Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 11 Skakkt reiknað Tvær stéttir manna eru i vond- um málum þessa dagana, kenn- arar og nemendur. Það uppgötv- aðist nefnilega að söguþjóðin er úti á þekju. í alþjóðlegum saman- burði kom í ljós að kennaramir kunna ekki að kenna og nemend- umir slugsa og reikna skakkt. Landsmenn hafa lifað í þeirri blekkingu alla tíð að þeir væru mestir og bestir allra. Fallið er því hátt, bæði í eiginlegri - og óeiginlegri merkingu. Fallistar Hinn alþjóðlegi samanburður á grunnskólanemum kemur illa út fyrir okkur. Tölur og gröf sýna ís- lendinga í hópi fallista í raun- greinum. Tilfmningin eftir lestur- inn er eins og að hafa tapað stórt í landsleik. Það er vond tilfinning að standa sig illa í alþjóðlegum samanburði, sérstaklega fyrir þjóð sem hefur talið sjálfri sér trú um yfirburði sína. íslendingar áttu að vera gáfaðri og fallegri en menn annarra þjóða. Eftir stend- ur aðeins að við teljum okkur vera til muna fallegri en aðrir. Það verður vonandi ekki farið í annan alþjóðlegan samanburð á þeim gildum en hina hefðbundnu fegurðarsamkeppni. Konur til blóra Skýringarnar vantar ekki fremur en hjá þjálfurum eftir tap- leik. Þá er allt dómurum að kenna, blautum velli, blautum bolta eða jafnvel flensu leik- manna. Ástæður þess að íslensk ungmenni eru illa að sér i fræðun- um eru sagðar agaleysi, leikur í skóla, lélegt kaup kennara og einkum það að konur kenna frem- ur en karlar. Samkvæmt því hafa konur ekki stærfræðiheila. Það mátti að minnsta kosti skilja á yf- irmanni fræðslumála í Reykjavík, borgarfulltrúa R-listans og konu, vel að merkja. Það var eins gott að engin karlremban setti þessa kenningu fram. Sú hefði fengið „gú moren“. Ekki hafa heyrst mótmæli kvenna vegna þessar yf- irlýsingar kynsysturinnar en vafasöm er kenningin. Eitthvað annað hlýtur að ráða kunnáttu barna og ungmenna en það hvort kennarinn er karl eða kona. Það hlýtur fremur að vera einstak- lingsbundið en kynbundið hvort fólki gengur vel í námi eða starfi, hvort kennarar halda aga meðal nemenda eða hvort þeim tekst að glæða áhuga ungdómsins á náms- efninu. Ekki man ég til þess að bekkjar- systur mínar væru verr að sér í stærðfræði en við skólabræður þeirra. Það var upp og ofan hversu mikið yndi menn höfðu af þessum fræðum eins og gengur. Ég játa það fúslega að stærðfræði var ekki mín uppáhaldsgrein. Vafalaust hefði ég orðið landi mínu og þjóð til skammar ef ég hefði verið fulltrúi í alþjóðlegri stærðfræðikeppni. Ég fékk nógu háa einkunn til þess að komast á milli bekkja en var betur að mér i ýmsu öðru. Allir jafnir? Þannig hlýtur þetta að vera á hverjum tíma. Menn eru misjafh- lega gerðir og misjafnlega undir- búnir. Mikilvægt er þó að menn fái notið hæfileika sinna, hverjir sem þeir eru, og fái að þroska þá. Til þess þarf fyrst og fremst örvun og umhyggju foreldra og forráða- manna barnanna og síðan skól- ans. Það sem gagnrýnt hefur ver- ið i íslensku skólakerfi er miðju- moð. Allir eigi að vera jafnir. Þeim er hjálpað sem gengur erfið- lega, miðlungsmenn halda sínu róli en hætt er við að þeir sem skara fram úr koðni niður. Þeir fá ekki verkefhi við hæfi. Nú er blandað í bekki í stað þess sem áður var. Þá röðuðust betri nemendur saman. Þar var umhverfishvatningin meiri og því meiri líkur á góðum árangri. Nauðsynlegt er að aðstoða þá sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með nám. Með sama hætti má ekki gleyma þeim sem standa sig vel. Það má ekki refsa þeim sem geta og vilja. Þau böm þurfa hvatningu og verðug verkefni ekki síður en önnur ella missa þau móðinn og verða hugsanlega fráhverf frekara námi. Úmarktækt kerfi Dæmi hefur verið nefnt um það að danska skólakerfið taki ekki mark á íslensku grunnskóla- prófi. í því tilviki var þýsku- og stærðfræðikunnátta ekki metin á sama stigi og hjá dönskum jafn- öldrum. Þá hafa verið sagðar sög- ur af nemendum sem hafa verið í skólum á öðrum Norðurlöndum og koma hingað til náms með jafn- Laugardagspistill Jónas Haraldsson öldrum sínum. Móðir eih lýsti því svo að sonur hennar hefði þá ver- ið búinn að fara yfir það námsefni sem verið var að kenna. Hann hefði því nánast horft út í loftið allan veturinn og nagað á sér neglurnar. Ekki er það gott af- spurnar. Kennarar hafa lengi verið óá- nægðir með kjör sín og farið í verkfoll til þess að ná bættri stöðu. Það er eflaust rétt að laun kennara eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það ber þó að hafa í huga að hið sama gildir um laun flestra launþega. Staða kennara er því eins og annarra hvað þetta snertir. Vissulega er það áhyggju- efni ef góðir kennarar treysta sér ekki í þá vinnu, launanna vegna. Von um bót Sjálfumglaðir íslendingar hafa gott af þeim skelli sem þeir fengu með hinni alþjóðlegu könnun á getu nemenda. Ef við komumst niður á jörðina er von til þess að taka megi á vandanum og gera betur. Hér hefur ríkt ákveðið kæruleysi gagnvart skólamálum. Skólakerfið er dýrt en það er látið viðgangast að það sé ekki skil- virkt. Fáir kippa sér upp við það þótt nemendur leggi sig ekki fram og séu mun lengur að ná tilskyld- um námsáfóngum en gert er ráð fyrir. Menn yppta bara öxlum og segja að það gangi betur næst. Sú hugsun kemst vart að að hvert glatað skólaár sé dýrt bæði ein- staklingi og samfélagi. |ð nemenda og í þessu máli er auðvelt að skella skuldinni á lélega kennara. Það er þó varhugavert. í kennara- stétt eru án efa margir sem valda starfi sínu vel, aðrir miðlungs- menn og síðan þeir sem fremur ættu að snúa sér að öðru en upp- fræðslu ungmenna. Ábyrgðin er þó fyrst og fremst nemendanna sjálfra og forráðamanna þeirra. Börn læra smátt og smátt að þau eru að læra sín vegna en ekki fyr- ir kennara og foreldra. Mikilvægt er að foreldar sinni hlutverki sínu og fylgist grannt með námi bama sinna, aðstoði og styðji. Þar gildir, jafnt og í skólanum, að bömin búi við hæfilegan aga. Heimanám verður til dæmis að ganga fyrir sjónvarpsglápi. Hin fræga saman- buröarkönnun sýnir greinileg tengsl milli námsárangurs og sjónvarpsgláps. Þar gildir hóf eins og í mörgu öðm. Verst stóðu þeir íslensku nemendur sig sem horfðu mest á sjónvarp, meira en oiaiunigi < at r 5 tima á dag og minnst, minna en einn tíma á dag. í öðrum löndum samanburðarrannsóknanna stóðu þau böm sig langverst sem horfa mest á sjónvarp. Agi, samkeppni og ár- angur Niðurstaða rannsóknarinnar á frammistöðu 12 og 13 ára gmnn- skólanema er alvarvarleg áminnig og verður vonandi til þess aö menn vakni af værum blundi. Varaformaður Kennara- sambands íslands segir niðurstöð- una áfellisdóm á þjóðfélagið allt jafnt og skólakerfið. Varaformað- urinn segir skólamál hafa verið neðarlega á forgangslistanum. Niðurskurður hafi verið í menntakerfinu, kennara hafi vantað í raungreinum og mennt- un kennara hér á landi sé styttri en víðast annars staðar. Kennslu- skylda kennara sé meiri en meðal annarra þjóða og laun lág. Varaformaðurinn bendir á að skólakerfið hafi tvennum skyld- um að gegna, annars vegar gagn- vart fræðslu og hins vegar upp- eldi. Aukin verkefni í uppeldi hafi bitnað á fræðsluþættinum. Menntamálaráðherra sagði í DV í gær að kanna þyrfti hvort ekki bæri að gefa einstökum fög- um í kennaramenntuninni meira vægi á kostnað uppeldis- og kennslufræðinnar. Kennarar læri því í Kennaraháskólanum að kenna ákveðin fög. Ráðherrann benti einnig á að ekki mætti banna umræðu um samkeppni í skólum. Fremur bæri að ýta und- ir þá sem stæðu sig vel og veita þeim viðurkenningu. Agi í skóla- kerfinu, samkeppni og árangur fara saman að mati hans. Undir þau orð menntamálaráð- herra að menntun sé arðbærasta fjárfesting sem býðst skal tekið. Þá má líka læra af þeim þjóðum sem best koma út úr hinni alþjóð- legu könnun. Þar fara menn í skóla til þess að ná markmiði en ekki til þess að drepa tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.