Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Fréttir Kvenfélagið Björk á Hvammstanga fær hótunarbréf frá skattinum vegna sölustarfsemi: Þetta er herferð skatts- ins gegn kvenfélögunum - segir Hermína Gunnarsdóttir formaður um þá kröfu að félagið greiði virðisaukaskatt af góðgerðastarfsemi DV, Hvammstanga: „Ég get ekki séö annað en þetta sé herferð skattsins gegn kvenfélögum. Það er erfitt að túlka þetta með öðr- um hætti. Þá er hætt við því að áhugi fyrir því að vinna að góðgerð- arstörfum minnki við þetta. Maður spyr sig hvort um sé að ræða átak gegn kvenfélögunum í landinu eða hvort um sé að ræða aðeins einstök félög. Okkur er þetta alveg óskiljan- legt,“ segir Hermína Gunnarsdóttir, formaður Kvenfélagsins Bjarkar á Hvammstanga, sem fengið hefur bréf frá skattstjóra Norðarlands Skattstjórinn: Könnum félög af ýmsu tagi „Ég vil alfarið hafna því að verið sé að leggja kvenfélög sérstaklega í einelti. Okkar hlutverk er að fylgj- ast með hvers konar málum, þar á meðal því hvað hvers konar félög, hvort sem það eru ungmennafélög, iþróttafélög eða önnur félög, eru að gera. Að baki liggja m.a. samkeppn- issjónarmið. Ef við fylgdumst ekki með þessum málum þá stæöum við okkur einfaldlega ekki í starfi,“ seg- ir Bogi Sigurbjömsson, skattstjóri Norðurlands vestra á Siglufirði í samtali við DV. Bogi segir að þetta tiltekna kvenfé- lag hafi lent í úrtaki annarra félaga af ýmsu tagi, sem skrifað var bréf og þau beðin um gögn um starfsemi sina. Þó að um sé að ræða ótekju- skattskylda aðila komi virðisauka- skattskylda við sögu í starfsemi þeirra og ef um það mikla starfsemi sé að ræða verði að skila virðisauka- skatti af henni. Kallað sé eftir gögn- um hjá félögunum til að geta gengið úr skugga um hvort svo sé eða ekki. „Ég mótmæli því að við séum að taka kvenfélög fyrir og það er mikill mis- skilningur að við séum að ofsækja þau,“ segir Bogi Sigurbjörnsson. -SÁ Harður árekstur Haröur tveggja bíla árekstur varð á Bústaðabrú í fyrrakvöld. Eldur kom upp i öðrum bílnum en lög- regla náði aö slökkva hann á skömmum tima. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir á slysadeild. Annar kvartaði undan eymslum í hálsi og baki en hinn hafði hlotið minni háttar höf- uðmeiðsl að því er taliö var. Báðir bílarnir voru mjög illa famir og voru fluttir á brott með kranabíl. -RR vestra þar sem þess er krafist að fé- lagið greini frá starfsemi sinni og geri grein fyrir virðisaukaskatti. í bréfi skattsins er félaginu gefinn kostur á að skýra sin mál innan ör- fárra daga eða sæta viðurlögum að öðrum kosti. Hermína segir að félagið hafi tekj- ur sínar af því að halda kökubasara, skemmtanir og selja bækur með eig- in uppskriftum. Hún segir að bréf skattsins hafi vakið furðu félags- kvenna og það hafi farið illa í marga. „Þetta leggst illa í félagsmenn. Öll þessi vinna sem að baki er og unn- in er í annarra þágu. Starfsemi okk- ar er eingöngu hugsuð sem góögerð- arstarfsemi. Eins og önnur kvenfé- lög sem ég þekki til byggir starfið á því að likna þeim sem erfitt eiga og vinna að verkefnum sem koma sam- félagi okkar til góða. Það er fráleitt að hér sé um gróðastarfsemi að ræða. Oft á tíðum lætur maöur heimilið og bömin sitja á hakanum en þá fer maður að hugsa að rétt væri að hætta þessu. Þá kemur upp í hugann að maöur sé þó að láta gott af sér leiða og heldur áfram. Þetta er gífurleg vinna sem lendir á fé- lagsmönnum og oft lítið upp úr þessu að hafa. Það veldur mér mikl- um áhyggjum að það muni koma niður á félagsstarfinu ef farið verö- ur að skattleggja þetta. Fólk muni ekki nenna að standa í þessu,“ seg- ir Hermína. Hún nefnir sem dæmi að félagið styrki fólk sem missir maka sína. Það gefi fermingarbörnum biblíur og 6 ára bömum öryggishjálma ár- lega. Þá renni hluti af fjáröflun fé- lagsins til að koma upp kapellu í sjúkrahúsinu. Það sé nú reyndar nokkuð skondið i því ljósi að á sama tima og kvenfélagið er aö hjálpa rík- inu þá herjar ríkið á þaö. Hermína Gunnarsdóttir, formaður Kvenfélagsins Bjarkar, og Sigríður Ingólfsdóttir gjaldkeri með bréf frá skattstjór- anum á Norðurlandi vestra þar sem þess er krafist aö félag þeirra greiði virðisaukaskatt eða sæti viðurlögum að öðr- um kosti. DV-mynd ÞÖK Feguröarsamkeppni Reykjavíkur: Leit að fegurstu stúlkunum er hafin „Við þiggjum með þökkum allar ábendingar og ég ítreka að við fáum aldrei of mikið af nöfnum. Samhliða fegurðardrottningu íslands verður Ford-stúlka valin líkt og í fyrra,“ segir Elín Gestsdóttir, annar tveggja framkvæmdastjóra Fegurðarsam- keppni íslands. Elín segir að búið sé að dagsetja keppnina um fegurðardrottningu Reykjavíkur þann 4. apríl og síðan verði aðalkeppnin í maí. Hún segir dagsetningar fyrir hina ýmsu staði úti á landi vera að komast á hreint og þar sé einnig allt að fara í gang. „Fólk þarf bara að hringja til okk- ar og gefa okkur upp nafn og heim- ilisfang, eða símanúmer, og siðan höfum við samband við stúlkuna. Okkur fmnst ekki síðra ef stúlkum- ar hafa samband sjálfar. Það er tölu- vert um það,“ segir Elín. Eyðublöð liggja víða frammi, í skólum og á líkamsræktarstöðvum, og hægt er að hringja í Elínu á Hót- el íslandi alla virka daga, milli 13 og 17. Bréfasími er 568-9934. -sv „Við höfum gefið Krabbameinsfé- lagin, Vímulausri æsku og ýmsum öðrum sem eru að vinna samfélags- leg störf. Það eina sem félagskonur veita sér á vegum félagsins eru námskeið sem viö höldum fyrir okk- ur sjálfar. Að langmestu leyti fer því fjáröflun okkar til góðgerðar- mála. Það er á hreinu að við getum ekki staðið undir því fjárhagslega að halda flókið bókhald. Þetta er hugsjónastarf sem ekki má við miklum truflunum," segir Hermína. -RT Stuttar fréttir Aðrar áherslur íslendingar hafa aðrar áherslur en samstarfsþjóðir í Atlantshafs- bandalaginu, NATO, um hvernig standa eigi að stækkun þess. RÚV greindi frá. Vífilfell tapar Vífilfell hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiöa ríkissjóöi 221 milljón þar sem fyrirtækinu hefði verið óheimilt að nýta ónotaö rekstrar- tap tveggja dótturfyrirtækja til frádráttar frá tekjuskatti. Þetta kom fram í Mbl. Selt í Nýherja Hlutabréfaviðskipti í gær námu 118 milljónum, þar af 75 milljónum í Nýheija þegar VÍB seldi nærri allan sinn hlut í fyrirtækinu. 3 milljaröar norður Fjárfestingar stórfyrirtækja á Akureyri vegna baráttu um sölu- mál og hlutabréf ÚA nema rúm- um 2 milljörðum króna og sam- kvæmt Viðskiptablaðinu gæti tal- an náð 3 milljörðum áður en yfir lýkur. Pólsbróf á markað Hlutabréf Póls-rafeindavara hf. á ísafirði verða á næstu dögum skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Læknir úr landi Þórir Ragnarsson heilaskurð- læknir flytur til Bandaríkjanna um áramót og hættir störfum hér á landi. Samkvæmt Stöð 2 flytjast með honum margar flóknar að- gerðir og mun kosta ríkið tug- milljóna króna. Matvörur hverfa Stórkaupmenn telja að margar þekktar bandarískar vörutegund- ir hverfi úr hillunum um áramót- in vegna nýrra reglna um vöru- merkingar. Þetta kom fram á Stöð 2. -bjb Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei 2 Á að leggja niður beingreiðslur ríkisins til bænda? j rödd FOLKSINS 904 1600 Enn eitt tapið hjá Spurs 11 leikir voru á dagskrá i NBA í nótt og urðu úrslitin þessi: Toronto-Golden State .... 91-101 Stoudamire 19 - Smith 36, Sprewell 23. Atlanta-Denver ...........89-88 Laettner 22, Blaylock 21 - D.Ellis 21, L.Ellis 19. Cleveland-Miami .........74-76 Mills 17, Hill 15 - Hardaway 25, Moum- ing 14. New York-Washington .... 85-73 Ewing 15, Starks 15 - Webber 20. Minnesota-Houston .......94-96 Mitchell 28 - Drexler 36, Olajuwon 29. Milwaukee-Detroit........85-93 Baker 28, Allen 16 - Dumars 29, Hiil 26. Phoenix-SA Spurs ........93-76 Person 29, Manning 12 - Wilkins 17, Elliot 12. Utah-Indiana ...........110-86 Malone 22, Ostertag 21 - Miller 13, Allen 12. Portland-Orlando..........93-99 Robinson 33 - Scott 18, Seikaly 17, Hardaway 16. LA Clippers-Dallas.......95-100 Sealy 14 - Gatling 30. Sacramento-LA Lakers .... 90-92 Polynice 18, Ritchmond 17 - Shaq 27, Campbell 20. .(jh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.