Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 40
56 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 Sjóstangaveiði er skemmtilegt sport: Gjöful mið gera gæfumuninn kvæðan hátt um sjóstangaveiði hér við land,“ segir Gísli. Blaðamaðurinn, sem brá sér til Is- lands, lýsir því á fjálglegan hátt að fiskimiðin við ísland séu algert gósenland fyrir sjóstanga veiðimenn. Víða við Bret- land verða menn varla varir, en öðru máli gegn- ir um miðin við ísland. í frásögn blaðamannsins var úr Akraneshöfn hafi verið stoppað á fyrsta veiðistaðnum. „Ég hélt að báturinn hefði bilað úr því stöðvað var svo skjótt. En strax var hafist handa við veiðam- ar og færið varla komið út- byrðis þegar steinbítur beit á. Næst þegar færi var dýft í sjó kom ýsa á færið og eftir 15 mínútur vora fjórar fisktegundir komnar á dekk, en þó enginn þorskur. . . . Stuttu síðar var siglt í nokkrar mínútur á þorskmið og þar vora dregnir óteljandi golþorskar," segir blaðamaðurinn meðal annars í greininni. Alveg verðsins virði Blaðamaðurinn ræðir verðlag hér á landi. Gistingu á Akranesi er hægt að fá á rúmar 2.200 kr. nóttina og fiskitúrinn kostar um 3.400 krón- ur á mann ef báturinn er pantaður með fyrirvara. í ferðabæklingi Eld- ingar II er boðið upp á þriggja tíma sjóstangaveiði á 4.000 krónur á mann en einnig er hægt að panta jafnlanga ferð með viðkomu á veit- ingahúsi þar sem menn geta fengið að snæða gómsæta rétti úr aflanum og þá er verðið 6.000 krónur á mann. Blaðamaðurinn segir í greininni að þrátt fyrir að ísland sé frekar dýrt land þyki honum það lítið gjald að borga þessar upphæðir fyrir svo ríkulega veiði. „Getið bara hver ætl- ar aftur til íslands næsta sumar í sjóstangaveiði?“ segir blaðamaður- inn í niðurlagi greinarinnar. Greinin hlýtur að hafa mikið aug- lýsingagildi. Ljóst er að ísland er komið á landakortið hjá erlend- um áhugamönnum um sjóstangaveiði, en fjölmargir fs- lendingar virðast ekki hafa hug- mynd um hve auðvelt er að stunda þetta skemmtilega sport. íslendingar sjálfir þurfa ekki að hafa eins mikið fyrir hlutunum. íbúar af höfuðborgarsvæðinu geta skellt sér í Akraborgina og það tekur eina klst. að sigla til Akraneskaupstaðar. Síðan liggur leiðin í sjóstangaveiðina og heim aftur með ferjunni síðari hluta dagsins. Það skal þó tekið fram að sjóstangaveiðin er ekki stund- uð yfir háveturinn, en hefst snemma á vorin og stendur fram á haust. -ÍS Sjóstangaveiði er sport sem nýtur vaxandi vinsælda hér við land og ís- lendingar jafnt sem útlendingar era að vakna til vitundar um tilvera þess. Ferðaþjónustuaðilar víða um land eru farnir að bjóða upp á sjóstangaveiði og er það yflrleitt á stöðum við gjöful fiskimið. Sjó- stangáveiði hefur til dæmis verið stunduð í fjölmörg ár frá Akranesi og Dalvík. Sjóstangaveiðin hefur þá kosti fram yfir ferskvatnsveiðina að mun meira fiskast, svo fremi sem fiskað er á gjöfúlum miðum. Er- lendis er sjófiskveiði mjög virðuleg íþrótt eða áhugamál. Gefín era út vegleg tímarit sem fjalla um sjófisk- veiði af stöng og iðk- endur skipta hund- raðum þúsunda. Eitt útbreiddasta tímarit- ið er „Sea Angler" sem gefið er út í Bretlandi. í síðasta tölublaði er þriggja síðna lof- grein um sjóstanga- veiði frá Akranesi. Greinarhöfundur brá sér i sjóstanga- veiði með bátnum Eldingu H, sem Gísli B. Ámason er í for- svari fyrir. „Ég fékk sent nóvemberein- takið af Sea Angler um daginn og þar blasti þessi grein við mér. Það er ekki hægt að segja annað en að hún fjalli á já- Áning 1997: Ferðaþjónusta eflist í Færeyjum: Tæmandi gistiskrá Handbókin Áning 1997 er komin út en það er ítarleg og stöðluð skrá yfir alla helstu gististaði í landinu. Þar era margvíslegar upplýsingar í máli og myndum um rúmlega 300 gististaði á Islandi ásamt stað- setningu þeirra á landinu. Ritið Áning er gefið út í 30.000 eintök- um og dreift ókeypis á upplýs- ingamiðstöðvar og alla helstu viðkomustaði ferðafólks í land- inu. Áning hefur nú gerst aðili í Upplagseftirliti Verslunarráðs íslands. Gististöðum hefur fjölgað um 10% frá síðasta ári i handbók- inni og þá aukningu má að mestu rekja til þess að SVG, Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda, bætist við á þessu ári. Gisti- skráin er þvi orðin tæmandi um flesta gististaði landsins. í handbókinni er að finna ljósmyndir af öllum gististöðvum íslands, kort af þeim landshlutum þar sem þá er að finna og einnig alþjóðleg táknmerki um þá þjónustu sem hver staður veitir. Meðal nýjunga má nefna að Áning er nú komin með heima- síðu á netinu og þar er að finna upplýsingar um gististaðina og þjónustuna en myndir og kort vantar. Heimasiða Áningar er: http://www.mmedia.is/aning og netfang: aning@mmedia.is Útgefandi og ritstjóri Áningar er Þórður Sveinbjörnsson. Fiskveiðar Færeyingar hafa glímt við erfíðan efnahag megin- hlutann af þessum áratug. Efnahagslífið virðist þó vera að ná sér á strik á ný og fyrir því eru nokkrar ástæður. Fiskveiði hefur aukist og þriðja mikilvæg- asta atvinnugrein Færeyinga, ferðaþjónustan, blómstrar nú sem aldrei fyrr. Mikil vinna hefur verið lögð í að kynna eyjamar sem álitlegan kost fyrir ferðamenn enda hafa eyjarn- ar upp á mikið að bjóða. Ferðamenn sækja nú í aukn- um mæli til Færeyja til að prófa fiskveiði í ám og vötnum og hestaferðir um eyjarnar era einnig að ná vinsældum. Finna nýjar leiðir Þeir sem til Færeyja hafa komið vita að þær eru hrjóstragar. Trjágróður finnst varla á eyjunum og flatlendi er nánast ekkert. Færeyingar uppgvötvuðu þess vegna hve eyjamar eru tilvaldar í fjallahjóla- keppni (mountain biking) sem er orðin töluvert vinsæl meöal þeirra sem stunda þá erfiðu íþrótt. Siglingar um eyjarnar hafa um árabil verið í boði fyrir ferðamenn og greinarhöfundur þekkir það af eigin raun að það er ógleymanleg skemmtun. Klettar og hamrar í eyjimum era allhrikalegir og í sumum þröngum gilum og hellisskútum er hægt að upplifa mjög skemmtilegan hljóðburð eða bergmál. Næsta sumar ætla Færeyingar að skipuleggja siglingar á kvöldkonserta í hellis- skútum þar sem hljómburðurinn er engu líkur. Hægt er að verða sér úti um upplýsingar hjá Smyrli eða jafnvel panta sér einhverjar slíkar ferðir. Vegir í Færeyjum era mjög góðir, betri en íslend- ingar eiga að venjast. Nýlega opnaði bflaleigan Hertz útibú á eyjunum með höfuðstöðvar í Þórshöfn. Menn geta því leigt sér bíla til skoðunarferða um eyjarnar en afkastamiklar bílaferjur sjá um flutning á milli stærstu eyjanna. Mikil aukning hefur átt sér stað í ferðaþjónustu Færeyja. Um 30.000 manns hafa þegar heimsótt eyj- arnar á árinu en það er um 12% aukning frá síðasta ári. Komum skemmtiferðaskipa hefur einnig íjölgað mjög. Það sem af er þessu ári hafa 26 skip komið en vora 16 í fyrra. Tekjur eyjarskeggja af ferðaþjónustu eru nú 7% af Færeyjar eru allhrjóstrugar en að sama skapi fallegar og hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn. DV-mynd ÍS heildartekjum og ferðaþjónusta þvi þriðja stærsta at- vinnugreinin. Stefnt er að því að árið 2002 verði fjöldi ferðamanna kominn yfir 50.000 manna markið og tekjurnar þá 12-15% af heildartekjum eyjaskeggja. -ÍS og fjallahjól Flugöryggi ábótavant Flug yfir mestan hluta Afríku er mjög ótryggt, að áliti alþjóða- samtaka flugmanna. Alþjóða- samtökin segja að það sé ein- ungis tímaspursmál hvenær fréttir berist af alvarlegum óhöppum ef ekki verður eitt- hvað gert til að bæta úr ástand- inu. Á undanfórnum árum hafa komið upp æ fleiri tilvik þai- sem legið hefur við árekstrum og oftast nær hafa það verið flugmennirnir sjálfir sem hafa komið í veg fyrir árekstra en ekki flugumferðarstjórarnir. Metgróði í Kína Ferðamannaþjónusta í Kína blómstrar sem aldrei fyrr. Ára- tugum saman höfðu stjómvöld i Kína lítinn áhuga á því að hleypa ferðamönnum inn í landið en nú hefur orðið gjör- breyting á, enda fást gífurlegar gjaldeyristekjur af ferðamönn- um. Straumur ferðamanna til landsins í ár virðist ætla að verða 10% meiri en á síðasta ári og þeir eyða meiru i ár. Arð- urinn er 15% meiri en á síðast- liðnu ári. 1 Aðhald í kjölfar aukins fjölda ferða- manna til Kina reyna stjórn- völd að veita ferðaþjónustufyr- irtækjum landsins aðhald. í síð- ustu viku voru settar nýjar reglur um gjaldtöku af ferða- mönnum en yflr 5.000 ferða- skrifstofur eða þjónustufyrir- tæki era starfandi í landinu. Þau fyrirtæki sem verða uppvís að því að svindla á fex-ðamönn- um og setja upp of hátt gjald fyrir þjónustuna verða látin sæta þungum fjársektum. Rafmagnslaust Á miðvikudagiim í siðustu viku fór rafmagn af meginhluta neðanjarðarlestarkerfisins i London i tvo og hálfan tíma. Ástæðunnar voru raktar til þess að bilaður gufuketill olli straumfalli. Þúsundir farþega voru tepptar í neðanjarðargöng- unum en neyðarlýsing kom í veg fyrir skelfingarástand. Eng- ar fréttir bárust af slysum á fólki vegna straumfallsins. Óþægir farþegar Samtök ferðaþjónustuaðila í flugi innan Bandaríkjanna hafa birt nýjar reglur um viðbrögð við ólátum farþega í flugi. Drykkjuskapur og skrílslæti farþega hafa færst mjög í vöxt að undanfómu og menn hafa vaxandi áhyggjur af því að það geti ógnað öryggi farþega. Sam- tökin vilja samræma aðgerðir gegn ólátabelgjunum og setja einhver mörk um hve langt far- þegar mega ganga áður en til aðgerða verður gripið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.