Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 38
54 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 WALL STREET SKÁPASAMSTÆBA Húsgögn gæði 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 Fjölmargir möguleikar TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 W SíSumú KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOG TÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim íylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa, Allur hagnaður rennur til líknarmála. skák Fyrsta íslandsmótið í netskák: „Frosti" og „Skata" börðust um sigurinn Brotið var blað í skáksögunni sl. sunnudag er fyrsta íslandsmótið í netskák fór fram. Taflfélagið Hellir í Reykjavik stóð að keppninni með stuðningi Einars J. Skúlasonar hf. en mótið er hið fyrsta sinnar teg- undar sem fram fer í heiminum. Teflt var á þráðum Internetsins um alþjóðlegan skákþjón en keppendur sátu sjálfir framan við tölvuskjái, hver á sínum heimavelli. Þátttaka var góð þótt eflaust eigi margir enn eftir að koma sér upp þar til gerðum tæknibúnaði. Kannski hefur knapp- ur umhugsunartími fælt aðra frá sem óvanir eru tafli á tölvur. Nýstárleikinn sveif yfir vötnum keppninnar. Ekki einasta var fyrir- komulag með þeim hætti sem að ofan greinir heldur tefldu keppend- ur undir dulnefnum! Því var ekki mögulegt að átta sig á þvi hvort teflt væri við meistara eða byrjanda, a.m.k. ekki fyrr en líða tók á skák- ina. Frumleika gætti i nafngiftum skákmannanna en keppendur voru allt frá kettinum Garfields til Giljagaurs sem hefur væntanlega stolist í tölvubúnað Grýlu gömlu í fjöllunum. Rétt nöfn keppenda voru ekki kunngerð fyrr en að mótinu loknu. Kom þá I ljós að fyrsti íslandsmeist- arinn í netskák varð Þráinn Vigfús- son sem tefldi undir heitinu „Frosti“. Staða efstu manna varð þessi - dulnefni innan sviga: 1. Þráinn Vigfússon (Frosti) 7,5 v. 2. Andri Áss Grétarsson (Skata)7 v. 3. ^4. Davíð Kjartansson (Emilía) og Björn Þorfinnsson (Tito) 6,5 v. 5.-6. Kristján Eðvarðsson (Whale- boy) og Bogi Pálsson (Garfield II) 6 v. 7.-9. Hlíðar Þór Hreinsson (Dolli), Sigurður Ólafsson (Capsalt) og Gunnar Bjömsson (Finnbogi) 5,5 v. 10.-12. Jóhann Þorsteinsson (Ari), Daði Öm Jónsson (Kengur) og Jón Hálfdánarson (Sigga) 5 v. 13.-15. Hrannar Baldursson (Hug- ur), Bjarni Sæmundssosn (Giljagaur) og Þórður Harðarson (Doddi) 4,5 v. íslandsmeistari áhugamanna (1800 stig eða minna) varð Davíð Kjartansson og besti byrjandinn varð Þórður Harðarson. Þeir sem luku keppni vora 22 en allmargir urðu frá að hverfa vegna tæknilegra vandamála. Halldór G. Einarsson hjá EJS hf. og stjórnarmaður hjá Helli hafði veg og vanda af móts- haldinu. Lítum á handbragð sigurvegar- ans. Við skoðun skákarinnar ber að hafa í huga að umhugsunartími var aðeins 4 mínútur að viðbættum 2 sekúndum fyrir hvem leik. Þrátt fyrir þetta er skákin glettilega vel tefld. Stjómandi svörtu mannanna kvaðst þó hafa teflt of varfæmislega þar sem hann stóð í þeirri trú að hann ætti í höggi við stórmeistar- ann Þröst Þórhallsson. Dulnefni hvíts, „Frosti", mun hafa villt um fyrir honum. Hvítt: Þráinn Vigfússon Svart: Kristján Eðvarðsson Nimzo-indversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 a6 5. Rf3 c5 6. e3 cxd4 7. exd4 d5 8. Bg5 Rbd7 9. cxd5 exd5 10. Bd3 Da5 11. 0-0 0-0 12. Re5 h6 13. Rxd7 Rxd7 14. Bh4 Bxc3 15. bxc3 Dc7 16. Db3 Rb6 17. Bg3 Dc6 18. Hacl Rc4 19. Ddl Be6 20. Dh5 f5 21. Hfel Dd7 22. Be5 Hf7 23. Bxc4 dxc4 24. f4 Bd5 25. He3! Be4? Nauðsynlegt var 25.- He8 til að svara 26. Hg3 með 26,- He6. 26. Hg3 De6 Úr vöndu var að ráða vegna hót- unarinnar 27. Dxh6. Ef 26. - Kf8 27. Dg6 og næst 28. Dh7. 27. Hg5 Dd5 28. Dxh6 Dd7 29. Hel He8 30. Hle3 Kf8 31. Bxg7+! Ke7 - og svartur gafst upp um leið vegna 32. Dg5 (h4)+ og mát í næsta leik. Suetin varð heims- meistari Rússneski stórmeistarinn Alexei Suetin hrósaði sigri á heimsmeist- aramóti öldunga, 60 ára og eldri, sem fram fór í Bad Liebenzell í Þýskalandi. Suetin, sem hélt upp á 70 ára afmælið meðan á mótinu stóð þann 16. nóvember sl., var úrskurð- aður sigurvegari á stigum en hann hlaut jafnmarga vinninga og Anatoly Lein, Bandaríkjunum, og Lettinn Klovans. Suetin er íslend- ingum að góðu kunnur en hann dvaldi hér á landi um tveggja mán- aða skeið sumarið 1981 við skák- þjálfun. Þekktur er Suetin fyrir fjöl- margar bækur um skák, jafnt byrj- andabækur sem lærð rit um miðtöfl. Umsjón Jdn L. Árnason Ingvar Ásmundsson, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, var meðal þátttakenda, fyrstur íslendinga. Ing- var náði mjög góðum árangri, tefldi yfirvegað og vandað og hafnaði að lokum í deildu 10. sæti af 180 kepp- endum. Ingvar vann íjórar skákir og gerði sjö jafntefli - slapp taplaus frá mótinu. Ingvar varð jafn tveim- ur stórmeisturum og varð fyrir ofan jafnmarga. Staða efstu manna: 1.-3. Suetin (Rússlandi), Lein (Bandaríkin) og Klovans (Lettlandi) 8,5 v. 4.-9. Uhlmann (Þýskalandi), Baumgartner (Austurríki), Taj- manov, Kudinov, Shestoperov og Gruzman (allir Rússlandi) 8 v. 10.-16. Ingvar Ásmundsson, Ign- ey, Jugov (báðir Þýskalandi), Lubos- evits (Hvíta-Rússlandi), Vasjukov, Krogius og Arkhangelsky (Rúss- landi) 7,5 v. o.s.frv. íslandsmót drengja og stúlkna íslandsmót í drengja- og stúlkna- flokki, 14 ára og yngri, fór fram um síðustu helgi í Reykjavík. Þátttak- endur voru 55 og þar af kom 20 manna hópur utan höfuðborgar- svæðisins. Úrslit urðu þau að í drengjaflokki varð íslandsmeistari Bergsteinn Einarsson sem hlaut 8,5 v. af 9 mögulegum. Hann sigraði eftir harða keppni við Braga Þorfmnsson sem fékk hálfum vinningi minna. í þriðja sæti varð Davíð Kjartansson með 6,5 v. í stúlknaflokki varð Ingibjörg Edda Birgisdóttir íslandsmeistari með 5,5 v., Harpa Ingólfsdóttir fékk 5 v. og Anna Lilja Gísladóttir 3 v. Atskákmót Reykjavíkur Atskákmót Reykjavíkur fer fram í dag, laugardag, og hefst kl. 14. Mótshaldið er að þessu sinni í hönd- um Taflfélagsins Hellis og verður teflt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Alls verða tefldar 7 um- ferðir; fjórar umferðir í dag og þrjár á morgun, simnudag. Veitt verða verðlaun, 15 þús., 9 þús. og 6 þús. krónur. Skráning þátttakenda er á mótsstað við upphaf keppni en öll- um er heimil þátttaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.