber- tolucci á blað i kvik- myndasög- unni og má segja að síð- an hafi hann verið einn athygl- isverðasti kvimynda- gerðarmaður samtimans. Eftir hann liggja gæðamyndir á borð við II Comformista, Last Tango in Paris, 1900, sem var hans fyrsta ep- íska kvikmynd, Luna og The Last Emperor, sem sópaði til sín ósk- arsverðlaunum 1986. -HK Páfagaukurinn Paulie í kjölfar vmsælda Babes er nýja Draumasmiðjan að undirbúa gerð Paulie: A Parrot’s Tale sem verður í anda Babes og fiallar um stúlku og besta vin hennar sem er páfagaukur. Handritið skrifaði Laurie Craig og voru nokkur fyrir- tæki búin að bítast um það áður en DreamWorks keypti það á 750.000 dollara. Frestun á Sphere vegna kostnaðar ' í vetur attu að byrja tökur á Sphere sem gerð er eftir skáld- sögu Michaels Chrichtons. Barry Levenson hafði verið fenginn til að leikstýra og í aðal- hlutverkin var búið að ráða Dustin Hoffman og Andre Braugher. Á síðustu stundu var kvikmyndagerðinni frestað og það gerðu æðstu menn hjá Wamer þegar þeir sáu kostnað- artölur sem hljóðuðu upp á 95 milljónir dollara. Niðurskurð- amefnd var sett í málið og kostnaður við brellur og sviðs- myndir lækkaður og nú er kostnaðurinn áætlaður 80 milljónir dollara. Barry Levep- son verður áfram leikstjóri en spuming er nú með Dustin Hoffmann en líkur eru þó á að hann haldi áfram góðu sam- starfi við Barry Levenson en saman hafa þeir gert Sleepers og Rain Man. Ný íslensk stuttmynd Eins og kemur fram annars staðar er verið að sýna Saklausa fegurð (Stealing Beauty) í Regn- boganum. Á undan er sýnd ný íslensk stuttmynd sem gerð er af Gus-Gus hópnum. Nefnist hún Polyester Day. Hún er í tónlistarmyndbandaformi og hefur styttri útgáfa af mynd- inni verið sýnd víða í MTV- stöðvum, bæði i Evrópu og í Asíu, en nú kemur myndin fyr- ir augu áhorenda í cinemascope og dolby stereo. Sagt er að hörðustu brimbrettagæjar heims séu í Suður-Englandi. Þetta eru brjálaðir Lundúnabúar sem ferðast suðurtil að kljúfa stórhættulegar öldur, „reifa" allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt er. Blue Juice er kröftug, spennandi og rennandi blaut kvikmynd með Ewan McGregor úrTrainspotting í aðalhlutverki. Umsagnir tímarita: „Ein ferskasta og fyndnasta mynd ársins THEFACE „Alger sprengja EMPIRE HASKOLABIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.