Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 31
JL>"V" LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 útlönd Terje Red-Larsen, sem sagði af sár ráðherraembætti í Noregi, þykir hugmyndaríkur og skapandi: Terje Rod-Larsen gegndi embætti ráöherra skipulagsmála í norsku ríkisstjóminni í aðeins tæpar fimm vikur þar til hann sagði af sér emb- ætti á miðvikudag vegna ásakana um skattsvik og skjalafals. í tvær vikur var hann „súperráðherra“ stjómarinnar, maðurinn sem átti að móta og skipuleggja nýja framtíðar- sýn fyrir norskt samfélag fram að aldamótum. Siðustu tvær vikumar urðu svo að langri martröð þegar tíu ára gamalt mál um hlutafjár- kaup og skjótfenginn gróða var dregið fram í dagsljósið. Á þeim tíma gerðu norskir fjölmiðlar harða hríð að ráðherranum og kröfðu hann svara. Skjótfenginn gróði Rod-Larsen hagnaðist um liðlega sex milljónir króna á viðskiptum með hlutabréf í fiskiðnaðarfyrir- tækinu Fideco þar sem hann gegndi starfa markaðsstjóra árið 1986. Skattayfirvöld rannsökuðu málið árið 1988 og fundu ekkert athuga- vert. En eftir að Rod-Larsen tók við ráðherraembætti í nýrri stjórn Thorbjörns Jaglands á dögunum, fóra spumingar um gróðann skjót- fengna að skjóta aftur upp kollin- um. Ráðherrann fór undan i flæmingi frá fýrstu tíð þegar málið bar á góma og hann lét lögfræðinga sína að mestu leyti um að svara spum- ingum sem.upp komu. Það varð að- eins til þess að sá enn fleiri efa- semdum um það sem raunverulega gerðist. Það sem gerði svo útslagið með ráðherraferil Rods-Larsens var frétt norska sjónvarpsins á þriðjudags- kvöld þar sem að því var látið liggja að hann hefði breytt lykildagsetn- ingum á skjölum um hlutaíjárkaup sín árið 1986 og að það hafi verið gert til að komast hjá því að greiða skatta. Ég á þetta ekki skilið A fundi með fréttamönnum á miðvikudag sagði Terje Rod- Larsen að hann hefði haft hagsmuni ríkis- stjómarinnar að leiðarljósi þegar hann ákvað aö segja af sér. Hann hélt því fram að hann sæi ekki að neinum upplýsingum um kaup sín á hlutabréfum í Fideco hefði verið leynt fyrir skattayfirvöldum. „Ég verð var við fullyrðingar um að ég hafi haft áhrif á stöðu mála á ólöglegan hátt. Ég er ekki sama sinnis og ég er því ánægður með að efnahagsdeild rannsóknarlögregl- unnar skuli ætla að rannsaka mál- ið,“ sagði Rod-Larsen á fundinum á miðvikudag. Hann sagði aö hann hefði átt að standa sig betur í að koma á fram- færi upplýsingum um þetta tíu ára gamla mál. „En það er erfltt þegar allir fjöl- miðlar landsins keppast við að grafa upp málsatvik. Ég átti þetta ekki skilið.“ Sonur barþjóns á Englandsferjunni Terje Rod-Larsen er 48 ára gam- aU, ólst upp í Bergen þar sem faðir hans var barþjónn á ferjunni sem siglir til Englands. Pólitískum barnsskóm sínum sleit hann innan vébanda hreyfmgar ungra hægri- manna á sjöunda áratugnum. Á há- skólaáranum, þegar hann lagði stund á félagsfræði, snerist hann hins vegar og gekk til liðs við rót- tæka vinstrimenn, skrifaði meðal annars í tímaritið Kontrast, róttækt og gagnrýnið rit sem Pax-forlagið gaf út. Hann átti svo aftur eftir að skipta um skoðun í stjórnmálum þegar hann gerðist jafnaðarmaður. Innan raöa jafnaðarmanna var Fréttaljós á laugardegi hann i nánum tengslum við Reiulf Steen, fyrram flokksformann og ráðherra á áttunda áratugnum. Sagan segir að vinátta Rods-Lars- ens og Reiulfs Steens hafi valdið því að Gro Harlem Brandtland, fyrrum forsætisráðherra, sá ekki ástæðu til að nýta sér hæfileika Rods-Larsens í ríkisstjómum sínum. Rod-Larsen tengdist síðan Thor- birni Jagland, núverandi forsætis- ráðherra, og Yngve Hágensen, for- manni norska alþýðusambandsins, i gegnum vinnu sína hjá FAFO, rann- sóknarstofnun verkalýðsfélaganna. Jagland lýsti því yfir á miðviku- dag að hann bæri enn fullt traust til ráðherrans fráfarandi, þrátt fyrir allt sem á undan væri gengið. „Ég vil ekki vera með í að dæma fyrir- fram,“ sagði forsætisráðherrann og benti á að krafan um réttaröryggi ætti einnig við um Terje Rod- Larsen. Yngve Hágensen harmaði afsögn Rods-Larsens. „Val Terjes er sorg- legt og ég harma það. Ég ber enn fullt traust til hans,“ sagði Hágen- sen. Eina rétta ákvörðunin Leiðtogar norsku stjómarand- stöðunnar voru á einu máli um það að afsögn ráðherrans veikti ríkis- Terje Rod-Larsen sagði af sér embætti ráðherra skipulagsmála í norsku rík- isstjórninni á miðvikudag vegna ásakana um skattsvik og skjalafals. Hér sést hann á fundi með fréttamönnum á miðvikudag þar sem hann skýrði frá afsögn sinni. stjóm Jaglands og þeir vora einnig sammála um að ákvörðun ráðherr- ans hefði verið sú eina rétta. Carl I. Hagen, leiðtogi framfara- flokksins, hélt því fram að málið sýndi að forsætisráðherrann stæði sig ekki í stykkinu þegar erfið mál kæmu upp og Jan Pettersen, leið- togi hægriflokksins, tók í sama streng. Terje Rod-Larsen þykir skapandi og hugmyndaríkur stjómmálamað- ur sem vílar ekki fyrir sér að ráðast á verkefni sem í fljótu bragði virð- ast óleysanleg. Hann er tilbúinn að leggja mikið undir. Þessir eiginleik- Símamynd Reuter ar nýttust honum vel þegar hann gegndi lykilhlutverki í leynilegum friðarviðræðum ísraelskra stjórn- . valda og Palestínumanna sem leiddu síðan til Óslóarsamkomu- lagsins svokallaða milli þessara fomu fjenda í Mið-Austurlöndum. inu í Kaíró í Egyptalandi. í augum norskra blaðamanna, sem voru í borginni á þessum áram, var Terje bara eins konar „húsmóöir" sem hafði flotið með í farangrinum. Það er hins vegar ekki alls kostar rétt því hann nýtti tímann vel og kom sér upp mikilvægum tengiliðum innan raða Palestínumanna þegar FAFO stóð fyrir rannsókn á lífsskil- yrðum Palestínumanna. Rod-Larsen hafði aðeins gert stuttan stans í norsku utanríkis- þjónustunni þegar Boutros Boutros- Ghali, ffamkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, skipaði hann sérstak- an fulltrúa sinn á landsvæðum Pa- lestínumanna árið 1994. Símoni Per- es, sem var utanríkisráðherra Isra- els á þessum tíma, þótti mikið til Norðmannsins koma og þegar sá síðamefndi flutti til Gaza var Yass- er Arafat, leiðtogi Palestínumanna, nágranni hans og kunningi. En draumurinn um endanlegt friðarsamkomulag milli Palestínu- manna og ísraelsmanna virðist vera ranninn út í sandinn i bili, rétt eins og draumurinn um að Terje Rod- Larsen tæki þátt í að móta norskt samfélag framtíðarinnar. Byggt á NTB og Reuter Húsmóðirin í farangrinum Draumurinn varð að martröð Fideco-málið sem varð Terje Rod-Larsen, ráöherra skipulags- mála í norsku ríkisstjóminni, að falli hefur einu sinni áður breyst úr draumi í martröð. Það gerðist í Finnmörku á áranum 1985 til 1992. Rod-Larsen gegndi þýðingar- miklu hlutverki við að koma á fót iðnaðarverkefni sem hefur verið líkt við gullgerðarlist, en það er sú list sem felst í því að búa til gull úr öðram og óæðri málmum, eins og mikið var reynt á öldum áður. Hugmyndin að baki Fideco, sem er skammstöfun fyrir enska heitið Fisheries Development Company of Norway, var sú að búa til „krabbahala" og jafhvel „kjötvörar“ fyrir sælkera úr loðnu og síld úr Barentshafi. Beita átti nýrri tækni við fram- leiðsluna, svokallaðri Swanson- aðferð, sem heitir í höfuðið á bandariskum prófessor, Emery Swanson að nafni. Það gekk ekki eftir og allt heila galleríið lenti á raslahaugunum í Honningsvág í janúar árið 1992. Norska fréttastofan NTB skýrði svo frá í janúar 1986 að fulltrúar olíufélagsins Shell í Noregi hefðu greint iðnaðamefnd norska Stór- þingsins frá áformum um að reisa fiskiöjuver í samvinnu við fyrir- tækið Fideco í Tromsö. Shell ætl- aði að leggja milli 250 og 300 millj- ónir norskra króna í verksmiðj- una sem innan fjögurra ára átti að veita rúmlega fimm hundrað manns atvinnu. Afurðir verk- smiðjunnar átti síðan aö setja á markað í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn. Terje Rod-Larsen starfaði sem markaðsstjóri Fideco árið 1986. Það er sama árið og hann stóð í hlutabréfakaupunum sem urðu þess valdandi að hann sagði af sér á miðvikudag. í febrúarmánuði 1988 veitti norska byggðastofnunin (DU) Fideco tíu mifljónir norskra króna til að byggja verksmiðju í Nordkapp. En í staö atvinnu fyrir um fimm hundrað manns var nú talað um milli 40 og 50 störf. Norski blaðamaðurinn Arne Eriksen, sem hefur skrifað bók um Fideco- málið, segir að verk- efnið hafi fengið meira en 80 milljónir norskra króna án þess að úr yrði eitt einasta starf í Finn- mörku. Endalokum fyrirtækisins var lýst á svohljóðandi hátt í Dag- blaði Finnmerkur þann 29. janúar 1992: „Þannig litur fjallið af ffarn- leiðslu Fideco út. Hvítt og skín- andi. En á bak við þessa skínandi framhlið, sem sýnist svo, liggja mörg tonn af framleiðslu Fideco. Dómur sögunnar er haröur. Fideco hrundi með braki og brest- um. Og afraksturinn má sjá á sorphaugunum í Honningsvág.“ Byggt á NTB Fleiri komu við sögu i samninga- viðræðunum um Mið-Austurlönd, þar á meðal Mona Juul, eiginkona Teijes, fjöldi fræðimanna og svo Jo- han Jörgen Holst, þáverandi utan- ríkisráðherra Noregs. Arkitektinn að viðræðunum og Óslóarsamkomu- laginu var hins vegar Terje Rod- Larsen. Tengls Rods-Larsens við Mið- Austurlönd hófust þegar eiginkona hans fór til starfa í norska sendiráð- MIRO EAU DE TOILETTE . i - U Nýr dömuilmur Fæst í apótekum og snyrtivöraverslunum Steinullarbíllinn auglýsir Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull frá Sauöárkróki. Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða ofan á loftplötur. Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að. Ókeypis skoðun - Gerum tilboð JÓN ÞÓRÐARSON Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.