Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 58
74 jfvikmyndir "w "f& LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 r Bíóborgin: Saga af morðingja Bíóborgin hefur tekiö til sýning- ar Sögu af morðingja (Killer: A Jo- umal of Murder) en í henni leikur James Woods dæmdan morðingja og er sagan byggð á raunveruleg- um atburðum. Morðinginn Carl Panzram var handtekinn fyrir smábrot en meðan hann sat inni játaði hann á sig 21 morð og var tekinn af lífi vorið 1930. Myndin segir frá fangaverðinum Henry Lesser sem hefur háleitar hugmyndir um starf sitt í byrjun. í fangelsinu hittir hann fyrir fang- ann Carl Panzram sem situr inni fyrir smábrot. Carl er allt sem Henry er ekki, samviskulaus og fullur af heift út í alla. Þrátt fyrir ólík viðhorf kynnast þeir og Henry skynjar að Carl langar til að segja frá lifshlaupi sínu en hefur hvorki blýant né pappír. Henry telur að það sé gott fyrir Carl að létta á samviskunni og hjálpar honum um skriffæri og pappír og verður það að venju hjá þeim að Henry kemur með blað á kvöldin og tek- ur það síðan útskrifað morguninn eftir. En þegar Henry les það sem Carl hefur skrifað fer hann að ef- ast um að þetta hafi verið rétt af honum. í skrifum sínum játar Carl nauðganir og morð, svo eitthvað sé nefnt. James Woods leikur fangann Carl og Robert Sean Leonard leik- ur Henry. Aðrir leikarar eru Ellen Greene, Carla Buono, Steve Forrest og Robert John Burke. Leikstjóri er Tim Metcalfe en framleiðandi er Oliver Stone. Tim Metcalfe, sem einnig skrif- ar handritið, kom til Los Angeles á síðari hiuta áttunda áratugarins og vann við ýmis störf meðan hann reyndi að finna vandrataða leið til kvikmyndaframleiðenda. Loks tókst honrnn að selja handrit, Revenge of the Nerds, og þar sem myndin náði miklum vinsældum voru honum nú margar leiðir opn- ar og skrifaði hann nokkur hand- rit, meðal annars Kalifornia og There’s a Riot Going on. Saga af morðingja er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. -HK James Woods leikur moröingj- ann Carl Panzram. Það tók nærri tuttugu ár að fullgera kvikmynd upp úr hinum vinsæla söngleik Andrews Lloyds Webbers, Evitu, en loks þann 9. mars síðastliðinn stóð Madonna á svölum Casa Rosada, forsetahall- arinnar í Buenos Aires, þar sem Eva Peron hélt eitt sinn ræðu og söng Don’t Cry for Me Argent- ina fyrir þúsundir manna sem voru komnar til að berja augum poppgyðjuna sem hafði verið valin tii að leika Evu Peron í Evitu. Madonna hafði verið flutt með þyrlu til forsetahallarinnar þar sem forsetinn Carlos Saul Menem tók á móti henni og saman borðuðu þau kvöldverð. Það var Madonna sem hafði þrýst á forsetann um að fá að standa í sporum Evu Peron á svölunum. Það er mikil spenna í loftinu vegna frumsýn- ingar á Evitu sem verður í Bandaríkjunum á jól- unum. Madonna lagði allt undir til að fá hlut- verkið og má segja að frammistaða hennar í myndinni ráði úrslitum um það hvort hún eigi einhverja framavon í kvikmyndaheiminum. Sagan á bak við gerð kvikmyndarinnar Evitu er eins og æsispennandi skáldsaga þar sem stríð á milli manna, pólitík og peningar leika stórt hlutverk. Ekki hefur það verið til bóta að höfund- amir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice hafa varla talað saman í fimmtán ár. Ken Russell fyrst orðaður við Evitu Fyrstu heimildir um að verið sé að undirbúa kvikmynd gerða eftir söngleiknum vinsæla Evitu er að finna í The Hollywood Reporter frá árinu 1981. Þar segir að Ken Russell hafi verið ráðinn leikstjóri og söngkonan Kim Wilde leiki Evu Per- on og Barry Gibb Che Guevara. Ekkert varð úr að Ken Russell gerði kvikmyndina þá né síðar og á næstu árum komu sams konar tilkynningar með föstu millibili og það voru margir leikarar og söngvarar orðaðir við Evitu. í eitt skiptið var fullyrt að John Travolta og Olivia Newton-John væra farin í búningaprufu fyrir hlutverk Evu og Che og þá átti Elton John að leika Peron forseta. Eitt sinn var ítalski leikstjórinn Franco Zefferelli kominn með hugann við Evitu og var þá sagt að hann hefði Diane Keaton og Sylvester Stallone í huga í aðalhlutverkin. Sá sem þrjóskaðist mest var þó Robert Stigwood, ástralski tónlistarjöfurinn sem hafði fjármagnað kvikmyndagerð á Jesus Christ Superstar eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Söngleikurinn Evita var frumsýndur 1978, bæði í London og á Broadway, og varð óhemjuvinsæll svo það var ekki að undra að EMI-fyrirtækið, sem Stigwood átti í, keypti kvikmyndaréttinn á 7,5 milljónir dollara. En þegar fyrirtækjasamsteypan Thorn tók yfir EMI var Evita eitt af þeim verkefnum sem slátrað var. Stigwood fór yfir til Paramount og þar á bæ keyptu þeir réttinn. Fyrstur til að vera í umræðunni sem leik- stjóri var Michael Cimino en eftir ófarimar með Hea- ven’s Gate þóttist enginn þekkja hann lengur og hvarf hann fljótt úr um- ræðunni. Stigwood vildi Ken Russell enda höfðu þeir unnið saman við að gera Tommy og var Stigwood ánægður með þá samvinnu. Var ákveðið að hega tökur í ársbyrjun 1982 á Spáni. Webber og Rice vildu að Elaine Page léki Evu Peron en hún hafði leikið hana á sviði í London. En það var of mikill biti fyrir Paramount að kyngja sem neitaði að setja peninga í myndina ef Paige ætti að leika Evu: „Þeir vildu stórstjömu í hlutverkið," var haft eftir Rice og ekki nóg með að Hollywood vildi ekki Paige, Russell, sem hafði lokið við að skrifa handritið (það fyrsta af mörgum sem skrif- uð hafa verið), var einnig á móti Paige, nú vildi hann Lizu Minnelli og var sett á hana ljós hár- kolla og hún prufuð. Þegar Robert Stigwood frétti af þessu tiltæki rak hann Russell og Lloyd Webber og Tim Rice önduðu léttar, vora aldrei jafn hrifnir af Russell og Stigwood var, Rice sagði meira að segja að Ken Russell hefði öragglega eyðilagt verkið. Áhuginn minnkar Nú gerðist það að tveir söngleikir, sem urðu að rándýrum kvikmyndum, Annie og Pennies From Heaven, urðu stóru kvikmyndafélögunum dýr öx- ull að bera, báðar myndimar kolféllu. Um leið minnkaði áhugi Hollywood á söngleikjum og Evita var því sett i salt. Á næstu árum vora samt nokkrir leikstjórar orðaðir við Evitu. Má þar nefna Herbert Ross, Richard Attenborough og Francis Ford Coppola og vora margir leikarar nefndir en það fór svo að Tim Rice sagði I árslok 1984 að það virtist sem enginn hefði raunveraleg- an áhuga lengur á að gera kvikmynd eftir Evitu þótt hann væri sannfærður um að hægt væri að gera góða kvikmynd úr söngleiknum. Robert Stigwood, sem haföi flúið til skattapardisarinnar á Bermuda, gaf þó aldrei upp vonina um að kvik- mynda Evitu og var alltaf að viðra nýjar og nýjar hugmyndir. Madonna kemur til sögunnar Stjama Madonnu steig hratt um miðjan ní- unda áratug- inn og háaloft, svo að vægt sé tekið til orða tekið og þeg- ar Madonna rauk út af fundinum sagði hún Stone vera svín sem engan skilning hefði á verkinu. Út úr myndinni fór Madonna og inn kom Meryl Streep. „Hún er ekki bara stórkostleg leikkona, hún getur sungið," sagði Robert Stigwood í hrifn- ingarkasti yfir að búið væri að fá Streep til að leika Evu Peron. Aldrei varð þó úr að kvikmyndin yrði gerð með Meryl Streep. Nú kom að því að Weintraub fyritækið varð nærri gjaldþrota og lagði ekki í að gera kvikmynd upp á 40 milljónir dollara. Á með- an Meryl Streep var í tangótímum hjá Paulu Abdul hóf Stone að gera The Doors og aftur var Evita komin í biðstöðu. Alan Parker kemur til sögunnar Oliver Stone gaf þó ekki Evitu alveg frá sér frekar en Robert Stigwood. Árið 1993 tilkynnti hann að nú væri allt á lokastigi í undirbúningn- um og í aðalhlutverkum yrðu Michelle Pfeiffer, Antonio Banderas og Raul Julia. Stone hafði farið í heimsókn til Menem Argentínuforseta og þar var honum lofað allri þeirri aðstoð sem unnt væri, meira að segja ætlaði forsetinn að sjá um að 100.000 statistar mættu þegar þess þyrfti við og þegar allt var tilbúið kom áfallið. Michelle Pfeif- fer ákvað að meðan hún væri að ala upp tvö böm sín myndi hún ekki fara út fyrir Bandarík- in til að leika í kvikmynd. Oliver Stone varð al- veg brjálaður og rauk á dyr og sagðist ekki koma nálægt Evitu meira. Nú vora góð ráð dýr, búið að smala 60 milljón- um dollara í kvikmyndagerðina og enginn leik- stjóri og engin aðalleikkona, auk þess lést Raul Julia um þetta leyti. Stigwood og Webber leituðu því á heimaslóðir og til sögunnar kemur Alan Parker, leikstjóri tónlistarmynda á borð við Bugsy Malone, Fame og The Wall. Hann hafði allt Madonna fékk óskahlutverkið. Hér er hún sem Eva Peron í Evitu. Innfellda myndin er af leikstjóra og aöalleikurum, talið frá vinstri: Alan Parker, Madonna, Jonathan Pryce og Antonio Banderas. strax árið 1986 lýsti hún því yfir að hún hefði áhuga á að leika Evu Peron. Og hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur klæddi sig upp sem Eva Peron og heimsótti Robert Stigwood. Hann hreifst og sagði að hún gæti örugglega orðið góð Eva Peron. Andrew Lloyd Webber var ekki eins hrifinn og ekki jókst álitið þegar hann fór að sjá kröfur hennar. Það fóra einnig að renna tvær grímur á Robert Stigwood þegar Madonna í eitt skiptið fór fram á að ný tónlist og textar yrðu settir við myndina. Til sögunnar kom nú Oliver Stone og fyrirtæki sem hann var í samstarfi við Weintraub Enterta- inment. Það keypti réttinn af Paramount með samþykki Roberts Stigwood og Oliver Stone flaug til Argentínu til að skoða aðstæður og við heim- komima sagðist hann vilja gera Evitu þar sem öll Argentína væri bakgrunnurinn. Settur var á fundur með Madonnu og Stone og þar fór allt í frá því hann heyrði um söngleik- inn fyrst haft áhuga og látið vita af því og nú kom í ljós að hann var hvíti riddarinn sem nauð- synlega þurfti. Parker fékk leyfi til að skrifa nýtt handrit og segist hafa haft í huga þegar hann skrifaði handritið þau áhrif sem hann hafi orðið fyrir þegar hann heyrði músíkina fyrst áður en hann sá söngleikinn sjálf- an. Madonna hafði aldrei gefið upp vonina mn að fá að leika Evitu en alltaf var það Andrew Lloyd Webber sem var hindrun- in. En þegar Parker sagðist vilja fá Madonnu í hlut- verkið og Stigwood var sammála gaf hann eftir, enda lítill tími til stefnu. Nú var aðeins eitt vandamál eftir og það var Menem Argentínuforseti. Hann haföi gefið Oliver Stone vini sínum öll loforðin og reyndist Parker hinn erfiðasti þegar hann var heimsóttur. Bjarg- vætturinn í þessum efnum reyndist vera Madonna, nú var hún komin á skrið og sú dama lætur fátt hindra sig. Hún dreif sig til Argentínu seint á síðasta ári og þrátt fyrir áköf mótmæli andstæðinga hennar þar í landi, sem sögðu það helgispjöll að Madonna skyldi leika Evu, þá fékk hún áheym hjá Menem og var það að miklu leyti henni að þakka að loforðin, sem Oliver Stone vora gefm, héldu þegar kom að kvikmyndatöku. Evita verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóla- dag og hafa viðbrögð þeirra sem séð hafa mynd- ina lofað góðu. Þess má svo að lokum geta að að- algítarleikari við upptökur á tónlistinni var Frið- rik Karlsson. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.