Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 32
44 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Forsetaembætt- ið og forsetinn „Forsetaembættið virðist mest byggja á ferðalögum, orðuveit- ingum og því að henda blóm- sveigum hingað og þangað og sinna skógrækt. Ég bíð bara eft- ir forseta sem sinnir svínarækt. Það er þó hægt að éta þá afurð.“ Indriði G. Þorsteinsson, í Al- þýðublaðinu. Alinn upp með Vigdísi „Ég held að margir þurfi tíma til að venjast þeirri tilhugsun að það séu hjón á Bessastöðum. Maður er alinn upp með Vigdísi og þekkir ekki annað.“ Steinunn V. Óskarsdóttir, í Al- þýðublaðinu. Ömurleg frammistaða „Hann hefur staðið sig jafn ömurlega og ég bjóst við.“ Andrés Magnússon um Ólaf Ragnar Grímsson, í Alþýðu- blaðinu. Ummæli Skattaafsláttur „Það að afnema skattaafslátt- inn er líkt og bóndinn hætti að gefa skepnunum fóðurbæti. Þær halda e.t.v. velli en fyrir vikið verða vanhöld í fénu.“ Halldór Friðrik Þorsteinsson viðskiptafraeðingur um fyrir- hugaðan skattaafslátt af hluta- bréfum, í DV. Ríkið og borgin „Ég vil vara við miklum fyrir- huguðum framkvæmdum hjá Reykjavíkurborg. Það dugar skammt að ríkissjóður dragi saman seglin ef stærsta sveitar- félag landsins gerir það ekki.“ Sturla Böðvarsson alþingis- maður, í DV. Fílharmónía heldur tónleika í hinni nýju Grensáskirkju. Aðventu- tónleikar Þriðju aðventutónleikar Söngsveitarinnar Filharmóníu verða í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi kórsins í dag er Bemharður Wilkinson. Það er vel við hæfi að tónleikar Fd- harmóníu í ár skuli vera í Tónleikar Grensáskirkju sem er nýjasta kirkjan í Reykjavík og öll hin glæsilegasta. Einsöngvari með söngsveitinni er Sigrún Hjálmtýsdóttir. Jólatónleikar Fíladelfíu í kvöld verða hinir hefð- bundnu jólatónleikar í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelflu, Há- túni 2, og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum leikur lofgjörðar- hópur Fíladelfíu undir stjórn Ólafs Einarssonar. Hópurinn hefur sérhæft sig í gospelsöng. Auk hópsins kemur fram Anna Júlíana Þórólfsdóttir og mun hún kynna nýja plötu sem hún er að senda frá sér og nefnist Söngur til þin. Tríó Þóru Grétu leikur og unglingahljómsveitin Operation Big Beast flytur jóla- söngva. Tónleikamir heijast kl. 20.30. Þuirt að mestu syðra Yfir landinu og Grænlandshafi er vaxandi hæð en lægðardrag austur af landinu þokast austur. Veðrið í dag í dag verður norðaustankaldi eða stinningskaldi en allhvasst austan til í fyrstu. Éljagangur verður um norðanvert landið en þurrt að mestu syðra. Smám saman lægir í dag, fyrst um vestanvert landið. Hæg norðlæg átt verður í nótt og víðast léttskýjað. Hiti verður allt frá tveimur stigum niður í sjö stiga frost, kólnar í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi í dag en gola í nótt og léttskýjað. Frost verður 0 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.33 Sólarupprás á morgun: 11.11 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.51 Árdegisflóð á morgun: 07.13, stórstreymi (4,4 m). Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -1 Akurnes alskýjað 2 Bergstaóir alskýjað -2 Bolungarvík snjóél -4 Egilsstaðir snjókoma -2 Keflavíkurflugv. léttskýjaó 0 Kirkjubkl. léttskýjað 0 Raufarhöfn snjóél -2 Reykjavík léttskýjað -1 Stórhöfði léttskýjaó 1 Helsinki léttskýjað -1 Kaupmannah. þokumóða 2 Ósló alskýjaö 0 Stokkhólmur þokumóöa 4 Þórshöfn súld 5 Amsterdam þokumóða 0 Barcelona Chicago hálfskýjað 8 Frankfurt þokumóða -2 Glasgow mistur 5 Hamborg þokumóóa 0 London Los Angeles mistur 3 Madrid súld 6 Malaga skýjað 10 Mallorca léttskýjað 7 Paris þokumóða -1 Róm skýjaö 8 Valencia New York Orlando skýjað 9 Nuuk alskýjaö 3 Vín Washington Winnipeg þokumóöa 1 Gísli Páll Pálsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis: Gegnheill „Ég hef mikinn áhuga á körfubolta enda hef ég stund- að hann bæði sem leikmaður og dómari. Þá er ég áhuga- maður um skotveiðar og síð- ast en kannski ekki síst hef ég mikinn áhuga á félagsmál- um,“ segir Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalar- heimilisins Áss og forseti bæjarstjómar Hveragerðis, sem staðið hefur i ströngu að undanfómu vegna pólítískra átaka í Hveragerði. Maður dagsins Gísli Páll er oddviti D-lista en eins og frægt er orðið sneri listinn baki við Knúti Bruun, leiðtoga sínum, í sumar og efndi til meiri- hlutasamstarfs með höfuð- andstæðingnum, H-listanum. Gísli Páll fluttist til Hvera- geröis fyrir sex árum frá Reykjavík þar sem hann ólst uþp, nánar tiltekið i vestur- bænum. Hann segist hafa Qisli Páll Pólsson. KR-ingur ánetjast íþróttum þar. „Ég er forfallinn KR- ingur og það hefur hald- ist þrátt fyrir að ég sé fluttur hingað austur,“ segir Gísli Páll. Eiginkona Gísla Páls er Hulda Gísladóttir sem starfar á skrifstofu Áss við hlið manns sins. Þau hjónin eiga tvær dætur, Guðrúnu Birnu, 5 ára, og Ágústu, 3 ára. Þau hjónin eiga von á þriðja barninu eftir nokkrar vikur. Hann segist komast ágætlega yfir bæði vinnu og áhugamál, þótt allt taki þetta vissu- lega sinn tíma. „Þetta er spurning um aö skipuleggja daginn. Með því að skipuleggja hverja minútu gengur ágætlega að láta vinnu og áhugamál lifa hvort með öðm,“ segir Gisli Páfl. -rt Tveir leikir í 1. deild í handbolta Handboltinn verður í sviðs- ljósinu í kvöld en leiknir verða tveir leikir í 1. deild karla og einn leikur í 2. deild. í fyrra- kvöld átti viðureign HK og ÍBV að fara fram í Kópavogi en þar sem Vestmannaeyingar komust ekki upp á meginlendið var leiknum frestað. Hann hefur nú verið ákveðinn í kvöld. íþróttir I kvöld leika einnig Grótta og KA og fer leikurinn fram á Sel- tjarnarnesi. Báðir leikimir hefj- ast kl. 20.00. Einn leikur er síðan í 2. deild. í Hafnarfirði tekur ÍH á móti Fylki. Þá má að lokum geta þess að íþróttafélag fatlaðra velur íþróttamann ársins úr þeirra hópi i dag Gengið á milli Skeifu og Kringlu ! miðvikudagskvöldgöngu Hafnagönguhópsins í kvöld verö- ur slegið á létta strengi. Gengið verður um og á milli verslunar- svæðis í Sogamýri og Kringlu- mýri og í ferðinni hittir hópur- inn einn af mönnum mánaðarins á leið til byggða og i lokin verð- ur boðið upp á hressingu í Veit- ingagarði. Mæting er við Hafnar- húsið kl. 20.00. Farið verður með SVR inn á Grensás og gengið um Skeifuna, kíkt í búðaglugga og skoðaðar útiskreytingar. Þaðan Utivera verður farið eftir Grensásvegi og upp að Austurveri og áfram í Kringluna. Þar verður gengið um sali og skoðaðar inniskreyt- ingar. Að þvi loknu verður geng- ið niður að göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut síðan með- fram ströndinni og um Öskju- hlíð niður í Miðbæ. Allir eru vel- komnir í ferð með Hafnagöngu- hópnum. Bridge i heimsmeistarákeppninni í Búdapest 1937 vann hinn frægi Ely Culbertson 6 grönd á suðurhöndina eftir þvingun á AV. Culbertson hóf sagnir á einu hjarta og það var aust- ur sem gerði mistök í vöminni. Út- spil vesturs var laufatvistur, fjórða hæsta: é 107 *4 10 ♦ DG9853 4 ÁK65 4 ÁG32 •4 G43 4 76 4 G1042 * K984 ÁKD6 4 ÁK10 4 83 Culbertson drap strax á laufaás og renndi niður tígulslögum. Aust- ur var strax i vandræðum með af- köstin. Hann sá að ef suður átti ÁKDGx í hjarta, ætti hann auðvelda 12 slagi og gat því séð af einu hjarta en ákvað síöan að henda öllum lauf- unum í trausti þess að vestur pass- aði litinn. Lokastaðan var þessi: 4 ÁG «4 -- ♦---- 4 G10 4 107 ♦ -- 4 Á6 N V A S 4 D6 44 98 4 — 4 — 4 K9 44 D 4 -- 4 8 Þegar Culbertson spilaði hjarta- drottningu, henti vestur spaða, laufi var hent í blindum og síðan spilaði Culbertson einfaldlega spaðaníunni og felldi ásinn. Ef austur hefði hald- ið eftir D9 í laufi í stað D6 í spaða hefði samningurinn farið niður. Gott dæmi um það að vömin bygg- ist á samvinnu tveggja manna. ísak Öm Sigxu-ðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.