Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 DV „Hundurinn bjargaðist og ég bjargaðist en ég er enn að súpa seyðið af volkinu. Ég vissi ekkert af fótunum á mér fyrr en um nótt- ina, svo fór ég að finna fyrir tánum en ég vissi ekkert af þvl að ég hefði gengið á botnfylli af möl fyrr en skómir voru teknir af mér. Lúk- urnar fóra ekkert í samband fyrr en eftir þrjá til fjóra daga. Nú í endaðan nóvember er ég ennþá með skemmda putta. Það slær kul á gómana á báðum höndum um leið og ég kem út í kulda,“ segir Sverrir Scheving Thorsteinsson, stjómarmaður í Skotveiðifélagi ís- lands. Fyrir tæpu ári síðan, seint í jan- úar á þessu ári, lenti Sverrir í heil- miklum svaðilfóram og reyndar lífshættu þegar veiðihundurinn hans, svartur hundur af labrador- kyni, sem heitir Stormur og er nú rúmlega þriggja ára, lenti ofan í vök við ármót Hoffellsár og Laxár á Nesjum. Á þessum tíma var hörkuvetur, ísar á öllum vötnum og ám og skarir miklar. Sverrir Sverrir Scheving Thorsteinsson var aö viöra hundinn sinn, Storm, snemma á þessu ári þegar hundurinn stökk á eft- ir álftum og lenti ofan í vök. Þegar hundinum tókst ekki aö koma sér upp úr skreið Sverrir á eftir honum en ekki tókst betur til en svo aö ísinn gaf eftir og hann lenti á bólakaf ofan í einnar gráöu heitu vatninu. Honum tókst aö koma sér í land með því að brjóta ísinn meö olnbogunum og eftir um tveggja tíma biö barst hjálp og hundinum var bjargað. DV-mynd Ragnar Imsland a*’ir 0g farinn að kalla á hjálp út í loftið. Hann hafi séð til bæja en alls ekki verið í kallfæri. Tæpum tveimur tímum frá því að hundur- inn fór niður hafi hann séð bíl koma í humátt til sín og síðan komi allt í einu lögreglubíll og ein- kennisbúinn lögregluþjónn, stór og stæðilegur ungur maður. Hann hafi ekki hugsað sig tvisvar um heldur bundið kaðal um sig miðjan og ætlað að sullast á lakkskónum út í hylinn. „Ég sagði við lögreglumanninn að hann færi á bólakaf á sama hátt og ég. Hann guggnaði á þessu enda sá hann fljótt að ég var enginn maður til að halda í kaðalinn og kippa honum upp úr þó að hann segði það ekki við mig. Bíllinn sem ég sá rétt á undan lögreglubilnum var að koma niður eftir ánni. Við veifuðum og kölluðum og veifuð- um og kölluðum," segir Sverrir og bætir við að lögreglumaðurinn hafi rætt við mennina í bílnum og komið brúnaþungur til baka. Þeir hafi verið drukknir og lítið geta Sverrir Scheving Thorsteinsson lenti í lífshættu þegar hann reyndi að bjarga hundi sínum upp úr vök: Eg er enn að súpa seyðið af volkinu! - slær kul á fingurgómana á báðum höndum þegar hann fer út í kulda var úti að viðra hundinn og hljóp hundurinn á undan bílnum þegar hann kom auga á álftir úti á skör. „Mikill hylur er á þessum stað, viðurkenndur veiðistaður og hálf- botnlaus hylur og hringiður við ár- mótin. Hundurinn tók sprettinn og eftir augnablik sá ég hann stökkva í þær, þar sem þær voru á íshroða. Álftimar tóku sig náttúralega á loft áður en hundurinn kom að þeim en við það stoppaði hundur- inn og sökk. Hroðinn brast undan honum og hann sökk niður í litla vök á ánni,“ útskýrir Sverrir en hann horfði á þetta gerast úr bíl sínum. Hann færði bílinn nær hundinum, út á áreyri þar sem voru 30-50 metrar að honum þar sem hann var að berjast við að komast upp úr vökinni. Ýlfraði af þreytu „Hann náði ekki að krafla sig upp því að það var einhver krapa- hroði og gaf alltaf undan. Hann náði ekki að beita afturlöppunum til að komast upp úr vökinni og komast upp á ísskör þar sem hann gat náð framlöppum og spyrnt í með annarri afturlöppinni til að komast upp. Ég horfði á þetta og leist ekkert á það. Mínútumar liðu og ég sá að hundurinn ætlaði ekki að klára sig upp. Ég sá að hann átti í erfiðleikum og vildi ekki horfa á þetta mikið lengur," segir hann. Sverrir var á Hilux jeppa, pallbíl með drif á öllum, og keyrði því yfir Laxána út að eyri til að komast að- eins nær hundinum. Hann segist hugsunarlítið hafa ætlað að grípa til einhverra ráðstafana til bjargar hundinum. Það fór þó ekki betur en svo að Sverrir missti bílinn fram af malarbakkanum niöur í hylinn en náði að stöðva hann þannig að hann var fastur og hvíldi á maganum. Sverrir komst við sæmilegan leik út úr bílnum en stóð þá á læri í vatni, bíllinn var í gangi og góð ráð dýr. Sverrir segist ekkert hafa vitað hvað hann ætti til bragðs að taka. Hann hafi verið með nóg af köðlum og dóti í bílnum en af einhverjum ástæð- um hætt við að taka það fram. Hann hafi alltaf verið að vonast til þess að hundinum tækist að koma sér upp úr en svo hafi hann farið að ýlfra og kveinka sér og verið orðinn þreyttur. Þá hafi verið liðinn rúmur hálf- tími frá því að hann hafi dottið ofan í. Allan þann tíma hafi hann verið bú- inn að berjast við að koma sér upp úr. Sverrir hafi því ákveðið að hjálpa honum upp úr vökinni. Braut ísinn með olnbogunum „Ég er með tvær til þrjár skóflur að jafnaði í bílnum og náði í skóflu með löngu skafti. Ég byrj- aði að skríða út á ísinn næst mér í áttina til hans og var ekki kominn nema þrjá til fjóra metra með skófluna undir vömbinni þegar brast undan mér. Ég var akkúrat yfir hyln- um þar sem hann er einna dýpstur og ég fór á bólakaf en samt aldrei upp fyrir eyra. Þær sek- úndur eru mér býsna vel í fersku minni og ég hugsaði ýmislegt á skömmum tíma, að nú væri þetta bara búið,“ segir Sverrir. Þegar þetta skeður var Sverrir þegar orðinn kaldur á fótunum af því að hlaupa um þama úti enda að landi. Hann ætlaði að freista þess að komast upp á bakkann aftur og tókst það eftir nokkrar mínútur. „Ég átti fullt í fangi með að brjóta ísinn svo að ég kæmist. Ég gerði það einhvern veginn með olnbogunum en var voða- lega fljótt orðinn loppinn. Ég náði að bijóta ísinn og smátt og smátt gat ég kraflað mig nær landi þannig að ég fór að spyrna í malarbakkann. Hann var brattur þannig að ég spólaði i honum til að komast upp á hann. Þá var ég náttúrulega eins og hundur dreginn af sundi. Á þessu augna- bliki var mér orðið ans- ans ári vel kalt,“ segir hann. „Nú voru góð ráð dýr þannig að ég fór svona á mig kominn, hríðskjálf- andi eins og lauf í vindi inn í bílinn og hringdi á hjálp. Fólk kom í símann og ég sagði lauslega hvar ég var, að ég væri illa á mig kominn og hundur- inn að drukkna. Ég fór aftur út úr bílnum og reyndi aftur að komast að hundinum og aftur fór ég upp í klof í bleytunni. Nú var ég orðinn alveg tilfinningalaus i löpp- unum því að mér var al- veg sama þó að ég stæði úti í vatninu," bætir Sverrir við. Ætlaði út í á lakkskónum Á þessum timapunkti segist Sverrir hafa verið orðinn örvinl- Sverrir er þjóöþekktur skotveiöimaður. Hann hefur lent í alls kyns volki á flækingi sínum um landiö en segist þó hafa lært heilmikiö á þessum atburöi. DV-mynd kae var hann ekki búinn til neinna svaðilfara, á gallabuxunum og hálfilla klæddur. Skóflan hvarf þegar ísinn brast og Sverrir varð að taka sundtökin tH að halda sér uppi í vökinni. Löng leið var í hundinn og því sneri Sverrir sér gert nema ógagn. „Lögreglumaðurinn hafði séð á bUnum minum timburtoppgrind og spurði hvort hún væri laus. Við fórum með vasahnífinn á loft en ég gat ekki haldið á mínum því að ég var orðinn svo tilfínningalaus og loppinn. Hann skar hana af, henti henni út á krapið og ætlaði að fara að labba út á það. Það tókst þó ekki því að hann hafði ekki gert ráð fyrir að hann þyrfti að færa grindina fram fyrir sig.“ Kenndi honum að hugsa „Svo kom sjúkrabHlinn og tveir menn á honum, björgunarsveit- arbHlinn og út úr honum þutu fjór- ir vaskir menn, þar af einn í blaut- búningi. Hann sá hundinn og fékk kaðal um sig miðjan. Svo óð hann út í og sótti hundinn, tók hann undir hendina og kom með hann ræfUstuskuna samanhnipraða til mín. Ég hristist þarna og gat ekki lengur stjórnað hreyfingunum en ég sagðist ekki fara inn í bUinn fyrr en hundurinn væri kominn í land og við það stóð ég. Og þar með er þessi saga á enda,“ segir Sverrir. 4 Sverrir er þjóðþekktur skot- veiðimaður og hefur kennt með- ferð vopna og hvað beri að forðast við veiðiskap á fjöllum á skot- vopnanámskeiðum hjá lögregl- unni. Hann hefur lent í aUs kyns volki á hálfrar aldar flækingi sín- um um landið en segist þó hafa lært heUmikið á þessum atburði. Þetta hafi kennt sér að fara var- lega og hugsa áður en hann fer af stað því að það hafi verið algjört lán að hann hafi skUað sér lifandi i land. Að sjálfsögðu hefði hann átt að binda kaðal í bUinn og svo utan um sig áður en hann óð út í vatn- ið, sem var aðeins einnar gráðu heitt. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.