Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 13 Fréttir Sjoppur í framhaldsskólum skila ekki virðisaukaskatti: Það sama á yfir alla að ganga - segir formaður Kaupmannasamtakanna Sjoppur i skolum hafa veriö undanþegnar skatti. Þaö finnst formanni Kaupmannasamtakanna óeölilegt. Myndin er tekin í Hlíöaskóla. DV-mynd Hilmar Þór „Við munum taka þetta upp og óska skýringa á því hvemig á þessu stendur. Þótt ríkisskattstjóri hafi gefið einhverjar undanþágur á þessu þá tel ég afskaplega mikil- vægt að það sama sé látið yfir alla ganga. Það þurfa allir að horga skatta," segir Benedikt Kristjáns- son, formaður Kaupmannasamtaka íslands, um það að nemendafélög borgi ekki virðisaukaskatt af sjoppurekstri i skólunum. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér frá ríkisskattstjóra hefur hann litið svo á, samkvæmt bréfi, dagsettu þann 12. desember 1991, að félagasamtök, s.s. stjómmálaflokkar og nemendafélög, séu undanþegin skráningarskyldu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt vegna sölu á vöm og skattskyldri þjónustu þegar salan er eingöngu til félagsmanna þeirra samtaka sem í hlut eiga. „Gildir þetta um verslun með sæl- gæti, gosdrykki og skyldar vörur (sjoppur) á vegum félagasamtaka, enda sé eingöngu selt til félags- manna,“ segir í bréfi ríkisskattstjóra. „Mér var hreinlega ekki kunnugt um að þetta væri með þessum hætti en við höfum talað þannig að það sé eðlilegt að borga skatta af þeirri starfsemi sem fer fram á vegum kaupmanna og það á vitaskuld að gilda um aðra sem em með sams konar starfsemi. Við höfum marg- bent á að það á ekkert að mismuna mönnum með það,“ segir Benedikt. Hann segir engu máli skipta þótt verið sé að safna fyrir utanlands- ferð eða öðru slíku. Þama sé verið að kaupa vörur með virðisauka- skatti og að sjálfsögðu eigi að selja þær með virðisaukaskatti og skila virðisaukaskatti. -sv Borgara fundur Ahrif fjármagnstekjuskatts á sparífjáreigendur Fundarstaður: Hótel Loftleiðir Fundartími: Fimmtudagur 12. desember kl. 17.15 Dagskrá Opnun Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON Hvers vegna Jjármagnstekjuskattur? Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra Hvernig verður Jjármagnstekjuskattur innheimtur af sparifér Ólafur Haraldsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri SPRON Skattalegt jafnrœði fjárfestingarkosta Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ Áhrif fjármagnstekjuskatts á einstakar tegundir verðbréfa Magnús Guðmundsson Kaupþingi Áhrif fjármagnstekjuskatts á framtöl einstaklinga Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi Pallborðsumrœður H SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS Guömundur Guðmundsson sveitarstjóri á skrifstofu sinni. DV-mynd ÞÖK Jafnvægi í byggð á Hvammstanga: Vérðum að heyja varnarbaráttu fyr- ir svæðið í heild - segir Guðmundur sveitarstjóri DV, Hvammstanga: „Við búum ekki við þá sveiflu sem víðast er í sjávarþorpum. Bol- fiskvinnsla er hér hverfandi en rækjuvinnsla er snar þáttur í at- 1 vinnulífinu. Þá eru mörg störf í kringum sjúkrahúsið og heilsugæsl- una. Skatttekjur eru ekki háar á hvem íbúa en atvinnulífið er í nokk- uð góðu jafnvægi hér,“ segir Guð- mundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Hvammstanga þar sem búa um 700 manns. Hann segir mikla fólksfjölgun hafa orðiðð fyrir tveimur árum en heldur hafi fækkað á síðasta ári og í ár. „Það hafa flutt héðan barnmargar fjölskyldur og aðrar fámennari kom- ið í staðinn. Það er þó ekki hægt að segja annað en jafnvægi sé í mann- fjölda,“ segir Guðmundur. Hann segir að þrátt fyrir að Hvammstangi búi við nokkurn stöð- ugleika þá blasi við að svæðið í heild, Norðurland vestra, eigi nokk- uð undir högg að sækja. „Við verðum að heyja vamarbar- áttu fyrir svæðið í heild þar sem þrátt fyrir fjölgun hér hefúr orðið fækkun. Við þurfum að slást heil- mikið til að verjast en við erum mið- svæðis milli Akureyrar og Reykja- víkur sem gefur okkur ýmsa mögu- leika til þess að verja hér byggðina. Hér em ýmis sóknarfæri sem þarf að nýta og ég nefni sem dæmi rækju- þurrkunina sem hér var komið á laggimar," segir Guðmundur. -rt Þeir kalla hann" Loveseat" í Ameríku og eru það orð að sönnu. Það er ekki hægt annað en að láta sér líða vel í sjónvarpsófunum frá Lazy-boy. Þetta eru miklir og vandaðir sófar -og engin ástæða til að rífast um hver á að sitja hvar! Nóg er plássið og báðir aðilar hafa skemil sér til þæginda. Komdu og skoðaðu þessa frábæru sófa Þeir eru til í mörgum gerðum, stærðum, áklæða og leðurlitum. Tegund. Cardinal er 2ja sæta sófi með ruggu og skammel báðum megin Gott borð er á milli og rúmgóð hirsla fyrir t.d. spólur og þ.h. Cardinal kostar kr. 151.130,- # 5 % staðgreiðsluafsláttur. Þáðiáiháyt HUSGAGNAHOLLIN Bildshöfði 20 - 112 Rvik - S:587 1199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.