Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Page 22
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 B B~\7' 22 Qjtítal fT w Böðvar Guðmundsson hefur skrifað mikla sögu um íslenska vesturfara: Fólkið sem flúði - og saknaði Gamlir Vestur-íslendingar viö bjálkahús á Nýja-íslandi. Myndin er tekin úr bók Helga Skúla Kjartanssonar, Vesturfarar (Námsgagnastofnun 1995). Þetta eru svo miklar vegalengdir, hálfur heimurinn!“ Fiðlan er ekki til - Hversu nálægar eru söguhetjur þínu eigin fólki? „Bæði nálægar og fjarlægar; eina persónu lætur maður upplifa ævi tveggja, kannski þriggja. Ólafur fíól- ín er að hluta til langafi minn sem var kallaður Jón söngur. En þó að hann væri handlaginn og mús- íkalskur átti hann enga fiðlu. Jör- undur hundadagakonungur kom með fiðlu til landsins en ég veit ekki hvað varð um hana. Hins vegar voru góðir fiðluleikarar meðal Vest- ur-íslendinga.“ betur tii skila með þessum sögu- manni en einfaldlega með beinni frásögn? „Ég held þaö. Líka kann aö spila inn í að ég er sjálfur búsettur er- lendis þannig að það voru hæg heimatökin fyrir mig að fara inn í þennan sögumann, finna fyrir þess- um söknuöi, reyna að halda tengsl- um við þetta fjarlæga land.“ - Hvað er þér efst í huga um vestur- ferðir íslendinga? Voru hörmung- amar vestra verri en eymdin héma heima? „Vestur-íslendingamir margir spjöraðu sig mjög vel og fengu lífs- kjör fyrir sig og sín böm margfalt betri en þau hefðu fengið sem ann- arra hjú hér heima. En ísland hefúr - Það er ægilega freistandi að spyrja um fyrirmyndir að persón- um. Til dæmis Móses Taylor ... „Já, hann á sér fyrirmynd. Sá hét að vísu ekki Móses heldur bara John og var Taylor, en Vestur-ís- lendingar kölluðu hann Móses. Minn Móses er samansettur úr syni Dillons lávarðar og John Taylor.“ - En sirkusinn sem Jens Duffrín vinnur við í seinni bókinni? „Hann á sér líka ákveðna fyrir- mynd. Það vora kannski ekki eins margir íslendingar í honum og era hjá mér en íslendingar vora hafðir þar til sýnis. Kona, mjög smávaxin, gaf sig út fyrir að vera sýnishom af þessum kynþætti og íslendingum leist ekki vel á það og skrifúðu um þetta í blöð og bréfúm heim. Þetta skrípi var ekkert líkt þessum klof- langa, ljóshærða og herðabreiða kynstofni! Hún var miklu líkari eskimóum, sögðu þeir, og íslending- ar vora ekki eskimóar!" Rammasaga - Þú velur sögunni ramma, lætur söngvara í samtíma okkar rifja hana upp eftir bréfúm. Af hveiju gerirðu það? „Mig langaði til að koma að þess- um aðskilnaði sem bréfin áttu að brúa á vissan hátt. Þessi söknuður, þessi tragíski tónn bréfanna hefur mér fundist afskaplega heillandi viðfangsefni því að þama klofnuðu systkinahópar, helmingurinn fór, helmingurinn var eftir heima, og skrifúðust á alla sína ævi en sáust aldrei framar. Svo dofnar samband- ið smátt og smátt en þessi sterka vitund um skyldleika lifir jafnvel fleiri kynslóðir." - Fannst þér þú koma þeirri vitund Böðvar Guðmundsson lýkur í ár tveggja binda stórvirki sínu um ís- lenska vesturfara og afkomendur þeirra. Híbýli vindanna heitir fyrra bindið sem kom út í fyrra; Lífsins tré heitir hið síöara sem kom út fyr- ir fáeinum vikum. Sagan berst víða um Kanada og Bandaríkin, auk íslands, og persón- ur hennar era margar og fjölskrúð- ugar. En þessi mikla saga hefur líka vakið athygli fyrir vandaða rann- sóknarvinnu og ég spurði Böðvar fyrst: Að hve miklu leyti hefurðu kannað sögusviðið sjálfur og hvaða heimildir notaðirðu helst? Ameríkubráfin „Árið 1990 var ég kennari á sum- amámskeiði við háskólann í Victor- ia í British Columbia," segir Böðv- ar, „þar er íslenskur kennslustyrk- ur sem mér var úthlutað; eftir þá dvöl vaknaði áhugi minn á þessu efni og fljótlega upp úr því byrjaði ég að vinna við heimildasöfnun. Fyrst og fremst hef ég lesið öll Ameríkubréf sem ég hef komist yfir, til dæmis bréfin sem vora í minni fjölskyldu, því langafi minn og lang- amma fluttu vestur og skrifúðust á viö afa minn og systkini hans. Svo skrifaðist nýja kynslóðin vestra á við nýja kynslóð hér heima, alveg þangað til tungumálið hvarf, þannig að þetta er mikill bunki. Einnig safnaði ég talsverðu af bréfum frá öðra fólki, aðallega í Borgarfirði, og nokkur prentuð Ameríkubréf era til. Svo las ég mikiö af erlendum Ameríkubréfum, þýskum, norskum, dönskum, og allar bækur sem ég hef náð í um efnið. Saga íslendinga i Vesturheimi er til, mikið verk í 6 bindum. Þar er gífurlega mikill fróðleikur saman dreginn. Svo var Almanak Ólafs Þorgeirssons gefið út frá því fyrir aldamót og fram um 1940. Það flutti á hverju ári skýrslur, eftirmæli og aðrar fróðleiksgreinar um Vestur- íslendinga. Margir þeirra hafa skrif- að bækur, ævisögur bæði á ensku og íslensku, og skáldverk. Svo vora blöðin líka heimildir, og tímarit, Heimskringla, Lögberg, Framfari og hvað þau hétu öll. Böövar Guömundsson: Vildi rétta þess hlut. DV-mynd BG Loks hef ég farið sjálfur um Kanada, Manitoha, Saskatchewan, aðeins komið í Hudson Bay, verið í íslendingabyggðum á Kyrrahafs- ströndinni og komið við í íslend- ingabyggðum í Minnesota og Wisconsin. En Klondyke-svæðiö, sem tilheyrir bæði Kanada og Alaska, hef ég aöeins séð úr lofti. STYRKIR UR MALRÆKTARSJÓÐI Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málmræktarsjóöi. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans; a) aö styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastaf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýöingum á tæknimáli eða sérhæföu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja meö fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð. Umsóknareyöublöð fást í íslenskri málstöð, Aragötu 9,101 Reykjavík (sími 552 8530), og skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar 1997. MÁLRÆKTARSJÓÐ UR líka þróast, kjör breyttust hér og af- komendur þeirra sem heima sátu hafa líka fengið önnur lífskjör. Þannig að það er erfitt að segja hvemig hefði farið fyrir þessu fólki ef það hefði ekki farið burt. En draumurinn um Nýja-ísland sem sjálfstætt fylki, eingöngu byggt af íslendingum, rættist ekki. Þeir vildu nefnilega helst ekki hafa ann- arra þjóöa fólk og var ekkert vel við það þegar Nýja-ísland varð hluti af Manitoba og hver sem var gat flust þangað. Þeir sem spjöraðu sig langbest voru ekki þeir sem gerðust bændur heldur þeir sem settust að í borgum. íslendingar í Winnipeg vora póli- tísk staðreynd í fylkinu. Borgin stækkaði ört og íslendingar voru margir duglegir smiðir og höfðu nóg að gera og meöal afkomenda þeirra vora ráðherrar, bankastjórar - menn með auð og völd.“ - Þetta ötula dugnaðarfólk hefur kannski ekki verið svo pínt af heim- þrá, eða hvað? „Kannski ekki. Og þó hef ég gott dæmi um annað frá konu sem flutt- ist vestur í óþökk foreldra sinna. Hún giftist manni sem þau vildu ekki að hún gengi að eiga. Hún missti hann svo seinna og giftist öðrum manni, og hún var mjög vel stæð undir lokin, átti efnileg böm sem fóru í háskólanám og stóðu sig vel. Þetta var greind kona og gífur- lega góður bréfritari og hennar síð- ustu bréf til bróður síns heima, þau era alveg átakanleg. Eins og bams- grátur. Þá var hún búin að búa í tæp sextíu ár í Kanada. Sundurslit- in af heimþrá." Vildi rátta þess hlut - Hvers vegna varðst þú til að skrifa þessa sögu sem hefúr verið svo lengi ósögð? Hvaða erindi finnst þér hún eiga nú á tímum? „Ég hef enga stóra missjón í huga, og þó. Mér finnst ég hafa alist upp við neikvæðan tón út í Vestur- íslendinga. Aö mati margra var þetta fólkið sem sveik þegar á reyndi, flúði frá vandamálunum. Svo talar það skrýtna íslensku, og þar af leiðandi er ekkert að marka það sem'það segir! Að einhverju leyti vildi ég rétta þess hlut. Sex ár hefur þetta tekið mig eða því sem næst. Það er léttir að vera búinn en líka svolítið tómarúm." - Hvað liggur fýrir næst? „Mig langar virkilega til að gefa út safii íslenskra Ameríkubréfa. All- ar siðmenntaöar þjóðir hverra böm fluttu til Vesturheims hafa gefið út slík söfn, þetta era hinar merkustu heimildir bæði um Kanada og heimalandið, og sagan mín kemur ekki í staðinn fyrir þau. Ég þyrfti að fá framfærslustyrk í svona fimm mánuði til að rannsaka allt sem til er á söfnum hér víðs vegar um land og reyna að safna hjá einstakling- um. Mér hefur dottið í hug að fara sömu leið og Jón Ámason á sínum tima og skrifa prestum vítt og breitt um landið og biðja þá að huga að gömlum Ameríkubréfum fyrir mig. Margir prestar hafa sögulegan áhuga. Svo eins og þú veist setjast eldri menn oft að á vatnsbakka og hugsa um æsku sína. Ég er nú sestur að á bökkum Hnífar á Sjálandi og farinn að hugleiða samfélagið sem ég ólst upp í á bökkum Hvítár í Borgar- firði. Mig langar til að skrifa sögur þaöan." -SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.