Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 i B’VT' imttir 400 milljóna króna viðskipti með húsbréf á Verðbréfaþingi íslands: Forritunarvilla í út- reikningum þingsins - líklegt að verðbréfafyrirtæki hafi tapað einhverjum Qármunum Veröbréfaþing íslands kom þeim skilaboðum á framfæri til verð- bréfamiðlara hér á landi í fyrradag að treysta ekki útreikningum þingsins á húsbréfaverði. í ljós kom að forritunarvilla var í út- reikningum á ávöxtun bréfanna og líklegt að svo hafi verið síðustu sjö vikur eða frá 11. október sl. þegar nýtt tölvuforrit var tekið í notkun. Á þessum tíma voru skráð við- skipti verðbréfafyrirtækja á þing- inu með húsbréf upp á tæpar 400 milljónir króna að heildarverði en að nafnvirði nær 450 milljóna. Utanþingsviðskipti með húsbréf á þessum tíma, sem varða ekki um- rædda villu, námu 3,3 milljörðum króna. Villan tengist ekki öðrum viðskiptum þingsins, eins og með hlutabréf og ríkispappíra. Ekki liggur fyrir hvort verðbréfafyrir- tæki hafi tapað fjármunum á þess- ari villu en líklegt að um einhverj- ar upphæðir geti verið að ræða. í tilkynningu Verðbréfaþings til verðbréfamiðlara segir að þar til annað verði tilkynnt ættu þingaðil- ar að reikna sjálfir út í eigin kerf- um það verð sem þeir vilji greiða fyrir húsbréf miðað við gefiia ávöxtunarkröfu, setja síðan fram tilboð með því verði og taka ekki mark á þeirri ávöxtun sem kerfi þingsins síðan birtir. Stefán Halldórsson, forstöðu- maður Verðbréfaþings, staðfesti í samtali við DV í gær að þessi villa hefði komið upp, unnið væri að lagfæringum en nákvæm orsök hefði ekki fundist. Hann sagði enga kvörtun hafa borist vegna þessa frá veröbréfafyrirtækjum. Ekki væri vitað með vissu hvenær villan hefði komið fyrst upp. Aðspurður sagöist Stefán ekki vilja meina að hér væri alvarlegt mál á ferðinni. Ekki bindandi verö „Grundvallaratriði er aö það eru verðbréfafyrirtækin sjálf sem reikna út það verö sem þau eiga viðskipti með og þau fara fram á grundvelli verðs. Hvaða hjálpar- tæki þau nota til að þess er þeirra mál. Okkar verð er ekki bindandi á markaðnum heldur upplýsandi," sagði Stefán. Stefán sagði nákvæma orsök á villunni ekki fundna en í tilkynn- ingu Verðbréfaþings til miðlara á fimmtudag segir að líkleg skýring geti verið að reikniformúlan sem virkaði rétt i gamla tölvukerfinu virki ekki rétt í nýja kerfinu. Frá- vikið sé í sjálfvirkri uppfærslu hagstæðasta innlausnardags hús- bréfa, þ.e. á útdráttardegi. -bjb Áhersla í KHÍ: Misskilningur hjá ráðherra - segir rektor Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, kveikti jólaljósin f miöborginni úr Hallgrímskirkjuturni í gær. Leikskólabörn sungu fyrir borgarstjórann f kirkjuturninum þegar kveikt haföi verib á Ijósunum. / DV-mynd PÖK Kona tekin með rúm sex kíló af hassi „Ég ætla ekki að standa í neinu karpi en held að þetta hljóti að vera einhver misskilningur hjá ráðherr- anum með inntökuna. Síðustu ár hafa þrefalt fleiri stúdentar sótt um en komast inn í skólann. Það er far- ið eftir aðaleinkunn og síðan ís- lenskueinkunn en litið sérstaklega á ef menn hafa staðið sig vel í raun- greinum. Við inntökuna er engin áhersla lögð á félagsvísindi. Hins vegar fáum við inn í skólann fleiri stúdenta af málvísinda og félagsvís- indabrautum en við því getum við ekkert gert,“ sagði Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla íslands, KHÍ, við DV en í blaðinu í gær sagði Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra að í ýmsu tilliti hefði skólinn lagt meiri áherslu á félagsvísindi en raungreinar þegar skólaumsóknir væm metnar. Þórir sagðist hins vegar vera hjartanlega sammála Bimi um að skoða þyrfti inntak kennaramennt- unar. Einstökum fogum í kennara- menntun þurfi að sinna betur og lið- ur í því væri að bæta við fjórða ár- inu í KHÍ, líkt og Alþingi samþykkti 1988 en breytti aftur árið 1991. -bjb Danmörk-ísland Miðarnir runnu út Snemma í gærmorgun var uppselt í ferð Samvinnuferða-Landsýnar á leik íslendinga og Dana sem fram fer í Álaborg á morgun. „Við renndum nokkuð blint i sjóinn með þessa ferð en eftir miklar símhringingar til okkar ákváðum við að slá til,“ sagði Helga Ólafsdóttir hjá Samvinnuferðum í samtali við DV í gær. Það má því reikna með að um 1.000 íslendingar verði á leiknum í Álaborg á morgun og styðji við bakið á strákunum okkar. -GH Tollgæslan á KeflavíkurflugveUi lagði hald á rúm sex kíló (6.146 grömm) af hassi og um 200 grömm af hassolíu á fostudagskvöld í fyrri viku. Þýsk kona um fertugt var að koma frá Madrid í gegnum Kaup- mannahöfh. Við fyrstu skoðun virtist hún bara vera með hefðbundinn far- angur, fót og slíkt, en þar sem taska hennar þótti í þyngra lagi var hún gegnumlýst. Þá kom í ljós að hún var útbúin með fölskum botni og hafði fíkniefhunum verið komið fýrir þar sem ómögulegt var að sjá þau í skyndiskoðun. Að sögn Gottskálks Ólafssonar, deUdarstjóra ToUgæslunnar á Kefla- víkurflugveUi, er stúlkan talin vera burðardýr, þ.e. að flytja efnið inn fyr- ir annan eða aðra. Hún er í haldi og íslendingur um fertugt hefúr einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann hefur áður komið við sögu vegna fikniefnabrota og verður í haldi tU 7. desember. Söluverðmæti hassins gæti að minnsta kosti verið um 10 milljónir króna. 2000 töflur Síðastliðið þriðjudagskvöld tók ToUgæslan siðan austurlenska konu, sem býr hér á landi, með tösku með sérkennUegu innihaldi. Taska henn- ar var ftdl af hálfþurrkuðum fiski á stærð við sUd, líklega rnn 20 kUó. Við nánari athugun kom í ljós að undir fiskinum voru um tvö þúsund töflur sem fikniefnadeUd ToUgæslunnar grunar að séu ólögleg fikniefni. Töfl- umar eru af ýmsum stærðum og lit- um. Konan var ekki handtekin þar sem ekki var vitað hvers kyns töfl- umar væra. Elías Kristjánsson hjá fíkniefna- deUd ToUgæslunnar á Keflavikur- UugveUi segir að fiskurinn og lýsið sem af homun lak hafi átt að fæla toUverðina frá að leita og plata hunda ef þeir yrðu notaðir. „Við höfum rökstuddan grun um að sumir Austurlandabúamir séu að flytja inn og selja fikniefni og þvi er vel fylgst með þeim. Þetta dæmi sannar þennan grun okkar," segir El- ías. -sv Þú getur svaraö þessari spurningu með því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nal 2 Á að fjölga einkaskólum? j rödd FOLKSINS 904 1600 stuttar fréttir Safn í Hafnarfjörð | Kvikmyndasafii íslands flyst í | frystihús Bæjarútgerðar Hafiiar- I fjarðar samkvæmt samningi sem | undirritaður var á fimmtudag af | bæjarstjóra Hafnarfjaröar, | menntamálaráðherra og fram- | kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Útboði Flugleiða loklð Hlutafjárútboði Flugleiða upp þ á 250 miUjónir króna lauk sl. | miðvikudag. Hluthafar nýttu sér | forkaupsrétt tU fúUs og fengu | bréfin á genginu 2,80. Eiginfjár- staðan styrktist um 700 miUjónir. SH orðið hlutafélag Stjóm Sölumiðstöðvar hrað- | frystihúsanna ákvað í gær að frá É áramótum yrði fyrirtækinu | breytt í lokað hlutafélag. > Stofnfundur félagsins var hald- r- inn í gær. Ferskt jólalamb | Kjötumboðið ætlar í samstarfi f: við Kaupfélag Króksfjarðamess p að setja ferskt lambakjöt af ný- | slátraðu á markað fram tU jóla. Opiö hús Fjárvangur, áður Fjárfesting- | arfélagið Skandia, verður meö | opið hús í dag að Laugavegi 170. IBoðið verður upp á ráðgjöf, fræðslu og veitingar auk lukku- leiks. Fjögur lukkunúmer veita aðgang að jafn mörgum peninga- skápum sem innihalda hlutabréf upp á 25 þúsund krónur í AI- menna hlutabréfasjóðnum. MK-ingar álykta ■ Nemendur Menntaskólans í IKópavogi hafa sent utanríkis- ráðherra álykfim þar sem skor- að er á ríkisstjómina að hún beiti sér fyrir frelsun Palestínu og fordæmi aðgerðfr Israels- manna á herteknu svæðunum. 25 ára kirkja Bústaðakirkja fagnar 25 ára afmæli á morgun með bama- messu, hátíöarmessu, kaffi- veislu og aðventuhátíð. Landgræðsluverðlaun Landgræðsluverðlaunin 1996 vom afhent í gær til Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Bjöms Bjamasonar, bónda aö Birkihlíð í Skriödal, Jakobs Jónssonar, bónda að Varmalæk í Borgarfirði, og Hestamannafélagsins Mána í Keflavík. Vextir hækka Landsbankinn og Búnað- Iarbankinn hækka vexti útlána um þessi mánaðamót um allt að | 0,20 prósentustig. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.