Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Qupperneq 11
ARGUS&öflKiN/SUfc. 21 I>V MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Ný hlið á Bubba í gegnum tíðina hefur Bubbi verið ötull við að þróa form söngtexta sinna i allar áttir. Hann hefur notast við stuðlasetningu, jafnvel byggt á sonnettuhætti en einnig beitt óbundnu máli. Á þessari geislaplötu er hann með öllu laus undan formkvöðum söngtextans, svo sem endurtekningu, ákveðinni lengd og því að setningcuriar falli að laglínum og hann nýtir sér frelsið til þess að fást við ólíkar teg- undir ljóðlistar. Heimur eitur- lyfja er hér end- urtekið yrkis- efni eins og á mörgum fyrri plötum Bubba. Söngtextar Bubba um þetta efni hafa margir hverjix verið persónu- legt uppgjör, en hér er að finna frásagnir af lífí eit- urlyfjaneytenda og með lýsingmn, beinum eða skáldlegum, er leitast við að vekja sterka tilfínningu fyrir óhugnaði. Á móti drunganum í þessum ljóðum og þeim sem tengjast hafi og fiskvinnslu vega einlæg ástarljóð eins og „Feröalag" og bemskuminningar þar sem Bubbi vinnur með at- hyglisgáfu bamsins og næmi þess á smáatriði, saman- ber Ijóðið „Þvottadagar". Bókmenntir Kristján Þórður Hrafnsson Bubbi er óspar á fantasíukennt myndmál en beitir einnig daglegu talmáli eins og í minnisstæðu ljóði, „Eft- irmæli um ljón sem hafði tennur", þar sem fjallað er um samband fiknar, óhamingju og listar og má, að því er virðist, líta á sem kveðju til Dags Sigurð- arsonar. Dæmi um ljóð sem byggir á óvenjulegri myndhverf- ingu er „Vekjum ekki nágrannann", sem hefst á eftirfarandi línum: ekki hafa hátt frekar á marblettina þykkt húðarinnar líftíma sinn ... Sem söngv- ari hefur Bubbi einstakt vald á að ljá orðum trúverð- ugleika. Hann kann til hlítar þá list að láta raddbeit- inguna ýta undir merk- ingu textans og setningar sem láta lítið yfir sér á blaði geta öðlast margfalt vægi í söng hans. Þessi eiginleiki nýtur sín vitaskuld ekki hér en það gætir fjölbreytni og leikrænna tilþrifa í lestrinum og leikur hljómlistarmannanna fellur vel að orðunum. Þessi geislaplata sýnir nýja hlið á merkmn listamanni sem fyrir söngtexta sína hefur fyrir löngu áunnið sér verðskuldað skáldanafn. Bubbi Morthens. Hvíta hliðin á svörtu. Ljóð. Mál og menning. tQenningu I É 8 S I Mánaland Fyrir tveim árum, sumarið 1994, komu hingað til lands tvö ensk skáld sem hugðust fara í fótspor tveggja frægra landa sinna frá því fyrir tæpum sextíu árum, W.H. Aud- ens og Louis Mac Neice, sem saman skrifuðu bókina Letters from Ice- land. Þessir tveir nýju ferðalangar heita Simon Armitage og Glyn Maxwell, báðir þekkt skáld í heima- landinu, og þeir hafa nú gefið út bók hjá faber and faber um reynslu sína. Þetta er safhrit eins og fyrri bókin, þó eru hér ekki bréf; en mikið af ljóðum, ferða- lýsingum, eins konar smásögum eða minningabrotum (tO dæmis fallegasta lýsing á eldri systur sem ég hef lesið) og alls konar glensi, meðal annars mjög ein- kennOegum leikritum um ofur- menni reykvísks næturlífs. lenskum menningarvitum sem eru nokkrir, til dæmis um fund þeirra og Matthiasar Johann- essens sem rifjar upp kynni sín af Auden. Þar segir Matthías að hann hafi skyndOega langað tO að vera einvaldur svo að hann gæti slökkt á öUum útvarpstækj- unum á íslandi sem fóru svo í taugarnar á Auden. Og annan fúnd sem þeir áttu með lista- spírum borgar- innar. Má sjá þær fáeinar á myndum, Sjón, Braga Ólafsson, Einar Kárason, Steinunni Sig- urðardóttur... Ekki ímynda ég mér að þessi bók þyki eftir sextíu ár jafn- merkileg og Letters from Iceland, sem þótti skila vel til- finningu óróatímanna sem hún var skrifuð á, en það má samt hafa gaman af henni. Svona mynd gefa þeir af furð- um landsins: Midnight. Vodka down in one. Spied through the bottom of the bottle: sun. Þráði að vera einvaldur um stund ForvitnUegast þykir væntan- lega mörgum að lesa þætti af ís- Scotch on the rocks, straight down. Seen through the empty glass the moon. It's twelve noon. Undir hakakrossi Frá bókmenntalegu sjónarmiði má finna þetta að þessari bók: Hún er aðeins að takmörkuðu leyti saga og er kannski ekki ætlað það. í stað dramatískrar frásagnar er hér nákvæm skýrsla, að mestu byggð á opinberum gögnum. Nafh bók- arinnar, Berlínar-blús, er eitt af þessum bókar- heitum sem maður áttar sig ekki heldur á af hverju var valið þó að maður hafi lesið hana. Bókmenntir Ármann Jakobsson En eins og sjá má á undirtitlinum er verkefhið fyrst og ffernst að kanna heimUdir tO hlítar og skipta þeim sem sakaðir hafa verið mn að hafa fýlgt nasistum í seka og saklausa í eitt skipti fyr- ir öU. Þörfin er brýn því að allnokkuð hefur ver- ið fjallað um samskipti Islendinga við nasista án þess að tOtæk gögn í skjalasöfnum hafi verið könnuð. Þetta á t.d. við umfjöllun bókarinnar um Ólaf Pétursson og Bjöm Sv. Bjömsson, hún koUvarp- ar ekki núverandi þekkingu um störf þeirra en skýrir þó margt og rennir traust- ari stoðum undir það sem áður hafði kom- ið fram, t.d. í bók Hrafhs og Uluga Jökuls- sona. Auðvitað er fyrir öUu að stuðst sé við góðar heimUdir og heimOdanotkim bókarinnar er enda það sem gefur henni gUdi, gerir hana að mikUvægri bók. Saga Bjamar Sv. Bjömssonar er sorgarsaga, ekki aðeins hans heldur líka íslensku þjóðarinnar. Það er þjóðarskömm að sonur forseta þessa nýja lýðveldis skyldi vinna ofbeldisverk í þágu nas- ista. En með þessu verður þjóðin að lifa og draga þann lærdóm af að við erum ekki endOega heilagri en aðrir. Einnig er hér vikið að Gunnari Gunnarssyni, Guðmundi Kamban og Jóni Leifs. Þeir tveir siðastnefndu era kaUaðir fómarlömb og ef marka má heiti bókarinnar eiga þeir þá að heita fómar- lömb nasista. Jón Leifs var kannski fyrst og fremst fómarlamb þeirra en Guðmundur Kamb- an aUs ekki, þvert á móti átti hann góð samskipti við nasista þó að ekki hafi hann fylgt þeim í einu og öUu. Dauði hans var vissulega and- stæður öUu réttlæti en því miður ekki einsdæmi í uppgjör- inu eftir stríð. Sú frásögn sem kannski sætir mestum tíðindum er sagan af dauða menntaskóla- nemans Karls Jóns HaUssonar sem var handtekinn fyrir mistök og síðan myrtur af „ffelsisliða“, það er ljót saga sem minnir á að heimurinn er ekki svart- hvítur, það vom ekki Þjóðverjar einir sem unnu hryðjuverk í seinni heimsstyrjöld. Ásgeir Guðmundsson. Berlínar-blús. íslenskir meðreiðarsveinar og fórn- arlömb þýskra nasista. Skjaldborg 1996. /////A Smáauglýsinga deild DV 0 er opin: • virka daga kl, 9-22^ • laugardaga kl, 9-14 • sunnudaga kl, 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir birtingu. Afft Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar rvrm 550 5000 Góður í samanburði 3 dyra LSi. Verð frá 3EE OPEL NISSAN Astra GL Almera LX - ... L -——. ... i— . . ... í .' .- ■_ Samanburðurinn hjálpar þér að velja rétt 3 dyra bilor HYUNDAI VW TOYOTA Accent LSl GolfCL CorolloXU Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 Hestöfl 84 60 75 Lengd 4103 4020 4095 Breidd 1620 1696 1685 Vökva- og veltislýri J J J Utvarp + segulb. J J N VERÐ i 979.000 1.220.000 1.164.000 Neqld vetrardekk fylgja öllum Accent bílum. HYunoni til frsitntíAsir 979. 1389 1392 4051 4120 1691 1690 1.199.000 .248.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.