Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Blaðsíða 30
42 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Afmæli_______________________ Elinbergur Sveinsson Elinbergur Sveinsson vélstjóri, Skálholti 11, Ólafsvík, varð sjötugur þann 14.7. sl. Starfsferill Elinbergur fæddist og ólst upp í Ólafsvík og hefur verið búsettur þar síðan. Á unglingsárunum var hann sjó- maöur, lauk vélavarðamámi og var lengst af vélstjóri á bátum frá Ólafs- vík, síðar vélgæslumaður í hrað- frystihúsum í Ólafsvík þar sem hann er nýhættur störfum. Elinbergur var á annan áratug formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, sat í hreppsnefnd Ólafs- víkur um tuttugu og fjögurra ára skeið, sat í hafnamefnd Ólafsvíkur í samfellt þrjátíu og tvö ár og formað- ur hennar í tuttugu ár. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaöarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og hefúr átt sæti í flokksstjóm og verkalýðsmálaráði flokksins um árabil. Fjölskylda Elinhergur kvæntist 26.12. 1948 Gestheiði Guðrúnu Stefánsdóttur, f. 21.12.1926, aðstoðarmanni lyíjafræð- ings i Apóteki Ólafsvíkur. Hún er dóttir Stefáns Kristjánssonar, fyrrv. vegaverkstjóra, og k.h., Svanborgar Jónsdóttur húsmóður. Böm Elinbergs og Gest- heiðar em Sigurður, f. 23.4. 1949, byggingameist- ari í Ólafvík, en sambýlis- kona hans er Eygló Egils- dóttir hótelstjóri og á Sig- urður tvær dætur með fyrrv. konu sinni, Hug- rúnu Stefnisdóttur, auk þess sem hann á dóttur og tvö bama- böm með fyrrv. sambýliskonu, Hrönn Albertsdóttur; Svanborg, f. 1.5. 1950, skrifstofumaður í Reykja- vík, og á hún tvo syni og eitt bama- bam með fyrrv. manni sínum, Birgi B. Gunnarssyni; Sveinn Þór, f. 28.9. 1956, aðstoðarskólastjóri og bæjar- fulltrúi í Ólafsvík, kvæntur Ingu Jó- hönnu Kristinsdóttur sjúkraliða og . eiga þau fjögur böm; Stefán Rafn, f. 16.12. 1961, matsveinn í Hafnarfirði, kvæntur Elísabetu Sigfúsdóttur fós- tra og eiga þau þrjú böm. Systkini Elinbergs: Einar, f. 24.11. 1916, d. 7.5.1979, verkamaður í Ólafs- vík; Láras, f. 19.3. 1919, d. 27.9. 1947, skipstjóri í Ólafsvík; Mar- ía, f. 10.8. 1921, lengst af húsmóðir í Ólafsvík; Sig- urður, f. 7.11.1923, d. 27.9. 1947, sjómaður I Ólafsvík; Sólveig, f. 3.7. 1928, hús- móðir í Kópavogi; Sæ- unn, f. 23.6. 1930, skrif- stofumaður í Kópavogi; Katrín, f. 27.9.1932, d. 3.2. 1996, símavörður í Kópa- vogi; Jónatan, f. 18.2. 1934, hrl. í Reykjavík; Sveinbjörn, f. 25.4. 1936, bílasali í Reykjavík; Guð- mundur, f. 17.10.1939, umboðsmaður Olíufélagsins Essó i Ólafsvík. Upp- eldissystir Elinbergs er Þóra Stef- ánsdóttir, f. 29.12. 1909, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Elibergs voru Sveinn Einarsson, f. 10.1. 1892, d. 13.9. 1967, sjómaður og verkamaður í Ólafsvík, og k. h., Þórheiður Einarsdóttir, f. 4.4. 1895, d. 1964, húsmóðir. Ætt Sveinn var sonur Einars, sjó- manns í Ólafsvík, Guðmundssonar, b. á Bjarnarfossi í Staðarsveit, Gislasonar, b. á Ytri-Völlum í Mið- firði, Þórðarsonar. Þórheiður var systir Þorkels Jó- hannessonar prófessors. Systir Þór- heiðar er Björg rithöfundur. Önnur systir Þórheiðar er Ólafia, prófessor í sagnfræði. Þriðja systir Þórheiðar er Súsanna, móðir Lúðvíks Kristj- ánssonar sagnfræðings sem er faðir Vésteins rithöfundar. Þórheiður var dóttir Einars, skif- stofustjóra Alþingis, Þorkelssonar, prófasts á Staðastað, Eyjólfssonar, föður Jóns þjóðskjalavarðar. Móðir Einars var Ragnheiður Pálsdóttir, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, föð- ur Páls, langafa Péturs Sigurgeirs- sonar, biskups. Móðir Þórheiðar var Katrín Jóns- dóttir, vefara í Stykkishólmi, Jóns- sonar og Guðrúnar Tómasdóttur, b. á Neðra-Vaðli á Barðaströnd, Jóns- sonar. Móðir Guðrúnar var Jó- hanna Jóhannsdóttir, systir Zakari- asar, langafa Snorra Hjartarsonar skálds og Ragnars H. Ragnars tón- skálds, fóður Hjálmars Ragnarsson- ar tónskálds. Gestheiður kona Elin- bergs verðm- sjötug þann 21.12. nk. I tilefni afmælanna taka þau hjónin á móti gestum í Félagsheim- ilinu á Klifi í Ólafsvík laugardaginn 14.12. nk. kl. 20.00. Elinbergur Sveinsson. Gestheiður Guðrún Stefánsdóttir Gestheiður Guðrún Stefánsdóttir, aðstoðarmaður lyfjafræðings i Apó- teki Ólafsvíkur, Skálholti 11, Ólafs- vík, verður sjötug þann 21.12. nk. Starfsferill Gestheiður fæddist og ólst upp á Uppsölum í Ólafsvík og hefur verið búsett f Ólafsvík síðan. Hún stund- aði nám viö Héraðsskólann á Laug- arvatni. Gestheiður hefur stundað hús- móðurstörf frá því hún hóf búskap og stundaði auk þess fiskvinnslu og verslunarstörf. Frá 1967 var hún umsjónar- og afgreiðslumaður úti- bús Apóteks Stykkishólms í Ólafs- vík en hefur verið aðstoðarmaður lyfjafræðings í Apóteki Ólafsvíkur sl. áratug. Gestheiður hefur tekið virkan þátt i starfsemi ýmissa félaga í Ólafsvík, þ. á m. í Leikfélagi Ólafs- vikur og setið í stjómum Kvenfé- lags Ólafsvíkiu-, Slysavarnadeildar- innar Sumargjafar, Soroptimista- klúbbs Snæfellsness, verið formað- ur Rauða kross deildar Ólafsvikur og formaður Krabbameinsfélags Ólafsvíkmrlæknishéraðs. Fjölskylda Gestheiður Guðrún giftist 26.12. 1948 Elin- bergi Sveinssyni, f. 14.7. 1926, vélstjóra. Hann er sonur Sveins Einarsson- ar, sjómanns og verka- manns, og k.h., Þórheiðar Einarsdóttur húsmóður. Böm Gestheiðar Guð- rúnar og Elinbergs eru Sigurður, f. 23.4. 1949, byggingameistari í Ólaf- vík, en sambýliskona hans er Eygló Egilsdóttir hótelstjóri og á Sigurður tvær dætur með fyrrv. konu sinni, Hugrúnu Stefnisdóttur, auk þess sem hann á dóttur og tvö bamaböm með fyrrv. sambýliskonu, Hrönn Albertsdóttur; Svanborg, f. 1.5. 1950, skrifstofumaður í Reykja- vík og á hún tvo syni og eitt barna- barn með fyrrv. manni símun, Birgi B. Gunnarssyni; Sveinn Þór, f. 28.9. 1956, aðstoðarskólastjóri og bæj- arfulltrúi í Ólafsvík, kvæntar Ingu Jóhönnu Kristinsdóttar sjúkraliða og eiga þau fjögur böm; Stefán Rafn, f. 16.12. 1961, matsveinn í Hafnar- firði, kvæntur Elísabeta Sigfúsdótt- ur fóstru og eiga þau þrjú böm. Systkini Gestheiðar Guð- rúnar era Sigríður Hulda, f. 13.3. 1912, d. 28.1. 1986, kennari í Ólafsvík; Fríða, f. 8.2. 1915, íþróttakennari 1 Reykjavík; Þorgils, f. 23.9. 1918, fyrrv. yfirkenn- ari á Akranesi; Alexand- er, f. 6.10. 1922, fyrrv. alþm. og ráðherra, búsett- ur í Ólafsvík; Erla, f. 4.4. 1930, kennari í Kópavogi. Foreldrar Gestheiðar Guð- rúnar vora Stefán Sumarliði Krist- jánsson, f. 24.4. 1884, d. 14.11. 1968, vegaverkstjóri í Ólafsvík, og k.h., Svanborg María Jónsdóttir, f. 14.6. 1891, d. 4.10. 1978, húsmóðir. Ætt Stefán var bróðir Guðbjarts, hreppstjóra að Hjarðarfelli, föður Gunnars, fyrrv. formanns Stéttar- sambands bænda. Stefán var sonur Kristjáns, b. í Straumfjarðar- tungu og á Hjarðarfelli, Guðmundssonar, b. á Litlu-Þúfu og í Gröf, Þórðarson- ar, b. á Hjarðarfefli og ættföður Hjarðarfellsættarinnar, Jónssonar. Móðir Krisjáns var Þóra Þórðardótt- ir, b. í Borgarholti, Þórðarsonar. Móðir Þóra var Oddfríður Halldórs- dóttir Ámasonar Þorvarðarsonar, bróður Ragnhildar, langömmu Guð- nýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Stefáns var Sigríður Jóns- dóttir, b. á Laxárbakka og síðar á Eiðhúsum, Hreggviðssonar. Móðir Jóns var Guðný Þórðardóttir, systir Guðmundar í Gröf. Svanborg var dóttir Jóns, for- manns i Ólafsvík, bróður Vigdísar, langömmu Eliasar Snælands Jóns- sonar, rithöfundar og aðstoðarrit- stjóra DV. Jón var sonur Jóns, hreppstjóra á Slitvindastöðum og í Böðvarsholti, Þorgilssonar, b. í Lágubúð, Þorgilssonar. Móðir Jóns hreppstjóra var Sigríður Þorsteins- dóttir, ættföður Þorsteinsættar, Jónssonar. Móðir Svanborgar var Hólmfríður Magnúsdóttir. Eiginmaðm’ Gestheiðar Guðrún- ar, Elinbergur, varð sjötagur þann 14.7. sl. í tilefni afmælanna taka þau hjón- in á móti gestam í Félagsheimilinu á Klifi í Ólafsvík laugardaginn 14.12. nk. kl. 20.00. Gesthei&ur Guörún Stefánsdóttir. Emil Ragnarsson Emil Ragnarsson skipaverkfræð- ingur, Seiðakvísl 29, Reykjavík, er fimmtagur í dag. Starfsferill Emil fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1966, fyrrihlutaprófi í véla- verkfræöi frá HÍ 1969 og MA- prófi í skipaverkfræði frá DTH í Kaup- mannahöfn 1972. Emil var verkfræðingur hjá tæknideild Fiskifélags tslands og Fiskveiðasjóðs íslands 1972-96 og veitti deildinni forstöðu. Stunda- kennari við sjávarútvegsdeild Há- Smáauglýsingar \í •X*A\ 550 5000 skólans á Akureyri frá 1993. Sjálf- stætt starfandi verkfræðingur ffá 1996. Hefur í starfi sínu hjá Fiskifé- lagi íslands m.a. veitt stjórnvöldum ráðgjöf um skipaverkfræðileg efni, standað rannsóknir á sviði fiski- skipa, veiðitækni og orkunotkunar fiskiskipaflotans. Hefur skrifað mik- ið um fiskiskip, tækninýjungar, þró- un flota, orku- og olíunotkun fiski- skipa o.fl. Emil sat í skólanefnd Vél- skóla íslands 1972-85, formaður frá 1995; í verkefnisstjóm samstarfs- verkefnis um hönnun og raðsmíði fiskiskipa 1980-82; í verkefnisstjóm samnorræns verkefnis um orku- spamað í fiskiskipum á vegum Nor- dforsk 1981-84; í stjóm Trygginga- sjóðs fiskiskipa 1986-88; í nefhdum á vegum sjávarútvegsráðuneytisins um endumýjun á skipastóli Haf- rannsóknastofnunarinnar 1982 og 1989-90; i stjóm knattspymudeildar Víkings og varaformaður hennar 1989-91. Fjölskylda Emil kvæntist 25.12. 1968 Bimu Bergsdóttur, f. 22.11. 1945, kjólameistara og kennara við Iðnskólann í Reykjavík og Borgar- holtsskólann. Hún er dóttir Bergs Þorkelsson- ar, f. 12.7. 1912, d. 6.8. 1961, sjómanns á Reyðar- firði, og k.h. Þóreyjar Björnsdóttur, f. 30.10. 1910, d. 22.10. 1968, hús- móður. Böm Emils og Birnu eru Ragnar Þór, f. 13.8. 1968, tækniffæðingur hjá Raftæknistofunni hf., í sambúð með Hildi Hrólfsdóttar nema, böm þeirra eru Sunna Rut, f. 7.7.1989, og Fannar Þór, f. 28.7. 1995; Bergur Már, f. 10.8. 1976, nemi; Emil, f. 2.12. 1980, d. 16.12. 1980; Eva María, f. 12.5. 1984. Stjúpdóttir Emils (dóttir Bimu og Bjöms Ingimarssonar flugvirkja sem er búsettar í Bandaríkjunum) er Sólveig Berg, f. 26.1. 1966, arki- tekt í Reykjavík, í sambúð með Guð- mundi Ámasyni, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, bam þeirra er Bima, f. 4.8. 1992. Dóttir Emils og Sigrúnar Jóhannesdóttur, aðstoðar- rektors Samvinnuháskól- ans á Bifröst, er Kristín, f. 18.1. 1966, ritari á Akur- eyri, gift Helga Björns- syni, skrifstofustjóra Bún- aðarbanka íslands á Ak- ureyri, börn þeirra era Hlynur, f. 22.3. 1991, og Heiðrún Björk, f. 25.7. 1992. Systkini Emils era Mika- el, f. 28.3. 1945, biffeiða- stjóri í Reykjavík; Gunnlaug Hanna, f. 27.5. 1949, húsmóðir og vísnasöng- kona, gift Gisla Guðjónssyni skip- stjóra, búsett í Danmörku; Brynja, f. 14.4. 1952, sjúkraliði í Reykjavík; Ragna Kristín, f. 1.3.1957, sjúkraliði í Danmörku. Foreldrar Emils: Ragnar Sigurðs- son, f. 27.6. 1916, sölustjóri og bif- reiðastjóri á Akureyri, og k.h., Kristin Mikaelsdóttir, f. 27.8.1918, d. 28.4. 1984, húsmóðir. Emil verður að heiman á afmæl- isdaginn. Emil Ragnarsson. Tll hamingju með aímælið 11. desember 95 ára Kjartan Björnsson, Hátúni 10, Mýrdalshreppi. 90 ára Sigurveig Sigtryggsdóttir, Syðri-Neslöndum, Skútastaða- hreppi. 85 ára Njóla Dagsdóttir, Suðurgöta 52, Keflavík. 80 ára Sigurður Jónsson, Ljósheimum 22, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Vestargöta 32, Hafnarffrði. Sigríður Guðmundsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. 75 ára Páll Marteinsson, Borgarholtsbraut 32, Kópa- vogi. Heiðdís Eysteinsdóttir, Furalundi 1A, Akureyri. Harald Guðmundsson, Lækjargöta 4, Reykjavík. 60 ára Ásgeir Einarsson, Vorsabæ 12, Reykjavík. íshildur Þrá Einarsdóttir, Útskálum 7, Hellu. 50 ára Guðrún Eyvindsdóttir, Skagabraut 1, Garði. Ámi Eðvaldsson, Smáratúni 16, Keflavík. Ólöf Bjömsdóttir, Heiðarholti 34A, Keflavík. Halldór Gunnarsson, Bölum 23, Patreksfirði. Kristján G. Kristjánsson, Seljabraut 28, Reykjavik. 40 ára Anna Guðný Ámadóttir, Ullartanga 9, Fellahreppi. Ingibjörg Friðriksdóttir, Laufengi 25, Reykjavík. Ólafur Árni Torfason, Álfholti 34B, Hafnarffrði. Ester Kristinsdóttir, Furagrand 24, Kópavogi. Guðjón Kristjánsson, Ásum, Saurbæjarhreppi. Anna Þrúður Grlmsdóttir, Einholti 9, Reykjavík. staögreiöslu- og greiðslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.