Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Page 34
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 50 r 550 5000 IAIec Baldwin meö litlu dóttur- ina Ireland og Kim Basinger á tökustað nýjustu myndar hans í Kanada. Alblóðugur pabbi Alec Baldwin er búinn að ná fóstum tökum á fóðurhlutverk- inu enda ferst það honum jafn- vel úr hendi og öll önnur hlut- verk og nú lyftir hann litlu dótturinni, henni Ireland, og leikur við hana hvenær sem hún er nærri. En eins og menn kannski muna varð Baldwin pínulítið pirraður og fylltist vemdartilfinningu þegar ljós- myndari reyndi að mynda heimkomu dótturinnar fyrir ári, skömmu eftir fæðinguna. Baldwin er um þessar mund- | ir við tökur í nýjustu mynd 8 sinni, Bookworm, í Kanada og I að sjálfsögðu létu mæðgurnar, Kim Basinger og Ireland, ekki hjá líða að stökkva upp í flugvél I og heimsækja pabba á töku- staðnum. í myndinni leikur ; Baldwin mann sem lifir af flug- í-: slys og er blóðugur eftir því. Eins og sjá má á myndinni litur leikarinn svo sannarlega út fyr- ir að standa sig í stykkinu. Litli drengurinn hennar Pamelu Anderson, Brandon, viröist í fljótu bragöi eyöa jafn miklum tíma á tökustaö Baywatch-þátt- anna eins og móöir hans. Pamela reynir aö samræma móöurhlutverkið leikframanum. Hinn ungi Brandon mun stíga sín fyrstu skref í kvikmynda- heiminum innan skamms þegar hann mun veröa meö í þáttum fyrir breskt sjónvarp. attt mll/i him, Smáauglýsingar smáauglýsingum Askrifendur fá aukaafslátt af bókarkafli Bláu trán í Friðheimum eftir Liliane Zilberman Þórð; Fjölvaútgáfan gefur út Bláu trén í Friðheimum eftir Liliane Zilberman Þórðarson en hún giftist íslenskum manni og bjó hér á landi um nokkurra ára skeið. Hér birtast tveir kaflar úr bókinni. Fyrirsagnir eru DV. Hringur í pósti í flugvélinni - ég loka augunum, hverf inn í minn eigin hugarheim. Mig varðar ekki lengur um neitt sem gerist í kringum mig. Ég sé ekkert lengur, finn ekki lengur til, tek ekki lengur eftir neinu, hugsa ekki neitt lengur. Tíminn hefur stöðvast í huga mér í dulinni væntingu einhvers sem mun gerast, einhvers sem ekki er hægt að út- skýra eða skilgreina en er svo yfir sig hamingju- þrungið. Það er alltaf svo miklu auðveldara að lýsa óhamingju sinni en óendanlegri gleði sem maður verður gagntekin af. Ég er ekki ein, ég er ekki lengur ein. Einhver - einhvers staðar hugs- ar til mín og ég til hans. Allt er breytt, allt verð- ur svo miklu notalegra og ólýsanlegra. Fyrstu dagana eftir heimkomuna fara mér að berast bréf frá Njáli, eitt af öðru. Það dugði sann- arlega að senda honum kúlupennann. Hann skrif- ar mörg bréf á dag (því miður hef ég ekki haldið þeim saman og harma það mjög). Og enginn kann betur en hann að tjá tilflnningar sínar og hug- hrif, þakklæti sitt til forsjónarinnar fyrir að hafa fundið honum lífsförunaut drauma sinna sem verður hluti af lífi hans, stendur við hlið hans til að hjálpa honum við að gera áform sín að veru- leika, stofna heimili og eignast fjölskyldu í yndis- legu umhverfi friðarins að ógleymdu öllu þvi hugsjónagildi sem hann vill gefa lífi sínu. Allt þetta tengist miklum hlýhug, svo sterkri og ein- lægri ást. Honum finnst að í mér finni hann stoð og styttu, manneskju sem hafi skilning á hug- myndum hans, gefi honum ráð og hvatningu. Njáll er trúaður maður, þótt hann hafi ekki játast neinum trúarbrögðum. Hann telur þessi kynni okkar skipta okkur bæði höfuðmáli í þeim sam- eiginlega ásetningi að deila í framtíðinni sömu örlögum. Brottnám eða brúðarrán? Að lokum, þremur mánuðum eftir að við kvöddumst í Reykjavík, fæ ég sendan trúlofunar- hring, ígildi bónorðs. Hann líkist venjulegum gildum giftingarhring, með litlum tígullaga roða- steini greyptum I miðjuna. Skímarnafn Njáls er grafið innan í hringinn. Hans hringur er ná- kvæmlega eins, nema hvað mitt skírnamafn er grafið innan í hann. Ég dreg hann léttilega á vinstri baugfmgur minn. Ég er í uppnámi. Hrærð og hrifin, algerlega heilluð, horfi ég á framrétta hönd mína með hringnum, sem nú bindur mig sem hlekk í samfelldri keðju, þessum íslendingi sem nú er unnusti minn og lífsförunautur. Ég sný lófanum upp eins og þegar maður er reiðubúinn að fóma öllu og ég bíð stolt, róleg og hamingju- söm eftir dómi örlaganna. Það er erfitt að stand- ast slíka ástaijátningu, og ég stenst hana ekki. Ég er svo sannfærð um styrk hans, einlægni og ást í þessum sáttmála. Og ég ákveð að innsigla heit mitt gagnvart tilvonandi eiginmanni mínum í hans eigin landi, mitt úti í auðninni. Ákvörðun mín kemur innan frá eins og lýsandi sannleikur um vonir og óskir, sem nú skulu verða að vera- leika. Og ég er ekki í neinum minnsta vafa. Ég hef það á tilfinningunni, að fólk sem ég mæti á götunni snúi sér við til að horfa á mig, undrandi yfir hvað ég geisla af innilegri hamingju. Mig langar til að hrópa til þeirra hlæjandi: Það er allt í lagi, skuluð þið vita, ég er að fara að giftast ljós- hærðum og bláeygum íslendingi. Þið skiljið það auðvitað ekki, ekki ég heldur - ég skil það ekki. Vist er það furðulegt, en satt! Ég er svo hamingj- usöm! Svar mitt til Njáls er einfalt: Já, auðvitað, af öllu mínu hjarta. En nú stend ég frammi fyrir því að ég verð að lyfta hulunni og segja nánustu fjölskyldu minni frá leyndarmálinu. Ég boða komu mína til Pri- vas. Mér þætti miður ef þetta þyrfti að valda mis- klíð milli mín og foreldra minna, sem mér þykir svo vænt um. Undran þeirra er alger og blandin kvíða: „Er þetta eitthvert brottnám eða brúðar- rán eins og gerðist á öldum áður?“ spyr faðir minn, öldungis furðu lostinn, eins og til að snúa málinu upp í grín. En hann finnur strax, að þetta er mikiö alvörumál af minni hálfu, og hann ger- ir enga tilraun til að telja mér hughvarf. Hann hlustar með athygli á skýringar minar og rök, sýnir mér í senn trúnaðartraust og er órólegur yfir því hvernig komið er. Verst líst honum á ald- ursmuninn en spyr mig fyrst, hvort Njáll viti, að ég er Gyðingur og einnig hvort hann muni leyfa þeim, foreldram mínum, að hitta hann fyrir gift- inguna. Og hversvegna þennan ógnarflýti? Mamma tekur þetta nær sér, verður hneyksluð yfir bráðræði mínu. Hún miklar fyrir sér öll þau vandamál sem hljóti að koma upp á milli tveggja einstaklinga svo ólíkrar menningar, þjóðfélags- stöðu og svo mikils aldursmunar. - Ég verð að finna einhver skynsamleg svör til að draga úr áhyggjum þeirra. Fyrstu spurningu pabba höfð- um við Njáll raunar rætt fram og aftur. Trúmál- in eru pabba áhyggjuefni. Þótt hann sé mjög um- burðarlyndur, opinn og veraldlegur í hugsun, þá þætti honum miður, ef böm hans yrðu að gang- ast undir önnur trúarbrögð, sem neytt væri upp á þau. Mun reynast vel Að sjálfsögðu mun ég kynna Njál fyrir foreldr- um mínum, enda hefur hann boðað komu sína til Frakklands í lok september - eftir einn mánuð. Mamma stillir sig fljótt inn á bylgjulengd pabba, Paradís Njáls og Liliane í Friðheimum. tekur undir viðhorf hans og niðurstöður. Sam- band okkar Njáls er annað og meira en augna- bliks ástarblossi sem slokknar fljótt eins og hvert annað óvitaæði. Hann sver mér í bréfum sínum, að hann sé viss um tilfínningar sínar. Ég bendi foreldram mínum líka á að hann hafi ekki orðið ástfanginn af mér við fyrstu sýn, né heldur hafi ástinni lostið niður í okkur sem eldingu. Þvert á móti hafi hún þróast smám saman, með því að tjá sig og tala saman, vinna saman, horfa í sömu átt- ina. Ég legg áherslu á að hann sé líka svo íhugull maður, alvöragefinn og hreinskiptinn, ekki lík- legur til að stíga nein víxlspor. Því sé nú eins háttað með okkur bæði, aö hjá okkur sé ekki lengur um neitt hik eða efasemdir að ræða. Við höfum hist, kynnst, skilið hvort annað - fundið hvort annað. Mér finnst, að ég geti verið stolt af því að vera elskuð og virt af slíkum manni sem vill einlæglega skapa mér hamingjusamt líf. Gér- ard bróðir minn hvetur mig líka til að láta ástina ráða ferðinni og ekkert annað hafa áhrif á mig. Kringumstæðurnar séu þannig að ástæðulaust sé fyrir okkur að bíða lengur. Njáll hefur nú unnið einn í fimm ár að undirbúningi draumaverkefnis síns. Hann ætlar nú í fyrsta skipti að taka sér langt frí. Sjálfur ætlar hann að gera frumdrög að íbúðarhúsi, svo að arkitektinn geti hafist handa við fullnaðarteikningu. Hversvegna þá að bíða? Við vitum bæði, hvað við erum að gera og tökum sjálf á okkur alla ábyrgð. Hann hefur meiri reynslu en ég, og ég ber fullkomið traust til hans. Ég finn, að kvíði kemst ekki lengur að og allt mitt innra líf uppljómast af fognuði og friði. Ég get ekki látið spurningar um trúarskoðanir, kynþátt eða þjóðfélagsstöðu spilla hér fyrir okkur. Sjálf giftingin er nú ekki nema formsatriði, við erum þegar svo nátengd hvort öðra. Foreldrar mínir skilja ekki ensku, svo að ég verð að þýða fyrir þau bréfið sem Njáll sendir þeim persónulega sem svar við heimboði þeirra: „Kynni okkar urðu eins og eitthvað sem ég hafði lengi beðið eftir. Þar er Ástin allsráðandi, hin sanna Ást. Og ég bið ykkur að trúa, að þegar ég segi Ást, þá þýðir það annað og meira en sá venjulegi skilningur, sem lagður er i orðið. Ég segi það af einlægni, okkar í milli. Ef ég vildi að- eins fá mér einhverja konu, þá væri ég kvæntur fyrir löngu. Það er heldur ekki ástæðan fyrir því að ég elska Liliane. En það er svo erfitt að út- skýra þetta með orðum. Því að þessari ást get ég ekki lýst nema fara að tjá mig með þeim sterku tilfinningum, sem koma frá djúpum sálar minn- ar. Fyrir mér er Liliane sú fyrsta og einasta. En hversvegna það er svo, get ég ekki útskýrt með orðum. Ég hafði aldrei búist við því, að ég myndi kvænast franskri konu eða af Gyðingaættum". (Hér hugsaði ég með mér: Bjóst ég kannski við að giftast íslendingi? - Nei, aldrei! - Hvar hefði ég líka átt að fiska hann upp?) „Vera má að við get- um ekki orðið alveg sammála um þetta, en við höfum oft sagt það okkar í milli, að við getum leyst allan vanda með einu töfraorði: Ást! Hitt þykir mér leitt, að hafa e.t.v. valdið ykkur og minni elskulegu Liliane angri með óðagoti mínu, en það er mér víst dálítið eðlislægt. Ég vil, að hlutirnir hreyfist, jafnvel þótt það geti komið mér úr jafnvægi, og ég hafi kannski ekki hugsað mál- ið nógu vel. Hvað sem því líður, þá fullvissa ég ykkur um, að ég mun reynast dóttur ykkar vel, þegar við verðum gift. Ég verð ekki aðeins eigin- maður hennar, heldur um leið náinn vinur, ef ég má nota það orð. Hún skal aldrei þurfa að iðrast þess að hafa treyst mér. Með einlægum þökkum fyrir dóttur ykkar, mína hjartans Ást.“ Njáli svarað Ég get ekki sett mig fullkomlega í spor foreldra minna, en ég veit, að undir yfirborði hófstilltrar rósemi er þeim niðri fyrir mjög órótt. Þó bragð- ust þau mjög vel við bréfí Njáls. Og faðir minn svarar honum um hæl. Samband okkar pabba var mjög náið, ekki síst eftir að bróðir minn fór að heiman til náms í París. Hann tók föðurskyld- una alvarlega og byrjaði allt í einu á því að reyna að útskýra lífsreynslu sína frá öllum hliðum, við- horf sín til læknisstarfsins, til stjómmála, til ákveðinna lífsskoðana og yfirleitt að ræða við mig um hugleiðingar sínar á sem flestum sviðum. Ég tók auðvitað eftir þessu og leit á það sem ákveðna en milda ábendingu eða skilaboð frá hans hendi til framtíðarinnar, til komandi kyn- slóða, sem hann vildi miðla sinni reynslu. En með þessu sýndi faðir minn, sem annars er frjáls- lyndur hugsuður, einlægur og heiðvirður, að hann vildi virða hina gyðinglegu hefð arfleifðar- innar. Og nú skrifaði hann Njáli: „Sem svar við vinsamlegu bréfi yðar vil ég segja, að ég held að við getum orðið á eitt sáttir og skilið hvor annan. I uppeldi bama minna hef ég tamið þeim frjálsa hugsun. Þeim hefur ekki verið innrætt nein kenning eða kredda, sem þau skyldu lifa eftir. Þau verða að velja sjálf. Óbund- in og ábyrg eiga þau að geta aðlagað sig aðstæð- um hvar sem er. Við viljum virða skoðanir ann-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.