Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
Útlönd Stuttar fréttir i>v
Friðarverðlaun Nóbels afhent við hátíðlega athöfn í Ósló í gær:
Tímabært að ró færist
yfir lífið á Austur-Tímor
- segir Carlos Belo biskup, annar tveggja verðlaunahafanna
Friöarverölaunahafar Nóbels, rómversk-kaþólski biskupinn Carlos Belo og útlaginn José Ramos Horta frá Austur-
Tímor ásamt norsku nóbelsnefndinni. Friðarverölaunin voru afhent í ráöhúsi Óslóborgar í gær að viöstöddu fjöl-
menni, m.a. þremur konum frá Kvennalistanum. Símamynd Reuter
„Það er svo sannarlega tímabært
að þaggað verði niður í stríðsbyssun-
um á Austur-Tímor í eitt skipti fyrir
öll. Það er tími til kominn að ró fær-
ist aftur yfír líf fólksins í heimalandi
mínu. Það er tími kominn til þess að
ræða ærlega saman. Það er einlæg
von mín að friðarverðlaun Nóbels
fyrir árið 1996 muni stuðla að því,“
sagði rómversk- kaþólski biskupinn
Carlos Belo frá Austur-Timor þegar
hann þakkaði fyrir friðarverðlaun
Nóbels sem hann og landi hans, út-
laginn og sjálfstæðisbaráttumaður-
inn José Ramos Horta, veittu við-
töku í Ósló í gær. Verðlaunin nema
um sjötíu milljónum íslenskra
króna. Verðlaunahafarnir eru báðir
48 ára gamlir.
Bæði Belo og Horta hvöttu stjóm-
völd í Indónesíu, sem innlimuðu
Austur-Tímor, sem var fyrrum port-
úgölsk nýlenda, árið 1976, að hefja
þegar í stað viðræður um friðsam-
lega lausn frelsisbaráttu Austur-
Tímora sem hefur kostað um 200
þúsund mannslíf. íbúar landsins
eru milli 600 og 700 þúsund.
Verðlaunaafhendingin fór fram
við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Osló-
borgar að viðstöddum nokkur hund-
ruð gestum, þar á meðal Haraldi
Noregskonungi. Kvennalistakon-
umar Kristín Ástgeirsdóttir, Anna
Ólafsdóttir Bjömsson og Kristín
Einarsdóttir vora við athöfnina í
boði Ramos Hortas en Kvennalist-
inn stakk upp á Horta sem verð-
launaþega árið 1994, Belo ári síðar
Kofi Annan.
Frakkar taldir
beita neitunar-
valdi
Ghanamaðurinn Kofi Annan,
sem er aðstoðarframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, fékk í gær
nægilegan atkvæðafjölda til þess
að geta orðið næsti framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna í próf-
kjöri hjá Öryggisráðinu. Talið er
þó líklegt aö Frakkar muni beita
neitunarvaldi. Sljómarerindrekar
segja aö breyti Frakkar um skoð-
un sé möguleiki á að Annan verði
kjörinn í þessari viku. Boutros
Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sem Banda-
ríkjamenn beittu neitunarvaldi
gegn, dró framboö sitt til baka
tímabundið fyrr í mánuðinum.
Barnaklám í
varnarmálaráðu-
neytinu
Vísindamaður í varnarmála-
ráöuneyti Kanada hefur verið
ákærður meðal annars fyrir dreif-
ingu á bamaklámi eftir að lög-
regla fann yfir 20 þúsund tölvu-
skrár með bamaklámi á skrif-
stofu hans. Hafði efninu verið
dreift á Intemetinu og er talið að
stór alþjóðlegur hringur hafi ver-
ið móttakandinn. Reuter
og loks þeim báðum fyrir verðlaun
þessa árs.
Stjómvöld í Indónesíu, sem for-
dæmdu þá ákvörðun norsku nóbel-
nefndarinnar að veita Ramos Horta
einnig verðlaunin, sendu ekki full-
trúa sinn til athafnarinnar í Ósló í
gær.
Antonio Guterres, forsætisráð-
herrá Portúgals, var hins vegar
meðal viðstaddra en stjóm hans
styður sjálfstæðiskröfur íbúa Aust-
ur- Tímor. Sameinuðu þjóðirnar
hafna kröfum Indónesa um yfirráð
á Austur-Tímor.
Ramos Horta hvatti þjóðir heims,
þar á meðal Evrópusambandið,
Bandaríkin og samtök Suðaustur-
Asíuríkja (ASEAN), til að leggja
Austur-Tímoram lið í sjálfstæðisb-
aráttu þeirra.
„Við réttum Indónesum og öðrum
nágrönnum okkar í ASEAN vináttu-
hönd og forum þess á leit við þá að
þeir aðstoði okkur við að koma á
friði og frelsi á Austur-Tímor,“
sagði Horta við verðlaunaafhend-
inguna.
Francis Sejersted, formaður nób-
elsnefhdarinnar, veittist harkalega
að Indónesum, svo og þjóðum
heims, í ræðu sinni og sagði að
frelsisbarátta Austiu--Tímora hefði
aldrei fengið mikla athygli.
Önnur nóbelsverðlaun vora af-
hent í Stokkhólmi í gær og þar var
það pólska skáldkonan Wislawa
Szymborska sem stal senunni með
heillandi framkomu sinni. Reuter
Vesturlönd hjálpi
Stjómarandstaðan í Serbíu hef-
ur beðið Vesturlönd um að þrýsta
á stjórnvöld til að viðurkenna
kosningasigur stjórnarandstæð-
inga.
Mobutu snýr heim
Háttsettur embættismaður í
sijómarflokkn-
um í Saír til-
kynnti í gær
að Mobuto
Sese Seko, for-
seti landsins,
myndi snúa
heim: í byijun
næstu viku.
Mobuto hefur dvalið mánuðum
saman í Sviss og Frakklandi
vegna krabbameinsmeðferðar.
Flóttamenn veikir
Þúsundir flóttamanna hafa
hi-akist frá A-Saír um 200 km í
vestur og þjást þeir af niðurgangi,
malaríu og vannæringu, að sögn
Rauða krossins.
Verra ástand á Kýpur
Aöalframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, Boutros Bout-
ros-Ghali, segir að ástandið á
Kýpur, sem er skipt milli Tyrkja
og Grikkja, hafi versnað síðasta
hálfa árið.
Efnavopn fundust
Bandarískir þingmenn og her-
menn, sem tóku þátt í Persaflóa-
stríðinu, segja að efnavopn, sem
fundust á meðan á stríðinu stóð,
kunni að hafa skaðað heilsu
þeirra.
Fundað um Di Rupo
Aðstoðarforsætisráðherra Belg-
íu, Elio Di
Rupo, sem sak-
aður hefur
verið um kyn-
mök við barn-
unga drengi,
sætir enn
gagnrýni þrátt
fyrir að Hæsti-
réttur hafi ekki talið ástæðu til að
rannsaka málið frekar. Þingflokk-
ar fúnduðu fram á nótt um hvern-
ig bregðast skuli við vegna
ásakananna en engin niðurstaða
fékkst. Fundað verður áfram i dag
um framtíð ráðherrans.
Sítar sökudólgar
Sádi-Arabar hafa látið Banda-
ríkjamenn fá gögn sem styðja þá
kenningu þeirra að öfgamenn síta
hafi staðið á bak við sprengjuárás
á bækistöð bandarískra her-
manna.
Þrengja aö aröbum
Skipulagsnefnd Jerúsalem-
borgar hefur samþykkt að reisa
132 hús fyrir gyðinga i hjarta
arabahverfis í austurhluta borg-
arinnar.
Múslímum smalað
Franska lögreglan handtók
fimmtán manns í gærmorgun í
leit sinni að þeim sem stóðu fyr-
ir sprengjutilræðinu í París um
daginn.
Vilja fá plútóníum
Kanadísk stjórnvöld segjast
gjarnan vilja fá plútóníum frá
ameríska hemum til að nota í
kjamorkuveram sínum.
Havel á batavegi
Vaclav Havel, forseti Tékk-
lands, er á
góðum bata-
vegi eftir
skurðaðgerð
fyrir níu dög-
um þar sem
illkynja æxli
var fjarlægt úr
öðra lunga
hans. Forset-
inn var nógu hraustur til að
drekka dálítinn bjór í gær.
Hjartsláttur lagaður
Læknar gáfu móður Teresu
vægt raflost í morgun til að leið-
rétta óreglulegan hjartslátt henn-
ar. Reuter
A-Erópuríkjum boðin aðild að NATO næsta sumar:
Primakov fundar með
NATO um framtíðarsamskipti
Búist er við að Jevgení Prima-
kov, utanríkisráöherra Rúss-
lands, færi utanríkisráðherrum
Atlantshafsbandalagsins, NATO,
bæði góðar fréttir og slæmar á
fundi í Brassel í dag. Það er að
segja að Rússar séu enn mót-
fallnir stækkun bandalagsins til
austurs en vilji ræða frekari
framtíðarsamskipti.
Primakov fór fram á fund með
ráðherranum aðeins nokkram
klukkustundum eftir að þeir til-
kynntu að haldið yrði áfram
áformum um stækkun NATO í
austur.
Utanríkisráðherrar NATO
ákváðu í gær stað og stund fyrir
leiðtogafund á næsta ári og verð-
ur hann haldinn í Madrid 8. til 9.
Jevgení Primakov.
júlí. Verður þá fýrstu Austur-
Evrópuríkjunum boðin aðild.
Ráðherrarnir reyndu að blíðka
Rússa með því að lýsa því yfir að
ekki yrði komið fyrir kjamorku-
vopnum í nýjum aðildarríkjmn.
Rússar telja öryggi sínu ógnað
verði fyrram bandamenn þeirra
í Evrópu aðilar að NATO.
Á fundi sínum í gær sam-
þykktu ráðherramir einnig að
senda nýtt friðargæslulið til
Bosníu sem dvelja á þar í 18
mánuði. Lýstu ráðherramir jafn-
framt yfir óánægju sinni með
það að Slobodan Milosevic, for-
seti Serbíu, skuli ekki virða úr-
slit sveitarstjórnarkosninganna í
nóvember.
Reuter
Ekki búið að semja um afnám
tolla á hátæknivörum hjá WTO
Samkomulag hefur ekki enn
tekist um afnám tolla á tölvum
og öðrum upplýsingatækni-
búnaði á fundi Heimsvið-
skiptastofnunarinnar sem
haldinn er í Singapore. Samn-
ingamenn Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins áformuðu
að halda viðræðum sínum
áfram í dag.
„Það er ekkert samkomulag
í höfn enn,“ sagði Len Brittan,
sem fer með viðskiptamál í
framkvæmdastjóm ESB, eftir
fund sinn með Charlene Bars-
hefsky, viðskiptafulltrúa
Bandaríkjanna, í morgun.
„Samkomulag hefur tekist
um nokkra liði en ágreiningur
er enn um nokkra. Við eram að
Leon Brittan.
reyna aö leysa þá,“ sagði Britt-
an.
Bandaríkjunum er mjög í
mun að komist verði að sam-
komulagi um aukið frelsi í
viðskiptum með tölvur, hug-
búnað og annan hátæknibún-
að fyrir árið 2000 og njóta þau
stuðnings Japana. Viðskipti
með þennan vaming nema 600
milljörðum dollara á ári.
En þótt samkomulag um
upplýsingatækni sé kannski
ekki langt undan á fundi WTO
deila þróunarlöndin á fundin-
um enn hart á hugmyndir
vestrænna ríkja um að stofn-
unin beiti sér í vinnuvemdar-
málum, m.a. í baráttunni gegn
bamaþrælkun. Reuter