Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 12
12 viðtal LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 *T Hefur haldið dagbækur í fjörutíu og fjögur ár: Vill ánafna Byggðas á Skógum bækurnar „Það sem í raun og veru er minnisstæðast af sorglegum atburðum úr dagbókunum er dauði yngsta sonar míns en ég hafði hugboð um að ekki væri allt í lagi hjá honum. Hann lést síðan skyndilega eins og margir ungir menn fyrir ald- ur fram,“ segir Eyjólfur Guðmundsson sem á metralangan stafla af dagbókum sem hann hefur haldið í 44 ár og safnað. „Einnig er mér minnisstæður mesti gleðiat- burður lífs míns tveimur árum eftir dauða sonar míns þegar ég kvæntist yndislegri konu á Odda á Rangárvöllum," segir Eyjólfur. Tíu þúsund handskrifaðar síður Hann byrjaði að halda dagbók þegar hann var í fyrsta bekk í Skógaskóla 13. janúar 1953 og hef- ur haldið þvi áfram á hverjum einasta degi síðan. Bækurnar fylla nokkra kassa og eru orðnar fimmtíu og fjórar talsins. Hver þeirra er tvö hundruð blaðsíður þannig að alls eru dagbókar- skrifin í kringum tiu þúsund blaðsíður. Eyjólfur hefur byrjað að skrá ævisögu sína eftir bókunum. Ekki í ruslið „Eg hef gaman af því að skrá líf mitt í bækur en ég vil ekki láta þetta fara í ruslatunnuna. Ég hef rætt um það að Byggðasafnið á Skógum fái bækurnar eftir minn dag. Ef ég lifi lengi spannar þetta yfir mörg ár. Ég lít stundum yfir þetta en það er heilmikil vinna ef maður ætlar að lesa þetta allt saman. Þetta eru fleiri þúsund skrifað- ar síður,“ segir Eyjólfur. í bókunum kennir náttúrlega ýmissa grasa en Eyjólfúr er fæddur og uppal- inn i Rangárvallasýslu í Holtum. Hann fór síðan á síld á Sigluijörð og Raufar- höfh og þótti það mjög minnisstæður tími. „Það var geysilega gaman og þetta var mikil upplifun fyrir sveitadreng að koma þarna í annað umhverfi. Þar var mjög sólríkt og verið að vinna við síld- arsöltun allan sólarhringinni," segir Eyjólfur. „Ég fór í leitir á Landmannaafrétti og smalaði á hestbaki en það var reglulega gaman. Einnig er mér minnisstætt þeg- ar ég fór að veiða í Veiðivötnum en það var geysilega spennandi". Giftist norskri konu „Ég fór til Noregs og kynnti mér fisk- eldi í Lýðháskóla þar. 1964- 1970 vann ég við laxeldisstöðina í Kollafirði og var stöðvarstjóri þar eitt ár“. Eyjólfiu- kvæntist norskri konu og fluttist til Noregs 1970 og bjó þar til 1992. Hann missti síðan starfið og hjón- in skildu. Þá ákvað hann að flytja heim aftur. „í dagbókunum kemur fram ýmislegt dulrænt, draumar, spádómar og þess háttar. Mér finnst reglulega gaman að þvi. Ég fór til spámiðla og spákvenna og hinu og þessu var spáð. Ég var á ferðalagi í Noregi og hitti konu af sígaunaætt- um. Hún spáði fyrir því að ég ætti eftir að flytja Eyjólfur Guömundsson hefur gaman af því að skrifa í dag- bækur og hefur stundað þá iöju í 44 ár. DV-mynd Hilmar frá Noregi til annars lands langt í burtu. Þar myndi ég kynnast annarri konu. Ég trúði því ekki því það var ekki á dagskrá hjá mér að flytj- ast í burtu. Hún sagði einnig margt fleira sem hefur verið að rætast,“ segir Eyjólfur. -em : 1 Bækurnar eru mikill fengur fyrir byggða- safnið - segir Þórður Tómasson safnstjóri „Eyjólfur hefúr nefnt við mig að hann ætli að ánafna safninu dagbækurnar. Það er stór- merkilegt og mikill fengur fyrir okkur að þvi,“ segir Þórður Tómasson, safnvörður á Byggðasafninu á Skógum undir Eyjaijöllum, um hugsanlega gjöf Eyjólfs. Byggðasafnið á Skógum er stærsta byggðasafn landsins utan Reykjavíkur- svæðisins. Þar er að finna bæði byggðasafn og héraðsskjalasafn undir einu þaki i nýju safnhúsi. Að sögn Þórðar hefur hann lagt mikla áherslu á að safna mun- um og skjölum í safnið. Skjala- safnið er orðið talsvert stórt. „Ég myndi fagna því að fá bækumar til varðveislu. Maður sem heldur ítarlega dagbók í tugi ára segir hluta sögunnar sem ekki liggur alls staðar Ijós fyrir. Þetta er heimild sem menn eiga áreiðanlega eftir að líta í í framtíðinni. Ég þigg þessa gjöf heils hugar. Allt sem bætist við eykur gildi safnsins á Skógurn," segir Þórður. fc'--. erlend bóksjá Metsölukiljur i • • • • •••••• • • • • • Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Maskerade. 2. Dick Francis: Come To Grlef. 3. John Grisham: The Runaway Jury. 4. Rob Grant: Backwards. 5. Danielle Steel: Five Days in Parls. 6. Elizabeth George: In the Presence of the Enemy. 7. Wilbur Smlth: The Seventh Scroll. 8. Nlcholas Evans: The Horse Whisperer. 9. Nick Hornby: Hlgh Rdelity. 10. Barbara Ersklne: House of Echoes. Rlt almenns eðlis: 1. Biil Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immedlate Action. 3. B. Watterson: There’s Treasure Everywhere. 4. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 5. Gary Larson: Last Chapter and Worse. 6. Carl Gilos: Glles 50th. 7. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 8. S. Coogan & H. Normal: The Paul and Pauline Calf Book. 9. Grlff Rhys Jones: The Natlon’s Favourite Poems. 10. Daniel Goleman: Emotional Intelllgence. Innbundnar skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Hogfather. 2. Tom Clancy: Executjve Orders. 3. Patricla D. Cornwell: Cause of Death. 4. Dlck Francls: To the Hllt. 5. Graham Swlft: Last Orders. Innbundln rit almenns eðlis: 1. R. Harrls, M. Leigh & M. Lepine: True Animal Tales. 2. Vic Reeves & Bob Mortlmer: Shootlng Stars. 3. Francls Gay: The Friendshlp Book. 4. Jack Charlton: Autoblography. 5. Dave Sobel: Longltude. (Byggt á The Sunday Times) Mótmæli gegn Jack London í Kanada Ráðamenn I borginni Whitehorse, höfuðborg Yukonfylkis í Kanada, hafa hætt við áform um að nefna stræti í borginni eftir Jack London, sem gerði Yukon og Klondike að frægum nöfnum í amerískum bók- menntum. Ástæðan er skipulögð andstaða hluta íbúanna sem sökuðu þennan kunna rithöfund, sem lést fyrir 80 árum, um kynþáttahatur! Bæjarstjórnin hafði hug á að minnast þessa manns, sem átti svo mikinn þátt í bregða ævintýraljóma yfir Yukon í hugum lesenda víða um heim, vegna áttugustu ártíðar hans. Ýmsir aðrir staðir, þar sem London átti heima um lengri eða skemmri tíma, hafa þegar sýnt minningu hans slikan sóma. í Oakland i Kaliforníu, þar London ólst upp, er t.d. eitt torg borgarinn- ar nefnt eftir honum. Lifði aðeins í fjörutíu ár Jack London fæddist árið 1876, en lést aðeins 40 árum síðar, 1916. Hann lifði því stutt í árum talið en reyndi margt og byggði á þeirri reynslu meira en fimmtíu bækur. Hann var óskilgetinn sonur írsks flökkumanns sem hann hitti aldrei. Á fyrstu áratugum ævinnar lifði hann hratt og hátt; drakk mikið, var djarftækur til kvenna, flæktist um og kynntist þá innviðum fangelsa, þrælaði í verksmiðju, fór á selveiö- ar og leitaði að gulli. Hann var ákaf- ur sósíalisti sem hreifst af kenning- um Marx, Darwins og Nietzsche, en leitaði sér einkum bókmenntalegra fyrirmynda í sögum Kiplings og Stevensons. Hann þráði ákaft fé og frama og hélt því til Yukon í leit að gulli að- Jack London. Umsjón Elías Snæland Jónsson eins 21 árs að aldri, 1897. Ferðin á norðurhjara veraldarinnar varð honum ekki til fjár með þeim hætti sem hann hafði hugsað sér; hann fann ekkert gull. Eftir ömurlega vetrardvöl í bjálkakofa skammt frá Dawson sneri hann aftur heim til Kaliforníu illa haldinn af skyrbjúg. En hann hafði annað í farteskinu sem reyndist gulls ígildi; mikið safn af ævintýralegum frásögnum og kynni af harðneskjulegri, stórbrot- inni náttúru sem átti eftir að vekja áhuga milljóna lesenda. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1900 (The Son of the Wolf) og þær fræg- ustu eru enn vinsælar, svo sem The Call of the Wild (1903) og White Fang (1906). Harðar deilur í nafni pólitísks rétttrúnaðar er auðvelt að fá stjórnmálamenn til að glata staðfestu sinni með því einu að nefna orð á borð við kynþáttahat- ur. Talsmenn samtaka frumbyggja í Yukon komust að þeirri niðurstöðu að London hafi í bréfum sem hann skrifaði fyrir harðnær einni öld lýst skoðunum sem gæfu til kynna andúð hans á frumbyggjunum og trú á yfirburðum hvíta kynstofns- ins. Þetta var tilefni þess að þeir beittu sér gegn hugmyndum bæjar- stjórnarinnar í Whitehorse um að nefna götu eftir London, og stjórn- málamennirnir hlupu strax í skjól. Ian Roger, forseti Jack London safnsins í Oakland, hefur lýst full- yrðingunum um kynþáttahatur sem algjöru bulli og segir London hafa borið mikla virðingu fyrir menn- ingu annarra þjóða, þar á meðal frumbyggjanna í Kanada. „Hann dáðist að þeim. Hann taldi að lifs- stíll þeirra, hvernig þeir liiðu með náttúrunni, væri til fyrirmyndar og umgekkst þá af virðingu," segir Roger í tilefni deilnanna í Yukon. Sagnfræðingurinn Clarice Stasz segir að London hafi verið barn síns tíma. Hann hafi líka verið flókinn persónuleiki sem hafi notið þess að skapa deilur og fá fólk til að hugsa um mikilsverð málefni. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Nlcholas Evans: The Horse Whisperer. 2. Tonl Morrison: Song of Solomon. 3. Mary Higgins Clark: Silent Night. 4. Dean Koontz: Intenslty. 5. Michael Crichton: The Lost World. 6. Jonathan Kellerman: The Web. 7. Davld Baldacci: Absolute Power. 8. Anonymous: Primary Colors. 9. Robin Cook: Contaglon. 10. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 11. Nora Roberts: From the Heart. 12. John J. Nance: Pandora’s Clock. 13. Ollvia Goldsmlth: The Rrst Wives Club. 14. Steve Martini: The Judge. 15. Rosemary Rogers: A Dangerous Man. ÍRit almenns eðlis: 1. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 2. Mary Pipher: Revivlng Ophelia. 3. Jonathan Harr: A Clvll Actlon. 4. Barbara Klngsolver: Hlgh Tide in Tucson. 5. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Big Fat Idiot. 6. Mary Karr: The Liar’s Club. 7. Howard Stern: Miss Amerlca. 8. Dava Sobel: Longitude. 9. Thomás Cahlll: How the Irish Saved Civllizatlon. 10. MTV/Melcher Media: The Real World Diaries. 11. Hillary Rodham Cllnton: It Takes a Village. 12. Ellen DeGeneres: My Polnt... And I Do Have One. 13. Ann Rule: A Fever in the Heart. 14. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 15. Betty J. Eadle & Curtis Taylor: Embraced by the Light. (Byggt á New York Times Book Review)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.