Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Page 29
3I> V LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 fréttir Hamfarahlaupið á Skeiðarársandi 5. nóvember: - Skeiðarársandur opnaður umferð aðeins 22 dögum eftir að hlaupið háfst Síðasta hönd lögð á endurtengingu vegarins yfir Skeiðarársand síðdegis á þriðjudaginn var. DV-mynd ERS Jökulhlaup úr troðfullum Grím- svötnum skall á Skeiðarársandi að morgni 5. nóvember sl. Skömmu fyrir kl. 8.30 um morguninn stað- festu vatnamælingamenn Orku- stofnunar að hlaup væri hafið og óx strax gríðarlega hratt í jökulvötnun- um, miklu hraðar en sést hefur í hlaupum undanfarinna áratuga. Þarna um mörguninn varð strax ljóst að hamfarahlaup væri skollið á. Vöxturinn í fljótunum varð því- líkur að skömmu fyrir miðnætti á þriðjudagskvöldinu náði hlaupið hámarki með gríðarlegum vatns- flaumi og jakaburði og þegar birti að morgni miðvikudagsins og hlaupið hafði rénað mjög kom eyði- leggingin í ljós. En þótt eyðileggingin væri vissu- lega mikil á vegum og brúm, sýndi það sig þó að þjóðvegarmannvirkin á Skeiðarársandi höfðu sloppið furðuvel frá hamfórunum. Það sýndi sig að þjóðin hafði gefið sjálfri sér vel hönnuð samgöngumannvirki yfir versta vegartálma hringvegar- ins, Skeiðarársand, í þjóðhátíðar- gjöf vorið 1974. Gímubrúin hvarf -'Skeiðarárbrú stóð að mestu Þegar hlaupið stóð sem hæst bjuggust fáir við því að nokkur brú yrði uppistandandi að hamförunum loknum. „Skeiðarárbrú stendur orð- ið höllum fæti og ég gef henni mjög, mjög litlar lífslíkur," sagði Árni Snorrason, vatnamælingamaður Orkustofnunar, við DV að kvöldi þriðjudagsins 5. nóvember. Þá var brúin yfir Sandgígjukvísl farin veg allrar veraldar, Skeiðarárbrú, lengsta brú á íslandi, orðin stór- skemmd í báða enda óg flóðið enn í vexti. Það bjóst þvi enginn við að sjá neina Skeiðarárbrú þegar birti á miðvikudagsmorgninum, en það merkilega gerðist að stærstur hluti hennar var enn á sínum stað þegar dagur rann. Þrír stöplar höfðu sóp- ast í burt og fjögur höf á milli þeirra voru horfin. Þegar betur var að gætt fundust sökklarnir undan tveimur af stöplunum og ekki þykir útilokað að þeir séu óskemmdir. „Við erum ánægðir með að mikið af Skeiðarár- brú skyldi lifa þetta af og það sýnir að hugmyndafræðin við hönnun brúarinnar á sínum tíma var ekki út í bláinn," sagði Helgi Hallgríms- son vegamálastjóri við DV þann 9. nóvember. Fullyrtu ekki meir en hægt yrði að standa við Að flóðinu afstöðnu voru þeir ekki margir sem töldu að hægt yrði að tengja hringveginn saman á ný yfir Skeiðarársand fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót og trúlega þó ekki fyrr en í febrúar. íbúar í Öræfum sem DV hefur rætt við telja að Vega- gerðin og starfsmenn hennar hafi unnið umtalsvert afrek með því hversu fljótir þeir hafa verið að koma á vegarsambandi yfir sandinn á ný og raunar voru Vegagerðar- menn sjálfir ekki sérstaklega að halda því á lofti að þeir gætu orðið jafn fljótir og raunin varð. „Menn nefndu nú alls konar dag- setningar þarna í upphafi enda hart gengið eftir svörum áður en búið var að kanna málin, og kannski var erfitt um vik að nefna dagsetn- ingar að ókönnuðu máli án þess að hafa sæmilegan öryggis- stuðul á því,“ segir Einar Hafliðason, yfir- verkfræðingur hjá Vegagerðinni, en hann hefur haft yfir- stjórn á framkvæmd- um við að tengja hringveginn yfir Skeiðarársand að hamfórunum afstöðn- um. Lauslega áætlaður endanlegur viðgerða- kostnaður Vegagerð- arinnar var eftir flóð- ið talinn geta orðið ná- lægt einum milljarði króna. Ekki hefur enn unnist tími til að gera á því nákvæma úttekt en Einar Hafliðason segir að nú, eftir að tekist hefur að gera sandinn akfæran á ný, verði farið í nánari úttekt á því sem gera þarf, þannig að senn gætu nákvæm- ari kostnaðaráætlanir legið fyrir um viðgerðir vega og brúa. Gígja brúuð á ny Sem fyrr segir eyðilagðist brúin yflr Gígjukvísl gersamlega svo að ekki var tangur né tetur eftir af henni. í stað hennar hefur nú verið reist 90 metra löng brú, sem er í rauninni samsafn af stálbitum og bráðabirgðabrúarbitunv sem Vega- gerðin hefur jafnan handbæra. „Til viðbótar þessu, þá verður brúin á Hrútá í Öræfum rifin, en hún er 70 metra stálbitabrú með timburgólfi. Henni verður því næst bætt vestan við brúna sem við byggðum yfir Gígjukvísl, þannig að alls verður brúin þar 160 metra löng. Við gáfum okkar mönnum frí á föstudaginn i síðustu viku en þeir mættu aftur til vinnu í fyrradag og eru þegar byrjaðir á þessu verki og við áætlum að ljúka því strax í næstu viku,“ segir Einar Hafliða- son. Einar segir að mannskapnum á sandinum hafi ekki orðið veitt af hvíldinni enda úthaldið orðið langt og strangt hjá þeim. Þeir hefðu haf- ist handa strax og flóðinu slotaði og unnið nánast sleitulaust siðan, nótt sem nýtan dag, þar til leiðin um sandinn var opnuð á ný sl. miðviku- dag. V- Meðan viðbótarsmíðin við Gígju- brúna fer fram nú um helgina og fram eftir vikunni mega vegfarend- ur um Skeiðarársand búast við ein- hverjum töfum að sögn Einars, en reynt verður eftir megni að hafa þær sem fæstar og stystar. Sandurinn er sein- farnari en áður Eftir flóðið er vegurinn seinfarn- ari en áður, bæði vegna þess að hann er að hluta til á öðrum stað á sandinum, krókóttari og ósléttari. „Við höfum bara ýtt upp vegarslóð- um úr því efni sem þarna er tiltækt og nánast er eins og steypuefni, það er enginn leir eða bindingm- i því. Þar við bætist að verkið var unnið í frostum og miklum klaka og vegur- inn lagðm- ofan á klakann eins og hann var, en sjálft vegarefnið var að visu ófrosið. Það kann því vel að vera að við fáum einhver áföll þeg- ar hlánar og eins ef mikil vatnsveð- ur skella á getur vel farið svo að vegurinn renni einhvers staðar í sundur, en á þvi verður bara að Fréttaljós á laugardegi Stefán Ásgrímsson taka jafnóðum,“ segir Einar. Hann segir að yfirborðsefni nýju slóðanna yfir sandinn sé auk þess gróft þannig að það verði óslétt og bíl- stjórar verði því að sýna aðgæslu og aka varlega og með gát. Heilir vegarkaflar tengdir með nýjum vegarslóðum Nýja Gígjubrúin er á nokkuð öðr- um stað eða tæpum kílómetra ofar en horfna brúin var. Þeir hlutar vegarins sem sluppu lítt eða ekki skemmdir eru notaðir og tengdir saman með nýju bráðabirgðavegun- um. Heillegur vegarkafli er við vest- anverða Gígjukvísl og langleiðina að Háöldukvísl þar sem hann hefur rofnað og hefur verið gerður bráða- birgðavegur yfir rofið þar sem aftur er heill kafli, en eftir það er þjóðhá- tíðarvegurinn alveg í rúst í grennd við Sæluhúsavatn og alla leið að Skeiðará Skeiðarárbrú í óvissu Fjögur brúarhöf, eða samtals 76 metrar, fóru af Skeiðarárbrú og er nú verið að rannsaka brúna með til- liti til þess hvort eigi að endur- byggja hana að fullu eða hvort aðr- ir og ef til vill skynsamlegri kostir komi einnig til greina að því er Ein- ar Hafliðason segir í samtali við DV. Einn stöpull úr vestustu einingu brúarinnar eyðilagðist algerlega að sökklinum meðtöldum, en af honum fmnst hvorki tangur né tetur. Ann- ar stöpull sópaðist af sökklinum, sem virðist vera heill, en Einar seg- ir að senn verði grafið niður með honum til þess að ganga úr skugga um ástand hans og stauranna undir honum. í stað horfna stöpulsins í vestureiningunni er hins vegar búið að setja stálsúlur til bráðabirgða undir brúna, þannig að brúin hefur fullan burð. Nýr stöpull verður svo byggður í vor. Þegar brýrnar á Skeiðarársandi voru hannaðar á sínum tíma var ekki gengið út frá því að þær stæð- ust hamfaraflóð. „Það sem við lögð- um upp með var í reynd það að áður en vatnið næði Skeiðarárbrúnni þá færi það út yfir vamargarðakerfið og á veginn, fram hjá brúnni. Þetta gekk eftir að því marki sem aðstæður leyfðu, en bæði voru garð- arnir frosnir þegar flóðið kom, þannig að þeir stóðust betur ágang- inn en ella hefði verið, en einnig hefur garðakerfið upp undir Skafta- fellsbrekkunum verið styrkt til þess að verja þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, en bæði þessi atriði urðu til þess að hlaupvatnið hafði minna svigrúm til að renna fram hjá Skeið- arárbrú. Þrátt fyrir þetta gengu fyrrnefndar hönnunarforsendur brúarinnar eftir þrátt fyrir allt,“ segir Einar. Eyðileggingarmáttur ísjakanna Hann segir að það sem mest kom á óvart í hlaupinu og það sem olli mestum skemmdum á brúnum var hinn feiknarlegi jakaburður sem enginn hafði gert sér í hugarlund. „Við höfum verið að leita í heimild- um af jakaburði í fyrri hlaupum niður fyrir brúarstæðið og höfum getað ráðið af þeim að jakamir hafa alltaf verið miklu, miklu smærri en nú var, svo að hundruðum tonna munar á stærð jaka sem bárust alla þessa leið. Það er fyrst og fremst jakaburður- inn sem fór með brýrnar og miðað við stærð og magn jakanna sem fóru niður fyrir brú, þá tel ég það tilviljun eina hversu mikið stóð eft- ir af Skeiðarárbrú," segir Einar. Nýtt hlaupamynstur breytir hbnnunar- forsendum Eins og fram kom í DV sl. fimmtudag þá búast jarðvísinda- menn við því að hegðunarmynstur Grímsvatnahlaupa eins og það hef- ur verið frá því fyrir miðbik aldar- innar kunni að breytast umtalsvert og að hlaup verði tíðari, en jafn- framt minni en síðasta hlaup. Slik- ar breytingar kalla þá á endurmat á hönnunarforsendum umferðar- mannvirkjanna um Skeiðarársand og hefur Vegagerðin óskað eftir því við jarðvísindamenn Raunvísinda- stofnunar og Orkustofnunar að þeir skoði alla hegðan hins eldvirka svæðis í Vatnajökli og hugsanlegar breytingar á hlaupamynstrinu sér- staklega. „Við viljum fá að vita eitthvað um hverju við getum átt von á og vísindamennirnir eru að vinna á fullu í þessu og við erum að safna mæligögnum, m.a. um Grímsvötn og hversu hratt yfirborð þeirra stíg- ur. Af þeim niðurstöðum sem hafa fengist er of snemmt að draga álykt- anir, en við yrðum ekki undrandi þó að minna en ár eigi eftir að líða fram til næsta hlaups, en í rauninni getur aht gerst. Nýtt Grímsvatnahlaup í uppsiglingu Ef við gefum okkur það að nægi- legt vatnsmagn í Grímsvötnum til að koma af stað nýju hlaupi sé 0,8-1 rúmkílómetri, þá gæti næsta hlaup brostið á innan fimm mánaða, en vatnsrennsli í Grímsvötn er nú um 100 rúmmetrar á sekúndu. Hvort það gengur eftir veit hins vegar enginn, enda er hið eldvirka svæði undir Vatnajökli, sem er eld- virkasta svæði á íslandi, nánast óút- reiknanlegt.“ Þegar hlaupið þann 5. nóvember hófst voru um þrír rúmkílómetrar í vötnunum, en nú er þröskuldurinn, að sögn Einars, í botni vatnanna tal- inn veikari fyrir en var fyrir hlaup- ið og hefur ekki það afl sem þarf til að hamla á móti svo miklu vatns- magni aftur. Þess vegna er vel hugs- anlegt að hlaup sé i aðsigi á ný, en talið er fráleitt að það verði neitt í líkingu við nýafstaðið hamfara- hlaup. -SÁ FUN WATER Nýr herrailmur Fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.