Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 28
40 4 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Sviðsljós Búinn að biðja nýju vinkonunnar Leikarinn Don Johnson, sem er 46 ára, er svo hamingjusamur með nýju vinkonunni sinni, Jodie Lyn O’Keefe, að hann er búinn að biðja hennar. Parið hittist við upptökur á sjónvarpsmyndaflokki þar sem Don leikur föður Jodie en hún er ekki nema 18 ára. Barn á óska- listanum Eftir að súperfyrirsætan Cindy Crawford varð ástfangin af Val Kilmer er æðsta ósk hennar að verða móðir. Cindy vill sem sagt eignast barn með Val sínum og eru þau eru nú sögð vera að reyna að búa til óskabarnið en fyrir á Val tvö böm með fyrrum eigin- konu sinni, Joanne Whalley-Kil- mer. Nóg komið af skilnuðum í konungsfjölskyldunni - Játvarður verður að vera viss Elísabet Englandsdrottning segir nóg komið af skilnuðum í konungs- fjölskyldunni. Hún hefur þess vegna sagt við Játvarð son sinn að losa sig við Sophie sé hann ekki viss um til- finningar sínar í hennar garð, að því er breska slúðurblaðið Sunday Mirror greinir frá. Samband Ját- varðs og Sophie Rhys-Jones hefur staðið yfir í þrjú ár. Sunday Mirror hefur það eftir heimildarmönnum í nánum tengsl- Þetta er myndin f tímaritinu Hello sem reitti Játvarð til reiði. jólagetraunin 1996 7. hluti um við prinsinn að hann sé undir miklum þrýstingi frá drottningunni og Philip prinsi. „Þrýstingurinn er svo mikill að Játvarður er að reyna að manna sig upp til að segja Sophie að sambandinu sé lokið,“ sagði heimildarmaðurinn. Foreldrum Játvarðs geðjast ágæt- lega að Sophie að því að fullyrt er en þeim eru umhugað um að hann endurtaki ekki mistök bræðra sinna og systur sem öll hafa skilið. Þeir sem grannt hafa fylgst með málefnum bresku konungsfjölskyl- dunnar áttu von að því að Játvarð- ur og Sophie myndu trúlofast núna i haust en ekkert gerðist. Það hversu reiður Játvarður varð vegna myndbirtingar i tímaritinu Hello þar sem hann og Sophie eru i grímubúningunum í einkaveislu þykir til marks um að ekki sé allt með felldu. Þau litu reyndar hlægi- lega út, að mati margra. Þrátt fyrir þriggja ára samband er Sophie ekki komin með neinn trúlofunarhring og eftir því sem þrýstingurinn vex á Játvarð verður hann pirraðri. Hann er viðskotaill- ur þegar hann er spurður hvemig útlitið sé með hjónaband. Þegar Sophie er spurð segist hún ekki hafa gengið í gegnum þetta allt til einskis. Dana Scully vill í bólið með Mulder Gillian Anderson sem leikur Ráðgátuskvísuna Dönu Scully hefði ekkert á móti því að fara í eldheitan ástarleik með folanum David Duchovny sem leikur samstarfsmann hennar, Fox Mulder. „Ég vil að síðasta þætti Ráð- gátna ljúki með því að við for- um saman í rúmið,“ segir Gilli- an. Sjálfsagt margir sem styðja hana í þeirri viðleitni. Hin rauðhærða Gillian þykir afskaplega kynþokkafull og vit- að er að David hefur leikið i fol- bláum myndum. En hvort og þá hvenær af þessu verður er úti- lokað að segja nokkuð til um. Gillian Anderson Hvað er í pakkanum? Nú fer brátt að draga til tíðinda í jólagetraun DV því nú eiga einung- is þrjár myndir eftir að birtast. Sú tíunda og síðasta birtist næstkom- andi laugardag og þá eru þið, les- endur góðir, hvattir til þess að setja Það er eitt alla svarseðlana saman í umslag og merkja það; DV, jólagetraun, Þver- holti 11,105 Reykjavík. Frestur til þess að senda inn seðl- ana rennur út fostu- daginn 20. des- ember. Til mikils er að vinna að koma umslaginu sínu í pottinn. Eins og áður spyrjum við ykkur um það hvað sé í stóra pakkan- um, þessum rauða. ef þrennu; fúgl, laufblað eða sverð. Nú er það ykkar að geta. Munið að senda alla svarseðlana í einu þegar allar myndimar hafa verið birtar. -sv í 2. ver&laun er Sony hljómtækjasamstæ&a frá Japis aö ver&mæti 69.900 krónur. Hvað er í pakkanum? □ Fugi I I Laufblað I I Sverð Nafn:. Heimilisfang:. Staður:. Sími:. Sendist til: DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkb DV - jólagetraun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.