Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 28
28 %iglingar LAUGARDAGUR 30. NOVEMBER 1996 Sveinbjörg Pátursdóttir, Hvassaleitisskóia, vann Skrekk '96: Ljóðið átti upprunalega að vera grín í íslenskutíma „Ég var svo stressuð að ég fann ekkert fyrir þessu. Ég sat bara og beið eftir því að það kæmi að mér. Á eftir fór ég bara upp í áhorfendastúku. Ég ætlaði bara að koma, gera mitt atriði og fara svo heim aftiu-. Á tímabili var ég að pæla í að labba út því að ég ætlaði ekki að vinna þetta og þess vegna kom þetta svo á óvart,“ segir Sveinbjörg Pétursdóttir, 15 ára nemi, í Hvassaleitisskóla. Sigurbjörg bar sigur úr býtum í hæfi- leikakeppni grunnskól- anna, Skrekki ’96, sem nýlega fór fram í Laugardalshöll. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er hald- in og í fyrsta skipti sem fulltrúi Hvassaleitis- skóla ber sigur úr býtum. Sigurbjörg flutti frumsamið ljóð, Heimsókn frá frels- aranum, og lék undir á píanó, Tungl- skinssónötuna eftir Beethoven. Sveinbjörg segir að ljóðið, sem varð tU í íslenskutíma, hafi átt að vera grín. En hvað skyldi það fjalla um? „Það átti að flalla mann, sem er búinn að eiga rosa- lega erfltt líf og biður frelsarann, eða dauðann, að koma að sækja sig,“ útskýr- ir hún. Sigurbjörg telur að mikill áhugi sé á Skrekk og nemendum í Hvassaleitis- skóla hafi þótt keppnin mjög skemmtileg því að þeir hafi ekki unnið áður. Skólamir fái ákveð- inn miðafjölda fyrir nemenduma, í Hvassaleitisskóla hafi allir mið- amir verið uppseldir og alls ekki allir fengið sem vildu. 14 skólar tóku þátt í Skrekk. Fulltrúi Árbæjarskóla lenti í öðra sæti og full- trúi Laugalækjarskóla í þriðja. -GHS Sveinbjörg Pétursdóttir úr Hvassaleitisskóla vann hæfileikakeppnina Skrekk ’96 með frumsömdu Ijóði, Heimsókn frá frelsaranum, en hún lék undir á píanó. DV-mynd ÞÖK )n hliðin Gunnar Bjarni Ragnarsson: Skemmtilegast að upplifa eitthvað nýtt Fuiltrúi Tjarnarskóla leikur jafnvægislistir með prik. Gunnar Bjami Ragnarsson var meðlimur hljóm- sveitarinnar Jet Black Joe, sem nú er hætt störfum. Gunnar Bjarni hefur í staðinn stofnað nýja hljómsveit sem hann nefnir Jetz og hefur gefið út sína fyrstu plötu fyrir jólin. Fullt nafn: Gunnar Bjami Ragnarsson Fæðingardagur og ár: 2. júlí 1969. Eiginkona: Engin. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Tónlistarmaður, lagasmiður, söngvari, gítarleikari, útsetjari og fleira. Laun: Ómetanleg upplifun og lífsreynsla en ennþá sést lítið af peningum. Áhugamál: Músík, snjó- bretti, skiði, fótbolti, ferða- lög, skák, fallhlífarstökk, jet sky, fjallgöngur, pepsi Max. Hefur þú imnið í happ- drætti eða lottói? Já ég hef einu sinni fengið þrjá rétta í lottói og einnig fengið 500 krónur í Happa- þrennu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í góðum félags- skap og gera eða upplifa eitthvað nýtt og spenn- andi. Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? Að endur- taka eitthvað sem er leið- inlegt, til dæmis að vakna alltaf kl. 7.30. Uppáhaldsmatur: Veislumatur hjá mömmu og ömmu. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég fylgist ekki með íþróttum. Uppáhaldstíinarit: Ljósmyndablaðið Hlynur. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Þær em svo margar, það er alltof erfitt að gera upp á milli þeirra. Gunnar Bjarni Ragnarsson hefur nýlega gefið út plötu með hljómsveitinni Jetz. Ertu hlynntur eöa andvígur ríkisstjóminni? Það skiptir engu máli. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Elvis ennþá á lífi og Skyrgám. Uppáhaldsleikari: Woody Allen. Uppáhaldsleikkona: Pamela Ander- son. Uppáhaldssöngvari: John Lennon. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin vegna þess að hann á svo sæta dóttur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson og Viggó viðutan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég hef ekki fylgst með sjónvarpinu síðustu tíu árin en leigi stundum spólur með myndum sem ég hef ekki náð að sjá í bíó. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Ég veit það ekki. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ef ég les þá eru það helst fræðirit. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Þær eru aÚar ágætar nema Rás 1 og kristilega útvarpsstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Ég horfi ekki mikið á sjónvarp nema stundum á fréttirnar, 19.20 og Dagsljós. Uppáhaldssjónvarpsmað- ur: Brynja X. Uppáhaldsskemmtistaö- ur/krá: Fer eftir þvi hverjir em inni á honum. Uppáhaldsfélag í tþróttum: FC Moppa liðið sem ég spila með í utandeildar keppninni. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, aö selja plötuna með Jetz og halda lífi í nokkur ár í viðbót. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók mér ekki sumarfrí en geri það líklega næsta sumar en hvað það verður veit nú enginn. -em œhhi IMBiiyMroMi Hver skóli studdi sinn fulltrúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.