Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaaur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@oentrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarbiað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Út úr vítahringnum Gagnleg umræða hefur farið fram um dapurlegt ástand í skólamálum íslendinga eftir að tilkynnt var um niðurstöður alþjóðlegrar könnunar um árangur 12 og 13 ára nemenda í raungreinum. Meðalnámsárangur ís- lenskra nemenda í 8. bekk í stærðfræði setti þjóðina þar sem kunnugt er í 32. sæti af 41 mögulegu. Þessi slaki árangur virðist hafa komið landsmönnum almennt mjög á óvart. Ein ástæðan er vafalaust sú að það hefur ríkt leynd yfir upplýsingum um þann árangur sem kennsla í skólum landsins skilar - eða skilar ekki. Dæmigert þar um er sú staðreynd að fyrir fjórum árum lágu fyrir í menntamálaráðuneytinu upplýsingar um slæma stöðu íslenskra barna í raungreinum, byggð- ar á sérstakri könnun sem gerð var í 5. og 9. bekk grunn- skólans. Ráðuneytið Mlyrðir að niðurstöðurnar hafi verið sendar viðkomandi skólum. Það breytir engu um að ekki var skýrt frá þessum dapurlegu niðurstöðum op- inberlega. Þess vegna hófst almenn umræða um slaka stöðu raungreina í skólakerfinu ekki fyrr en fjórum árum síðar. Ekki kemur á óvart að ýmsir, sem verið hafa áberandi í kjarabaráttu kennara hin síðari ár, vísa sök á ástand- inu frá sér og sínum og fullyrða að orsakirnar séu hjá fjárveitingavaldinu, foreldrum eða þá þjóðfélaginu í heild. Þetta minnir mjög á viðbrögð forystumanna sumra illa rekinna fiskvinnslufyrirtækja sem hafa ára- tugum saman leitað orsaka vandræða sinna hjá öðrum en sjáifum sér. Raungreinakennarar, sem hafa langa reynslu af veru- leikanum innan skólakerfisins, og sumir skólamenn sem komnir eru á efri ár, hafa hins vegar rætt málin af ein- urð og hispursleysi. Þeir hafa lýst þeirri litlu áherslu sem lögð hefur verið á stærðfræði og aðrar raungreinar í skólunum og vakið athygli á þeim hjákátlegu reglum um kennararéttindi sem koma í veg fyrir að góðir fag- menn í raungreinum fái fastar kennarastöður nema þeir eyði fyrst löngum tíma í svokallaða uppeldis- og kennslu- fræði. Jón Hafsteinn Jónsson, sem kenndi stærðfræði í 33 ár við Menntaskólann á Akureyri og Verslunarskóla íslands, lýsti því námi svo í blaðaviðtali: „í lok 9. áratugarins kenndi ég svo með manni sem sótti námskeið í uppeldis- og kennslufræðum. Ég man ekki nákvæmlega hve mikill tími fór hjá honum í að læra um þróun barnsins á fósturskeiði en þegar nám- skeiðið var hálfnað var barnið um það bil að fæðast. Þeg- ar hann hætti í þessu námi, skömmu áður en námskeið- inu lauk, var bamið um það bil að komast af leikskóla- aldrinum. Hann átti að vera að búa sig undir að kenna í framhaldsskóla.“ Þessi lýsing hljómar eins og atriði úr leikhúsi fárán- leikans. Að fagmenn í raungreinum, og reyndar ýmsir aðrir góðir kennarar sem útskrifuðust með kennarapróf áður en þetta ok var lagt á kennarastéttina, þurfi að gangast xmdir nám af þessu tagi er auðvitað út í hött og hefur fælt marga góða kennara frá skólunum. Því ber sérstaklega að fagna ummælum Björns Bjamasonar menntamálaráðherra i DV í gær en þar gagnrýndi hann þá miklu áherslu sem lögð er á svokall- aðar félagsvísindagreinar í kennaranáminu almennt á kostnað raungreinanna: „Þetta gengur yfir grunn- og framhaldsskólana og er eins konar vítahringur sem menn verða að vinna sig út úr,“ sagði ráðherra réttilega. Verulegar breytingar á kennaramenntun, þar sem uppeldis- og kennslufræði er ýtt til hliðar, munu vafa- laust skila sér í bættum námsárangri síðar meir. Elías Snæland Jónsson Einræðistilburðir í framandi skjóli Á liönu hausti hafa orðiö stjóm- arskipti eftir úrslit kosninga í Búlgaríu og Rúmeníu þar sem arf- takar gömlu kommúnistaflokk- anna hafa vikið fyrir miðílokka- handalögum eftir slælega frammi- stöðu við landstjórn. Slikt telst til tíðinda á þeim slóðum og sýna dæmin frá Hvíta-Rússlandi og Serbíu á síðustu dögum hve lýð- ræðislegir stjómarhættir eiga enn erfitt uppdráttar þar eystra, þótt sovétveldið sé hranið. Alexander Lúkasénkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur greinilega leitað fyrirmynda hjá einvalds- herrum millistríðsáranna við að brjóta undir vald sitt stofnanir rikisins. Með þjóðaratkvæði, sem að dómi meirihluta þings Hvíta- Rússlands, jafnt og alþjóðastofn- ana eins og Evrópuráðsins gengur í berhögg við gildandi stjórnar- skrá og lýðræðisreglur, kveðst hann nú hafa tryggt sér stöðu sem er einstök meðal þjóðhöfðingja í Evrópu. Ekki er nóg með að Lúkasénkó hafi framlengt kjörtímabil sitt á forsetastóli um þrjú ár fram til ársins 2001. Það að auki er hann orðinn friðhelgur fyrir lögsóknum um aldur og ævi hvað sem hann aðhefst og skipar ráðherraemb- ætti ævilahgt skyldi honum síðar þóknast að láta forsetastólinn lausan. Lúkasénkó forseti telur sig nú hafa umboð til að stofna nýtt þing í stað þess sem stóð um hríð í vegi fyrir valdabrölti hans, ákveða þar fjölda þingmanna og skiptingu og deildir og skipa hluta þingheims að eigin geðþótta. Þá telur hann sig hafa fengið vald til að skipa að vild hálfan nýjan stjórnlagadóm í stað þess fyrri sem til greina kom að viki forsetanum frá fyrir stjórnlagarof. Fullyrðing Lúkasénkós og manna hans um að 85 af hundraði hvítrússneskra kjósenda hafi tek- Erlend tíðindi Magnús Tnrfi Ólafsson ið þátt í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni og þar af yfir 70 af hundraði goldið stjórnskipunartillögum hans jáyrði er ósannreynanleg. Fyrir atkvæðagreiðsluna vék hann frá yfirmanni landskjör- stjórnar og engir aðrir en stuðn- ingsmenn forsetans fengu að koma nærri framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar og talningu at- kvæða. Þá hefur andstæðingum Lúkasénkós um langa hrið verið meinaður allur aðgangur að fjöl- miðlum. Sama bragði er beitt sunnar í Austur-Evrópu, þar sem Slobodan Milosevic Serbíuforseti virðist einkum reiða sig á einokun á fjöl- miðlum um mestallt landið til að dylja ólgandi óánægju með hvern- ig hann leitast við að ónýta sigur samfylkingar stjórnarandstöðu- flokka í nýafstöðnum kosningum til borgarstjóma. Ríkisfjölmiðl- amir sem Milosevic ræður láta eins og mótmæli með þátttöku allt að 100.000 manna í höfuðborginni Belgrad hafi ekki átt sér stað. Eina óháða útvarpsstöðin, sem að- eins nær til höfuðborgarinnar, er trufluð, og eina útbreidda stjórn- arandstöðublaðinu er meinað um pappír. Úrslit kosninga 17. nóvember urðu þau að samfylking stjómar- andstöðuflokka sigraði í 15 af 18 stærstu borgum Serbíu, þar á meðal Belgrad. Næstu daga lét Milosevic menn sína í kjörstjóm- um og dómstólum lýsa kosninga- úrslitin ógild og efndi til nýrra kosninga sem hann segist hafa unnið. Svar stjómarandstæðinga er að láta ekki lengur við það sitja að mótmæla ógildingu kosningaúr- slitanna heldur að setja á oddinn kröfu um afsögn Milosevic. Með aðförum sínum í borgar- stjórnarkosningunum fer Milos- evic að fordæmi fjandvinar síns, Franjo Tudjmans Króatíuforseta. Hann hefur þverskallast við að leyfa réttkjörnum borgarstjóra úr röðum andstæðinga sinna að taka við embætti í höfuðborginni Za- greb. Sömuleiðis hefur Tudjman lagt drög að því að loka einu óháðu sjónvarpsstöð Króatíu og ber fyrir sig „tæknilegar ástæð- ur“. Einræðistilburðina viðhafa þeir þremenningar allir í trausti þess að framandi stórveldi haldi yfir þeim hlífiskildi vegna valdahags- muna sinna. Tudjman telur sér haldast allt uppi vegna stuðnings Þýskalands við Króatíu sem verk- færi þýskra hagsmuna á Balkanskaga. Milosevic þykist óhultur fyrir alþjóðlegum þrýst- ingi vegna þess að Bandaríkja- stjórn vilji enga áhættu taka á að Dayton- friðarsamkomulagið í Bosníu riðlist. Og Lúkasénkó reið- ir sig á fulltingi Rússlandsstjórnar eftir að hann undirritaði viljayfir- lýsingu um nánast samruna Hvíta-Rússlands við Rússland. Símamynd Reuter Vuk Draskovic, einn af foringjum stjórnarandstöðunnar, á fjöldafundi í Belgrad. skoðanir annarra ____ Bros er ekki nóg f „Á 85 mínútna fundi á sunnudaginn á Filippseyj- um varð ekki augljós árangur af viðræðum Bills | Clintons Bandaríkjaforseta og Jiangs Zemins Kína- forseta um ágreining þann sem ríkir milli landa þeirra. Samt sagði Clinton að fundurinn hefði geng- ið mjög vel og að hann hefði samþykkt gagnkvæm- ar opinberar heimsóknir sem kínversk yfirvöld sóttust fast eftir. Hvers vegna? Var það vegna þess I að Jiang brosti og féllst á að taka þátt í „raunvem- legum viðræðum" og mælti með nálarstunguaðferð til að lækna hæsi CLintons? Hvað hefur breyst? Ef 1 eitthvað er þá eru yfirvöld í Peking farin að kúga þjóð sína enn meira en áður.“ Úr forystugrein Washington Post 27. nóv. Nýtt boð IRA „Þær fregnir hafa borist að írski lýðveldisherinn, / IRA, sé reiðubúinn að boða á ný vopnahlé sem hann | rauf í janúar síöastliðnum gegn því að bresk yfir- völd leyfi Sinn Fein, pólítískum væng IRA, að taka þátt í friðarviðræðunum. Bresk yfirvöld og allir aðrir hafa ástæðu til að vantreysta orðum IRA og fyrirlíta aðgerðir hans. Samt sem áður ætti að íhuga þetta nýja boð vandlega. Ef það er raunveru- legt er það besta tækifærið í næstum því ár til að stöðva ofbeldið og stuðla að árangursríkum samn- ingaviðræðum.“ Úr forystugrein New York Times 27. nóv. Hryggbrotinn biðill „Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenkó, á enga æðri ósk en að land hans verði á ný innlim- að í Móður Rússland sem öldum saman kúgaði þennan bakgarð með harðri hendi. Lúkasjenkó lít- ur á sjálfstæðið frá Moskvu, í kjölfar hruns Sovét- ríkjanna 1991, sem ógæfu. Hann biðlar eins og hryggbrotinn elskhugi til gamla kvalarans en afleitt efnahagsástand Hvíta-Rússlands hræðir meira að segja hörðustu haukana í Moskvu langt í burtu.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 26. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.