Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 59

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 59
DV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 ir 75 K V I K MJf ^ D fl § Regnboginn/Laugarásbíó - Hetjudáð. í leit að sannleikanum irki- Edward Zwick sýndi það í Glory og Legends of the Fall að honum fer einkar vel að eiga við dramatískar sögur sem endurspegla miklar tilfinningar og hon- um bregst ekki bogalistin i þeim efhum í Hetjudáð (Courage under Fire), byggir vel upp kvikmynd sem segir tvær sögur af bardögum í Persaflóastríðinu sem eiga það sameiginlegt að sannleikurinn kemur óþægilega við suma þátttakendur. Önnur sagan er um ofurstann Nat Serl- ing sem stýrir skriðdrekasveit sinni í eyðimörkinni gegn írökmn svo hressilega að hann grandar skriðdreka úr eigin sveit þar sem innanborðs er besti vin- ur hans. Ofurstinn er miður sín en fylgir fyrirmælum um að láta sannleik- ann ekki uppi. Hann fær það starf að rannsaka annan atburð sem átti sér stað í eyðimörkinni þegar þyrluflugstjóri sýndi mikla hetjudáð en fórst sjálf- ur. Flugmaðurinn var kona og nú á að veita henni æðsta heiðursmerki fyr- ir hugrekki á vígaslóðum. Serling kemst fljótt að því að þeir sem komust lífs af segja ekki sannleikann. Um leið og hann grefur dýpra í þennan atburð þarf hann að eiga við eigin samvisku og á snjallan hátt tengjast þessar sög- ur þótt óbeint sé. Handritið er ákaflega vel skrifað og myndin er í heild góð skemmtun al- veg fram að lokaköflum, en þá missir Zwick tökin á sögunni og veltir sér upp úr melódramanu. Denzel Washington sýnir virkilega góðan leik.en aft- ur á móti er Meg Ryan ekki í sínu besta formi enda hlutverkið alls ekki í hennar deild. Þessari mjúku og skemmtilegu leikkonu fer ekki vel að leika harðjaxl í fremstu víglinu. Leikstjóri: Edward Zwick. Handrit: Patrick Sheane Duncan. Kvikmyndataka: Roger Deakins. Tónlist: James Horner.Aðalleikarar: Denzel Washington, Meg Ryan, Lou Diamond Phillips, Michael Moriarty, Scott Glenn og Regina Taylor. HE Háskólabíó - Verndarenglarnir: ★★ Barist við bófa og samviskuna Stundum kemur fyrir að það skemmtilegasta í bíómyndinni, sem maður hefur verið að horfa á, er einmitt það sem ekki var í henni, þótt við vitum sjaldnast neitt um það. Þannig er því farið með Vemdarenglana. Hér er um að ræða misheppnaðar tökur sem kvikmyndagerðarmennirnir hafa verið svo elskulegir að leyfa okkur að sjá á meðan aðstandendalistinn rennur yflr tjaldið í myndarlok. Án þessara myndbrota hefðu Vemdarenglarnir verið heldur rýr skemmhm. Ekki vantar það að mynd þessi skartar tveimur ágætum leikurum, þeim Gérard Depardieu og Christian Clavier. Depardieu leikur næturkiúbbseig- anda í París, mann sem hugsar bara um sjálfan sig, hálfberar píur og pen- inga. Clavier leikur aftur á móti prest sem er háifgerður dýrlingur. Leiðir þessara manna liggja saman í Hong Kong þar sem næturklúbbseigandinn er kominn til að bjarga syni og auðævum fyrrum félaga síns úr landi und- an kínversku mafíunni. Presturinn er hins vegar að snúa heim til Frakk- lands með hóp af drengjum sem höfðu verið í sumarbúðum í Hong Kong. Klúbbeigandinn fær prestinn til að aðstoða sig en þegar til Frakklands kem- ur þurfa þeir ekki aðeins að kljást við útsendara kínversku mafíunnar held- ur einnig eigin samvisku sem birtist þeim sem tvífarar þeirra og andstæð- ur. Tvífari klúbbarans er því algjör engill en tvífari prests ffeistarinn sjálf- Húmorinn í Vemdarenglunum er af þeirri sortinni sem dauðrotar frekar en bara rotar, ef þess er nokkur kostur. Og það gerir hann svo sannarlega. Ærslin eru þvi mikil. Stundum virka þau ágætlega og létta lundina en yfír- leitt eru þetta bara fremur ófyndin fíflalæti. Það er þó sjálfsagt smekksat- riði. Depardieu og Clavier em hins vegar ágætir, sá síðamefndi í meira stuði. Leikstjóri: Jean-Marie Poiré. Handrit: J-M Poiré og Christian Clavier. Leikendur: Gérard Depardieu, Christian Clavier, Eva Herzigova, Eva Grimaldi, Yves Renier. Stjörnubíó - Hættuspil: Van Damme í miklum ham ★*• Belgíski slagsmálaleikarinn Jean-Claude Van Damme hefúr verið iðinn við kolann undanfarin misseri og hefúr hver myndin á fætur annarri komið úr smiðju hans og all- ar hafa þær verið sama marki brenndar, með stanslausan hasar. Lítið hefúr farið fyr- ir gæðum i sambandi við söguþráð eða handrit, enda er það sjálfsagt besta lausnin fyrir Van Damme. Honum er margt betur gefið en að fara með dramatískan texta. Hættuspil (Maximum Risk) er engin und- antekning hvað varðar litt merkilegan sögu- þráð og slakt handrit en nú bregður svo við að fenginn hefur verið leikstjóri frá Hong Kong, Ringo Lam og sá kann nú aldeilis til verka í þeim flölda áhættuatriða sem er að fmna i myndinni. Er greinilegt að þama er enginn byrjandi á ferðinni í þeim efnrnn. Af miklu öryggi stýrir hann Van Damme í gegnum hvert hasaratriðið af öðru með miklum tilþrifum og sá mikli hraði og sérlega vel sviðsett atriðin gefa myndinni aukið gildi. Van Damme í hlutverki fyrrum leyniskyttu franska hersins er nákvæm- lega eins og hann hefur verið i síðustu myndum sínum, eini munurinn er að nú þarf hann ekkert að eiga í erfiðleikum með amerískan hreim, getur státað af sínum eigin. Hann stendur sig vel í áhættuatriðum eins og fyrri daginn en verður eins og vélræn brúða þegar hann þarf að sýna tiifinning- ar. Hættuspil er tvímælalaust ein af betri myndum Van Damme. Það er þó alls ekki honum að þakka heldur leikstjóranum, Ringo Lam, sem virðist oft hugsa fýrir hverju smaátriði. Leikstjóri: Ringo Lam. Handrít: Larry Ferguson. Kvikmyndataka: Alexander Gruszynski. Tónlist: Robert Folk. Aðalleikarar: Jean-Claude Van Damme, Natasha Henstridge, Jean- Hugues Anglade, Zack Grenier og Stephane Audran. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Karlsson L Skuggi í Laugarásbíói: Gegn spillingu og grimmd Billy Zane leikur teiknimyndahetjuna Skugga í samnefndri kvikmynd. Þeir sem fylgst hafa með teikni- myndasögum í dagblöðum og tíma- ritum vita allir hver Skuggi er en allt frá því Lee Falk skapaði þessa teiknimyndahetju árið 1936 hafa æv- intýrin um Skugga birst í yfir 500 blöðum í heiminum. Sagan um Skugga byrjar fyrir 400 árum þegar ættfaðir Skugganna ákveður að berjast gegn öllu því illa sem þrífst í heiminum. Síðan hefur sonur tek- ið við af föður og Skuggi nútímans er ekkert ööruvísi en forfaðir hans í hugsun og hetjudáðum. í leiknu kvikmyndinni Skuggi (The Phantom), sem Laugarásbíó frumsýndi í gær, er helsti óvinur- inn Xander Drax sem hefur mikinn áhuga á því að eignast mikil verð- mæti sem falin eru í frumskógum á eyjunni Bengalli. Hann fer með liðs- menn sína til eyjunnar og það sem átti að vera auðveldur stuldur verð- ur að óvinnandi þraut þegar þeir komast að því að verndari eyjunnar kann ráð við öllum þeirra véla- brögðum, en vemdarinn er að sjálf- sögðu Skuggi. Með hlutverk Skugga fer Billy Zane en í öðrum hlutverkum eru Treat Williams, Kristy Swanson, Catherine Zeta Jones, James Rem- ar, Samantha Eggar og Patrick Mc- Goohan. Leikstjóri er Ástralinn Simon Wincher sem hefur lengi starfað vestan hafs en til Bandaríkj- anna fór hann eftir að hann hafði leikstýrt verðlaunamyndunum The Man from Snowy River og Phar Lap. Meðal kvikmynda sem eftir hann liggja má nefna Free Willy, Lightning Jack, Operation Dumbo Drop, Quigley down Under, Harley Davidson & The Marlboro Man og hin rómaða mínisería, Lonesome Dove. Billy Zane, sem leikur Skugga, fæddist og ólst upp í Chicago. Hann hefur leikið í sextán kvikmyndum frá því hann vakti fyrst athygli í ástralska tryllinum Dead Calm. Myndimar sem hann hefur leikið í eru allt frá versta b-myndadrasli upp í úrvalsmyndir á borð við Or- lando, Memphis Belle, Back to the Future II og Only You. Þá lék hann gestahlutverk í sex þáttum í hinni vinsælu sjónvarpsseríu Twin Peaks. -HK Kevin Bacon leikstýrir í byrjun desember verður fmmsýnd fyrsta kvikmyndin sem Kevin Bacon leikstýrir, Losing Chase. í fyrstu átti myndin að- eins að vera fyrir sjónvarp en hún vakti það mikla athygli að hún verður sýnd í kvikmynda- húsum. I myndinni leikur Helen Mirren húsmóður sem er sett á spítala eftir að hafa fengið taugaáfall. Þegar hún kemur heim neitar sonur hennar að tala við hana og eiginmaðurinn hefur ráðið fallega bamfóstra. Beau Bridges leikur eiginmann- inn og Kyra Sedwick barnfóstr- una en hún er eiginkona Kevin Bacons. Jerry Maguire Tom Craise er, eins og eigin- konan Nicole Kidman, í frumsýn- ingarklæðum í desember. 13. des- ember verður nýjasta kvikmynd hans, Jerry Maguire, frumsýnd og kveður við annan tón hjá Cruise en í síðustu myndum hans. Um er að ræða róman- tíska gamanmynd um umboðs- mann íþróttamanna sem skyndi- nlega er rekinn frá stóru umboðs- mannafyrirtæki. Meðleikarar Craise era Cuba Cooding jr., Renee Zellweger og Kelly Preston. Leikstjóri og handrits- höfundur er Cameron Crowe. Allir segja að ég elski þig Það eru margir sem bíða spenntir eftír að sjá nýjustu kvik- mynd Woody Allens, Everyone Says I Love You en hún veröur frumsýnd 6. desember. Ástæðan er að um söngleik er að ræða. } Þótt ekki hafi spurst mikið út um innihald myndarinnar þá er vitað hvað lögin heita og þar má nefna Cuddle Up a Little Closer og Chinatown, My Chinatown. Sem fyrr er fjöldi þekktra leikara í vinnu hjá Allen. Auk hans sjálfs leika Julia Roberts, Alan Álda, Goldie Hawn og Drew Barrymore í myndinni. lémawtískw aldamétastlll Húsgagnaverslanirnar vinsælu „The Bombay company" hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum. Verslunin Colony getur nú boðið sömu vörur á íslandi. Gullfallegar kommóður, marmara-smáborð, sófaborð og fleiri gerðir. Óskajólagjöf konunnar: skartgripakommóða eða dömuskrifborð/snyrtiborð. Ennffemur fallegar gjafavörur og íslenskir listmunir Laufásvegi 17 - símar 562 4510 - 562 4513 Afgreiðslutími fylgir miðbæjarverslununum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.