Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 IjV Franskir bílstjórar fjarlægja vegartálma Istuttar fréttir Ráðherrar á dauðalista Aðskilnarhreyfing Baska á Spáni, ETA, ráðgerði að myrða innanrikisráöherra Frakklands, Jean- Louis Debre, og fyrirrenn- ara hans Charles Pasqua. Nöfn þeirra fundust á dauöalista ETA. Draga úr spennu Indland og Kina undirrituðu í gær samkomulag sem miöar að því að draga úr spennu á landa- mærum landanna. Havel á sjúkrahúsi Forseti Tékklands, Vaclav Havel, dvelur nú á sjúkrahúsi í Prag þar sem gerð verður aðgerð á lungum hans ■ í byijun næstu viku í rannsókn- arskyni. Losað um stíflu Læknar í Kalkútta á Indlandi Ilosuöu í gær um stiflu í tveimur slagæðum í móður Teresu. Orrustuþotur um kyrrt Bandarísk yfirvöld ætla að láta 8 F-117A orrustuþotur vera um kyrrt í Kúveit, írönum og írökum til viðvörunar. 10 ára fangelsi Stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna dæmdi í gær Kró- ata, sem játaði á sig aðild að fjöldamorðum Bosníuserba á múslímum, í 10 ára fangelsi. Brjóta samkomulag Bosníukróatar brjóta Dayton- friöarsamkomulagiö með því að reka múslíma og Serba frá heimilum sínum í vesturhluta Mostars, aö því er Sameinuðu þjóðirnar greina frá. Opnar bílasýningu Hertogaynj- an af Jórvík, Sara Fergu- son, sem einnig gengur undir nafninu Fergie, opn- aði í gær al- þjóðlega bíla- sýningu í Essen í Þýskalandi á bjagaðri þýsku. Fergie auglýsir nú sjálfsævisögu sína. Hún er í miklum ijárhagskröggum en ekki er vitað hvort hún fékk eitthvað greitt fyrir að koma fram á bílasýningunni. Stúdentar mótmæla Stúdentar í Belgrad héldu áfram mótmælum sínum á göt- um úti i Belgrad í gær vegna meintra kosningasvika. Lögreglustjórar reknir Ríkisstjórn Ungverjalands rak í gær yfirmenn ríkislögregl- unnar og lögreglunnar í Búda- pest fyrir að hafa mistekist að stöðva sprengjutilræði og skotárásir glæpahópa í höfuð- borginni. Reuter Erlendar kauphallir: Metin fuku víða Hlutabréfavísitölur í kauphöllun- um i New York, Frankfurt og Hong Kong settu söguleg met í vikunni. DAX vísitalan í Frankfurt fór í 2817 stig á fimmtudg og Hang Seng vísi- talan í Hong Kong í 13530 stig á þriðjudag. Síðan þá hefur talan lækkað lítillega. Dow Jones í New York náði ellefta sögulega metinu í þessum mánuði sl. mánudag en hef- ur verið á hægri niðurleið síðan. Óttast var að verð á eldsneyti á heimsmarkaði myndi hrapa þegar Irökum var leyft að selja olíu á ný en sú varð ekki raunin nema að litlu leyti. Bensín lækkaði lítillega en hráolíutunnan er enn í kringum 23 dollara. Deyfð hefur ríkt yfir „Norðursjávarmarkaðnum" svokall- aða. -Reuter Vörubílstjórar fiarlægðu vegar- tálma um allt Frakkland í gær eftir að stéttarfélög þeirra undirrituðu samkomulag við atvinnurekendur um að eftirlaunaaldur yrði lækk- aður. Einnig náðist talsverður ár- angur í samningaviðræðunum um launahækkun og styttingu vinnu- tíma. Voru bílstjórar famir að láta hjólin snúast áður en samningavið- ræðunum lauk í París síðdegis í gær. Hryllingssaga bresku Westfiöl- skyldunncU' komst aftur í sviðsljósið í gær er John West, bróðir fiöldamorðingjans Freds Wests, fannst með snöru um hálsinn í bíl- skúr við heimili sitt. Hann bjó í um 5 kílómetra Qarlægð frá húsinu þar sem Fred og Rosemary nauðguðu, misþyrmdu og myrtu telpur og ung- ar konur. Þykir víst að John hafi fyrirfarið sér. John West beið eftir dómi vegna ákæra um nauðgun á bróðurdóttur Yfirvöld í Frakkland lofuðu í gær að gefa út tilskipun innan tveggja vikna um greiðslu fyrir allar unnar stundir ef samningaaðilum tekst ekki að ná samkomulagi þar sem vinnutími er skilgreindur. Vörabíl- sfiórar segja að þeir fái ekki greitt fyrir tugi vinnustunda á mánuði sem meðal annars fara í að hlaða og afhlaða bílana og skylduhvíld. Segja þeir greiðslu fyrir þessar stundir jafngilda 10 prósenta launahækkun. sinni, Anne Marie Davis, og annarri konu. Anne Marie, sem var dóttir Freds og sfiúpdóttir Rosemary, seg- ir John hafa nauðgað sér 300 sinn- um og hafi misnotkunin byrjað þeg- ar hún var 10 ára. John neitaði öll- um sakargiftum. Anne Marie sagði við réttarhöldin yfir Rosemary að faðir sinn hefði nauðgað sér þegar hún var 9 ára. Hún greindi jafn- framt frá því að foreldrar sínir hefðu beitt hana svo oft kynferðis- legu ofbeldi aö hún hefði ekki gert Forsætisráðherra Frakklands, Alain Juppe, lýsti yfir ánægju sinni með endalok verkfallsins sem lamað hafði vöruflutninga um Frakkland í tólf daga. „Ástandið verður að kom- ast í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er þar sem verkfallið hef- ur bitnað illa á mörgum fyrirtækj- um,“ sagði forsætisráðherrann. Loka hafði þurft fiölda fyrirtækja vegna hráefniskorts af völdum verk- falls vörabílstjóranna. Reuter sér grein fyrir því að föðurbróðir hennar hefði verið að gera rangt. Rosemary afþlánar nú 10 lífstíðar- fangelsisdóma fyrir glæpina sem hún framdi en Fred hengdi sig í fangaklefa áður en réttarhöld hófust yfir honum. Áður en Fred dó sakaði hann bróður sinn um að hafa aðstoðað við tuttugu önnur morð. Að sögn lögreglunnar er enn verið að rann- saka hvað hæft var í þessum ásök- unum. Reuter Vörubílstjórar veifa til starfsbróður síns sem ekur af stað eftir 12 daga verkfall. Símamynd Reuter Bróðir Freds Wests hengdi sig í bílskúr sínum - ákærður fyrir að hafa nauðgað bróðurdóttur sinni IHasssmyglari flaug Rushdie til Danmerkur Danskur hasssmyglari bar ábyrgð á þvi að rithöfundurinn Salman Rushdie, sem hótað hefur verið lífláti af írönskum yfirvöld- um, kæmist hedu og höldnu til ■ Danmerkur fyrir tveimur vikum I til að taka á móti bókmenntaverð- I launum. Dönsk yfirvöld, sem í fyrstu vildu ekki taka á móti Rushdie af öryggisástæðum, í sögðu öryggisráðstafanimar vegna komu Rushdies þær mestu j sem gerðar hefðu verið í landinu. j Samt sem áður lét danska leyni- þjónustan flugmann, sem síðast- liðið sumar lauk afþlánun tæplega þriggja ára fangelsisdóms fyrir í hasssmygl, fljúga með Rushdie ásamt öðrum flugmanni í einka- leiguþotu, að því er danska blaðið j Jyllands-Posten greinir frá. Flug- 1 maðurinn, sem var dæmdur, hafði j við átta tilfelli smyglað samtals 190 kílóum af hassi tO Noregs. Atvinnulausir spyrji barns- hafandi hvar þær starfi Sænska ríkisatvinnumiðlunin I sætir nú harðri gagnrýni fyrir ráð sem hún gaf fólki í atvinnu- leit; nefnOega að ávarpa bamshaf- ; andi konur, spyrja þær hvar þær j starfi og hvort þær ráðgeri að j taka fæðingarorlof. Hópur at- vinnulausra kvenna hefur nú j kvartað vegna þessa ráðs til um- ■ boðsmanns sænska þingsins en i ráðið var birt i blaði atvinnumiðl- j unarinnar. „Þetta er niðurlægjandi. Hvað j kemur næst? Á maður að standa i á slysavarðstofunni?" spyr ein j kvennanna sem kvörtuðu tO um- j boðsmanns. Samkvæmt sænskum lögum I geta mæður og feður skipt á miOi ; sín fæðingarorlofi á nær fullum iaunum í eitt ár. Atvinnurekend- um ber skylda tO að iáta mæöum- ar fá sambærOegt starf þegar fæð- ingarorlofinu er lokið. Greiða fyrir bíómiðann með eggjum Yfirvöld í litlum bæ í suður- ; hluta Síberíu eru farin að taka p við eggjum sem greiöslu fyrir j bíómiða vegna skorts á reiðufé, j að því er Itar- Tass fréttastofan j greinirfrá. Verkamenn á samyrkjubúi í ; bænum sem, eins og margir aörir r rússneskir verkamenn, hafa ekki I fengið greidd laun svo mánuðum I skiptir, greiða nú fyrir bíómiðann með tveimur eggjum. Kerfið virð- ' ist ganga upp því uppselt er á j kvikmyndasýningar. Talsmaður ; kvikmyndahússins segir það við- skiptaleyndarmál hvað verður | umeggin. Finnskt kaffi- hús býður upp á Ijós gegn þunglyndi Kaffihús í Helsinki í Finnlandi lýsir þvi yfir að það sé fyrsta kaffihúsið í heiminum sem býður viðskiptavinum upp á Jjósameð- j ferð gegn þunglyndi. Á þessum tima ársins nýtur dagsljóss ekki nema í sex og hálfa klukkustund | á sólarhring í Helsinki og enn skemur þegar norðar dregur í Finnlandi. Eigendur kaflfihússins Ivilja létta á vetrardrunganum sem sagður er eiga þátt í tíðum sjálfsvígum Finna. „Ljósalampamir eiga að gefa fólki orku tO þess að það þrauki þetta drungalega skammdegi," Ísegir UOa- Maija Kangas sem stendur fyrir tiiraunimii. „Fólk fer héðan ánægt á svip.“ Jyllands-Posten, Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.