Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 33
32 helgarviðtal
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 JjV
JjV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996
helgarviðtal >»
hann ungur að
starfa með Al-
þýðubandalag-
inu á Akranesi
án þess að vera
flokksbundinn.
Hann var alinn
upp í verkalýðs-
starfi þar sem
móðir hans var
formaður kvenna-
deildar verkalýðs-
félagsins. Eftir að
hann flutti suður
tók hann virkan
þátt í starfi flokks-
ins og var á lista til
Alþingis og borgar-
stjórnar.
„Þrátt fyrir margt
gott, ánægjulegt og
skemmtilegt þar var
ýmislegt sem ekki
féll að mínu skapi og
ágerðist með árunum.
Til þess að menn kæ-
must áfram í flokkn-
um þurftu þeir að
safha kringum sig hirð
og helst að níða náung-
ann niður til að komast
upp fyrir hann á lista.
Ég hef aldrei fallist á
slík vinnubrögð," út-
skýrir Arnór. „Ýmislegt
var búið að ganga á,“
segir hann og vill ekki
fara nánar út í þá sálma.
Hann bætir við að fyr-
ir alþingiskosningarnar
1990 hafi verið ljóst að
Skúli Alexandersson,
þingmaður Vestlendinga,
myndi hætta. Á þessum
tíma lýsti Amór því yfir
að hann hefði áhuga á að
saekif
sé góð fjárfesting
að styðja íþróttir
fatlaðra vegna þess
að það verði ódýr-
ara þegar upp er
staðið. Þetta fólk
þurfi síður inn á
sjúkrahús og endur-
hæfingarstofnanir,"
segir hann.
Þegar rætt er um
fjármál íþróttafélags
fatlaðra í Reykjavík
kemur í ljós að get-
raunimar eru
stærsta fjáröflunar-
leiðin. Síðustu fjögur
til fimm árin hafa fatl-
aðir verið meðal tíu
söluhæstu félaganna í
landinu sem segir sína
sögu. En betur má ef
duga skal. Samkeppnin
við önnur íþróttafélög
er hörð. Amór vill ekki
heldur gleyma hlut rík-
is og borgar. Fatlaðir
iþróttamenn fá einnig
stuðning þaðan en Arnór
telur að sá stuðningur
þurfi og megi aukast.
Heilbrigðiskerfið geti
ekki fjárfest betur en í
þessari starfsemi því að
hún sé í raun fyrirbyggj-
andi.
„Yfirleitt hugsa ég aldrei um þetta. Ég segi
stundum að þetta sé seinna lífið mitt og ég sé
svo einstaklega heppinn að ég sé ekki nema 25
ára í dag. Lífið er þannig að maður getur ekki
ýtt á „replay“, maður verður að láta hverjum
degi nægja sínar þjáningar og horfa fram á veg-
inn. Ég hef því miður alltof mikið orðið var við
að fólk, sem hefur lent í veikindum og fotlun,
veltir sér upp úr fortíðinni. Það verður mönn-
um bara fjötur um fót,“ segir Amór Pétursson,
fyrrverandi formaður íþróttafélags fatlaðra og
íslandsmethafi í lyftingum.
Arnór hefur mikla sögu að baki og má segja
að hann hafi kynnst mótlæti í ríkum mæli þó
að hann hafi ekki látið bilbug á sér finna. Hann
varð ungur ástfanginn af Skaganum og var
efnilegur knattspymumaður þegar hann lenti í
bílslysi og lamaðist. Arnór var einn af frum-
kvöðlunum í íþróttum fatlaðra og átti mikinn
þátt i að byggja upp og gera þær að því sem
þær eru i dag. Amór hefur samþykkt að segja
hér sögu sína.
Haldið tryggð
við Skagann
Amór fæddist í Kópavogi árið 1949, sonur
Péturs Guðjónssonar bifvélavirkjameistara,
sem lést nýlega, og Sigrúnar Clausen, fisk-
verkakonu á Akranesi og fyrrverandi for-
manns kvennadeildar verkalýðsfélagsins á
Akranesi. Amór, sem er elstur fimm systkina,
ólst upp í Kópavogi til tíu ára aldurs en fékk þá
„stóra lottóvinninginn," eins og hann kallar
það, og flutti með fjölskyldu sinni upp á Akra-
nes. Honum fannst yndislegt að búa í Kópa-
vogi, enda sveit þá og skemmtilegt að leika sér
í móunum. Ekki var síður gaman fyrir fót-
boltafikilinn að búa á Akranesi enda var bær-
inn þá þegar orðinn mekka knattspymunnar.
Arnór hneigðist snemma til íþróttaiðkunar:
„hef alla tíð verið knattspyrnusjúkur," eins og
hann segir sjálfur og var með í því að stofna
Knattspymufélag Kópavogs, KK, á sínum tíma
sem siðar lognaðist út af. Hann varð fyrst ást-
fanginn af Skagaliðinu sjö eða átta ára gamall.
Fósturforeldrar foður hans áttu þá heima á
Hringbrautinni i Reykjavík, í sjálfu KR-hverf-
inu, og fór hann með frænda sínum á Melavöll-
inn þar sem gullaldarlið Skagamanna burstaði
KR-inga. Arnór lét heillast og hefur haldið
tryggð við Skagann alla tíð síðan.
Eftir flutninginn upp á Skaga stundaði Arn-
ór allar íþróttir sem hægt var að stunda en
knattspyman var þó númer eitt, tvö og þrjú.
Hann æfði og lék með flestöllum flokkum
Skagamanna í knattspymu og var alltaf marka-
hæstur. Hann var varamaður í meistaraflokki
sumarið 1966, var á sjónum um veturinn en
þegar æfingar hófust aftur vorið 1967 lenti
hann upp á kant við þjálfarann og fór út á sjó.
í framhaldi af því lauk knattspymuferlinum en
Skagaliðið féll í aðra deild skömmu síðar.
„Félagar mínir margir, sem léku með mér
sumarið 1966, vom strákar sem spiluðu síðan
með landsliðinu, menn eins og Haraldur Stur-
laugsson, Jón Gunnlaugsson, Jón Alfreðsson
en ekki er hægt að segja um hvort ég sjálfur
hefði náð svo langt því að maður hætti þama,“
segir hann. En hvað skyldi sitja eftir i minning-
unni frá þessum tíma?
„Það er kannski skemmtilegast í minning-
unni að ég spilaði tvisvar með B-liði Skagans í
bikarkeppni. Þá var safnað saman gömlu jöxl-
unum úr gullaldarliðinu, sem voru þá flestir
búnir að leggja skóna á hilluna, þannig að ég
upplifði það að spila tvisvar með þessum gömlu
Arnór hefur helgað sig íþróttum fatlaðra. Hann segir að það sé mikiö kappsmál að fötluö börn
stundi íþróttir, það veiti þeim gott veganesti í lífinu. DV-myndir ÞÖK
átrúnaðargoðum minum. Sumarið 1966 fór
meistaraflokkur ÍA til Færeyja og var á
Ólafsvöku þar. Það er mjög minnisstætt," segir
Amór.
Hann kveðst alltaf hafa talið Þórð Þ. Þórðar-
son, ' fóður knattspymumannanna fræknu,
Teits og Ólafs, mesta knattspymumann lands-
ins. Ástæðan er margþætt, bæði spiluðu þeir
Arnór og Þórður sömu stöðu og svo bar Amór
djúpa virðingu fyrir Þórði því að hann vann
erfiðisvinnu 18 tíma á sólarhring og hafði
knattspymuna í raun aðeins sem aukagrein.
Hann hefði því áreiðanlega orðið knattspymu-
maður á heimsmælikvarða, að sögn Arnórs, ef
hann hefði haft sömu aðstöðu og margir ungir
menn í dag.
Blæs á hjátrú
Amór lauk námi frá Stýrimannaskólanum
vorið 1971 en lenti í bílslysi um haustið, föstu-
daginn 13. ágúst 1971. Frá því Arnór var krakki
á Skaganum hefur uppáhaldstalan hans verið
13. Amerísk hjátrú segir að það sé óheilladagur
ef fóstudag beri upp á 13. dag mánaðarins. Am-
ór hefur þó ekki mikla trú á þessu þó að hann
hafi lent í bílslysi, sem gjörbreytti vitaskuld lífi
hans og lamaði hann upp á brjóstkassa, á slík-
um degi. Hann segist blása á þessa hjátrú enda
sé hann alltaf með töluna 13 á happdrættismið-
um og lottómiðum. En hvernig átti slysið sér
stað?
„Kunningi minn og vinur var að skutla vin-
lagsstarfið verið geysilega mikið, hann sakni
þess helst að hafa ekki getað tekið meiri þátt í
uppeldi dótturinnar.
„Þetta félagsstarf var rekið að stórum hluta
að heiman. Ég man alltaf eftir því þegar við
fengum fyrstu skrifstofuaðstöðuna þá lækkaði
símareikningurinn hjá mér niður úr öllu
valdi,“ bætir hann við og kveðst alltaf hafa haft
með sér einstaklega gott samstarfsfólk í félags-
starfinu.
taka þátt í lýðræðislegu forvali á Vesturlandi
en ekkert orðið af því því að „fámenn klíka
safnaðist saman og ákvað hvernig efsta sætið
skyldi vera skipað," eins og hann orðar það.
„Þar var Jóhann Ársælsson, alveg skínandi
maður og ekkert út á hann að setja. Það fyllti
mælinn að menn skyldu ekki vera tilbúnir að
fara í lýðræðislegt forval. Ég efast ekkert um
að Jóhann hefði haft það,“ bætir hann við.
Pólitískt
munaðarlaus
Um vorið var Arnór beðinn að fara í framboð
fyrir frjálslynda, sem voru leifarnar af Borg-
araflokknum, og fleiri á Vesturlandi. Amór
skoðaði stefnuskrána og sló til. Það var í tvenn-
um tilgangi.
„Ég gerði mér grein fyrir því frá upphafi að ’
það væru litlar likur á því að ná þingsæti en ég
taldi tvennt vinnast með þessu. í fyrsta lagi
væri maður í hjólastól sýnilegri kjósendum og
menn sæju um hvað málefni fatlaöra snerust
og hinir frambjóðendurnir, sem kæmust inn á
þing, væru málum kunnugir, ég leitaðist til
dæmis við að láta þingmannsefnin ber mig upp
tröppur og stiga þar sem þess þurfti," segir
Arnór.
Frjálslyndir fengu engan þingmenn og Arnór
varö pólitískt munaðarlaus. Þegar Jóhanna
Sigurðardóttir fór úr Alþýðuflokknum hafði
um nokkurt skeið verið saumað að kjörum fatl-
aðra, að mati Amórs, og hún hafði mest og
harðast mótmælt þeirri atlögu. Arnór taldi það
því sjálfgefið að styðja við bakið á henni og var
á lista Þjóðvaka í síðustu Alþingiskosningum.
„Aftur er ég orðinn hálf munaðarlaus þó að
ég sé enn félagi í Þjóðvaka.“
„Ég er mikill áhugamaður um sameiningu
jafnaðarmanna en ég veit ekki hvað verður í
framtíðinni. Fatlaðir verða að gera sig meira
gildandi í stjórnmálaflokkunum. Það er kom-
inn tími til þess að þeir eigi fulltrúa inni á Al-
þingi þannig að þeir séu sýnilegri og fái sjálfir
að taka á sínum málum. Það á ekki að fá fatl-
aða til að vera í sætum á listum stjómmála-
flokkanna, þar sem þeir hafa litla eða enga
möguleika til áhrifa, bara til að höfða til fatl-
aðra,“ segir hann.
Það er ýmislegt sem liggur Amóri á hjarta.
Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tæki- *"
færi hjá Tryggingastofnun ríkisins til að hasla
sér völl á vinnumarkaði og segir að fatlaðir séu
vissulega jafngóðir starfskraftar og ófatlaðir
séu þeim skapaðar til þess aðstæður og tæki-
færi. Hann hefur brennandi áhuga á ýmsum
málum og er skák honum mjög hugleikin.
Hann fór ásamt félaga sínum, Heiðari Þórðar-
syni, á ólympíuskákmót í Tékklandi í sumar og
er að vinna að því að auka skákþátttöku fatl-
aðra á íslandi og Norðurlöndum.
konu sinni upp í Borgarnes og uppgötvaði að
bíllinn hans var að verða bremsulaus. Hann
bað mig um að skutla sér. Ég fékk lánaðan
Moskwitz, sem var um 500-600 kíló, hjá bróður
mínum. Ég keyrði þau upp í Borgames og við
stoppuðum þar. í millitíðinni var Vegagerðin
búin að leggja lausamöl upp í miðja blindhæð í
beygju. Á leiðinni til baka lenti ég i lausamöl-
inni með þeim afleiðingum að bíllinn valt
margar veltur, ég kastaðist út úr honum og
sennilega fór hann yfir mig. Ég hryggbrotnaði
og flísar stungust inn í mænuna. Ég hef verið
lamaður upp að geirvörtum síðan,“ segir hann.
- Þetta hlýtur að hafa verið rosalegt áfall?
„Jú, en ég var geysilega heppinn, bæði með
hjúkrunar- og læknalið. Uppeldið hefur örugg-
lega gert mér auðveldara að komast yfir þetta,“
svarar hann.
Arnór segir að faðir sinn hafi kennt þeim
systkinum að standa og falla með verkum sín-
um og láta verkin tala. Það hafi auðveldað sér
að vinna sig út úr erfiðleikunum. Hann viður-
kennir að þetta hafi verið erfitt tímabil, bendir
á að fótunum hafi ekki bara verið kippt undan
sér í bókstaflegri merkingu þannig að hann
sitji í hjólastól heldur hafi þeim líka verið
kippt undan sér atvinnulega séð. Menntunin
nýttist ekki sem skyldi þó að menntun nýtist
alltaf að einhverju leyti.
Kynntist konu
og fákk vinnu
Arnór var níu mánuði á Landspítalanum og
fór svo i endurhæfingu í Danmörku í sex mán-
uði. Skaðabæturnar úr slysinu fékk hann ekki
endanlega uppgerðar fyrr en 1975 og þá hafði
upphæðin rýrnað svo mikið í óðaverðbólgunni
að þær nægðu tæplega fyrir fyrsta bílnum
hans. Það sem bjargaði peningastöðu Arnórs
var því fjársöfnun sem fór fram á Akranesi
„enda Akurnesingar eins og ein stór fjölskylda
þegar eitthvað bjátar á.“ Eftir heimkomuna fór
hann svo í öldungadeild og ætlaði að næla sér
í stúdentspróf en hætti námi.
„Maður var óöruggur, vissi raunverulega
ekki hvað maður gæti eða framtíðin bæri í
skauti sér. Þjóðfélagið var þannig að það var
ansi lítið pláss fyrir okkur á þessum árum,
þröskuldarnir í eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu ansi háir og stórir. Árið 1974 gerist þrennt
sem skipti sköpum í lífi mínu. í fyrsta lagi
kynntist ég konunni minni, Áslaugu Magnús-
dóttur, en hún starfaði sem starfsstúlka í eld-
húsinu í Sjálfsbjargarhúsinu. í öðru lagi fékk
ég vinnu hjá Tryggingastofnun ríkisins og I
þriðja lagi var stofnað íþróttafélag fatlaðra í
Reykjavík," segir hann.
Þarna varð vendipunktur í lífi Arnórs og líf-
ið fór í þann jákvæða farveg sem það átti síðar
eftir að renna eftir. Arnór hafði ýmis markmið
til að keppa að því að við tóku húsnæðiskaup
íjölskyldunnar, stofnun íjölskyldu og félags-
störf. Hann Vcir einn af stofhendum íþróttafé-
lags fatlaðra, enda hafði hann kynnst lítillega
íþróttum fatlaðra í Danmörku, og var fyrsti for-
maður þess. Hann sinnti formennsku í 13 ár,
varð svo formaður byggingarnefndar íþrótta-
húss fatlaðra og tók við formennsku í hússtjórn
þegar húsið var risið.
„Það fylgdi því miklir snúningar að koma fé-
laginu á laggimar. Það þurfti að útvega pen-
inga og ná til fólks, fá það til að stunda íþrótt- Arið 1974 ae *•
imar og gera því grein fyrir að það gæti þetta. ist konunni sinni sem skiP« sköpum , lífi A
Fá almenning til að skilja og trúa því að íþrótt- stofnun 0g íbrótt^aU£,u Maanúsdóttur féku Am°rs- Hann kynnt-
ir væm fyrir fatlaða. Þær væm ekki bara fyrir fyrsti formaður hl *39 fatlaöra í Reykialíif^ nnu hjá Trygginoa-
ófatlaða," útskýrir hann og kveðst dást að þol- aÖur Þess °g gegndi því starfm? S*°fnaö- Arnór
inmæði konunnar. Oft hafi vinnudagurinn í 3 ar-
Tryggingastofnun verið langur og svo hafi fé-
var
Forvali hafnað
Félagsstarf Arnórs ein-
skorðast ekki við íþróttir
fatlaðra. Hann hefur áratug-
um saman verið virkur í
stjórnmálum enda byrjaði
Arnór Pétursson lenti 22ja ára gamall í bílslysi sem kippti fótunum undan honum. Hann hefur þó
ekki látið slíkt mótlæti hafa mikil áhrif á sig, stundaö íþróttir og sett íslandsmet í lyftingum sem enn
standa.
Á enn fslandsmet
Arnór æfði lyftingar samhliða vinnu sinni og
félagsstarfi og náði langt á því sviði. Hann setti
fjölda íslandsmeta og tvö þeirra standa enn, 125
kíló í 56 kílóa flokki í bekkpressu og 127,5 kíló
í 60 kílóa flokki. „Síðast þegar ég vissi voru
þessi met mun betri en íslandsmet ófatlaðra í
þessum þyngdarflokkum," segir hann. Arnór
keppti einnig fyrir íslands hönd á stórmótum
erlendis og fór meðal annars á Ólympiuleikana
í Hollandi árið 1980.
Arnór hætti íþróttaþátttöku kringum 1990
vegna axlarmeiðsla en segist þó alltaf vera á
leiðinni að byija aftur. Hann lætur sér nægja i
dag að sækja alla leiki Skagamanna „sem nokk-
ur tök eru á“ og sinnir svo félagsstörfum sínum
fyrir íþróttafélagið áfram.
„Ég tel að það hafi tekið tíu ár að fá fólk til
að gera sér grein fyrir því að íþróttir fatlaðra
væru komnar til að vera og að hinir fotluðu átt-
uðu sig á því að hvað þetta var. Fyrstu árin
fékk maður oft upplýsingar, fréttir um hugsan-
leg „fórnarlömb", eins og ég segi, og þá hringdi
maður en maður þurfti að tví-, þrí- og fjór-
hringja i suma til að fá þá til að koma,“ segir
hann og rifjar upp að þetta gildi til dæmis um
tvo þjóðþekkta íþróttamenn, Hauk Gunnarsson
spretthlaupara og Sigmar Maríusson lyftinga-
mann.
Góð fjárfesting
íþróttastarf fatlaðra hefur vaxið og dafnað en
síðustu árin hefur ekki verið nógu mikil endur-
nýjun í félaginu sökum þess að félagsstarf fatl-
aða hefur eflst svo mikið að ógleymdum tölvun-
um, tölvuleikjum og videoi sem höfðar til allra,
fatlaðra jafnt sem ófatlaðra. Arnór talar ákaft
fyrir þvi að fotluð börn fái að kynnast íþróttum
enda hafi það sýnt sig að krakkar, sem æfa
íþróttir frá unga aldri, standi mun betur að
vígi úti i samfélaginu en hinir sem ekki hafi
æft. Þeir fyrrnefndu séu í námi eða fullri vinnu
á almennum markaði meðan hinir hafi aldrei
komist „út“.
„íþróttirnar byggja þau upp bæði líkamlega,
félagslega og andlega. Það er alveg klárt mál að
ef ófatlað barn hefur gott af íþróttum þá hefur
fatlað bam það mikið frekar. Þetta er reynsla
mín. Ég hef lagt áherslu á það við ráðamenn
þjóðarinnar að það
Arnór Pátursson, Islandsmethafi í lyftingum, hefur unnið dag og nótt við uppbyggingarstarf í íþróttum fatlaðra:
Lenti í bílslysi í blóma
lífsins og lamaðist
- fákk „stóra lottóvinninginn" þegar hann flutti upp á Skaga, mekka knattspyrnunnar